Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Page 23
Fréttir / Fimmtudagur 11. nóvember2010 23
Eimskipsbikarinn - 16 liða úrslit: B-lið ÍBV tekur á móti íslandsmeisturum Hauka
Draga fram tívolíbomburnar
- B-liðið lofar alvöru flugeldasýningu. - Birkir ívar hlakkar til að mæta sínum gömlu félögum
FLOTTIR. Strákarnir í B-liði ÍBV taka á móti íslandsmeisturuni Hauka á laugardaginn en í liði Hauka má
finna Eyjamanninn Birki Ivar Guðmundsson.
Á laugardaginn verður sann-
kallaður stórleikur í 16-liða úrslit-
um Eimskipsbikarsins þegar B-lið
IBV tekur á móti sjálfum Islands-
meisturum Hauka. Leikur liðanna
fer fram í Eyjum og ætla Eyja-
menn að tjalda öllu því til sem
þeir eiga. Þannig munu þeir
mæta til leiks aftur þeir Guð-
finnur Kristmannsson og
Erlingur Richardsson en nýjasta
vopnið í vopnabúrinu er bolta-
hrellirinn Sigmar Þröstur
Oskarsson. Unnendur hand-
boltans ættu því ekki að láta sig
vanta í Iþróttamiðstöðina á
laugardaginn klukkan 15:00.
Islandsmeistararnir tefla ekki fram
jafn sterku liði og þeir gerðu áður en
Haukar misstu nokkra af sínum
sterkustu leikmönnum eftir tímabil-
ið, m.a. Eyjamanninn Kára Kristján
Kristjánsson, línumanninn sterka.
En í herbúðum þeirra má þó enn
finna Eyjamann, markvörðinn Birki
Ivar Guðmundsson, sem mætir því
læriföður sínum, Sigmari Þresti, í
fyrsta sinn í ansi mörg ár.
„Þetta er frábært og sérstaklega
gaman fyrir mig að mæta þessum
karlgreyjum,“ sagði Birkir ívar í
samtali við Fréttir. „Eg var einmitt
á bikardrættmum og óskaði þess að
mæta B-liði ÍBV þannig að þetta var
sannkallaður óskadráttur fyrir mig.“
En verður þetta ekki ójafnt?
Á dögunum fögnuðu íþrótta-
félagið Framherjar, sem áður hét
Amor, og Knattspyrnufélagið
Smástund 20 ára afmæli beggja
félaganna. Liðin hafa síðustu ár
leikið sameinuð undir merkjum
KFS, lengst af í 3. deild en um
tíma í 2. deild. Af þessum 20
árum, hefur Hjalti Kristjánsson,
læknir og knattspyrnuþjálfari,
unnið fyrir Framherja og síðar
sameinað félag í heil 18 ár. Flestir
eru sammála um að án Hjalta,
væru félögin hvorki fugl né fiskur
enda sér hann um flest það sem
snýr að félaginu, þjálfun, skipu-
lagningu og fjáröflun. Hjalti
svaraði nokkrum spurningum
blaðamanns Frétta rétt áður en
hann skaust upp í þotu Icelandair.
Hvernig kom það til að þú fórst að
þjálfa Framherja?
„Magnús Bragason bað mig um að
koma og taka við af Óla „hundrað-
karli,“ sagði Hjalti. „Ég hafði áður
komið að þjálfun í kvennahandbolta
í yngri flokkum í Keflavík. Sem
ieikmaður varð ég Reykjavíkur-
meistari í 2. flokki karla í handbolta
en í fótboltanum hafði ég spilað upp
í gegnum yngri flokka ÍBK. Auk
þess lék ég með Ármanni, Leikni F.
og Tortuna í Svíþjóð. Þar unnum
við 4. deildina tvö ár í röð.“
Af hverju var ákveðið að sameina
Framherja og Smástund?
„Þetta var þannig að Smástund hafði
getuna en við í Framherjum æfðum
og höfðum meira skipulag í félaginu
okkar. Gísli Hjartarson, Heimir
Hallgrímsson og Magnús Steindórs-
son hringdu í mig eftir tímabilið
1997 og vörpuðu fram þessari
hugmynd. Það var upplagt að
sameina þessi tvö félög í eitt sterkt."
Hjalti segir að starfsemin gangi vel
en rekstur félagsins er fjármagnaður
„Það eru nú nokkrar kempur þama
og kannski ágætt að enginn í
Haukum veit hver Nonni Loga er.
