Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Blaðsíða 16
Hún er glæsileg verslunin sem Jóhann og Guðbjörn í Eyjatölvum opnuðu á laugardaginn þar sem Brimnes var. Vala og Jóhann með dótturina Maríönnu og Guðbjörn og Fanney með dótturina Sóley. Málefni Skipalyftu á Alþingi: Leitað leiða til að bæta tjónið á lyftunni -Þingið þarf að samþykkja breytingar á hafnalögum og fjárveitingu á samgönguáætlun - Þarf samþykki ESA sem tekur tvo til þrjá mánuði Mikið tjón varð á upptökumann- virkjum í Skipalyftunni í desember og hefur það gríðarleg áhrif á starf- semi fyrirtækisins. Nú er leitað leiða til að bæta tjónið með aðkomu ríkisins en til þess að það sé gerlegt þarf að breyta hafnalögum og í kjölfarið þarf að breyta samgöngu- áætlun. Þá þurfa Eftirlitsstofnanir EFTA að úrskurða um hvort heimilt sé að bæta tjón sem verður á upp- tökumannvirkjum. Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði að kominn væri fram breytingatillaga við frumvarp að hafnalögum sem nú er til meðferðar hjá samgöngunefnd Alþingis. „Breytingin felst í því að hafnarbótasjóði verði heimilað að bæta tjón sem hefur orðið á upp- tökumannvirkjun. Ef þingið sam- þykkir þær lagabreytingar þarf einnig að gera ráð fyrir fjárveitingu til Hafnarbótasjóðs á samgöngu- áætlun sem einnig er til meðferðar hjá alþingi. Gangi þessar breytingar eftir þarf að senda erindi til ESA sem er eftir- litsstofnun EFTA og kanna hvort ríkinu er heimilt að veita styrki til upptökumannvirkja vegna tjóns sem á þeim hefur orðið.“ Böðvar segir að vissulega taki þetta allt tíma, það sé alveg Ijóst. „Til- lögur til breytinga á hafnalögum og samgönguáætlun verða afgreiddar fyrir þinglok sem eru áætluð um miðjan mars. Að því loknu er ekki ólxklegt að áætla að það taki ESA tvo til þrjá mánuði að svara erindinu sem til þeirra verður sent. Þeir stjórnmálamenn og fleiri sem hafa haldið því fram upp á síðkastið að það sé hægt að fara af stað án samþykkis ESA þekkja ekki málið nógu vel og ef það yrði gert gæti það orðið til þess að ríkið þyrfti að endurkrefja Vestmannaeyjabæ um alla upphæðina að viðbættu álagi.“ Var ekki búið að lofa fjárveitingu í Skipalyftuna í tengslum við þurr- kví? „Davíð Oddson sagði á fundi í Vestmannaeyjum 2003 að mikil- vægt væri að leita allra leiða til að styrkja Skipalyftuna þrátt fyrir tak- markanir ESA. Þá var verið að tala um 60% fjárframlag af stofn- kostnaði. Það sem gerðist í framhaldinu var að athugasemd barst til eftirlitsnefndarinnar eða ESA um þær áætlanir og í fram- haldinu komst ESA að þeirri niðurstöðu að ekki væri leyfilegt að styrkja starfsemina nema um 12.5% og þá á grundvelli byggða- sjónarmiða. Það er búið að fara mjög vel yfir þessi mál í fjár- málaráðuneytinu og niðurstaðan er sú að ef menn ætla að bæta upp- tökumannvirki vegna tjóns eins og varð í Vestmannaeyjum á síðasta ári, þarf að gera það á almennum grunni en ekki sértækum og sú leið felst í því að breyta hafnalögum og samgönguáætlun og fá að lokum samþykki ESA.“ Grunnskóli Vestmannaeyja: Aldursskiptur næsta haust Ákveðið hefur verið að aldurskipta Grunnskóia Vestmannaeyja frá og með næstu hausti. Tillaga þessa efnis var borin upp af meiri- og minnihluta á fundi skólamálaráðs í gær og samþykkt í einróma. Einnig hefur verið ákveðið að skipa stýrihóp sem vinnur að framgangi málsins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sagðist vera afar sáttur við þessa niðurstöðu enda væri búið að verja mikium tíma í umræður um málið innan skólans. Því væri ekkert því til fyrirstöðu að taka ákvörðun. Þegar hann var spurður hvort kennarar væru sáttir við þessa niðurstöðu sagði hann þá til- búna til að vinna skólanum heilt og nú væri búið að taka þessa ákvörðun. Nú væri mikilvægt að skólafólk, pólitískir fulltúrar, foreldar, forráðamenn og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta stæðu saman um þessa ákvörðun. Hýtt fró Grim Rjómabollur Fylltar smábollur Vatnsdeigsbollur Berlínarbollur FYRIR SPRENGIDAGINN Gulrætur verá nú kr/kg 299#“ verð nú kr/kg 898/“ FYRIR BOLLUDAGINN FYRIR HELGINA OG EGILSGOS ALLA DAGA VIKUTILBOÐ 14.-20. febrúar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.