Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Qupperneq 2
2
Fréttir / Fimmtudagur 11. nóvember 2010
Eignarhaldsfélagið Fasteign - Leiga miðast að hluta við gengi evru:
Margítrekað reynt að losna
-Ætíð verið of dýrt, segir bæjarstjóri sem var ósáttur við samninginn
HAMARSSKÓLI Grunnskólarnir eru meðal eigna sem bærinn leigir af Fasteign.
Viðskiptablaðið segir stöðuna erfiða
í Viðskiptablaðinu er því haklið fram að sveitar-
félög vilji losa sig út úr Eignarhaldsfélaginu
Fasteign. Bygging Háskólans í Reykjavík (HR)
hefur reynst Fasteign þung í skauti og segir
Viðskiptablaðið að veruleg óvissa sé um hvort leigu-
tekjur vegna hennar standi undir framkvæmda-
kostnaði.
Þá liggur ekki fyrir framtíðareignarhald HR og
lóðar undir óbyggðar höfuðstöðvar Glitnis. Segir
blaðið að það kunni að valda því að vafi leiki á
rekstrarhæfi Fasteignar. Bókfært virði nýbyggingar
milljarðar króna en óbyggðu
eru sagðar þriggja milljarða
HR er um 13,2
höfuðstöðvarnar
króna virði.
„Finnist ekki lausn á þessum málum á næstunni
getur það leitt til þess að eigið fé Fasteignar fari
undir það sem skilyrði lánasamninga félagsins um
eiginfjárstöðu heimila. Ef það gerist geta lánar-
drottnar Fasteignar gjaldfellt félagið og sett það í
þrot kjósi þeir svo. Þetta kemur fram í nýbirtum
ársreikningi Fasteignar,“ segir Viðskiptablaðið.
„Nei, félagið er alls ekki komið að
fótum fram þótt sannarlega glími
það við erfiðleika. Vandinn nú er
fyrst og fremst vegna samninga um
HR en sá hluti sem snýr að
eignarhaldi og leigu sveitarfélaga er
í nokkuð góðu lagi. A meðan
leigjendur eins og sveitarfélögin
greiða leiguna sína samviskusam-
lega þá lendir félagið ekki í vanda
með þann hluta. Eftir því sem lánin
hækka þá verður leigan einfaldlega
hærri. Ráðandi hluti af leigunni er
tengdur við gengi evru og þannig
tryggir Fasteign sig gegn sveiflum
en flytur gengisáhættuna yfir á
sveitarfélögin. Vandinn er því sá að
sveitarfélögin þurfa að skera niður
þjónustu við íbúa til að mæta þess-
um kostnaði," sagði Elliði Vignis-
son, bæjarstjóri þegar hann var
spurður um málefni Eignarhalds-
félagsins Fasteignar sem Vest-
mannaeyjabær er aðili að.
„Vandinn er því sá að sveitarfé-
lögin þurfa að skera niður þjónustu
við íbúa til að mæta þessum kostn-
aði. Eg sagði það 2004, þegar þá-
verandi meirihluti V-lista og B-lista
hóf undirbúning að samningum við
Fasteign hf. og ég segi það enn,
samningurinn við Fasteign hf. var
ekki góður fyrir Vestmannaeyjabæ.
Hugmyndafræðin var mér aldrei að
skapi og það eru glettileg örlög að
þurfa nú að gera það besta úr stöðu
sem maður vildi ekki fara með
sveitarfélagið í,“ sagði Elliði og
bætti við aðspurður að margítrekað
hefði verið leitað leiða tii að losna úr
Fasteign.
„Eftir að við seldum hlut okkar í
HS höfum við sem kunnugt er verið
að leita allra leiða til að bæta rekstur
Vestmannaeyjabæjar. Við höfum
greitt niður lán fyrir á þriðja millj-
arð, breytt eignasöfnum okkar og
ráðist í hvers konar hagræðingar-
aðgerðir. Við fórum því nokkuð vel
undirbúin inn í kreppuna. Það eina
sem við gátum ekki gert breytingar á
var samningurinn við Fasteign hf.
