Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Side 13

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Side 13
Fréttir / Fimmtudagur 26. febrúar 2009 13 Að ná tökum á lífshlaupinu að nýju með aðstoð annarra Tvö félagasamtök í Vestmanna- eyjum halda upp á merkisafmæli í febrúar. Kvenfélagið Líkn fagnaði á dögunum hundrað ára afmæli sínu og um síðustu helgi minntust AA-samtökin þess að þann 16. febrúar voru 40 ár liðin frá stofnun samtakanna í Eyjum. Það er ýmislegt sem þessi tvö fé- lög eiga sameiginlegt. Megintil- gangur beggja er og hefur verið að koma til aðstoðar þeim sem eru í neyð. Og báðum hefur orðið vel ágengt í sínu starfi. Líklega væri æði margt öðmvísi í Eyjum, hefði þeirra ekki notið við. Þeir sem stóðu að stofnun AA-samtakanna í Vestmannaeyjum árið 1969 unnu mikið og gott frumkvöðlastarf, reyndar studdir dyggilega af AA- félögum uppi á landi. Samtökin nutu strax velvildar bæjaryfirvalda sem skynjuðu að hér var verið að vinna þarft og gott verk. Samtökin fengu athvarf fyrir fundi sína í Amardrangi en það húsnæði varð fljótt of lítið. Þá fengu samtökin húsið að Heimagötu 20 fyrir starfsemina og þar er aðsetur samtakanna enn í dag. Víðast hvar uppi á landi hafa AA- samtökin fengið inni fyrir starfsemi sína í kirkjum og safnaðarheimilum en þess em ekki mörg dæmi að deild fái alfarið húsnæði til afnota frá bæjaryfirvöldum eins og hér var gert. Húsaleiga hefur ekki verið greidd en ráðamenn bæjarins hafa margoft sagt að sá ávinningur, sem náðst hefur með starfi samtakanna, sé margfalt meira virði en nokkrir þeir peningar sem hefðu verið greiddir í húsaleigu. Aðstoðað hundruð manna og kvenna Á þessum 40 ámm sem samtökin hafa starfað í Eyjum hafa þau að- stoðað hundruð manna og kvenna, sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð í samneyti við áfengi og fíkni- efni. Fólk sem ekki þegar viðkomandi hefur játað van- mátt sinn til að sigrast einsamall á vandamálinu. lengur fært um að stjóma eigin lífi en tókst að ná tökum á lífshlaupi sínu að nýju með hjálp annarra. í inngangsorðum AA-samtakanna segir að enginn geti hætt drykkju- skap nema hann vilji það sjálfur. Það em orð að sönnu. Menn hætta ekki að drekka fyrir aðra, það er ekki fyrr en sá vilji kemur frá ein- staklingnum sjálfum sem það tekst. Og það oftast með hjálp annarra, Það fer sjaldnast mikið fyrir starfsemi AA-samtakanna. Þau störf em unnin í kyrrþey og ekki blásin út í fjölmiðlum. AA-félagar þiggja heldur ekki laun fyrir sitt starf. Þeirra umbun felst í ánægjunni af því að geta orðið meðbræðmm sínum og systram að liði. Reglur samtakanna segja líka til um að þannig skuli unnið, það er hið innra starf sem skiptir máli, aðlöðun en ekki áróður. Tólf spora kerfið, sem samtökin vinna eftir, em grundvöllurinn að þeim góða árangri sem samtökin hafa náð. Þau eru eins konar leiðarsteinar sem stikla þarf eftir á leið til bata. Þessi áhrifaríka leið og sá árangur sem alkóhólistar hafa náð með sporunum tólf, hafa opnað augu annarra í þjóðfélaginu sem eiga við ámóta vandamál að stríða og í dag er þetta kerfi notað af mörg- um þeim sem þurfa að takast á við vandamál af ýmsum toga. Á þeim mikið að þakka Sá sem þetta ritar á AA- samtökunum mikið að þakka. Með aðstoð þeirra tókst honum að ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir að hafa verið kominn inn í blindgötu. í erfða- venjum samtakanna segir að félagar skuli ávallt gæta nafnleyndar á vettvangi fjölmiðla. Nafn samtakanna Alcoholics Anonymus (alkóhólis- tar án nafns) undirstrikar líka að það er lausn vandamálsins sem er aðalatriðið, ekki nafn þess sem á við vandann að stríða. Um leið og ég þakka félögum í AA-samtökunum fyrir stuðning og vináttu gegnum árin, er það ósk mín að þessi samtök megi áfram halda styrk sínum og því góða og óeigingjarna starfi sem unnið hefur verið í Vestmannaeyjum síðustu fjörutíu árin. Gamall AA-félagi alveg ótrúlega bágt En hún segir líka að það hafi ekki alltaf verið leiðinlegt Ætlaði að vera klár í slaginn á þjóðhátíð Það eitt að vera edrú reyndist okkar konu mjög erfitt og björninn var langt í frá unninn þó hún væri komin inn í samtökin. „Eg setti mér það takmark að vera edrú fram að þjóðhátíð en um leið var ég að undirbúa mig fyrir hana, ákveðin í að fá mér í glas. Hvað annað? En rétt fyrir þjóðhátíð fór ég að vinna eftir tólf spora kerfinu sem sam- tökin hafa þróað. Þetta hjálpaði mér mikið og gaf mér í raun nýtt líf,“ sagði hún og ekkert varð fyllir- íið þessa þjóðhátíðina. Um leið var hún að kveðja þátt í lífi sínu þar sem hún, eins og svo margir alkóhólistar, höfðu lifað sínar skemmtilegustu stundir en um leið þær dekkstu og verstu. „Sporin kenna manni að takast á við þennan sjúkdóm stig af stigi. Hvet ég fólk til að mæta á fundi og sjá hvort þar er eitthvað sem hentar þeim.