Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Side 11
Fréttir / Fimmtudagur 11. nóvember 2010 11 Hærri sjávarhiti, minna af lunda -Það er mat dr. Erps Snæs Hansen - Fækkun sjófugla - Mest í stuttnefju um 44% ERPUR: -Þegar stofnar minnka mikið er ekki sjálfgefíð að þeir nái aftur fyrri stöðu í vistkerfinu. Hrun í lunda í Færeyjum og á íslandi hefur orðið samliða breyt- ingum á hafstaumum. Hlýindaskeið hófst 1996 þegar N-Atlantshafs- straumurinn, sem er áframhald af Golfstrauminum, hægði á sér. I hans stað leitaði saltur, milliheitur sjór, 7° til 9° norður til Færeyja og Islands. Mesta hitaaukningin, 1° til 2° á ársgrundvelli, hefur orðið á stóru svæði, 300.000 til 400.000 ferkílómetra, SV af Islandi yfir Reykjaneshryggnum á stuttum tíma. A árunum milli 1996 og 1999 fer landsveiðin á Islandi úr 240 þúsund fuglum í 140 þúsund. Þetta kom fram í fyrirlestri sem Dr. Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna Náttúrustofu Suðurlands, flutti á ársþingi Nátt- úrustofa á Hvolsvelli fyrir skömmu. Fyrirlesturinn kallar hann Stofn- hrun íslenskra sjófugla, ástæður og viðbrögð. Þegar Erpur var spurður úl í fyrir- lesturinn segir hann helstu ástæðu stofnhruns sjófugla við bæði ísland og Færeyjar vera „vistbyltingu" í NA- Atlantshafi í kjölfar snöggrar hlýnunar. Fækkun sjófugla er mikil Sjófuglar eru algengustu fuglar og landhryggdýrin á íslandi. Sjófugla- byggðir eru náttúruperlur og gnð- arstórir stofnar bæði hvað varðar fjölda og lífmassa. „íslenskir sjó- fuglar eru stórir stofnar í alþjóðlegu samhengi og minnkun þeirra því alvarleg fyrir viðkomandi tegundir," segir Erpur. „Samkvæmt rannsóknum Amþórs Garðarssonar og samstarfsmanna voru um 1350 þúsund pör af fýl árin 1983 til 1986 en honum hefur fækkað niður í 900 þúsund pör á árunum 2005 til 2008 eða um 31%. A sama tímabili hefur ritu fækkað um 26%, hefur reyndar fjölgað í Vestmannaeyjum, langvíu um 30%, álku um 18% en stuttnefju hefur fækkað mest allra sjófugla eða um 44%.“ Sumir þessara stofna hafa að einhverju leyti fært sig milli landshluta eins og ritan sem hefur fært sig frá Langanesi til Vestfjarða. Aðrir, eins og lundinn, færa sig alls ekki. Stuttnefjan, sem er heim- skautategund, er að hopa norðar." Útbreiðsla og stofnstærð margra tegunda lífvera eykst og stækkar meðan aðrir minnka og dragast saman. Erpur segir ýmsar spumingar koma upp þegar grafist er fyrir um ástæður hrunsins í sjófuglunum. „Almennt em tvær ástæður fyrir því að sjófuglastofnar minnka, lítill varpárangur og aukin dánartíðni á vetrarstöðvum. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hmndi sandsílastofninn 2005 og hefur ekki náð sér aftur, en flestir íslenskir sjófuglastofnar hafa síli sem meg- infæðu. Nokkrar skýringartilgátur hafa verið settar fram hvað olli hruni í sandsflastofninum, sú besta að mínu mati er að stærsti ýsuárgangur Islandssögunar, 2003, hafi étið eggin hjá sandsflinu. Hins vegar er illmögulegt að komast að raun- verulegri orsök í fortíðinni. Þegar stofnar minnka mikið er ekki sjálfgefið að þeir nái aftur fyrri stöðu í vistkerfmu, m.a. vegna samkeppni og annarra breytinga. I kjölfar hlýnunar sjávar nú er ljóst að mikið er á seyði í lífríki hafsins umhverfis okkur á stóru svæði. Útbreiðsla og stofnar margra teg- unda lífvera em að aukast og