Þar sátum við einfaldlega föst. Við
höfum margítrekað leitað leiða til að
losna út úr félaginu en það hefur
ætíð verið of dýrt. Þegar meirihluti
V-lista og B-lista valdi að selja
Fasteign hf. eignir sínar börðumst
við sjálfstæðismenn gegn samn-
ingnum. Sjálfur varaði ég við
ýmsum skilmálum samningsins og
taldi að öll gengisáhætta og önnur
áhætta lægi á Vestmannaeyjabæ sem
leigutaka. Mér fannst rangt fyrir
sveitarfélag að vera að taka gengis-
áhættu, taldi samningin við Fasteign
hf. dýran fjármögnunarkost og
óttaðist að erfitt yrði að komast út úr
samningnum. Því miður hefur þetta
allt ræst. Við verðum engu að síður
áfram að leita leiða til að gæta
hagsmuna Vestmannaeyjabæjar í
þessu og erum nú að skoða enn eina
leiðina í þessu,“ sagði Elliði.
Vestmannaeyjabær leigir stóran
hluta fasteigna sinna af Fasteign ehf.
eftir að hafa selt þær félaginu árið
2004. „Fyrsta heila árið sem þessar
fasteignir voru leigðar eða árið 2005
námu leigugreiðslur 89 milljónum
króna. Arið 2006 voru leigugreiðsl-
ur 93 milljónir og árið 2007 109
milljónir. A árinu 2008 voru leigu-
greiðslur komnar upp í 151,4
milljónir og 2009 voru þær alls
185,7 milljónir króna. Ástæðan er
að leigan er að verulegum hluta
tengd gengi krónu gagnvart evru. Á
móti þessum leigugreiðslum hafa
arðstekjur Vestmannaeyjabæjar
numið um 35 milljónum króna árin
2005 til 2007 af eignarhlut sínum í
Fasteign. Enginn arður var hins
vegar greiddur af hlutafjáreign í
Fasteign hf árið 2009,“ sagði Elliði.
Samkvæmt nýjustu ársreikningum
er hlutur Vestmannaeyjabæjar um
180 milljónir eða um 3,74% af
heildarhlutafé félagsins (8,48% af
virku hlutafé).
Styrktarfélagstónleikar Lúðrasveitarinnar í Hvítasunnukirkjunni á laugardaginn:
Var með gæsahúð allan tímann
LÚÐRASVEITIN á tónleikunum. Bauð hún upp á fjölbreytta dagskrá.
Stundum verður skrifari alveg
óskaplega stoltur af því að vera
Vestmannaeyingur. Það á einkum
við ef okkar fólk hefur verið að
gera góða hluti, svo sem í bolt-
anum. Og það gerðist líka á laug-
ardag, og ekki bara í boltanum.
Skrifari fór nefnilega á tónleika hjá
Lúðrasveitinni og var afskaplega
ánægður og stoltur Eyjamaður á
eftir. Kannski líka smávegis af því
að honum er málið dálítið skylt.
Þarna var fólk nefnilega að gera
góða hluti.
Skrifari hefur áður sagt frá því að
forðum daga fór hann á lúðrasveit-
artónleika aðallega af skyldurækni.
Kannski var það lagavalið. Hér
áður fyrr léku lúðrasveitir ætt-
jarðarlög og þýska og ameríska
marsa. Það þótti eiginlega ekki við
hæfi að spila eitthvað annað,
dægurlög og rokk, hvað þá klassísk
músík, áttu einhvem veginn ekki
heima þar, þó svo að Oddgeir
heitinn hafi verið iðinn við að
koma bæði sínum dægurperlum
sem og annarra að hjá Lúðrasveit
Vestmannaeyja.
En nú em betri tímar. I dag fer
skrifari ekki á tónleika hjá Lúðra-
sveitinni af skyldurækni einni
saman heldur aðallega af tilhlökk-
un. Á laugardaginn gaf að heyra
afrakstur af æfingum félaga í
Lúðrasveitinni og þar fór lítið fyrir
ættjarðarlögum og mörsum.