“ Þegar hún lítur til baka rifjast upp öll dramatíkin, þynnkan og mórallinn en hvemig er staðan í dag? „Mér finnst ég mjög breytt," segir hún með sannfæringu. „Og það besta er að ég finn það ekki síst á mínum nánustu. Breytingin felst líka í bæninni og hugleiðslu og að hjálpa öðmm. Það má heldur ekki gleyma þeim áhrifum sem þetta hefur á fjölskylduna og þá sem standa manni næst og hafa haft af manni áhyggjur. Ég geri mér líka grein fyrir því að hér er ég stödd vegna þess að ég tók ákvörðun um að taka á mínum málum. Hún skiptir líka svo marga miklu máli. Nú pæli ég í hvað ég get látið sjálf af mörkum til að hjálpa öðmm sem ég held að séu orðnir fleiri en maður gerir sér grein fyrir. Auðvitað er ég ekki ein að verki en margar hendur vinna létt verk.“ Hún segir það stórt skref að mæta á fundi og segja sögu sína en það nægi ekki eitt og sér. „Fólk verður að vera tilbúið að taka á móti því sem samtökin hafa upp á að bjóða. Annars næst ekki árangur." Andleg og líkamleg van- líðan Ekki segist hún vita hvað margir em virkir í starfi AA-samtakanna í Vestmannaeyjum sem nú standa á fertugu og þátttakan gangi í sveifl- um. En á hvaða stigi er fólk þegar það leitar sér aðstoðar? „Það er mjög misjafnt og ég er þakklát fyrir hvað var grunnt á bot- ninn hjá mér. Þessu fylgir bæði andleg og líkamleg vanlíðan og skelfilegt að sjá hvað sumir em langt leiddir. Þetta er Iika fólk á öllum aldri og í öllum stéttum sem lendir í þessu. Ég ráðlegg öllum að skoða það sem fer fram í AA-hús- inu og hringja í neyðarsímann okk- ar en númerið er 618-0071 ef við getum svarað einhverjum spum- ingurn." Þrátt fyrir að vera ekki meðal verstu tilfellanna segist hún hafa verið það langt leidd að hún var farin að taka verkjapillur fyrir fyll- irí til að auka áhrifin af áfenginu. „Og einu sinni man ég eftir að hafa drukkið norska brjóstdropa þegar ég var búin með það áfengi sem ég átti. Það er grátlegt að hugsa til baka hversu tilbúið fólk er til þess að halda í það breytta ástand sem verður þegar fólk glímir við áfengi og lyf, því áhrifin em sannkallaður lævís fjandi." Get engu lofað En hefur hún dmkkið síðasta sopann? „Ég get ekki lofað því og ef ég hætti að sækja fundi og vinna eftir prógramminu gæti ég byrjað aftur. Ég hugsa stundum um það að kannski hafi ég bara verið ung og þess vegna hafi ég misst tökin- en ég veit betur. I dag myndi ég ekki treysta mér til þess að pmfa að fá mér eitt hvítvínsglas því ég hef aldrei drukkið bara eitt hvítvíns- glas. Þetta er staðan og ég held alltaf í bænina. Ég trúi á Guð og er ekkert að flækja það neitt frekar því það ein- falda er oft það besta. Það sem ég hef lært í samtökunum nota ég líka sem verkfæri til að takast á við annað sem verður á vegi mínum í lífinu. Þetta er ómetanleg reynsla sem nýtist bæði í leik og starfi. AA eru kærleiksrík samtök sem hafa gefið mér svo mikið,“ sagði þessi unga kona að lokum. Og það er á engan hátt annað sjá en að lífið muni leika við hana. Sjálf veit hún að á meðan hún heldur áfram að vinna í sjálfri sér, er meðvituð um sjálfa sig, þá getur svo orðið. Það sem ég hef lært í samtökunum nota ég líka sem verkfæri til að takast á við annað sem verður á vegi mínu í lífinu. SPORIN tólf eru öll komin úr Biblúnni. Sporin tólf 1. Við viðurkenndum vanmátt okkar vegna aðskilnaðar frá Guði og að okkur var orðið um megn að stjóma eigin lífi. 2. Við fórum að trúa að mátlur, okkur æðri, gæti gert okkur heil að nýju. 3. Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum. 4. Við gerðum óttalaust nákvæm- an siðferðislegan lista yfir skapgerðareinkenni okkar. 5. Við viðurkenndum afdráttar- laust fyrir Guði, sjálfum okkur og öðmm einstaklingi yfirsjónir okkar. 6. Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla okkar skapgerðarbresti. 7. Við báðunt Guð í auðmýkt að fjarlægja brestina. 8. Við gerðum lista yfir alia þá sem við höfðum skaðað og urðum fús til að bæta fyrir brot okkar. 9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, þar sem því var við komið, svo fremi sem það særði engan. 10. Við iðkuðum stöðuga sjálfs- rannsókn og þegar okkur skjátl- aðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust. 11. Við leituðumst við, með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitund- arsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum aðeins um þekkingu á því sem hann ætlar okkur og styrk til að framkvæma það. 12. Við fundum að sá árangur sem náðist, með hjálp reynslu- sporanna, var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi. Æðruleysis- bænin Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég fæ breytt og vit til að greina þar á milli.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.