Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Side 19
Fréttir / Fimmtudagur 19. mars 2009
19
1. deild karla í handbolta: ÍBV - Fjölnir 46:25
Meðalaldurinn um tvítugt hjá ÍBV
- Líklega yngsta lið karlahandboltans hjá ÍBV frá upphafi segir Svavar þjálfari
EFNILEGIR STRÁKAR. Þeir Þorgeir Ágústsson, Einar Gauti Ólafsson og Brynjar Karl Óskarsson eru
enn í þriðja flokki en eru samt byrjaðir að spila með meistaraflokki og standa sig vel.
Karlalið ÍBV vann sannfærandi
sigur á Fjölni um síðustu helgi en
gengi Eyjamanna í vetur hefur
verið köflótt og frekar slakt ef litið
er á úrslit og stöðu liðsins í deild-
inni. Það segir hins vegar aðeins
hálfa sögu því karlalið ÍBV í hand-
bolta fer nú í gegnum kynslóða-
skipti þar sem ungir og efnilegir
handboltamenn fá æ stærra hlut-
verk í liðinu. Þrír strákar úr 3.
flokki tóku þátt í leiknum gegn
Fjölni sem endaði með sigri IBV,
46:25.
Fjölnismenn, með Eyjapeyjann
Halldór Grímsson á milli stanganna,
náðu að stríða Eyjamönnum aðeins í
fyrri hálfleik en þegar liðin gengu til
búningsherbergja þá var staðan
20:16. En Eyjamenn hrukku heldur
betur í gang í síðari hálfleik.
Fjölnismenn skoruðu aðeins 9 mörk
gegn 26 mörkum ÍBV og sigruðu
heimamenn því með 21 marki eins
og áður sagði.
Eftir að þeir Sigurður Bragason og
Sindri Haraldsson duttu út úr leik-
mannahópi IBV hefur meðalaldur
liðsins þokast niður á við. Svavar
Vignisson, þjálfari IBV, sagði í
stuttu samtali við blaðamann eftir
leik að hann efist um að IBV hafi
nokkurn tímann teflt fram jafn ungu
liði áður en meðalaldur leikmanna-
hóps ÍBV gegn Fjölni var 20,1 ár. Á
lokakaflanum var meðalaldur þeirra
sjö sem voru inn á aðeins 19 ár, þar
af voru þrír 18 ára og yngri.
„Það er að koma upp sterkur
flokkur, 3. flokkur en þar eru mjög
áhugasamir strákar sem hafa æft
mun betur í ár en áður. Við höfum
verið að lyfta meira en gert hefur
verið og þessir strákar eiga eftir að
uppskera eins og þeir sá. Það voru
um helgina þrír leikmenn úr 3.
flokki í leikmannahópi meistara-
flokks og sá fjórði, Birkir Már
Guðbjömsson var meiddur en hefur
verið í hópnum áður. Þó að árang-
urinn í vetur sé vissulega vonbrigði
þá er óþarfí að vera of svartsýnn,
enda erum við líklega með yngsta lið
karlahandboltans hjá IBV frá
upphafi."
En erum við að ala þessa strálca upp
fyrir önnur lið?
„Eflaust að einhverju leyti. Eg hef
sagt það áður að ég vil frekar ala þá
upp fyrir önnur lið en að missa þessa
stráka úr íþróttunum. Vonandi
mennta þeir sig enn frekar eftir að
námi í Framhaldsskólanum hér lýkur
og vonandi skila þeir sér svo til baka
og taka upp þráðinn með IBV í
handboltanum. Getum við sagt að
við höfum alið Amar Pétursson upp
fyrir önnur lið? Hann er að koma til
baka. Var Svavar Vignisson alinn
upp hjá IBV fyrir önnur lið? Eg kom
til baka. Þannig að þó einhverjir
leikmenn komi ekki aftur heim, þá
fáum við alltaf einhverja til baka.
Við höfum alltaf búið til gott
íþróttafólk hér í Vestmannaeyjum og
höldum því áfrarn," sagði Svavar.