Reyndar fengu marsamir sitt, eins
og vera ber á lúðrasveitartón-
leikum, í syrpu af fjómm frekar
nýlegum mörsum sem flestir kann-
ast við sem kvikmyndatónlist. Og
auðvitað fylgdu lög Oddgeirs með
eins og venja er. En svo var leitað
fanga í ragtime, bandarískri trúar-
tónlist svartra, harðri rokktónlist,
mýkri rokktónlist, söngleikjatónlist,
stórsveitatónlist, þjóðlagatónlist og
ópemtónlist. Eitthvað sem ekki
hefði þótt við hæfi fyrir nokkrum
áratugum. Og útkoman: Alveg
stórskemmtilegt prógramm sem
stóð í tæpa tvo klukkutíma og
sautján verk leikin, sum hver feikn
viðamikil og krefjandi.
Nær ævinlega er húsfyllir í Gamla
Samkomuhúsinu á tónleikum
Lúðrasveitarinnar og svo var einnig
að þessu sinni. Áheyrendur
skemmtu sér hið besta og hið sama
má segja um þá sem voru uppi á
sviði, það var greinilegt að þessir
hátt í fimmtíu hljóðfæraleikarar
höfðu afskaplega gaman af því sem
þeir voru að gera. Af þessum hópi
er u.þ.b. þriðjungur sem kalla má
liðsstyrk við Lúðrasveit Vestmanna-
eyja, bæði gamlir félagar úr LV
sem halda tryggð við heimaslóð-
imar þótt þeir búi annars staðar, og
svo ákveðinn hópur sem hefur
komið ár eftir ár til að taka þátt í
þessum tónleikum. Það ágæta fólk
segist alltaf hlakka jafnmikið til að
mæta hingað.
Einhvem tíma sagðist skrifari
mæla ágæti hljómleika eftir því hve
oft hann fengi gæsahúð af
hrifningu yfir flutningnum. Að
þessu sinni byrjaði gæsahúðin strax
og komið var inn í salinn í gömlu
Höllinni og hélst nær óslitið út alla
tónleikana. Ekki af hrifningu held-
ur af kulda. Húsið var nefnilega
óupphitað og er slíkt varla boðlegt.
Sem betur fer hafði skrifari vit á
því að vera sæmilega klæddur og
þetta slapp því fyrir horn hjá
honum.
En tæplega hjá öðrum sem voru
minna dúðaðir. Nú veit skrifari
ekki hverju það sætir að kynda ekki
hús, eigendur þessa ágæta húss
hafa reyndar á sinni stefnuskrá að
vara mjög við þeim heita stað sem
bíður þeirra sem ekki haga sér
sæmilega í þessu jarðlíft. En skrif-
ari efast satt að segja um að það
komi þessum kulda nokkuð við.
En í gegnum þessa föstu gæsahúð
fyrir kulda sakir, fann skrifari
nokkrum sinnum fyrir öðmvísi
gæsahúð, gæsahúð sem yljaði
honum, ekki síst í Faust eftir
Gounod og þjóðlagaballöðunni
Lord of the Dance, sem og Up-
rising frá Muse, sem vom að hans
dómi hápunktar tónleikanna. Sú
jákvæða gæsahúð yfirvann fyllilega
ónotin frá hinni og entist langt fram
yfir sjálfa tónleikana.
Sem varð til þess að skrifari hélt
glaður og stoltur heim á leið, með
þakklæti í huga til handa því ágæta
fólki sem skipar Lúðrasveit
Vestmannaeyja.
Sigurg.
-Gildran með útgáfu-
tónleika í Eyjum:
Vorkvöld
Hin goðsagnakennda rokksveit,
Gildran, fagnar nú útkomu nýrr-
ar tónleikaplötu sem ber nafnið
Vorkvöld. Sveitin heldur tvenna
útgáfutónleika, fyrst í Austurbæ
í Reykjavík á föstudaginn en
daginn eftir munu þeir halda
stórtónleika í Höllinni.
