Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 20
Frcttir / Fimmtudagur 3. nóvember 2011
ÁTTATÍU OG FIMM ár skilja að Þór, nýtt skip Landhelgisgæslunnar við bryggju í Friðarhöfn á miðvikudaginn. Fyrsti Þór var keyptur til Vestmannaeyja 1926 og er
minnismerkið um hann í forgrunni þar sem skrúfan af fyrsta Þór af fjórum trónir á toppnum. Myndir Óskar Pétur.
Þór var boðinn velkominn til Eyja
Það var mikið um dýrðir þegar Þór,
nýtt skip Landhelgisgæslunnar,
kom til Vestmannaeyja á miðviku-
daginn. Vestmannaeyjar voru fyrsta
höfn Þórs hér á landi. Þór er smíð-
aður í Chíle og tók siglingin til
íslands rúman mánuð.
Vestmannaeyjar tóku á móti Þór
og áhöfn í góðu veðri og íbúamir
sýndu að þeir kunnu að meta þann
heiður sem frumkvæði Eyjamanna í
öryggismálum sjómanna var sýnt
með þessu. Fjölmenni var við komu
skipsins og fjöldi manns nýtti boð
um að skoða það.
Og þeir urðu ekki fyrir vonbrigð-
um því Þór er stórglæsilegt skip.
Sennilega gera fáir sér jafn vel
grein fyrir þörfmni á öflugu björg-
unarskipi og björgunarmiðstöð á
sjó og Vestmannaeyingar og
Vestfirðingar fyrir utan að sjálf-
sögðu sjómennina. Það er því hægt
að óska okkur öllum til hamingju
með Þór.
ÞRÍR HEIÐURSMENN.
Sigurður Steinar Ketilsson
skipstjóri, Sveinn Rúnar
Valgeirsson, skipstjóri á
Lóðsinum og hafnarstjóri og
Georg Kr. Lárusson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar við
komu Þórs til Eyja.
PlLOl
FJÖLMENNI. Mikill fjöldi Eyjamanna var mættur á bryggjuna þegar Þór kom til hafnar í Eyjum og enn fleiri nýttu sér tækifærið og skoðuðu skipið.