Þess má til gamans geta að allir
útileikmenn IBV skomðu í leiknum
gegn Fjölni utan eins en Benedikt
Steingrímsson, einn af leikreyndari
leikmönnum liðsins, lét sér nægja að
stýra leik liðsins.
Mörk IBV: Leifur Jóhannesson 11,
Vignir Stefánsson 8, Grétar Þór
Eyþórsson 6, Einar Gauti Ólafsson
4, Bragi Magnússon 4, Davíð Þór
Óskarsson 3, Óttar Steingrímsson 3,
Þorgeir Ágústsson 3, Brynjar Karl
Óskarsson 2, Kristinn E. Árnason I,
Sindri Ólafsson 1.
Fimleikar
Hrafnhildur meistari í áhaldafimleikum
Á laugardag var haldið Vest-
mannaeyjamót í áhaldafimleikum
en 22 krakkar á aldrinum 8 til 12
ára kepptu, bæði stelpur og
strákar. Einn Vestmannaeyja-
meistari var krýndur en það var
Hrafnhildur Stefánsdóttir sem
náði þeim árangri í 6. þrepi.
Til að verða Vestmannaeyjameistari
þarf að ná lágmarksstigafjölda sem
eru 52 stig en Hrafnhildur fékk alls
56,40 stig og er vel að titlinum
komin. Keppt var í stökki, á tvíslá,
slá og gólfæfingum og gilti saman-
lagður árangur úr greinunum í mót-
inu. Svanfríður Jóhannsdóttir, yfir-
þjálfari Ránar, sagði að keppendur
hefðu staðið sig með sóma og verið
til fyrirmyndar í mótinu.
Urslit mótsins:
Hópur 1
4. þrep
Margrét Lára Hauksdóttir 44,30
5. þrep
Margrét Rún Styrmisdóttir 43,10
Krístín Rós Sigmundsdóttir 42,80
Steiney Ama Gísladóttir 43,10
Hópur 2
6. þrep '97-'99
Agnes Líf Sveinsdóttir 48,80
Berglind Sigmarsdóttir 53,90
Hrafnhildur Stefánsdóttir 56,40
Kristín Ingólfsdóttir 50,30
6. þrep '00- '01
Díana Hallgrímsdóttir 49,20
Hafrún Dóra Hafþórsdóttir 52,00
Inga Bima Sigursteinsdóttir 44,40
Sara Renee Griffin 53,50
Elísa Björk Bjömsdóttir 51,20
Elísa Sjöfn Sveinsdóttir 40,80
Hópur 3
5. þrep pilta
Amar Þór Lúðvíksson 40,80
Ámi Bæron Gerhardsson 30,60
Sæþór Jónsson 43,50
Úlfur Alexander Hansen 38,60
Þráinn Jón Sigurðsson 29,90
Snorri Geir Hafþórsson 36,10
EFNILEG FIMLEIKASTÚLKA. Hrafnhildur Stefánsdóttir var
krýnd Vestmannaeyjameistari í áhaldafimleikum um helgina.
[snóker
Páll og Gunnar Geir
klúbbmeistarar
Meistaramót klúbbanna þriggja í
snóker, Akóges, Kiwanis og
Oddfellow, hefur verið í gangi
undanfamar vikur. Tveir meistarar
vom krýndir á dögunum en Odd-
fellowmótinu lýkur síðar.
Hjá Akóges mættust þeir Gunnar
Geir Gústafsson og Rúnar Þór
Karlsson í úrslitaleik. Gunnar Geir
hafði betur, lagði Rúnar Þór 3:1 og
er því klúbbmeistari Akóges í snók-
er. I þriðja sæti varð Örlygur Helgi
Grímsson
Hjá Kiwanis mættust gamli refur-
inn Páll Pálmason og Magnús
Benónýsson í úrslitaleiknum.
Úrslitin réðust í oddaramma þar sem
leikreynslan skilaði Páli titlinum.
Hlynur Stefánsson varð svo þriðji í
mótinu.
