Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Síða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Síða 7
Fréttir / Fimmtudagur 26. febrúar 2009 7 / Steinunn skrifar um Olaf Egilsson en 370 ár frá andláti hans 1. mars: Endurkoma séra Olafs til Alsír GREINARHÖFUNDUR í Alsír. Hinn 3. desember 2008 steig rithöf- undurinn Adam Nichols, annar þýðandi Reisubókar séra Ólafs Egilssonar, á svið í stóra sal E1 Aurassi hótelsins í Algeirsborg og sagði frá ritverkinu, Tyrkjaráninu og hinum íslenska klerki sem flutt- ur var í böndum til borgarinnar sumarið 1627 ásamt tæplega 400 löndum sínum. Aheyrendur vom aðrir þýðendur, rithöfundar og út- gefendur frá öllum heimshomum ásamt innlendum háskólanemum og blaðamönnum. Aðdragandi þessa viðburðar var allnokkur. A liðnu sumri kom Reisubók séra Ólafs út í enskri þýðingu Karls Smára Hreinssonar og Adams Nichols undir titlinum The Travels of Reverend Ólafur Egilsson capt- ured by pirates 1627. Útgefandi var Fjölvi í samvinnu við Sögusetur 1627 í Vestmannaeyjum. 1 grein um Reisubók séra Ólafs og þýðinguna sem birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins 20. september 2008 spáði ég því að með útgáfunni á ensku myndi séra Ólafur hefja síðbúna sigurgöngu til móts við fróðleiks- fúsa lesendur í mörgum löndum. Þýðingin var kynnt með veglegum og viðeigandi hætti á ráðstefnu í Eyjum sem haldin var 17. til 19. október undir yfirskriftinni Sjórán í Norðurhöfum, Ólafur Egilsson og Tyrkjaránið í sögulegu samhengi. Þar rakti íslenski þýðandinn tilurð- ina að samstarfi þeirra félaga, sem stóð yfir í um 15 ár áður en til út- gáfu kom. Þeir kynntust sem kenn- arar, annar í íslensku og hinn í ensku, við University of Maryland á Keflavíkurflugvelli og gerðu þýðinguna að viðfangsefni í ís- lenskunámi Bandaríkjamannsins. Adam Nichols talaði um samtíma séra Ólafs og Ólaf sem „Man of his time“. Man of his time Það reyndist skemmtileg nálgun að ræða um séra Ólaf Egilsson, hinn fátæka og langhrakta prest úr Vest- mannaeyjum, sem samtímamann nokkurra helstu rithöfunda og hugsuða á 16. og 17. öld í Vestur- Evrópu. Adam Nichols gat þess fyrst að Ólafur var fæddur sama ár og William Shakespeare og Galileo Galilei, 1564. Síðan fylgdi athyglis- verð upptalning á fleiri höfuðsnill- ingum sem uppi voru um hans daga. Stömufræðingamir Tycho Brahe og Johannes Kepler, skáldið Cervantes, heimspekingarnir Franc- is Bacon og René Descartes, mál- aramir Rubens, Rembrandt, og Velazquez, síðan John Locke, Pascale og Moliere sem þá vora litlir strákar og svo framvegis. Tilgangurinn var að varpa ljósi á sviðið sem séra Ólafur gekk yfir og rifja upp hve tíminn upp úr siða- skiptunum var frjór, hvort sem var í heimspeki, tækni og vísindum eða listum. Mitt á milli Endurreisnar og Upplýsingar. Það vom framfaratím- ar engu síður en tímar hjátrúar og hemaðar. Og séra Ólafur var „man of his time“. Yfir hann og hans fólk dundu miklar hörmungar sem rekja má til langdreginna átaka milli kristinna þjóða og múslímskra. Hann var sálnahirðir í fjölmennustu sjávar- byggð á Islandi þegar hún var nær lögð í rúst í innrás herflota frá