Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Blaðsíða 2
2
Fréttir / Fimmtudagur 26. febrúar 2009
Jórunn segir að hart verði barist um annað sætið hjá VG:
Ætlum að stækka þingmanna-
hópinn í Suðurkjördæmi
JÓRUNN: -Vestmannaeyingar vilja auðvitað alltaf hafa sitt fólk fremst
í flokki þannig að það kom aldrei annað tii greina en að stefna eins
hátt og mögulegt er.
Eyjakonan Jórunn Einarsdóttir hefur
ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á
lista Vinstri grænna í Suður-
kjördæmi. Jórunn er dóttir Einars
Friðþjófssonar og Katrínar Freys-
dóttur sem búa í Vestmannaeyjum
en Jórunn býr, sem stendur, í
Kópavogi ásamt eiginmanni sínum,
Ágústi Oskari Gústafssyni, sem er í
læknanámi á höfuðborgarsvæðinu.
Jómnn vakti verðskuldaða athygli í
alþingiskosningunum 2007 fyrir
vasklega frammistöðu en þá var
Jórunn í 6. sæti á lista VG. Jórunn
segir að fyrir hálfu ári hafi ekki
hvarflað að henni að hún ætti eftir
að standa í prófkjöri og stefna á setu
á Alþingi. „Þegar stjórnin sprakk og
pólitíkin fór á flug þá fannst mér
þetta vera tækifæri sem ég gæti ekki
sleppt.
Mig langaði í þennan slag ein-
faldlega vegna þess að ég er búin að
fá nóg. Eg er búin að fá nóg af því
að hlusta á Sjálfstæðisflokkinn tala
eins og það sé enginn nógu góður til
að stýra þessu landi nema þeir. Ég
tel að það sé kominn tími til að sýna
þeim að það er fullt af mjög hæfu
fólki, sem hefur aðrar skoðanir og
önnur gildi en sjálfstæðismenn, fólk
sem er fullfært um að stýra
þjóðarskútunni.“
Nú varstu í 6. sæti síðast. Er ekki
rökrétt skref að færa sig upp listann?
„Jú, og í raun fannst mér aldrei
annað koma til greina. Fólk hafði á
orði við mig síðast að það hefði vilj-
að sjá mig ofar á listanum. Vest-
mannaeyingar vilja auðvitað alltaf
hafa sitt fólk fremst í flokki þannig
að það kom aldrei annað til greina
en að stefna eins hátt og mögulegt
er. Ég geri mér líka fulla grein fyrir
því hversu mikil vinna liggur að
baki í svona starfi enda skilaði okkar
vinna í Vestmannaeyjum 2007 mikl-
um fjölda atkvæða. Þá fengum við
okkar fyrsta þingmann í Suðurkjör-
dæmi og nú ætlum við að stækka
þingmannahópinn í kjördæminu."
Áðspurð segir Jórunn það bæði
kost og ókost að vera ný og nokkuð
óreynd. „Ég veit það vel að mig
skortir eflaust ýmislegt sem reyndari
stjómmálamenn hafa en í flokknum
er hins vegar fólk sem er hokið af
reynslu í þessu og ég get alltaf leitað
til þeirra. Eins og staðan er núna þá
kallar þjóðin á nýtt, pólitískt
umhverfi. Ég tel að það sé best að
halda í reynslubolta eins og Atla
Gíslason, sem skipar efsta sætið í
Suðurkjördæminu, og fá svo ungt
fólk með honum. Ég tel að við Atli
komum til með að vinna vel saman
ef ég fæ tækifæri til að skipa annað
sæti listans.
Fólk er líka að leita eftir nýjum
vinklum og sjónarhornum hjá
stjórnmálamönnum og nýtt fólk
hefur aðra sýn en þeir sem hafa
starfað lengi í stjórnmálunum. Það
hjálpaði líka til við ákvörðunina að
Vinstri grænir tefla fram fléttulista
þar sem kynjahlutfallið verður jafnt
í efstu sætunum," sagði Jórunn og
segist stefna ótrauð á að verða þing-
maður 25. apríl næstkomandi.
Samkvæmt skoðanakönnunum
voru Vinstri grænir orðnir einn
stærsti stjómmálaflokkur landsins á
meðan flokkurinn var í stjómarand-
stöðu. Jórunn segir vissulega skipt-
ar skoðanir innan flokksins hvort
það hafi verið rétt að fara í ríkis-
stjóm með Samfylkingunni. „Hvað
hefði verið sagt ef við hefðum setið
hjá? Við ákváðum að axla ábyrgð
og fara í ríkisstjórn þegar til okkar
var leitað.“
Em einhver mál í Suðurkjördæmi
og Vestmannaeyjum sem þarf að
berjast fyrir? „Það eru fyrst og
fremst atvinnumál. I kjördæminu
hefur mikið til verið einblínt á
sjávarútveg og landbúnað. Ferða-
þjónusta er gríðarlega vanmetin
atvinnugrein og þar má vissulega
gera betur.
