Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Qupperneq 12
12
Fréttir / Fimmtudagur 15. febrúar2007
Af hverju ekki Seðlabankann til Eyja?
-Spyr Elliði Vignisson bæjarstóri sem sýnir fram á að vitlaust er gefið þegar kemur að opinberum störfum
á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni - Vestmannaeyjar bera þar skarðan hlut frá borði
KOMIÐ að Vestmannaeyjum segir Elliði og hann er tilbúinn til að létta starfsmönnum
Seðlabankans flutninginn. -Davíð Oddsson seðlabankastjóri mætti svo gista í forstofu-
herberginu hjá mér þar til hann gæti orðið sér úti um hentugt húsnæði.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri, er með
athyglisverðan samanburð á fjölda
opinberra starfa á Reykjavíkur-
svæðinu og landsbyggðinni. Hann
bendir á að ríkið sé stærsti atvinnu-
rekandi á Islandi og það hefur verið
skilningur íslenska ríkisins, eða
réttara sagt ríkisstjómar, að dreifa
beri þeim störfum sem eru á þess
vegum sem jafnast um landið, í
hlutfalli við fbúa.
Elliði vísar til samþykktar ríkis-
stjómar frá 2002 þar sem vísað er til
þess að í mörgum nágrannalöndum
haft verið tekið tillit til byggðasjón-
armiða við uppbyggingu opinberrar
þjónustu. „Þannig hefur stofnunum
sem þjóna öllu landinu verið valinn
staður annars staðar en í höfuðborg-
inni. Þessari aðferð þarf að beita hér
á landi í meira mæli en gert hefur
verið. I því sambandi skyldi fyrst og
fremst horft til helstu byggðakjama
á landsbyggðinni."
Einnig nefnir Elliði byggðaáætlun
fyrir árin 2006 til 2009 þar sem
áætlað er að stórefla menntun á
landsbyggðinni, fjölga opinberum
störfum á landsbyggðinni og efla
Byggðastofnun og gera henni kleift
með framlögum í fjárlögum að
sinna mikilvægum verkefnum á
sviði byggðarmála.
Elliði segir að nú sé komið að Vest-
mannaeyjum og ber hann saman
tölur um opinber störf í hér og á
höfuðborgarsvæðinu 2005. Sam-
kvæmt þeim var 17.581 starf hjá
ríkinu, þar af 12.662 störf á höfuð-
borgarsvæðinu eða um 72% en þar
búa 62,4% landsmanna.
Fábreytt flóra opinberra
starfa
Elliði segir fróðlegt að draga frá
grunnstofnanir eins og sýslumanns-
og lögregluembættið, héraðsdóm-
stóla og skattstjóraembættið en þá
eru 15,2 íbúar á bak við hvert starf á
höfuðborgarsvæðinu. Ef önnur
grunnþjónusta ríkisins, heilbrigðis-
kerfið, er tekið út verða 24,1 íbúar á
bakvið hvert starf á höfuðborgar-
svæðinu en 100 íbúar í Eyjum. Ef
gengið er enn lengra og önnur mik-
ilvæg þjónusta ríkisins, framhalds-
skólamir, teknir út verða 29,2 íbúar
á bak við hvert starf á höfuðborg-
arsvæðinu en 268 í Eyjum.
„Þetta sýnir hve flóra ríkisstarfa í
Vestmannaeyjum er fábreytt og það
mætti leiða Ifkum að því að störf á
vegum ríkisins eru í Vestmanna-
eyjum til að uppfylla brýna þörf við
íbúana eða þá að þau hreinlega þurfi
að vera þar lögum samkvæmt. Þau
störf sem er valkvætt hvar staðsett
eru, eru hins vegar á höfuðborg-
arsvæðinu," segir Elliði og heldur
áfram.