Norður-Afríku og meirihluti íbú- anna, auk 110 Austfirðinga, fluttur nauðungarflutningi suður Atlants- hafið til Alsír. Meðan kona séra Ólafs, börn og aðrir fangar vom allir seldir á þrælamarkaði var rúmlega sextugur presturinn valinn úr hópnum og gerður að sendimanni á fund Dana- konungs. Hann átti að greina frá örlögum landa sinna og fara fram á lausnargjald. Sú för bar ekki tilætl- aðan árangur fyrr en síðar. En það sem hafði hent hann og hans fólk, ofbeldið og eyðileggingin, fyrir- varalaus og háskafull reisa í aðra heimsálfu, kynni af framandi þjóðum, allt varð það honum að áleitnu íhugunarefni í Reisubókinni sem hann ritaði að ferðalokum. Hann hafði næmt auga fyrir ein- kennum þeirra samfélaga og borga sem hann ferðaðist um og vísinda- legan áhuga á margvíslegum og heillandi tækninýjungum. I allsleysi sínu varð hann vitni að uppgangi og auðlegð sjóveldanna, kynntist bæði miskunnsemi og mannvonsku. Rammi frásagnarinnar er þó af trúarlegum eða heimspekilegum toga, spurningar hans snerust um tilgang þess sem gerðist og lær- dóminn sem af því mætti draga. Hann var maður síns tíma. Mohamed Magani Á ráðstefnunni í Vestmannaeyjum var meðal þátttakenda alsírski rit- höfundurinn og félagsfræðingurinn Mohamed Magani. Það var í fyrsta skipti sem þarlendur maður kom hingað til lands til þess að ræða þennan afdrifarika atburð í sam- skiptum þjóðanna. Mohamed Magani bjó sem flóttamaður í Berlín ásamt fjölskyldu sinni um fimm ára skeið á meðan borgara- stríðið í Alsír stóð sem hæst á tíuna áratug síðustu aldar. Hann sneri aftur heim til fósturjarðarinnar árið 2000 skömmu áður en ég sótti landið heim í rannsóknarskyni. Viðtal í blaðinu E1 Watan varð til þess að hann setti sig í samband við mig bréfleiðis og síðan höfum við haldið uppi stopulum bréfaskiptum. Mér barst boð um þátttöku sl. sumar en eftir að Magani hafði hlustað á Adam Nichols í Vest- mannaeyjum bauð hann honum að kynna þýðingu sína á Reisubók séra Ólafs undir liðnum Trans- lation and globalization. Adam Nichols þekktist boðið og lagði á sig langa reisu í því skyni að segja Alsíringum og gestum þeirra frá séra Ólafi og fólki hans. Hann kom alla leið frá Seattle í Bandaríkjunum með vikuviðdvöl í London í bið eftir vegabréfsáritun. Þegar visan loks var veitt hafði hann misst af öllum fyrsta ráð- stefnudeginum. Að morgni 3. desember var þó stund séra Ólafs runnin upp í borg- inni fagursettu við flóann sem geymir hluta af sögu hans og sögu Islands. Enginn viðstaddra, utan okkar þriggja sem höfðum kynnst í Vestmannaeyjum, hafði áður heyrt getið um atburðinn sem við köllum Tyrkjaránið. Þó er mörgum kunnugt um L'Epoque Turc, Tyrkjatímann, sem varði um það bil þrjár aldir í sögu Alsír. Frásögn Adams Nichols af ráninu á Islandi fléttaðist inn í lýsingu á því hvernig kostir al- þjóðavæðingarinnar og internetsins gerðu þeim félögum, honum og Karli Hreinssyni kleift að þýða þetta einstæða, íslenska bók- menntaverk frá 17. öld. Og hann lyfti upp eintaki af The Travels of Reverend Ólafur Egilsson captured by pirates 1627 um leið og hann rakti sögu prestsins sem hann taldi að gæti enn snert lesendur