stækka, t.d. skötusels og makrfls, meðan aðrir minnka og dragast saman eins og komið hefur fram í fréttum," sagði Erpur. Hækkun á sjávarhita hefur áhrif á allt lífríkið Thjalmar Hátun er færeyskur haf- fræðingur og hefur rannsakað breytingar í hafinu með því að rannsaka þúsundir gervihnatta- mynda af Norður-Atlantshafi frá NASA. Hann lýsir þessu svo: „Hlýindaskeið hófst 1996 en fyrir 1996 var kalt tímabil eins og síð- ustu áratugi á undan með þoku- og rigningarsummm á íslandi. N-Atl- antshafsstraumurinn er áframhald af golfstrauminum og árið 1996 hægir á honum og minna rúmmál sjávar hreyfist austur. Straumurinn nær ekki eins langt í austur eins og á „köldu tímabili" og í hans stað leitar saltur, milliheitur sjór, 7° til 9° norður til Færeyja og Islands. Mesta hitaaukningin 1° til 2° á ársgrundvelli hefur orðið á stóm svæði, 300.000 til 400.000 ferk- ilómetrum, SV af íslandi yfir Reykjaneshryggnum á stuttum tíma. Þetta er bæði snögg og mjög mikil hækkun á sjávarhita og hefur áhrif á allt lífríkið." Rauðáta er „grasbítarnir" í hafinu og undirstaða allra annarra rándýra í hafinu. Rauðáta er aðalfæða sandsfla og annarra uppsjávarfiska eins og loðnu, síldar, makríls o.s.frv., en sjálf lifir hún á svifþörungum. Um er að ræða tugi tegunda en þeirra mikilvægust er Calanus fmnmarchius sem er nor- ræn og kuldasækin. Vetrarstöðvar hennar em á 400 til 500 m dýpi á fyrrnefndu hlýnunarsvæði. Hún hefur hopað í Norðursjó síðastliðna áratugi og smærri og orkurýrari systurtegund (C. hel- golandicus) komið í hennar stað. í kjölfarið hefur sflið í Norðursjó smækkað um 40% og er 60% orku- minna. Rauðátan er lykiltegund sem vert er að hafa glöggt auga með eins og Hafrannsóknastofn- unin reyndar gerir. Mikilvægi þessara svæðabundu tengsla um- hverfisskilyrða og lífvera eru augljós, það á einnig við um vetrarstöðvar sjófugla sem em að mestu óþekktar af einhverri ná- kvæmni. Lundinn er sérstaklega athyglis- verður í þessu samhengi vegna þess að við eigum upplýsingar um lífs- líkur frá 1953, og upplýsingar úr hnattstöðuritum sýna að lundar úr Vestmannaeyjum halda sig á svip- uðum slóðum þar sem mesta hlýn- nin hefur átt sér stað. Stóra spurningin hér er hvort dánartala fullorðinna fugla hafi breyst í takt við umhverfisbreytingar á vetrar- stöðvunum sem við getum séð með því að bera saman niðurstöður úr gervitunglamyndum og dánartölum úr merkingagögnum Oskars Sig- urðssonar í Stórhöfða. Tengsl milli sjávarhita og lundaveiði Erpur segir að hrun lundaveiði í Færeyjum og á Islandi hafi orðið um það bil samtímis og samhliða breytingum á hafstraumum og sams konar breytingu á hafskilyrðum á báðum stöðum í kjölfarið. Á árunum milli 1996 og 1999 fer landsveiðin á Islandi úr 240 þúsund fuglum í 140 þúsund. „Sýnt hefur verið fram á að lunda- veiði í Vestmannaeyjum er mjög háð sjávarhita suður af íslandi. Við vitum einnig að lundaveiði er vísi- tala fyrir nýliðun bæði lunda og sflis. Það vakti því óskipta athygli þegar veiðitölur úr Elliðaey frá fyrri hluta síðustu aldar fundust í dagbókum Áma Árnasonar frá Grund í Vestmannaeyjum. Þar kemur í ljós að lundaveiði, meðalveiði á veiðimann, dettur niður í kring um 1930 í kjölfar sjávarhlýnunartímabils sem hófst 1920 og stóð fram undir 1960 eða svo. Ámi gerir minni veiði að sérstöku umræðuefni og kenndi um lélegri ástundum og ólifnaði ungra veiðimanna við veiðar, þar sem menn svæfu fram á hádegi og vöknuðu þunnir," segir Erpur. „Það skiptir kannski ekki öllu máli hvað veldur nákvæmlega hruni sflisins ef við vitum að það er ein- hvem veginn nátengt þessari haf- hlýnun og þarf ekki endilega að vera af sömu ástæðum milli tíma- bila, heldur er það athyglisverðara að vita hvort þessar hafstrauma- breytingar gerist á u.