Eins og kom fram í síðasta
tölublaði Frétta er stefnt á að halda
Vestmannaeyjameistaramót í snóker
og verður mótið opið. Það er
Kiwanisklúbburinn sem stendur
fyrir mótinu en áhugasamir geta
hringt í Magnús Benónýsson í síma
695-1374 og skráð sig í mótið.
Kiwanismeistari í snóker 2009. Páll Pálmason bar sigur úr býtum hjá
Kiwanis en hann er hér ásamt þeim Kristleifi Guðmundssyni, forseta
Kiwanis, Magnúsi sem endaði í öðru sæti og Hlyn sem varð þriðji.
íþróttir
Pétur og
Heimir áfram
Heimir Hallgrímsson, þjálfari
IBV í knattspyrnu, og Pétur
Runólfsson, leikmaður, skrifuðu
báðir undir nýja samninga hjá
félaginu á dögunum. Heimir
gerði tveggja ára samning við
félagið en Pétur samdi til þriggja
ára.
Töpuðu í tví-
framlengdum
leik
Á dögunum lék fjórði flokkur
kvenna í undanúrslitum bikar-
keppninnar gegn Gróttu á útivelli.
Stelpumar fóru með fyrri ferð
Herjólfs og spiluðu samdægurs.
Leikurinn var hörkuviðureign en
eftir venjulegan leiktíma var
staðanjöfn 15:15. ÍBV hafði m.a.
náð fimm marka forystu um tíma í
venjulegum leiktíma. Eftir fram-
lenginguna var enn jafnt 21:21 og
því var aftur framlengt. Þar hafði
Grótta betur 26:24 og það voru
því svekktar og þreyttar stelpur
sem rétt náðu Herjólfi aftur um
kvöldið. Árangur þeirra er hins
vegar frábær enda voru þær
aðeins hársbreidd frá því að
komast í úrslitaleikinn í Laugar-
dalshöll. Daginn eftir léku
stelpurnar svo gegn Fylki í
íslandsmótinu en Fylkir hafði
ekki tapað leik í vetur. Eyja-
stelpur voru staðráðnar í að vinna,
sem þær gerðu 21:16 og eru því í
þriðja sæti 1. deildar.
Sæþór stendur
sig vel í boxinu
Eyjapeyinn Sæþór Ólafur Péturs-
son hefur þjálfað í vetur hjá
Hnefaleikafélagi Reykjavíkur en
Sæþór er við nám í Reykjavík.
Hann tók þátt í sínu fyrsta móti í
langan tíma um síðustu helgi og
sýndi sannkallaða Eyjabaráttu
þannig að stöðva þurfti bardagann
í annarri lotu vegna yfirburða
Sæþórs. Sæþór var svo valinn
hnefaleikamaður kvöldsins en
mótið fór fram í Keflavík. Sæþór
keppti undir merkjum Hnefaleika-
félags Vestmannaeyja í mótinu.
Framundan
Föstudagur 20. mars
Kl. 18.00 ÍBV-HK
4. flokkur kvenna, handbolti AB.
Kl. 20.30 Selfoss-ÍBV
4. flokkur karla, handbolti.
Laugardagur 21. mars
KI. 12.00 IBV-Víkingur
4. flokkur kvenna, handbolti.
Kl. 13.00 Víkingur Ó.-ÍB V
Lengjubikar karla, fótbolti.
Kl. 13.00 Fjölnir-ÍBV
4. flokkur karla, handbolti.
Kl. 15.00 HK/Víkingur-ÍBV
Lengjubikar kvenna, fótbolti.
Kl. 15.00 KA-ÍBV
3. flokkur kvenna, handbolti.
Sunnudagur 22. mars
Kl. 9.00 KA-ÍBV
3. flokkur kvenna, handbolti.
Kl. 10.30 KA-ÍBV
2. deild kvenna, handbolti.
Kl. 12.00 Þróttur-ÍBV
4. flokkur karla, handbolti.
KL. 14.00 ÍBV-Selfoss 2
3. flokkur karla, handbolti.
Um helgina:
Fjölliðamót 7. flokks karla í
körfubolta í Vestmannaeyjum.