Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Qupperneq 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 3. nóvember 2011 Alvöru töfrar í Ronju Ræningjadóttur -Þröstur Guðbjartsson er leikstjóri - Verður frumsýnd á laugardag FJÖLMENN SÝNING Alls taka 27 leikarar þátt í sýningunni og er þetta hinn myndarlegasti hópur. Þröstur leikst jóri er iangst til hægri. Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir á laugardaginn klukkan 17:00 fjöl- skylduleikritið um Ronju Ræn- ingjadóttur. Það er Þröstur Guð- bjartsson sem leikstýrir en alls taka 27 leikarar þátt í verkinu, frá 12 ára og upp úr. Aðalhlutverk er í hönd- um Söru Hlínar Sölvadóttur, sem leikur Ronju og Kristleifs Krist- leifssonar, sem leikur Birki. Auk þess leika þau Zindri Freyr Ragn- arsson og Asta Steinunn Astþórs- dóttir, foreldra Ronju, Birkir Högnason og Heiða Marinósdóttir, foreldra Birkis og Alexander Tórs- hamar leikur Skalla-Pétur. Söguna um Ronju Ræningjadóttur kannast flestir við en söguna skrif- aði sænski barnabókahöfundurinn Astrid Lindgren. Þröstur sagði í samtali við Fréttir að sagan væri klassísk barátta milli góðs og ills. „Sagan fjallar um Ronju, frá fæð- ingu og til tólf ára aldurs, samskipti hennar við fjölskylduna og átök milli ræningjaflokkanna annars vegar og ræningjaflokkanna og her- manna fógetans hins vegar. Þema sögunnar er líklega baráttan um að komast af. Ronja kynnist sem sagt Birki, syni erkióvinna foreldra sinna og þau verða miklir vinir. Því verður enn meiri togstreita á milli ræningja- flokkanna en áður. Sagan gerist í Matthíasarskógi en heimili ræn- ingjaflokkanna er Klettaborgin, sem gerir það að verkum að sviðs- myndin er ógurlega flott. Við fæðingu Ronju klofnar einmitt Klettaborgin þannig að strax í upphafi sýningarinnar verður mikið af leikhústöfrum," sagði Þröstur með ævintýraglampa í augunum. Hann segir leikritið vera upplagt fyrir alla fjölskylduna. „Það er helst að allra yngstu krakkamir gætu orðið svolítið skelkaðir en börn fimm ára og eldri þola alveg gassaganginn í verkinu. Astrid Lindgren samdi fullt af skemmti- legum bamasögum en þessi er kannski í þyngri kantinum, eins og Bróðir minn ljónshjarta. Léttari verk vom t.d. Emil í Kattholti, Kalli á þakinu og síðast en ekki síst Lína Langsokkur." Þú talaðir um að sviðsmyndin tœki breytingum í upphafi sýningar- innar? „Já, þá koma fram alvöru leikhús- töfrar. Við lögðum mikla vinnu í leikmyndina sem opnast í upphafí sýningarinnar. En svo má ekki gleyma því að leikarar em búnir að leggja mikið á sig. Æfmgaferlið hefur verið langt og strangt, um tveir mánuðir og sumir leikararnir hafa m.a. fómað útlitinu fyrir leikritið." Þröstur er ekki ókunnur aðstæðum hjá Leikfélagi Vestmannaeyja en hann leikstýrði Dýrunum í Hálsa- skógi árið 2004. Aðspurður segist hann sjá mikinn kraft í Leikfélag- inu um þessar mundir. „Það hefur verið mikið líf í leikhúsinu. Leikfélagið er nú komið með allt húsið sem gefur möguleika á mjög lfflegu starfi en það kostar jafn- framt mikla vinnu. Það er búið að vera mikið álag á leikhúsfólkinu sem hefur verið að koma eftir vinnu eða skóladag, æfa í nokkra klukkutíma og þess á milli er verið að standsetja húsið. Ofan á allt þetta voru svo teknar upp sýningar á Mamma Mia og haldnir tónleikar. Allt hefur þetta tekið tíma frá okkur en við höfum algjörlega einbeitt okkur að Ronju undanfamar vikur. En það er greinilega mikill kraftur í Leikfélaginu. Það er eins og eld- fjall sem er að hreinsa sig um þessar mundir," sagði Þröstur og lofaði góðri fjölskylduskemmtun í Leikhúsinu næstu vikumar. Bæjarstjórn- Bæjarlistamaður: Tekist á um fyrir- komulag Reglur um starfslaun bæjarlista- manns vora rædd á síðasta fundi bæjarstjómar. Áður hafði fræðslu- og menningarráð sam- þykkt breytingar á reglunum og vill veita verðlaun bæjarlista- manns til tveggja ára, annað hvert ár í stað þess að veita þau á hverju ári. Nýjar reglur kveða á um að auk umsókna verði sóst eftir tilnefn- ingum og samþykkt að koma á fót sjóði til að styðja við unga listamenn sem veitt verður úr annað hvert ár þ.e. þegar bæjar- listamaður er ekki tilnefndur. I fundargerð bæjarstjómar segir að bæjarstjóm taki undir þá megin- hugsun sem fram kemur í breyt- ingunum og telur þær til bóta. Hins vegar frestar bæjarstjóm afgreiðslu málsins og óskar eftir rökstuðningi fyrir því að horfið skuli frá árlegri úthlutun. Kristín Jóhannsdóttir, menning- ar og markaðsfulltrúi Vest- mannaeyjabæjar sem líka er full- trúi V-listans í bæjarstjóm, sat bæjarstjómarfundinn og er á móti því að bæjarlistamaður verði tilnefndur annað