þ.b. 60 ára fresti eins vísbendingar em um. Öðlumst við þannig einhverja for- spá og skilning á því hvað er að gerast. Eg bind því talsverðar vonir í þessu sambar.di við rannsóknir á tölum um fiðurútflutning sem eru til frá 1729 til 1940. Þessar tölur liggja í gömlum skjölum eða hafa verið gefnar út hagskýrslum eða álíka ritum. Eg hef hafið vinnu við að afla þessara tala á landsvísu og komið á samvinnu við Færeyinga um sams konar vinnu þarlendis. Samanburður á útflutningstölum 1729 til 1783 frá báðum stöðum sýnir næstum samhliða 10 ára sveiflur. Það merkilega við þá niðurstöðu er að þær skulu vera í takl. Það verður spennandi að taka þetta saman og sjá hvað kemur í ljós.“ Frekari rannsóknir nauð- synlegar Erpur segir að rannsóknir á okkar stærstu stofnum séu í samræmi við ábyrgð okkar á þessum hluta nátt- úru Islands og kostnaður vegna vöktunar á bjargfuglastofnum á landsvísu þurfi að vera innan fastra fjárlaga. „Árleg vöktun á varpár- angri ritu, sem viðmiðunartegundar fyrir varpárangur eins og gert er erlendis, er æskileg. Mikilvægt er að finna vetrarstöðvar helstu sjó- fuglategundanna með hnattstöðu- ritum (geolocator) svo hægt sé að tengja umhverfisbreytingar á vetrarstöðvunum í hafi við stofn- breytingar. Nokkrir íslenskir samstarfsaðilar, undir forystu Náttúrustofu Suður- lands, fyrirhuga að sækja um styrki til kaupa á hnattstöðuritum á næsta ári í samvinnu með Færeyingum. Að lokum þarf stjómkerfið að bregðast við með vemdunarað- gerðum þegar tegund fækkar mikið, eins og bæjaryfirvöld hér hafa gert sómasamlega," sagði Erpur að endingu. Gísli Hjartarson, frambjóðandi til stjórnlagaþing - Er númer 3612: Svona á að kjósa til stjórnlagaþings Framundan er kosning til stjórn- lagaþings. Kosningar til stjórn- lgaþings em ekki á hverju ári og em ekki bara nýmæli á íslandi, heldur er lflca verið að kjósa eftir nýju kosningafyrirkomulagi þar sem kosið verður um einstaklinga en ekki flokka. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur og kannski að nokkm leyti líkara því þegar fólk hefur verið að taka þátt í prófkjömm flokkanna. í þessum kosningum máttu kjósa þá 25 einstaklinga sem að þér líst best á. En þú þarft ekki að kjósa 25. Lítist þér svo á máttu kjósa aðeins 1, já eða 4, 14 eða 21 - bara eins marga og þig lystir upp að tölunni 25. Það sem gerir þessar kosningar svolítið öðruvísi er að ef að þér kannski líkar bara við einn fram- bjóðanda og langar bara að styðja við bakið á honum þá er það bara allt í lagi. Þitt er valið. EN, takið eftir að það skiptir máli í hvaða röð þið raðið númerunum sem þið veljið á kjörseðilinn því í raun hefur hver kjósandi bara eitt atkvæði. Það er mikilvægt að raða frambjóðendum í þá röð sem þið viljið helst sjá þá, ef þú velur fleiri en einn. Númer þess er þér líst best á fer á línu númer 1, svo númer þess er þér líst næstbest á á línu númer 2 og svo