Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Page 14
14 Fréttir / Fimmtudagur31. mars 2011 45 arum nmr< <n g f 1253 E5- i KP" 7)4—i ‘tV ... sr HR . v »p|| ■j fjg í| 3i [ * PALLBORÐ Á pallborði sátu Þorsteinn Ingi, Víglundur, Ragnar, Trausti og Arnar og umræðum stjórnaði Kári Bjarnason. Á vegnum eru forsíður Bliks frá upphafi. Málþing um Þorstein Víglundsson og Blik sem nú er öllum aðgengilegt á Netinu: Yfir 5000 síður af fróðleik um Eyjar -Var óþreytandi við að bera í hús menningarverðmæti - Skjöl, myndir, listaverk, bækur Sögusetur 1627 og Bókasafn Vest- mannaeyja efndu síðastliðinn laug- ardag til málþings um Blik, fjársjóð á heimaslóð, í tilefni þess að nú í mars eru 75 ár liðin frá því að Blik kom fyrst út. Þorsteinn Þ.Víglunds- son gaf Blik út meðfram því að hann var skólastjóri Gagnfræða- skólans í Vestmannaeyjum, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Vestmanna- eyja og safnstjóri Byggðasafns Vestmannaeyja. Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja, stýrði þinginu og sagði Blik vera eitt merkasta menningarrit sem gefið hefur verið út í Vestmannaeyjum. „Það veit enginn sem ekki er þaul- kunnugur bókaútgáfu hvílíkt afrek það er að halda úti ritinu í hartnær hálfa öld. Umfangið er gríðarlegt, 5098 blaðsíður," sagði Kári og það fór vel á því að hefja málþingið á því að minnast hjónanna Ingigerðar Jóhannsdóttur og Þorsteins Þ. Víg- lundssnar í samantekt sonar þeirra, Víglundar Þorsteinssonar. Helga Hallbergsdóttir, menningar- miðlari, las hugleiðingar eftir Guð- mund G. Hagalín sem birtust í Morgunblaðinu 24. maí 1959 en þá var hann einn þekktasti rithöfundur landsins. Þar bendir hann á mikil- vægi ritsins fyrir Vestmannaeyjar hvort sem þar er fjallað um menn- ingarlíf, sögu Eyjaskeggja eða frá- sagnir af atvinnuháttum. Þorseinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarstöðvar Islands og barnabam Ingu og Þorsteins, sýndi myndir og sagði skemmtilega frá samskiptum sínum við afa sinn og ömmu. Sérstaklega var athyglisvert hvemig hann setti upp tímaáætlun fyrir daginn hjá Þorsteini og hvað hann fékkst við hverju sinni. Það var ekki lítil dagskrá. Frosti Gíslason, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Islands, fjallaði um Blik og Heimaslóð en þar má nú finna öll hefti Bliks, 34 árganga sem komu út á 45 árum. Það hlýtur að vera öllum þeim sem hafa áhuga á sögu Vestmannaeyja mikill fengur að hafa þau nú öll aðgengileg á Netinu. „Þorsteinn var óþreytandi við að bera í hús menningarverðmæti - hvort heldur vom munir, skjöl, myndir, listaverk, bækur eða hvað nú annað,“ sagði Kári „Síðustu færslur um ómetanleg verðmæti um menningu Vestmannaeyja bárust að gjöf frá Þorsteini aðeins 14 dögum fyrir andlátið. Svo gjörsamlega gaf hann hjarta sitt til söfnunar, miðl- unar og varðveislu menningar Vestmannaeyja," sagði Kári og því næst las Helga Hallbergsdóttir hugleiðingar Jóhönnu Yr Jóns- dóttur, safnstjóra Byggðasafns Vestmannaeyja, um endurbætur á safninu og hvemig hún sér þátt Þorsteins Vfglundssonar við upp- byggingu Byggðasafns Vest- mannaeyja. Að því loknu var tónlistaratriði þar sem Helga Jónsdóttir og Arnar Hermannsson fluttu kvæði Þor- steins sem var lesið Ingigerði á 45 ára hjúskaparafmæli hjónanna. Var það vel til fundið og braut upp dagskrána. Líflegt pallborð Kári fann úl lagið með því að rannsaka bragarhátt þess en kvæðið hafði ekki verið sungið fyrr. Eftir kaffihlé hófust pallborðsumræður þar sem Ragnar Oskarsson, Amar Sigurmundsson, Trausti Eyjólfsson, Víglundur Þorsteinsson, og Þor- steinn Ingi Sigfússon vom í for- svari. Víglundur Þorsteinsson rakti ættir föður síns og sagði sögur af sínum forfeðrum þannig að áheyrendur gátu betur skilið arfleið Þorsteins ásamt því hvemig umhverfið mót- aði hann til stórra verka. Amar Sigurmundsson nefndi sérstaklega hvað Blik er mikilvægt út frá menningarlegu tilliti og að hann hefði það alltaf tiltækt enda væri Blik fullt af fróðleik og upp- lýsingum um sögu og samfélag Eyjanna. Trausti Eyjólfsson sagði mjög hugljúfa sögu af því þegar Þor- steinn og Inga buðu honum, sár- fátækum og allslausum, að vera á heimili þeirra og stunda nám við Gagnfræðaskólann. Ragnar Óskarsson sem tók við af Þorsteini sem safnstjóri Byggðasafnsins eða Byggðarsafnsins eins og Þorsteinn vildi alltaf kalla það, sagði skemmtilega sögu af viðureign þeirra við bæjaryfirvöld. Garðar Björgvinsson kom með skemmti- legt innlegg úr sal og fleiri gestir lögðu orð í belg og gerðu þannig þingið enn eftirminnilegra. Málþingið um Blik og manninn Þorstein Víglundsson var mjög vel heppnað og varpar Ijósi á hversu miklu einn maður getur áorkað og skilað til samfélagsins. Dagskráin var liður í röð menningarviðburða Söguseturs 1627 og Bókasafns Vestmanneyja sem kostuð er af Menningarráði Suðurlands. Nánar verður sagt frá þinginu í næsta blaði. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. RÁÐSTEFNAN var mjög vel sótt og var anddyri Safnahússins þéttsetið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.