Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Side 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 11. nóvember 2010 Þrettándinn 2011: Verður haldinn 7. janúar Komin er nokkurra ára hefð fyrir því að halda þrettándagleði Vest- mannaeyja um helgi. Þetta hefur gefist vel og er hátíðin farin að lokka aukinn fjölda gesta til Eyja til ánægju og hagsbóta fyrir hátíðina og samfélagið allt. Með samgöngum um Landeyjahöfn gefast enn á ný aukin tækifæri. Næsta þrettándagleði verður haldin föstudaginn 7. janúar 2011. Til þess að nýta þau sóknarfæri sem þessu fylgja hefur Vest- mannaeyjabær, ásamt IBV íþróttafélagi, stofnað til samstarfs við grasrótarhreyfingu hags- munaaðila með það fyrir augum að gera þrettándahelgina að veg- legri bæjarhátíð, sem stendur alla helgina 7. til 9. janúar. Hátíðin hefur fengið nafnið Þrettándinn í Eyjum - álfa- og tröllatíð. Undirbúningur er nú hafinn og ýmsar hugmyndir á lofti s.s. fjöl- skylduhátíð í íþróttamiðstöðinni, tröllamatseðlar og tröllatilboð í verslunum og á veitingastöðum bæjarins, sögustundir um álfa og tröll, grímuball, dansleikur, tón- leikar og skemmtanir. Höfuð- áhersla verður lögð á uppbyggj- andi fjölskyldu- og Eyjagleði með þátttöku allra þeirra hags- munaaðila sem áhuga hafa á aðkomu. Fyrirtæki og einstaklingar, sem áhuga hafa á því að koma að dagskránni með einum eða öðr- um hætti eru hvattir til að hafa samband við Vestmannaeyjabæ. postur@vestmannaeyjar.is. Þá eru hagsmunaaðilar hvattir til að koma á undirbúningsfund stýrihóps mánudaginn 16. nóv- ember kl. 13.00 í Ráðhúsi Vest- mannaeyja. Fréttatilkynning. Bryndís leigubíl- stjóri Bryndís Gísladóttir, fyrrum hó- tglstjóri á Þórshamri, hefur skipt um starfsvettang og gerir út leigubíl í Vestmannaeyjum. „Ég byrjaði á laugardaginn og eðlilega var frekar rólegt hjá mér,“ sagði Bryndís um fyrstu skrefin í nýju starfi. „Það verður opið hjá mér allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Ég er með stóran bíl, átta manna, sem getur líka tekið fimm farþega og tvo hjólastóla. Ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni og bendi á símanúmerið 897-1190,“ sagði Bryndís. Kíkt í Skýlið: Góður matur og spjall Það er alltaf sérstök tilfinning sem fylgir því að fá sér kaffi eða mat í Skýlinu við Friðarhöfn. Utsýnið yfir höfnina og Heima- klett gerir staðinn einstakan enda ekki margir veitingastaðir í heim- inum sem geta boðið upp á útsýni í þessum klassa. Skýlið hefur þjónað sem hafnar- sjoppa, bensínstöð, verslun, mat- sölustaður og síðast en ekki síst SPJALLIÐ er stór hluti af því að fá sér að borða í Skýlinu. sem spjallstaður þar sem menn skiptast á sögum af því sem er að gerast á bryggjunum og leysa heimsmálin ef því er að skipta. Matseðillinn er fjölbreyttur, þar má finna frábæra hamborgara, pylsur, hefðbundinn mat og sam- lokur sem slá flestu við. Fulltrúar Frétta fengu sér djúp- steikta kjúklingabringu og Skýlisloku sem hvort tveggja smakkaðist vel. Þjónustan snögg og í kaupbæti fengum við spjall um heima og geima en kannski mest um Landeyjahöfn. Við yfirgáfum Skýlið saddir og með sanna matarást á Astu og Svönu. Forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins -Norrænn skjaldagur á laugardag: Veðurbækur Stórhöfða í níutíu ár -Sýndar í Safnahúsi - Allar til, vel varðveittar og í öruggum höndum STÓRHÖFÐI Ein af mörgum myndum sem verða til sýnis. Norræna skjaladaginn ber í ár upp á laugardaginn 13. nóvember. Að þessu sinni er þema skjaladagsins Veður og veðurfar sem er sameigin- legt norrænt þema. En opinberu skjalasöfnin á Norðurlöndunum hafa kynnt starfsemi sína með árlegum kynningardegi, annan laug- ardag í nóvember, síðan árið 2001, og norræni skjaladagurinn er því tíu ára á þessu ári. Skjalasöfnin hafa nú opnað sam- eiginlegt vefsvæði á netinu í tilefni dagsins, í tíunda sinn. Þar er að finna gamlar myndir af Stór- höfðavita og fjölskyldunni í Stór- höfða, ásamt texta um sögu veður- athugana í Vestmannaeyjum og vitans. Slóðin er www.skjala- dagur.is. Héraðsskjalasafnið