hvert ár. „Afgreiðslu málsins var frestað og þarf að ræða betur. Ég vil tilnefna bæjarlistamann á hveiju ári og tel það ekki neinum vand- kvæðum bundið. Ég gæti nefnt nöfn á frambærilegum bæjar- listamönnum tíu ár fram í tím- ann. Við eigum fullt af flottu fólki, það sýnir sig á Safnahelgi sem er framundan. Nýjar reglur kveða á um að hægt sé að til- nefna fólk og ég er ekki á móti því, fólk fer þá fram á tilnefn- ingu í stað umsókna. Við eram að styrkja unga listamenn og þarf ekki sérstakan sjóð til þess. Ekkert mælir á móti því að þeir séu bæjarlistamenn frekar en aðrir. Mér finnst tilnefning bæjarlistamanns mjög mikilvæg og hann skilar svo af sér list- viðburði til bæjarfélagsins. Auk þess er tilnefning bæjarlista- manns skemmtilegur vorboði á hverju ári,“ sagði Kristín.þegar hún var spurð út í málið. Osátt við að bæjarfélagið sé beitt dagsektum -Málið í ferli, segir Ólafur Snorrason hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Umhverfisstofnun hefur beitt Vestmannaeyjabæ dagsektum frá 1. júní sl. en upphaflega var þeim beitt vegna þess að mengun frá Sorporkustöðinni mældist yfir leyfilegum mörkum. Umhverfis- stofnun byggði ákvörðun sína á grandvelli mæl- inga sem fóra fram í mars 2011 sem sýndu ryk- mengun upp á 420mg/Nm3. Fulltrúar bæjarins voru hins vegar mjög ósáttir við þá niðurstöðu og létu mæla aftur og þær mælingar leiddu í ljós að ryk mældist 230/Nm3 en losunarmörk era 200 mg Nm3 í eldri sorpbrennslum. Olafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverf- is- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, sagði málið vera í ákveðnu ferli milli Um- hverfisstofnunar og Vestmannaeyjabæjar. „Við erum ósátt við að bæjarfélagið sé beitt dagsektum þar sem við teljum að við höfum uppfyllt þau skilyrði sem sett vora og því ekki grandvöllur fyrir þvingunaraðgerðum. Við höfum leitað til Samabands íslenskra sveitarfélaga og þeir eru sammála okkar túlkun og þar stendur hnífurinn í kúnni.Við erum ósammála Umhverfisstofnun en ekki hefur verið tekin ákvörðun um næstu skref en ég reikna með að það verði gert á næsta fundi framkvæmda- og hafnarráðs.Við funduðum með fulltrúum Umhverfisstofnunar síðasta fimmtudag en náðum ekki saman um þetta mál en að öðra leyti var það gagnlegur fundur," sagði Olafur um dagsektargreiðslur sem lagðar era á Vestmanna- eyjabæ. Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri Umhverfis- stofnunar sagði að af hálfu bæjarins væri búið að ná niður rykmengun í útblæstri og hún væri innan leyfilegra skekkjumarka og sektargreiðslur hefðu verið lækkaðar í samræmi við það. Önnur atriði væru í skoðun s.s. hreinsun á skolvatni en niðurstöðu í málinu væri að vænta fljótlega. GÓÐ GJÖF Bjarni Sighvatsson afhendir Hirti Kristjánssyni yfirlækni gjafabréf vegna ómtækis sem Bjarni og fieiri gáfu Heilbrigðisstofnuninni Vestmannaeyjum. Skilyrðið er að það verði notað á sjúkrahús- inu í Vestmannaeyjum sem á undir högg að sækja. 7— ■Æmkl tJtgefandi: Eyjasýn éhf. 480878-0549 - Vestmannaeyjum. Jtitstjóri: Ómar Gaiðarsson. Blaðamenn: (Judbjörg Sigurgeirsdóttir og Júlíus Ingason. Ábyrgdarmemi: Ómar Gardars- son & Gisli Valtý'sson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Veshnannaeyjmn. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1893. Netfang/rafpóstnr frettir@eyjafrettir.is. bttp//www.cyjafrettir.is Listvinafélag Vestmannaeyja: Oddgeirstónleikar Listavina- félagið ætlar að leggja sitt af mörkum til að heiðra minningu Oddgeirs Kristjáns- sonar, tón- skálds sem hefði orðið 100 ára 16. nóvember nk. „Það verða tónleikar í Akóges kl. fimm eftir hádegi sunnudaginn 13. nóvember nk. þar sem eingöngu verða leikin lög Oddgeirs,“ sagði Hermann Einarsson, formaður Listvinafélagsins, og hann lofar fjölbreyttri dagskrá enda af nógu að taka þegar Oddgeir er annars vegar. „Þarna komar fram tvær sveitir, Stórsveit Tónlistarskólans umdir stjóm Eggerts Björgvinssonar og Tríó Reynis Sigurðssonar en með honum era Jón Páll Bjamason og Gunnar Hrafnsson. Þeir munu leika lög Oddgeirs í gömlum og nýjum útsetningum og ætlunin er að skapa þama þægilega kaffi- húsastemmningu. Ættu ungir og aldnir að finna eitthvað við sitt hæfi og verður miðaverði stillt í hóf,“ sagði Hermann að endingu. ERÉTTER koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tristinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, vershm 11-11 og Skýlinu í Friðarböfn.. FRÉTl'IK eru prentaðar í 8000 eintökmn. FRÉ'iTlR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprenhm, hljóðrihm, notknn ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.