„Af þeim stofnunum sem hafa
sérhæfðu og einstöku hlutverki að
gegna, og þá undanskildar grunn-
stofnanir eins og sýslumannsemb-
ætti, heilbrigðisstofnanir, skólar
o.s.frv., eru um 86% þeirra með
höfuðstöðvar í Reykjavík eða 104 af
121 stofnun. I Vestmannaeyjum er
engin ríkisstofnun með höfuðstöðv-
ar. Það má því draga þá ályktun að
meðallaun á hvern ríkisstarfsmann
séu miklu hærri á höfuðborgar-
svæðinu þar sem yfirstjórnir stofn-
ana eru staðsettar.“
Misjafnt milli ráðuneyta
Næst skoðar Elliði einstök ráðu-
neyti og byrjar á forsætisráðuneyti
sem er með 182 starfsmenn. 179
þeirra eða 98,4% eru staðsett á
höfuðborgarsvæðinu en ekkert starf
er í Vestmannaeyjum.
Af 1558 störfum hjá dóms- og
kirkjumálaráðuneyti eru 22 í
Vestmannaeyjum og 1.007 á höfuð-
borgarsvæðinu eða um 64,6%.
Hjá félagsmálaráðuneytinu eru 316
störf og eru 233, eða 73,7% á
höfuðborgarsvæðinu en eitt í Vest-
mannaeyjum. „A bak við hvert starf
undir ráðuneytinu á höfuðborg-
arsvæðinu eru því 777 íbúar en
4100 í Vestmannaeyjum,“ segir
Elliði en sjö stofnanir af níu eru
með höfuðstöðvar í Reykjavík en
Jafnréttisstofa er með höfuðstöðvar
á Akureyri og Fjölmenningarsetrið
á Vestfjörðum er á Isafirði.
Fjármálaráðuneytið, með sín 819
störf stendur sig aðeins betur gagn-
vart Vestmannaeyjum en 718 starfs-
menn eru á höfuðborgarsvæðinu
eða 87,7% og í Eyjum 3,8 störf. En
á bak við hvert starf á höfuðborg-
arsvæðinu eru 252 íbúar en 1078 í
Vestmannaeyjum. Allar stofnanim-
ar 13 eru með höfuðstöðvar í
Reykjavík.
Hjá Hagstofu íslands starfa 120
og eru allir staðsettir á höfuðborg-
arsvæðinu sem þýðir að 1.508 íbúar
eru á bakvið hvert starf hjá Hag-
stofunni á höfuðborgarsvæðinu.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið er eitt stærsta ráðu-
neytið og hjá því starfa um 6.788
starfsmenn. Elliði segir að sökum
þessa hve stórt það er, sé mjög erfitt
að finna nákvæman fjölda starfa og
hvar þau eru á landinu. Uttekt
bendir þó til að 4.785 störf séu á
höfuðborgarsvæðinu eða 70,5% af
heild og 72 í Vestmannaeyjum. Þá
eru 38 íbúar á bakvið hvert starf á
höfuðborgarsvæðinu en 53 í Vest-
mannaeyjum.
Hjá iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytinu og stofnunum þess eru 556,
en enginn í Vestmannaeyjum.
Landbúnaðarráðuneytið skartar
349 starfsmönnum en engum í Vest-
mannaeyjum.
Fjöldi starfsmanna hjá mennta-
málaráðuneytinu, er eftir því sem
Elliði kemst næst, 5.021 og af þeim
eru 3.772 störf á höfuðborgar-
svæðinu eða75,l%. ÍEyjumeru27
störf. Ibúar á bak við hvert starf eru
48 á höfuðborgarsvæðinu og 151 í
Vestmannaeyjum. Að skólum
undanskildum er eitt starf á vegum
ráðuneytisins í Vestmannaeyjum.
Hjá samgönguráðuneytinu eru
789 störf , 483 störf eða 61,2% eru
á höfuðborgarsvæðinu en sjö í
Eyjum. A bak við hvert starf eru
375 íbúar á höfuðborgarsvæðinu en
683 í Vestmannaeyjum. Allar stofn-
anirnar eru með höfuðstöðvar á
höfuðborgarsvæðinu.