djúpt. Hann sagði að frásögnin ein- kenndist af glöggskyggni og hlut- lægni höfundarins, þótt persónu- legir harmar hans brytust í gegn hér og hvar. Og hann lýsti aðferðinni við þýðinguna sem hefði verið sú að Islendingurinn hefði hráþýtt efnið á cnsku cn hann hefði um- ritað það. Stærsti vandinn hefði verið að reynast trúr stíl séra Ólafs og anda 17. aldarinnar en samt að skrifa læsilegt mál og aðgengilegt nútímafólki. Samstarfið hefði varað árum saman með hléum og á tímabili þýðingarinnar hefði hann aðeins dvalið á íslandi í tvö ár en annars í Þýskalandi, Bosníu, Irak, Afgan- istan og á Arabíuskaganum auk Bandaríkjanna. Þeir hefðu sent textann á milli sín og aðeins hist í örfá skipti til þess að bera saman bækur sfnar í bókstaflegri merkingu og viðhalda vinskapnum. „Glóbalíseringin" hefði gert þcim kleift að halda sér við verkið hvemig svo sem persónulegar aðstæður þeirra breyttust. „Karl var í Þýskalandi á meðan ég var í Flórfda, hann var í Svíþjóð þegar ég var í Kúwait." Endurkoma séra Ólafs Það var árifamikið að heyra frásögn Adams Nichols af aðferð þeirra félaga og úthaldi við þýðinguna og á sinn hátt viðeigandi að þýðing á reisubók skyldi vera unnin í svo mörgum löndum. Það var einnig athyglisvert að fylgjast með við- brögðum áheyrenda, sem voru að heyra getið um strandhögg þar- lendra á íslandi í fyrsta sinn. (Síðar átti ég í vandræðum með að útskýra fyrir blaðamanni, hvar þetta land væri á hnettinum.) Adam Nichols talaði af innlifun um Vestmannaeyjar og af þakklæti til íbúanna og sagði að það væri sjaldgæft að þýðandi gæti fylgt verki sínu eftir með þeim hætti sem honum bauðst á ráðstefnunni um Tyrkjaránið í heimabyggð séra Ólafs. Þar væri búið að stofna heilt safn um atburðinn í hinu stórbrolna sögulega umhverfi miðju. Undir niðri mátti skynja hvatningu hans til Alsíringa um að taka sér að nýju ferð á hendur þangað norður, en þá vitanlega í friðsamlegum tilgangi. Fyrir eina íslendinginn á svæðinu varð frásögn Adams Nichols af séra Ólafi, Tyrkjaráninu og þýðingar- starfmu að ógleymanlegum viðburði. Unnt er að tala um endurkomu séra Ólafs til Algeirsborgar í krafti Reisubókar hans, klassíkur í ís- lenskum bókmenntum, nú loks að- gengilegri umheiminum. Með þýðingunni á ensku eru stigin fyrstu stóm skrefin að mögulegri heimsreisu Reisubókar Ólafs Egilssonar 370 ámm frá andláti höfundar. S Minnast séra Olafs í æskulýðsmessu á æskulýðsdegi á sunnudaginn: Gísli nýr æskulýðsfulltrúi Landakirkju Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er á sunnudag og ungt fólk í æsku- lýðsstarfi Landakirkju verður áber- andi við messugjörðina. Þennan sama dag em 370 ár liðin frá andláti sr. Ólafs Egilssonar en hann and- aðist I. mars 1639. Af því tilefni stendur Sögusetur 1627, í samstarfi við bókasafnið, Grunnskóla Vestmannaeyja og æskulýðsstarf Landakirkju, fyrir upplestri á gervallri Reisubók séra Ólafs. Upplesturinn hefst við mess- una á sunnudag og síðan mun ungt fólk lesa upp úr bókinni í Safn- aðarheimilinu og þau munu sömuleiðis vera með kaffi og með því, gegn vægu gjaldi. Það verður því heilmikið um að vera í kirkj- unni á