Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Síða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 15. febrúar 2007 EYJAMAÐUR VIKUNNAR Gerist ekkert án samstöðu Á laugardaginn fer fram hin árlega tónlistarhátíð Allra veðra von en þar gefur að líta og heyra það efnilegasta í tónlistarlífi Eyjamanna og víðar reyndar. Eins og alltaf fer hátíðin fram í Höllinni en vegna hátíðarinnar hefur tónlistarlífið í Vestmannaeyjum verið í blóma undanfarin ár. Óðinn Hilmisson er einn af forsprökkum hátíðarinnar og hann er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Óðinn Hilmisson. Fæðingardagur: 1. apríl 1965. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskyida: Dóttir mín, Regína Ósk býr hjá mér núna. Svo er ég á lausu. Draumabfllinn: Var nú síðast eitthvað sem flýgur og siglir eða þangað til göngin koma. Uppáhaldsmatur: Allt sem syndir í sjónum. Versti matur: Mér finnst í raun ekkert vera vont en sumt er misjafnlega gott. Ég neita engu nema það sé eitrað. Uppáhalds vefsíða: Það eru aðallega tónlistarsíður og Rokk- landsheimasíðan. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Ég elska rokk og blús. Eins finnst mér gaman að syngja negra- sálma. Uppáhaldsbandið er Led Zeppelin og Eyvör Páls er frábær söngkona en uppáhaldssöngkonan mín er dóttir mín, Regína Ósk, sem er einmitt í söngnámi hjá nöfnu sinni. Aðaláhugamál: Fyrst og fremst rokkeldi og líkamsrækt. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Högna bróður fyrir kristnitöku. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Stórhöfði þegar himinroðinn nýtur sín hvað best í kvöldsólinni í norðaustan átt. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV er auðvitað mitt uppáhaldsfélag. Eigum við ekki að segja að Hlynur Stefánsson og Sigmar Þröslur séu mínir upp- áhaldsíþróttamenn þó þeir séu báðir hættir. Þeir voru sannkallaðir afreksmenn. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Já, er í bullandi líkamsrækt. Sex daga í viku og stundum sjö. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi mjög lítið á sjónvarp en hef gaman af náttúrulífsmyndum, fréttum og sannsögulegu efni. Af hverju var farið af stað með Allra veðra von: Fyrir sex árum vom strákamir í Made in China að æfa hjá mér og þeir vora eitthvað að tala um Músíktilraunir. Þá kom upp sú hugmynd að halda eins konar músíktilraunir í Eyjum og þá varð Allra veðra von til. Hvað er rokkeldi: Það snýst um að halda aga og að hljómsveitimar vinni eigið efni. Þá leggjum við mikið upp úr því að halda öllu ragli utan við tónlistina. Rokkeldið hjálpar líka hljómsveitum yfir byijendaþröskulda. Rifnar þakið af Höllinni um helgina: Það er hætta á því. Eitthvað að lokum: Skora á Vestmannaeyinga að standa saman, það er eina leiðin fyrir okkur. Það gerist ekkert öðravísi. MATGÆÐÍNGUR VIKUNNAR Kjúklingaréttur stóru systur Ég þakka Sigrúnu systur „kœrlega“ fyrir þessa áskorun. Þar sem ég er búin aö koma skammarrœðunni á framfœri við hana þatf ekki að rœða það meira. Ég œíla að bjóða upp á kjúklingarétt sem reyndar er kominn frá henni stóru systur minni sem hefur áratugareynslu fram yfir mig í eldhúsinu. Grænmetískjúklinga- réttur 1 kjúklingur 1-2 laukar 1-2 paprikur i Ti Lovísa Inga Ágústsdóttir er matgæðingur vikunnar. gulrætur sveppir 2 dl tómatsósa 1 peli rjómi ostur Kjúklingurinn kryddaður og steiktur, rifinn niður og settur f eldfast mót. Laukur, paprika, gulrætur og sveppir era steikt saman á pönnu og látið yfir kjúklinginn. Svo er ijómanum og tómatsósunni hrært saman og hellt yfir, að lokum er ostur settur yfir allt. Hitað við ca 180°C þar til osturinn fer að taka lit. Verði ykkur að góðu. Nýfæddir <?cf " Vestmannaeyingar Þann 7. febrúar fæddist á Sjúkrahúsi Vestmanneyja strákur, sem nefndur hefir verið Benóný Þór. Foreldrar era Þórey Friðbjamardóttir og Benóný Benónýsson. Þau eiga heima að Fjólugötu 19 Vestmannaeyjum. Með honum á myndinni er stóri bróðir, Friðbjöm Sævar. Þann 26. janúar síðastliðinn fæddist stúlka en foreldrar hennar era Guðmundur Tómasson og Sigurveig Birgisdóttir. Stúlkan vó tæpar 17 merku3 og var 53 cm löng við fæðingu og hefur verið nefnd Ástrós Sara. Á myndinni er hún í fanginu á stóra systur sinni, Steinunni Emu sem fæddist 15. nóvember 2004. Báðar fæddust þær í Reykjavík en tjölskyldan er búsett í Hafnarfirði. ÍBV íþróttafélag hefur ráðið Friðbjöm Valtýsson sem nýjan framkvæmdastjóra en hann tekur við af Páli Scheving sem hefur hafið störf hjá ísfélagi Vestmannaeyja. Jóhann Pétursson, formaður IBV, tilkynnti um ráðningu Friðbjöms á blaðamannafundi á þriðjudag og bauð hann velkominn til starfa. Friðbjöm þakkaði fráfarandi fram- kvæmdastjóra fyrir farsæl störf í þágu íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum undanfarin ár og sagði það sína skoðun og væntanlega flestra íþróttaáhugamanna í Eyjum að ÍBV sé helsta sameiningartákn Vestmanneyinga. „Við Eyjamenn stöndum ef til vill á nokkrum tíma- mótum um þessar mundir, það era á lofti tákn um að samdráttarskeiði, sem ríkt hefur, sé lokið,“ sagði Friðbjöm og vísaði til þess að sam- göngumál og dýr ferðalög hefðu lengi sligað íþróttahreyfinguna. Nú væri komin hreyfing á þau mál og vonandi gætu Vestmannaeyingar sameinast um þá kosti sem væra í Friðbjörn Ólafur Valtýsson, ný- ráðinn framkvæmdastjóri IBV. boði. „Einfaldari og ódýrari ferðalög skipta sköpum, jafnt fyrir íþrótta- hreyfinguna sem hinn venjulega Eyjamann," sagði Friðbjöm og lýsti því yfir að hann hlakkaði til að takast á við fjölbreytt, skemmtileg en jafnframt kreíjandi verkefni í þágu íþróttahreyfingarinnar og Vestmannaeyinga allra. Friðbjörn ráðinn framkvæmdastj óri ÍBV llfl I vikunni laugardagur: Allra veðra von hefst klukkan 20.00 3 Ég ætla að skora á bana Ellý Rannveigu Gunnlaugsdóttur vinkonu mína (vonandi áfrain) að koma með eitthvað gott í næstu viku. Ég veit að hún fer létt með það eins og annað sem hún gerir. þriðjudagur: ÍBV-Grótta Undanúrslit bikarkeppni kvenna. r+

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.