Þann 1. maí síðastliðinn fagn-
aði sveitin 30 ára afmæli en
Gildran hélt afmælistónleika af
því tilefni. Gildruna skipa þeir
Birgir Haraldsson söngvari og
gítarleikari, Karl Tómasson,
trommari, og Þórhallur Árnason,
bassaleikari. Þá hefur Sigurgeir
Sigmundsson, gítarleikari og
fyrrum Eyjamaður, verið með
sveitinni síðustu 20 ár og hljóm-
borðsleikarinn Vignir Stefánsson
verður með þeim félögum um
helgina. Gildran hefur alls gefið
út sex hljómplötur, Huldumenn,
Hugarfóstur. Gildran, Ljósvaka-
leysingjar, Út og Gildran í 10 ár.
Vorkvöld er því sjöunda plata
þeirra en um leið fyrsta hljóm-
leikaplata sveitarinnar.
Karl sagði í samtali við Fréttir
að Vestmannaeyjar hafi alltaf
verið ofarlega í huga Gildr-
unnar. „Eyjar hafa alltaf verið í
uppáhaldi hjá okkur félögunum
enda höfum við alltaf fengið
mjög góðar móttökur þama.
Við viljum auðvitað halda
tryggð við okkar fólk og hlökk-
um óskaplega mikið til að
koma. Þetta verður auðvitað
svakalegt „show“, með tilheyr-
andi ljósasýningu og við tjöld-
um öllu til. Við höfum oft spil-
að í Eyjum og ekki eingöngu
sem Gildran. Við vorum einnig
með minni útgáfu af sveitinni,
66, og spiluðum oft í Eyjum og
komum sömuleiðis með
Creedence Clearwater Revival
sýninguna til Eyja. En þetta eru
alvöru tónleikar og ég bendi
fólki á að forsala miða er á
Volcano Café fram að helgi,“
sagði Karl en miðinn í forsölu
kostar 2.500 kr.
Á 60 ára ártíð
Næstkomandi mánudag 15.
nóvember eru 60 ár liðin frá
andláti eins virtasta ljósmyndara
í Vestmannaeyjum, Kjartans
Guðmundssonar.
Af því tilefni verða myndir
Kjartans til sýnis í anddyri
Safnahússins frá mánudeginum
15. nóv. til laugardagsins 20.
nóv. Á laugardeginum 20. nóv.
verður jafnframt efnt til
dagskrár til heiðurs Kjartani
sem nánar verður auglýst í
næstu Fréttum.
Röng mynd
I síðustu viku birtist röng mynd
með frétt af væntanlegu
konukvöldi Volare. Myndin var
sögð af konukvöldi sem
fyrirtækið hélt í fyrra en var
tekin af sams konar kvöldi í
Geisla. Mistökin voru eðlileg
því Guðmunda í Volare og
Eydís, tengdadóttir hennar, voru
á myndinni.
Er beðist velvirðingar á þess-
um mistökum.
ttgefandi: Eyjasýn chf. 480Í178-054!) - VestmaSnaeyjum. Hitetjóri; Ómar GarSarsson.
Blaðamenn: Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Júlíus lngason. ÁbyrgSarmenn: Ómar Gardars-
son & Gísli Valtýsson.
Prentvinna; Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetnr ritstjómar: Strandvegi 47.
Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1393. Netfang/rafpóstnr frettir@eyjafrettir.is.
Veffang: http/Avww.eyjaii'ettir.is
FRÉTTIB koma út alla fimintndaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti,
Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Kiónunni, Isjakanum,
verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarböfn.. FRÉTTTB eru prentaðar í 9000 eintökimi.
FRÉTi'IB eru aðilar að Samtökum bæjar- og béraðsfréttablaða Eftirprentun, bljóðritun,
notkun ljósmynda og annað er óbeimilt nema heimilda sé getið.