framvegis. Hér er smá saman- tekt sem gott er að lesa til að glöggva sig á hvernig þetta kerfi virkar: • Hver kjósandi hefur aðeins eitt atkvæði, ekki 25. • Sá frambjóð- andi sem hann raðar efst, að fyrsta vali, fær fyrst að nýta sér atkvæðið. Ef hann kemst inn, en ekki nema rétt svo, er atkvæðið fullnýtt. Hinir sem eru neðar á kjörseðlinum hafa þá ekkert gagn af atkvæðinu. • Komist sá efsti inn á ríflegu fylgi færist tilsvarandi vannýttur hluti atkvæðisins til þess sem næst er raðað. Hann getur þá hugsanlega komist inn á þessu atkvæðisbroti. • Ef sá sem efst er raðað nær á hinn bóginn ekki kjöri sakir lítils fylgis færist allt atkvæðið til þess sem er valinn að öðru vali. • Þetta heldur svo áfram koll af kolli niður eftir kjörseðlinum. Sé kjósandinn svo óheppinn að enginn af þeim sem hann raðar á seðilinn nái kjöri fellur atkvæðið dautt niður. • Þeir sem vilja að atkvæði sitt komi að lokum einhverjum góðum frambjóðanda að gagni ættu því að raða sem flestum. • Á hinn bóginn er atkvæðið fullgilt hvort sem aðeins er raðað einum, og þá í efstu vallínu, eða 25 eða þar á milli. Kynning á frambjóðendum Eftir helgina er væntanlegur í öll hús bæklingur þar sem allir fram- bjóðendur eru kynntir, þar má einn- ig sjá þau númer sem frambjóð- endum hefur verið úthlutað og ber að setja í línumar á kjörseðlinum. Fólk fær líka í póstinum “æfinga- kjörseðil” sem það getur fyllt út á þann hátt sem það vill helst sjá. Það má taka æfingakjörseðilinn með sér í kjörklefann sér til halds og trausts. Einnig er rétt að benda fólki á hinn mjög svo góða vef www.kosning.is þar sem nú þegar er komin kynning á öllum frambjóðendunum, undir flipanum kynning á frambjóðend- um, og góð kynning á ferlinu öllu. Það er sem sagt hægt að byrja að undirbúa sig strax! Eyjamenn í framboði Margir hafa spurt mig hvort ekki séu fleiri Eyjamenn í framboði en ég. Jú, þeir eru nokkrir og allir vel frambærilegir. Þeir sem ég í fljótu bragði tengi Eyjum, hafa þá alið hér manninn frá fæðingu eða búið hér um nokkurra ára skeið þrátt fyrir að vera kannski ekki fæddir hér, eru eftirtaldir, set auðkennis- númer þeirra með: 2468 Andrés Bjami Sigurvinsson 2952 Njáll Ragnarsson 3568 Smári Páll McCarthy 6021 Sveinn Ágúst Kristinsson 2996 Sæmundur Kristinn Sigurðs- son 7638 Tryggvi Hjaltason 27. nóvember - Kjördagur Það er engin ástæða til þess að láta þessar kosningar framhjá sér fara. Ef þú ert ekki í bænum þá áttu að geta mætt á næsta kjörstað hvar sem þú ert. Því kosningakerfið á að vera rafrænt og gegn framvísun skilríkja getur maður kosið hvar á landinu sem maður er, þannig að: • Undirbúið ykkur heima og veljið ykkur frambjóðendur af vefnum eða eftir prentaða bæklingnum sem dreift verður í hús. • Raðið eins mörgum frambjóðend- um og þið frekast treystið ykkur til, eða treystið, en munið eftir því að skipa þeim í forgangsröð; hún skiptir meginmáli. Það er um að gera að mæta á kjörstað og gera þessar kosningar sem glæsilegastar fyrir lýðræðið. Það er jú verið að velja fólk sem á að taka þátt í að yfirfara/bæta- /endurgera stjórnarskrá lýðveld- isins. Við hljótum öll að vilja taka þátt í að velja það fólk sem okkur líst best á til að takast á við það mikilvæga verkefni. Bestu kveðjur Gísli Hjartar - 3612

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.