Reyndar segir bæjarstjórinn í
Eyjum aldrei annað en að hér sé allt
í blóma þannig að kreppan virðist
ekki ná til Vestmannaeyja. Ég held
að Vestmannaeyingar þurfi að gera
sér grein fyrir því að kreppan kemur
til með að hafa áhrif hér eins og
annars staðar og við verðum að vera
raunsæ. Vandamálin hér em þau
sömu og alls staðar annars staðar og
við þeim þarf að bregðast. Ég verð
samt að minnast á samgöngumálin í
Eyjum. Það verður að klára þau mál
í góðri sátt við bæjaryfirvöld, sem
aftur myndi auka möguleikana í
ferðaþjónustunni því eins og staðan
er í dag þá er það ferðaþjónustan
sem er vaxtarbroddurinn í íslensku
atvinnulífi, þar liggja tækifærin,"
sagði Jómnn.
Hvemig metur þú möguleika þína á
að ná öðm sætinu?
„Samkeppnin er mikil um efstu
sætin í forvalinu enda ákaflega
öflugir einstaklingar að bjóða sig
fram. Þetta forval hefur svo sann-
arlega sýnt það að innan flokksins er
mikið af hæfu fólk sem er tilbúið að
láta til sína taka þegar þörf er á.
Möguleikar mínir eru jafngóðir og
annarra. Ég tel mig eiga stuðnings-
menn um allt kjördæmið þó flestir
séu kannski staddir í Eyjum en við
sjáum hvað setur. Ég er í það
minnsta tilbúin að láta til mín taka.“
Lúðvík hættir eftir 14 ár á þingi - Kominn tími til að skipta um vettvang:
Endurnýjun sjálfsögð og eðlileg
-Þakka af heilum hug öllum sem hafa stutt mig í gegnum árin
SAMHERJAR Björgvin G., Kristján Möller og Lúðvík á fundi í
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður og
þingflokksformaður Samfylkingar-
innar, tilkynnti í síðustu viku að
hann hefði ákveðið að bjóða sig
ekki fram í komandi kosningum til
Alþingis. Lúðvík hefur setið á
þingi í 14 ár og segir hann mikil
straumhvörf hafa orðið í íslensku
samfélagi undanfama mánuði sem
geri þá sjálfsögðu og eðlilegu
kröfu að breytingar verði á skipan
Alþingis, enda þáttur stjómvalda
mikill þegar kemur að ábyrgð á því
að fjármálakerfi landsins hrundi.
í samtali við Fréttir sagðist Lúð-
vík vilja þakka öllum fyrir þann
stuðning og traust sem hann hafi
notið þann tíma sem átti sæti á
Alþingi. „Það eru mikil forréttindi
og lærdómur hverjum þeim sem
fær að starfa á Alþingi í umboði
almennings. Fyrir það vil ég sér-
staklega þakka,“ sagði Lúðvík.
„Eftir fjórtán ár fannst mér kom-
inn tími til að huga að öðmm
verkefnum. Ég var yngsti alþingis-
maðurinn þegar ég var kosinn á
Alþingi 1995 og því finnst mér
góður tími nú til að gera breytingar.
Ég fór vandlega í gegnum huga
minn fyrir síðustu kosningar, 2007,
og ákvað þá að taka eitt kjörtímabil
til viðbótar. Það eru því vegamót
og kominn tími til að takast á við
annað. Staðreyndin er líka sú að á
okkar vakt hrundi fjármálakerfi
landsins. Ábyrgðarmenn þessa
hruns eru hinir föllnu bankar og
stjórnvöld. Mér finnst því sjálfsagt
og eðlilegt að endurnýjun eigi sér
stað á Alþingi. Á þessum árum á
þingi hef ég einnig oft rifjað upp
með sjálfum mér að ég útskrifaðist
úr lögfræði snemma á síðasta ára-
tug. Það hefur því lengi blundað í
mér að nýta prófið til takast á við
lögmennsku og tengd störf. Það
kann að vera spennandi nú að
takast á við slíkt og er eitt af því
sem ég horfi nú til.
Þessi tími á Alþingi hefur verið
mikil og góð reynsla fyrir mig
hvernig sem á hana er litið. Eg tel
að hún eigi eftir að reynast vel í
hverju því sem ég tek mér fyrir
hendur. Þá var tíminn í bæjarstjóm
Vestmannaeyja skemmtilegur, að
því leyti að verkefnin voru erfið og
krefjandi enda reyndu þau mikið á,
en gáfu mikið. Þar vann ég með
mörgu góðu fólki eins og á þingi.