Annars væm þeir töluvert hræddari
en þeir eru. En ég býst alveg við
erfiðum leik, svona fyrstu 10 mínút-
umar.“
Birkir Ivar hefur væntanlega spilað
með flestum ieikmönnum B-liðsins
en segir það sérstaklega skemmti-
legt ef sinn gamli lærifaðir Sigmar
með getraunastarfsemi sem Hjalti
sér um. „Tipparar hafa verið okkur
mjög jákvæðir en ég bendi á að
getraunanúmer KFS er 904. Tekjur
félaganna lækkuðu hins vegar ný-
lega úr 33% í 22% af seldum miðum
og munar mikið um það. Breyttar
samgöngur í Landeyjahöfn gætu
hins vegar vegið á móti í útgjöldum
félagsins. Annars leggur fólk um
það bil fimm þúsund krónur í einn
hópleik sem er í 10 vikur. Ég tippa
fyrir það og geri svo upp eftir
hópleikinn. Áhugasamir þurfa
aðeins að hringja í mig ef þeir vilja
styðja við okkur.“
Umgjörðin svipuð og áður
Umgjörð félagsins hefur hins vegar
ekki breyst mikið á þessum 18 árum
sem ég hef verið með liðið en saml
að einhverju leyti. Við erum alltaf
með getraunafréttir vikulega og
leikskrár fyrir hvem leik. Óðinn
Steinsson, formaður félagsins, hefur
hangið með mér megnið af þeim
tíma sem ég hef verið hjá félaginu."
Þröstur verður með. „Ég fagna því
innilega. Ég er auðvitað búinn að
grafa upp gömlu gulu buxurnar
mínar og verð í þeim. Ég tek með
auka gular buxur ef Simmi er búinn
að týna sínum.“
Og eru það svo stuttbuxurnar í
seinni hálfleik?
„Nei, ég er nú ekki svo klikkaður,"
sagði Birkir Ivar og hló.
„En eins og ég segi þá verður þetta
Hvernig gengur að manna liðið?
„Það er orðið erfiðara en áður enda
mun færri hér í Eyjum. Við urðum
að taka ppp æfingar í Reykjavík
fyrir nokkrum árum en samstarfið
við IBV um leikmenn eykst jafnt og
þétt.“
Flest lið keppast um að komast
upp um deild. KFS leikur í riðla-
skiptri 3. deild en í 2. deild eru liðin
dreifð út um allt land og sjö af tólf
liðum eru ekki á Suðurlandi eða
höfuðborgarsvæðinu. En þrátt fyrir
það segir Hjalti að það sé spennandi
að komast upp. „Sérstaklega fyrir
unga og efnilega leikmenn hjá IBV
því ef við kæmumst upp, fengju þeir
sterkari deild til að spila í ef þeir
koma til okkar í lengri eða styttri
tíma. Þeir myndu bæta sig meira á
því.“
Sigurinn í 3. deild stendur
upp úr
Hvað stendur upp úr eftir 18 ára
þjálfaraferil hjá Framherjum/KFS?
„Það er sigurinn í 3. deild 2002 og
fyrst og fremst skemmtilegt og
sérstaklega fyrir mig auðvitað. Ég
trúi því og treysti að karlarnir lemji
aðeins frá sér. Peyjarnir sem eru
með mér í Haukum hafa bara gott af
því. Svo getur þú sagt Nonna Loga
að Dagur Sigurðsson sé ennþá í
Þýskalandi þannig að hann getur
geymt boxhanskana heima hjá sér,“
sagði Birkir að lokum.
frábær árangur á þeim tíma. Við
erum að ná þessu upp aftur eftir
lægð í nokkur ár eftir 2. deild.“
Nú ertu einn harðasti Man. Utd.
aðdáandinn, varst með merki
félagsins á húddinu á bílnum þínum
ef ég man rétt. Ertu að reyna slá
Ferguson við með því að þjálfa
lengur en hann ?
„Nei, en Ferguson er þó helsta
fyrirmyndin. Nýtt knattspymuhús
hér myndi hins vegar eyða öllum
vafa um framhaldið. Einnig árangur
U-21-landsliðsins sem hvetur mig
mjög til dáða almennt. Batnandi
árangur KFS sl. 2 ár hvetur mig líka
áfram. Loks langar mig að slá leik-
mannametið í deildakeppni karla og
spila 54 ára deildaleik. Það em þrjú
ár í það og vil gjarnan vera mönnum
fyrirmynd með það. Aldur er
afstæður og ég vona að mér takist að
sýna fólki það. Ég hef sett stefnuna
á að þjálfa KFS í það minnsta næstu
þrjú árin.“
Hefur aldrei komið til greina hjá þér
að taka að þér þjálfun t.d. hjá ÍBV?
„Jú, þó bara meistaraflokk karla, en
ég hef ekki verið beðinn um það.“
KFS í 1. deild eftir 10 ár
Af hverju eiga menn að œfa hjá
KFS?
„Það er andlega og félagslega gef-
andi og menn geta átt skemmtilegan
ferii þar, þótt þeir hafi ekki getu eða
tíma til að vera með ÍBV á toppnum.