í Vestmanna- Eyjum hefur í tilefni dagsins sett upp sýningu sem er nátengd þema skjaladagsins, þ.e. sýningu á veður- bókum frá Stórhöfða síðastliðin níutíu ár, allar eru þær til, vel varð- veittar, í öruggum höndum uppi á Stórhöfða. Einnig er á sýningunni veðurbók skráð í Vestmannaeyjum frostaveturinn mikla 1918, en hún sýnir mesta frost sem mælst hefur í Vestmannaeyjum frá því að mæl- ingar hófust. Bókin er skráð af Þórami Gísla- syni, verslunarstjóra frá Lundi, sem var bróðir Engilberts Gíslasonar málara og Elínborgar Gísladóttur í Laufási, og barst hún í hendur Óskars J. Sigurðssonar, veðurat- hugunarmanns í Stórhöfða, frá afkomendum Þorsteins Einarssonar, fyrrum íþróttafulltrúa ríkisins. Síðast en ekki hvað síst er á sýn- ingunni handrit að forsögu Stór- höfðavita og sögu hans fyrstu árin, samantekt eftir Áma Ámason, sím- ritara frá Gmnd, en sú samantekt er varðveitt í stóm handritasafni hans á Héraðsskjalasafninu í Vestmanna- eyjum. Safnið hefur nýlega verið skráð og frágengið, og gert betur aðgengilegt fyrir almenning til skoðunar á héraðsskjalasafninu. Saga Stórhöfðavita og veðurat- hugana á Stórhöfða er orðin löng. Vitinn varð 100 ára árið 2006 og veðurathuganir verða 90 ára 17. september á næsta ári. Það sem hvað merkilegast er við þessa sögu er að sama ættin hefur séð um vitann og veðurathuganimar sam- fleytt í 100 ár. Nú er fjórði ættliður- inn kominn til starfa á Stórhöfða og sér um að taka veðrið á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn, allt árið um kring. Héraðsskjalavörður vill þakka Óskari J. Sigurðssyni, fyrir alla hjálpina við uppsetningu þessarar sýningar, sérstaklega fyrir að skrifa útskýringar með hverri bók á sýningunni þannig að tölurnar á síðunum í bókunum séu okkur hinum skiljanlegar. Að öðmm kosti er hætt við að sýningin hefði misst marks og orðið lítt skiljanleg almenningi. Sýningin verður opin á opnunar- tíma safnanna í Safnahúsi út nóvem- bermánuð og em allir velkomnir. Jóna Björg Guðmundsdóttir, héraðsskjalavörður. Umhverfi við hæfi þegar lesið var upp úr Sögu útvegsbænda Á dagskrá Safnahelgar á sunnudag var m.a. upplestur úr nýútkominni bók um sögu Utvegsbændafélags Vest- mannaeyja. Var vel við hæfi að sá upplestur færi fram í húsakynnum útgerðarfélagsins Dala-Rafns við Flatir, þar sem Þórður Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður hefur komið upp mjög skemmtilegum vísi að sjóminjasafni. Þau hjón, Þórður Rafn og Inga, buðu gestum upp á veit- ingar og höfundur bókarinnar, Sigurgeir Jónsson, las nokkra valda kafla úr henni, kafla sem m.a. fjölluðu um Björn Guð- mundsson, Bjarnhéðin Elías- son og svo um samskipti útgerðarmanna og skipverja á fyrri árum. Þá var unnt að kaupa bókina á staðnum en Hafdís Snorra- dóttir, framkvæmdastjóri Útvegsbændafélagsins segir að sala hennar hafi gengið mjög vel. Bókina má fá bæði hjá Eymundsson og Oddinum. r 1/ ' 1 .,r*=m -1 1 ♦.. 1 ' ' tí Bæjarstjóri um Herjólf - Lágmarka þarf óþægindi Ferðir merktar með litum Elliði Vignisson, bæjarstjóri, er ekki ánægður, frekar en aðrir Eyjamenn, með hvað illa gengur að fá upplýsingar um breytingar á áætlun Herjólfs. Hann hefur varpað fram þeirri hugmynd að á vefsíðu rekstrar- aðila verði allar ferðir amk. þrjá daga fram í tímann merktar með þremur litum. Grænn = miklar líkur fyrir þvf að ferð verði farin, gulur = nokkrar líkur á frátöf- um, rauður = miklar líkur á frátöfum. Þetta væri að sjálfsögðu háð breytingum eftir því sem nýjar upplýsingar berast. Það er hins vegar ekki hægt að ætlast til þess að hinn almenni notandi liggi yfir veðurspám, ölduspám og sjávar- stöðu í hvert skipti sem ferðast er á milli lands og Eyja. Nú eru ferðir líka það margar að það er auðvelt að breyta ferðatilhögun ef líkur eru á frátöfum,“ segir EHiði. Hann segir að fleiri ferðir með Herjólfi merki um leið að fleiri ferðir falli niður. „Það skiptir hins vegar mestu að lágmarka óþægindin fyrir farþegana.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.