sunnudag. Sr. Guðmundur Öm Jónsson, Kári Bjarnason, forstöðumaður bóka- safnsins og Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi Landakirkju koma allir að skipulagningu dagsins sem hefst með hefst með messu í kirkjunni í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. „Ungt fólk í æskulýðsstarfi kirkj- unnar mun sjá um messuna og Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi kirkj- 3 3 1 y* aS ' w T ■ • SR. Guðmundur, Gísli og Kári. unnar, predikar. Leiðtogar og krakkar sjá um ritningarlestur, bænir og söng. Þar á meðal em Litlu lærisveinarnir. I messunni mun ég fara nokkrum orðum um sr. Ólaf Egilsson og lesa upphaf Reisubókarinnar," sagði sr. Guð- mundur Örn Jónsson og þannig tengist dagskrá æskulýðsmessunnar við dagskrá sem Sögusetrið 1627 stendur fyrir. Eftir að messu lýkur verður stutt kynning við legstein Ólafs í anddyri kirkjunnar og síðan liggur leiðin í Safnaðarheimilið þar sem Reisu- bókin verður lesin frá upphafi til enda. „Flestir lesaramir eru annars vegar í æskulýðstarfinu og hins vegar nemendur úr 7. bekk grunnskólans og auk þess mun hverjum sem vill, gefast tækifæri til að koma í Safnaðarheimilið á meðan á lestri stendur, skrifa sig í bók og lesa I til 2 blaðsíður. Reisubókin er ekki nema 62 blað- síður og ég reikna með að lesturinn standi í þrjá til fjóra tíma. Dagskráin verður brotin upp tvisv- ar sinnum þegar Védís Guðmunds- dóttir flytur örstutt tónlistaratriði ásamt nemendum sínum klukkan 16.00 og 17.00. Þetta er því kærkomið tækifæri til að kynnast bók sem allir þekkja en kannski ekki margir hafa lesið,“ sagði Kári. Æskulýðsfélag Landakirkju stend- ur fyrir sölu á kaffi og meðlæti í Safnaðarheimilinu og rennur allur ágóði af sölunni í ferðasjóð. „Við ætlum til Færeyja í sumar og taka þátt í norrænni æskulýðsráðstefnu á vegum KFUM&K,“ sagði Gísli og þegar hann var spurður hversu margir taki þátt í æskulýðsstarfinu þá kemur fram að á milli 25 og 40 krakkar í 8. til 10. bekk mæta á opið hús og fundi þrisvar í viku bæði í KFUM&K húsinu og í Safnaðar- heimilinu. „Þema sunnudagsins er maðurinn í kyrrð og þögn í örmum guðs. Þetta þema kemur til vegna áreitis í samfélaginu og eftir alla neysluna sem hefur viðgengist um árabil. Það eru allir með tölvu, Netið, SMS, síma og endalaus þörf fyrir áreiti. Ungt fólk á erfitt með að höndla þögnina," sagði Gísli og Kári tekur undir það og sagði mik- ilvægt að staldra við, þó það sé ekki til annars en að hlusta á lestur upp úr bók. „Sr. Ólafur átti böm og var prestur og fræðari og það passar mjög vel að minnast hans á þessum degi. Við viljum tengja þennan gamla texta frá fortíð til nútíðar, frá kynslóð til kynslóðar. Guðmundur bendir á að þögn geti bæði verið íþyngjandi og góð. „Fullorðnir upplifa þetta líka, það er mikill hraði og mikið áreiti í okkar þjóðfélagi. Menn fara til dæmis með iPod út að hlaupa og við erum öll þátttakendur í þessu á einn eða annan hátt. Ég vil hvetja fólk til að koma og njóta samveru í kirkjunni á sunnudag. Það væri gaman að fá fulla kirkju eins og í skátamessunni á sunnudag."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.