Leið margra inn í þjálfun og
stjómarstörf hjá IBV hefur legið í
gegnum okkar starf. Mikið gáfu-
legra að æfa með okkur en að hanga
á pöbbunum um helgar. Reyndar
gera sumir hvort tveggja, en spila þá
minna.“
Hyar sérðu KFS eftir 10 ár?
„I mínum villtustu draumum er KFS
komið í 1. deild," sagði Hjalti að
lokum.
íþróttir
ÍBV á toppinn
Karlalið ÍBV er komið á topp 1.
deildar eftir að hafa lagt ung-
mennalið FH að velli í Hafnarfirði
um helgina en Hafnfirðingar hafa
verið á toppnum það sem af er
vetri. Lokatölur urðu 27:28 en
staðan í hálfleik var 12:15. ÍBV er
nú með 10 stig í efsta sæti en IR og
Grótta koma næst með 9 stig og
Stjaman og FH U með 8. Vignir
Stefánsson var markahæstur með 9
mörk, Theodór Sigurbjörnsson
skoraði 5 og Birkir Már Guð-
bjömsson 4 en þess má geta að
Vignir hefur nú skorað yfir 200
mörk fyrir IBV. Þá varði Kolbeinn
Amarson yfir 20 skot í leiknum.
Eyjamenn taka svo á móti Víkingi á
laugardaginn í næstu umferð deild-
arinnar.
Magnaður
endasprettur
Kvennalið ÍBV átti hreint magn-
aðan lokasprett gegn HK á
heimavelli á iaugardaginn. Útlitið
var ekki gott í upphafi síðari
hálfleiks þegar HK breytti stöð-
unni úr 13:16 í 14:21. En með
mikilli baráttu tókst Eyjastúlkum
hið ómögulega og undir lok
leiksins vom þær líklegri til að fara
með sigur af hólmi. Guðbjörg
Guðmannsdóttir kom ÍBV í 27:26
þegar rúmar þrjár mínútur voru
eftir af leiknum og við tóku æsi-
spennandi lokamínútur þar sem
HK náði að jafna úr vítakasti þegar
tæp hálf mínúta var eftir. Loka-
tölur urðu því 27:27 en Eyjastúlkur
geta nagað sig f handarbökin að
hafa ekki byrjað betur í leiknum.
Guðbjörg Guðmannsdóttir skoraði
9 mörk í leiknum og Ester Ósk-
arsdóttir 6 en Heiða Ingólfsdóttir
varði alls 20 skot, þar af eitt víti.
Ungur Selfyss-
ingur í ÍBV
Einn efnilegasti leikmaður Selfoss
í suntar, Guðmundur Þórarinsson,
skrifaði undir árs samning hjá ÍBV
í síðustu viku. Guðmundur lék 16
leiki fyrir Selfyssinga í sumar og
skoraði eitt mark en hann er aðeins
18 ára gamall. Guðmundur lék
ýmist á vinstri kantinum eða sem
vinstri bakvörður en hann hefur
verið fastamaður í leikmanna-
hópum yngri landsliða Islands í
knattspymu.
Framundan
Fimmtudagur 11. nóvember
Kl. 16:00 Afturelding2-ÍBV
3. flokkur karla.
Laugardagur 13. nóvember
Kl. 13:00 IBV-Víkingur
1. deild karla.
Kl. 16:00 ÍBV 2- Haukar
Eimskipsbikar karla.
Kl. 13:00 Fram-ÍBV
N1 deild kvenna.
Kl. 13:00 Reynir S. - ÍBV
2. deild karla, körfubolti.
Kl. 15:00 ÍBV-Valur
4. flokkur karla A-lið.
Kl. 15:30 Grótta B-ÍBV B
4. flokkur kvenna, bikar.
Kl. 16:15 ÍBV-Haukar 2
4. flokkur karla, B-lið.
Sunnudagur 14. nóvember
Kl. lLOOFram 1-ÍBV
3. flokkur kvenna.
Kl. 11:30 ÍBV-Valur
4. flokkur karla, bikar.
Kl. 13:00 ÍBV-Valurl
2. fiokkur karla.
Kl. 14:00 Grótta-ÍBV
4. flokkur kvenna.
IKnattspyrna: 20 ára afmæli KFS
Toppurinn var að vinna 3. deildina
- segir Hjalti Kristjánsson, þjálfari, framkvæmdastjóri, búningastjóri og getraunastjóri KFS
- Hefur séð um félagið í 18 ár og stefnir á að gera það í það minnsta þrjú ár í viðbót
HJALTI Krist jánsson, lengst til vinstri, ásamt leikmanni ársins hjá
KFS, Antoni Rafni Jónassyni og Óðni Steinssyni, formanni félagsins.