Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Page 17

Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Page 17
Fréttir / Fimmtudagur 11. nóvember 2010 17 BÆJARLEIKHÚSIÐ Það er mikið lán fyrir Vestmannaeyjar að eiga eitt stykki leikhús þar sem Leikfélagið hefur aðstöðu og fær tíma til að æfa og undirbúa sýningar. Konungur Ijón- anna er hátíðarsýning en LV fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir. Er þetta 163. uppfærsla félagsins og ein sú glæsilegasta til þessa. Um 50 manns koma að sýningunni. Leikfélag Vestmannaeyja - Kíkt á frumsýningu á Konungi ljónanna: Kröftug sýning og skemmtileg og fjölmenn -Rós í hnappagat Haraldar Ara sem þarna þreytir frumraun sína sem leikstjóri Teiknimyndin um Konung ljón- anna, Lion King, sló eftirminnilega í gegn þegar hún var sýnd árið 1994. Hjálpaðist margt að, frábærar teikningar þar sem tæknin var nýtt til hins ýtrasta til að gera persón- umar sem eðlilegastar. Sögu- þráðurinn var ekki flókinn, barátta góðs og ills en í myndinni er líka að finna húmor í fyrsta klassa. Þá má ekki gleyma frábærum leikurum sem sáu um að koma því til skila sem persónurnar í myndinni höfðu að segja. Síðast en ekki síst var tón- listin þar sem Elton John og Tim Rice leiddu saman hesta sína á ný. Uppskáru þeir Oskarinn fyrir bestu lögin í kvikmynd 1995. Mjög verðskuldað. Arið 1975 var söng- leikurinn Lion King frumsýndur á Broadway, hlaut hann strax miklar vinsældir og er enn verið að sýna hann. Og nú er hann kominn til Vestmannaeyja. Ekki veit ég hvort kvikmyndin Lion King var sýnd í Bæjarleik- húsinu á sínum tíma en núna er Konungur ljónanna mættur í upp- færslu Leikfélags Vestmannaeyja. Höfundar eru Irene Mecchi og Jonathan Roberts, þau sömu og skrifuðu handritið að myndinni. Þýðingin er í góðum höndum Olafs Hauks Símonarsonar og Haraldur Ari Karlsson þreytir þama frum- raun sína sem leikstjóri. Það var fullt hús á frumsýning- unni þar sem salur og svið runnu saman í einum frumskógi. Sniðug hugmynd og veitti ekki af því dýrin í skóginum komust ekki fyrir á sviðinu þegar flest var. Frá fyrstu mínútu var ljóst að mikið fjör var í vændum. Með tilheyrandi hrópum, ærslum og bægslagangi vom dýrin hvert af öðm kölluð til sögunnar, gíraffar, flóðhestur, ffll auk ljóna og annarra dýra sem komu við sögu. Var greinilegt að mikil vinna hafði verið lögð í búningana og líka sviðsmyndina sem skapaði sýningunni skemmtilega umgjörð. Leikhópurinn er góð blanda af reyndum og leikumm og ungu fólki sem sumt er komið með talsverða reynslu á sviði þrátt fyrir ungan aldur. Og kraftinn vantaði ekki. Aðalpersónurnar em konungurinn Músafa, Sarabía drottning, sonurinn Simbi, Skari bróðir konungsins og auk þess koma við sögu persónur og sumar mjög skemmtilegar. Yfír þessu ríkti Músafa konungur en við endimörk ríkisins var land hörm- unganna þar sem hýenurnar, sem voru svo skemmtilega ógeðslegar, ógnuðu öllu kviku. Illmennið er Skari, bróðir Músafa, og gimist hann ríkið. Þegar Músafa deyr kemur Skari því inn hjá Simba að hann hafí drepið föður sinn og hrökklast Simbi í útlegð. Um leið tekur Skari við konungdæminu. Það verður Simba til lífs að kynnast þeim Tímon og Púmba sem eru skemmtilega léttir á bámnni. Það blasir við hrun í ríki ljón- anna undir stjórn Skara en þá fær Simbi að vita að hann hafði ekkert með dauða föður síns að gera og eftir slag við Skara tekur hann við konungsríkinu og hreppir drauma- dísina. Ekki flókið en í þessu verki, eins og öðram verkum sem slá í gegn, em það aukapersónumar sem eru eftirminnilegastar og sjálfum finnst mér vondu karlamir oft meira spennandi en þeir góðu. Sigurhans Guðmundsson er ábúðarfullur í hlutverki Músafa og Kristleifur Kristleifsson og Ævar Örn Kristinsson fóru vel með Simba sem er burðarhlutverkið í verkinu. En stjarnan er Alexander Thórshamar í hlutverki Tímons. Hann fer hreint á kostum sem annar helmingurinn af Tímon og Púmba. Illmennskan skein út úr Kristleifi Guðmundssyni í hlutverki Skara. Léttur á fæti og túlkaði fláræði per- sónunnar með ágætum. Þá má ekki gleyma hýenunum, sem Ásta Steinunn Ástþórsdóttir, Grímur Orri Sölvason og Fanndís