Sjávarútvegsráðuneytið er með
372 starfsmenn, 335 starfsmenn eru
á höfuðborgarsvæðinu eða 90,1%
en sex eru í Vestmannaeyjum. A bak
við hvert starf eru 540 á höfuðborg-
arsvæðinu og 683 í Vestmanna-
eyjum. Allar stofnanimar em með
höfuðstöðvar á höfuðborgar-
svæðinu að Verðlagsstofu skipta-
verðs undanskilinni sem er á
Akureyri. Elliði bendir á að um
14% af aflaheimildum séu í Vest-
mannaeyjum og fiskveiðar heyri
undir sjávarútvegsráðuneytið.
Hjá umhverfisráðuneytinu og
stofnunum þess eru 337 starfsmenn.
285 starfsmenn eru á höfuðborg-
arsvæðinu eða 84,6% og einn er í
Vestmannaeyjum. Á bak við hvert
starf á höfuðborgarsvæðinu eru 635
íbúar og 4100 í Vestmannaeyjum.
Utanríkisráðuneytið er með 179
starfsmenn undir utanríkisráðuneyt-
inu og stofnunum þess. Sjötíuog-
fimm eru á höfuðborgarsvæðinu
eða 41,9% en ekkert í Vest-
mannaeyjum.
Hjá Alþingi og stofnunum sem
heyra undir það eru um 195 störf og
eru 192 þeirra á höfuðborgarsvæð-
inu eða 98,5% af heildarfjölda,
ekkert starf er í Eyjum en 943 íbúar
eru á bak við hvert starf undir
Alþingi á höfuðborgarsvæðinu.
Stofnanir tengdar sjávar-
útvegi til Eyja
„Eins og gefur að skilja teljum við
Eyjamenn ríka ástæðu til að telja að
stofnanir, tengdar sjávarútvegi og
rannsóknum á sjávar- og vatnalíf-
verum, eigi erindi í Vestmanna-
eyjum. Hvergi annars staðar á Is-
landi er atvinnulífið jafn vel undir
það búið að styðja við bakið á slíku.
Hér eru um 14% af aflaheim-
ildunum og því væri ekkert eðli-
legra en að störfin hér væru í sama
hlutfalli. En hver er raunveru-
leikinn?“ spyr Elliði og segir stöð-
una einfaldlega óþolandi hvað þetta
varðar.
„Hjá Hafró starfa 165, tveir í
Vestmannaeyjum, hjá fiskistofu 89,
fjórir hér, hjá siglingastofnun 73,
enginn hér, hjá RF 48, einn hér , hjá
veiðimálastofnun tólf, enginn hér
og svona mætti áfram telja. Þess ber
enn og aftur að geta að þessar tölur
eru frá 2005 og eftir tilkomu Matís
má vera að eitthvað hafi breyst.“
Hvaða störf væri hægt að
vinna 1 Vestmannaeyjum?
„Ríkisstofnanir sem tengjast beint
sjávarútvegi og rannsóknum á sjáv-
ar- og vatnalífverum eru sjö talsins,
RALA er hér talin með þar eð mikið
af rannsóknum á ferskvatns- og
sumum sjávarfiskum fer fram hjá
þeim. Þótt ótrúlegt megi virðast þá
eru 89% starfa hjá þessum stofn-
unum á höfuðborgarsvæðinu. Með
tilliti til gríðarlegs styrks fyrirtækja
í Vestmannaeyjum hvað sjávarútveg
varðar má fullyrða að góð tækifæri
eru til fjölgunar starfa í þessum
geira á vegum ríkisins í Vestmanna-
eyjum.