Mikið var gert til að endurreisa
fjárhag bæjarins og endurskipu-
leggja reksturinn. Það var sársauka-
fullt á þeim tíma en nýtist bænum
vel í dag. Þá hefur mér virst að
núverandi bæjarstjórn hafi gert
mikið í því að ljúka þeim verkefn-
um og áætlunum sem við lögðum
upp með, svo að mér virðist Ijóst
að við vorum á réttri leið.
Það eru mikil forréttindi að fá að
vera og starfa á Alþingi og í
bæjarstjóm, og fyrir það þakka ég
af heilum hug og sendi kveðju
öllum sem hafa stutt mig í gegnum
árin. Á þessum fjórtán árum telst
mér til að ég hafi farið í gegnum
níu kosningar og prófkjör. Margir
hafa lagt hönd á plóg svo ég
kæmist í gegnum þær orustur.
Fyrir það er ég afar þakklátur og
marga vinina á ég eftir. Það er
ómetanlegt," sagði Lúðvík.
Slökkvitækjaþjón-
ustan selur fyrir
Strandmöllen
Selur loft
af öllum
gerðum
Strandmöllen ehf. er íslenskt
dótturfyrirtæki danska gas-
fyrirtækisins Strandmollen
Á/S, sem býr yfir 90 ára
reynslu af framleiðslu og sölu
lofttegunda. Umboðsaðili í
Vestmannaeyjum er Slökkvi-
tækjaþjónusta Vestmanna-
eyja sem Grímur Guðnason á
og rekur.
Um áramótin 2007 og 2008
var sala á öllum lyfjaloftteg-
undum til heilbrigðisstofnana
á íslandi, fljótandi súrefni,
súrefni og glaðlofti á hylkjum,
boðin út á vegum Ríkiskaupa.
Strandmollen reyndist vera
með hagstæðasta tilboðið.
Undanfarið hefur hið nýja
íslenska Strandmöllen ehf.
verið að_ koma undir sig fót-
unum á íslandi og hyggst m.a.
bjóða upp á ýmsar þær loft-
tegundir, sem notaðar eru í
málmiðnaðinum. Fyrirtækið
hefur tekið á leigu húsnæði að
Drangahrauni 1B í Hafnarfirði,
þar sem lagerhald verður fyrir
viðskiptavini á höfuðborgar-
svæðinu.
Nýlega gerði Strandmöllen
samning við Slökkvitækja-
þjónustu Vestmannaeyja, um
sölu lofttegunda í Vestmanna-
eyjum, um lagerhald og
þjónustu við viðskiptavini og
notendur í Eyjum.
„Það er von okkar, að
viðskiptavinir og væntanlegir
kaupendur taki vel á móti
Strandmöllen. Markmið fyrir-
tækisins er að veita góða
þjónustu, kynna nýjar loft-
tegundir og blöndur, sem ekki
þekkjast á íslandi í dag en
hafa gefið góða raun víðast
hvar erlendis.
Enn fremur leggur fyrirtækið
áherslu á ráðgjöf og samvinnu
við væntanlega viðskiptavini í
Eyjum, sem tryggir, að við-
skiptin verði sem hagstæðust
fyrir báða aðila,“ sagði Grím-
Slökkvitækjaþjónustan er til
húsa við Skildingaveg 10 til 12
en flytur fljótlega að Vestur-
vegi 40.
Útgefandi: Eyjasýn elif. 48(ri7H-(l.i4(l - Vestmanniioyjum. Ritstjóri; Ómar Garðarsson.
Blaðamenn: (Juðbjörg Sigurgoirsdöttir og Július lngason. fþróttir: Ellort Scheving.
Áhyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gisli Valtýsson.
I’rentrinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vostmannaoyjum. Aðsetnr ritstjómar: Stnindvogi 47.
Símar: 4H1 1300 & 4HI 3310. Myndriti: 481-1393. Netfang/rafpóstnr frettir@oyjafrcttir.is.
Veffang: http/Avww.oyjafn'ttir.is
FRÉ'lTLlt koma ót alla fimmtudaga. Blaðið orsolt i áskrilt og einnig i lansasölu á Klotti,
Jristinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarvorsluninni, Krónunni, Isjakanum,
verslun 11-11 og Skýlinu i Friðarhöfn.. FRÉTTIK oru pivntaðar i 3000 eintökum.
FRÉTJTB oru aðilar aö Samtökum bæjar- og hóraðsfréttahlaða. Eftirpivntun, hljóðritnn,
notkun ljósmynda og annað or óheimilt noma heimilda sc getið.