Fjóla Hávarð- ardóttir, túlkuðu af miklum krafti, svo miklum að allra yngstu gestum fannst nóg um. Á frumsýningunni klikkaði hljóð- kerfið að einhverju leyti og setti það strik í reikninginn hjá leikur- unum sem tókst þó merkilega að bjarga sér út úr vandræðunum. Það dró kannski sýninguna niður að einhverju leyti en þegar upp er staðið hefur Haraldur Ari skilað góðu verki. Tekist að ná fram dramatíkinni, fjörinu og spauginu í verkinu og það vel. Hugmyndaflugið hefur fengið að njóta sín og síðast en ekki síst hefur Haraldi Ara tekist að virkja leik- hópinn og hvetja til dáða. Greinilega hefur hann haft ákveðna sýn á verkið og tekst að koma henni til skila. Auðvitað er ekki allt fullkomið en þegar bæði áhorfendur og leikendur skemmta sér er tilganginum náð. Að lokum er rétt að minnast á söngkonuna, Sigríði Helgu Ástþórsdóttur, sem skilaði vel erfiðu hlutverki. Konungur ljónanna er afmælis- sýning en Leikfélagið fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir. Zindri Freyr Ragnarsson, formaður LV og leikari, ávarpaði gesti og sagði þetta umfangsmestu upp- færslu í sögu félagsins en í allt koma um 50 manns að sýningunni. Það er hægt að óska Leikfélaginu til hamingju með 100 árin og glæsi- lega sýningu. Ómar Garðarsson. Ferlega góðir og söngelskir krakkar -Gerður Kristný, skáld og rithöfundur, heimsækir Hamarsskóla Gerður Kristný, rithöfundur kom f heimsókn til Vestmannaeyja á fimmtudag og las fyrir nemendur í Hamarsskóla. f för með henni var prinsessa, reyndar var það leikkona í prinsessubúningi, Þómnn Ama Kristjánsdóttir, oftast kölluð Tóta og er sérlega heillandi prinsessa.. Nú er unnið að því að setja upp leiksýninguna Ballið á Bessa- stöðum í Þjóðleikhúsinu sem byggir á samnefndri bók og Prinsessunni á Bessastöðum en þær em báðar eftir Gerði Krist- nýju. Gerður Kristný og prinsessan vom ánægðar með viðtökumar hjá nemendum Hamarsskóla. „Þetta em ferlega góðir og söngelskir krakkar. Við komum á vegum Rithöfundasambands fslands sem stendur fyrir verkefninu Skáld í skólum. Tveir fulltrúar heimsækja yngsta stig gmnnskóla, tveir miðstig og tveir efsta stigið og þar sem unnið er að því að setja upp leiksýninguna í janúar ákvað ég að grípa Tótu með mér. Við sungum lag úr verkinu og krakkarnir í Vestmannaeyjum em söngelskir og tóku vel undir. Bragi Valdimarsson í Baggalút semur lögin í leikritinu og við emm að svolítið að prófa þau, krakkamir ná þessu og þá er þetta að virka. Er ekki mikilvœgt fyrir börn að kynnist barnabókahöfundum beint og milliliðalaust? „Það er mikilvægt að hvetja börn til lestrar og veita þeim innsýn inn í bækur og rosalega gaman fyrir höfund að hitta lesendur bókanna. Við höfum haft þann háttinn á að velja einn krakka úr hverjum bekk til að leika forseta en hann verður að vera í ullarsokkum. Allir krakkamir sem komu upp stóðu sig mjög vel og við Tóta höldum að það sé komin ný Elva Ósk hér í Vestmannaeyjum því hún Brigitta var alveg mögnuð þegar hún lék forsetann. “ Þú skrifar bœðifyrir böm og ful- lorðna, hvort er skemmtilegra ? „Það er skemmtilegra að skrifa fyrir böm. Ég er með svo barna- legan húmor og man vel eftir því hvað mér fannst fyndið þegar ég var bam,“ segir Gerður Kristný og Tóta nefnir að margir haldi að það sé auðveldara að leika fyrir böm en fullorðið fólk. „Krakkarnir eru mjög kröfuharðir og við ætlum að sýna Ballið á Bessastöðum í lok janúar og ég hlakka mikið til, “ segir Tóta en þær hafa báðar gaman af því að vinna við verkefnið Skáld í skólum. Gerður Kristný hefur nýlega geftð út ljóðabókina Blóðhófnir sem hefur fengið mjög góða dóma hjá gagnrýnendum. Hún segir bókina vera þátt um Gerði Gymisdóttur, sem Skímir, skósveinn Freys, sótti til Jötunheima handa húsbónda sínum. „Ljóðabækur seljast ef þær vekja hrifningu. Það fer eftir stemmningu og ungir ljóðahöf- undar em að selja ágætlega. Fólk kann að meta góðar bókmenntir. íslendingar kunna ekki að græða peninga en við kunnum að skrifa bækur.“ GERÐUR KRISTNÝ og prínsessan Þórunn Arna voru ánægðar með heimsóknina til Eyja. KRAKKARNIR Fylgdust með af athygli.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.