I Vestmannaeyjum er gott aðgengi
að rafrænu samfélagi. Cantat3
sæstrengurinn liggur hér og því
öryggið mikið. Seðlabankinn er
stofnun sem þarf gott aðgengi að
símalínum, tölvu- og intemetteng-
ingum. Það er ljóst að einhverju af
þessum sviðum er hægt að sinna í
Vestmannaeyjum. Hér er einnig
mjög hentugt húsnæði undir slíka
starfsemi þar sem til dæmis væri
hægt að nýta gömlu símstöðina fyrir
slíka starfsemi.
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri,
mætti svo gista í forstofuherberginu
hjá mér þar til hann gæti orðið sér
úti um hentugt húsnæði.
Landhelgisgæslan væri afar vel
staðsett hér í Vestmannaeyjum
Hafnaraðstaða hér rúmar vel varð-
skipin, staðsetning þyrlu og annarra
flugfara er auðveld.
Fasteignamat ríkisins gæti vel átt
hér heima og þá hagrætt verulega
með því að losa sig við hið dýra
húsnæði í Borgartúni.
Siglingastofnun getur alveg eins
verið staðsett í Vestmannaeyjum
eins og Byggðastofnun getur verið
staðsett á Sauðárkróki. Hjá Sigl-
ingastofnun eru fastir starfsmenn
tæplega 70.1 það minnsta væri hér í
Eyjum hægt að sinna fjöldamörgum
störfum á vegum Siglingastofnunar
sem í dag eru á höfuðbor-
garsvæðinu.
Afar mikilvægt er að unnið verði
að uppbyggingu Hafró í Vest-
mannaeyjum. Starfið fellur vel að
áherslum samfélagsins og fellur vel
að sérhæfingu menntunar í Vest-
mannaeyjum.
Á sama hátt er afar mikilvægt að
unnið verði að uppbyggingu á RF
(Matís) í Vestmannaeyjum. Starfið
fellur á sama hátt vel að áherslum
samfélagsins og eykur möguleika á
sprotaþróun fyrirtækja í sjávarút-
vegi.
Fiskistofa opnaði í fyrra útibú í
Vestmannaeyjum. Auðvelt er að efla
það starf enn frekar og sinna fleiri
deildum svo sem veiðieftirliti,
veiðiheimildasviði og fleira héðan
frá Eyjum.
Skrifstofa rannsóknastofnana
atvinnuveganna er með 11 starfs-
menn. I dag er þessi stofnun til húsa
að Nóatúni 17 í Reykjavík. Ef
krafan er hagræðing er auðvelt að
benda á mikinn spamað hvað hús-
næðiskostnað varðar með því einu
að flytja þessa stofnun til Vest-
mannaeyja.
Eg gæti haldið áfram að telja upp
stofnanir en...
Skilaboðin eru þessi:
Störfum í sjávarútvegi hefur ekki
fækkað eins mikið og ætla mætti.
Að hluta hafa þau flust til. Störfin
voru áður tengd veiðum og vinnslu
en eru í dag fyrst og fremst í eftirliti,
rannsóknum og fleira þess háttar.
Ríkið ber ábyrgð á vinnumarkaði
sem stærsti atvinnurekandinn. Vest-
manneyskt atvinnulíf þarf tíma-
bundna aðstoð við uppbyggingu ef
ekki á illa að fara. Grundvöllur stórs
hluta þeirra starfa sem hér hafa
verið talin upp, er búinn til hér og
krafan er sú að störfin skili sér hing-
að.
Flutningur opinberrar þjónustu til
Vestmannaeyja er þjóðhagslega
hagkvæmur kostur. Það er einfald-
lega ódýrara fyrir ríkið að reka
ákveðna starfsemi í Vestmanna-
eyjum en á höfuðborgarsvæðinu.
Við þetta bætist að sterkur vilji er í
Vestmannaeyjum til að notfæra sér
flutning á opinberri þjónustu til
frekari eflingar annarrar þjónustu.
Við fulltrúa ríkisins er einungis eitt
að segja hvað þetta varðar, „gjör rétt
og þol ei órétt“. Þetta er mín
skoðun, en hvað finnst ykkur?" spyr
Elliði að lokum.