Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Side 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 3. nóvember 2011
Bárður Hafsteinsson, skipaverkfræðingur og Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri:
Smíðakostnaður nútímalegrar og
hagkvæmrar ferju 3 milljarðar
-Hugmyndir um nýjan Herjólf - Skipið getur verið tilbúið á 18 mánuðum
NÝR HERJÓLFUR? Þannig lítur skipið út sem Bárður og Grímur leggja til að verði smíðað. Það er 77,8
metra langt og 16,2 metra breitt. Þetta fyrirtæki hefur hannað margar álíka ferjur. Djúprista þess er 3,2
metrar með fulifermi (DW 500 tonn) og áætlaður hámarks ganghraði um 16 sjómílur, en raunsiglingahraði
yrði um 15 sjómílur á klst. Skipið getur flutt 66 bifreiðar, eða 6 flutningavagna, 19,5 metra að lengd, og 27
bifreiðar.
Undanfarið höfum við undirritaðir
unnið að því að skoða möguleika
varðandi nýja ferju til siglinga milli
Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.
Þessi vinna er alfarið að frumkvæði
okkar sjálfra sem áhugamanna um
bættar samgöngur milli lands og
Eyja.
Báðir höfum við talsverðar taugar
til þessa máls þar sem við höfum, á
sinn hátt hvor, tengsl við siglingar
milli lands og Eyja í langan tíma.
Skipatækni, fyrirtæki Bárðar, hann-
aði núverandi Herjólf, sem allir eru
sammála um að reynst hafi mjög vel
í því verkefni sem hann var hann-
aður til, þ.e. siglinga milli Þorláks-
hafnar og Eyja.
Grímur var lengi starfsmaður
Herjólfs, stjómarformaður fyrirtæk-
isins og sat í smíðanefnd þegar
núverandi skip var byggt. Við teljum
okkur því hafa nokkra þekkingu og
reynslu í þessum efnum og viljum
nýta hana til að stuðla að því að
næstu nauðsynlegu skref verði stig-
in í samgöngumálum Eyjamanna.
Núverandi Herjólfur hentar ekki
til siglinga í Landeyjahöfn og nýtt
skip því nauðsynlegt
Við höfum báðir velt núverandi
ástandi vel fyrir okkur, fylgst með
umræðunni og reynt að meta hlutina
út frá því. Eins höfum við sett okkur
í samband við erlenda sérfræðinga í
hönnun ferja til að kalla fram lausnir
sem dugað gætu til að leysa þann
vanda sem uppi er.
Það má eflaust deila um það hvort
Landeyjahöfn er rétt hönnuð, hvort
hún hefði átt að vera annars staðar,
hvort hægt er að bæta hana með
byggingu garða eða öðmm ráðstöf-
unum. Til þess tökum við enga af-
stöðu hér, enda er ljóst að hvort sem
höfnin þarfnast breytinga, dýpkun-
arbúnaðar eða einhvers annars þá
liggur fyrir að núverandi Herjólfur
hentar illa til siglinga í núverandi
Landeyjahöfn. Djúprista hans er of
mikil, vindfangið er of mikið og
stjómhæfni skipsins minnkar mikið
við það litla dýpi, sem er í Land-
eyjahöfn.
Markmiðið að leita einfaldra,
nútímalegra lausna
Markmið okkar, þegar við hófum að
skoða þetta, var að leita nútímalegra
lausna á þeim vanda sem uppi er og
miða við þær aðstæður sem í Land-
eyjahöfn em. Reyna að fá hannað
skip sem uppfyllti kröfur á hafsvæði
samkvæmt EU klassa B og svo-
kallað Stokkhólmsákvæði stöðug-
leikareglnanna, með sem minnsta
djúpristu, með sem minnst vindfang
og með sem mesta stjórnhæfni.
Skipið þyrfti að vera einfalt að gerð,
flytja 60 til 70 bifreiðar og taka um
300 farþega og vera sem ódýrast í
smíðum.
Astæða þess að við miðum við að
ferjan flytji 300 farþega er ekki sú
að við teljum endilega að það sé
nægjanlegur fjöldi í öllum ferðum,
heldur er hér um hagkvæmnisatriði
að ræða. Stærri farþegasalur hefur í
för með sér stærra vindfang o.fl., en
skipið mun geta flutt 399 farþega í
undantekningartilfellum.
Tveggja stefna skip sem uppfyllir
það sem leitað er eftir kostar 3
milljarða
Við höfum frá upphafi sjálfir horft
mjög til hönnunar á svokölluðu
tveggja stefna skipi, þar sem slík
skip eru mjög hentug og mikið
notuð til siglinga á stuttum leiðum
víða um heim. Þá eru þau skip ein-
föld að gerð og hafa, samkvæmt
þeim upplýsingum sem við höfum
fengið, gríðarlega mikla stjórn-
hæfni. Við höfum nú undir höndum
hönnun að slíku skipi. Það hefur
tvöfalda skrúfu á báðum endum
skipsins, (Azimuth propeller) en
skrúfumar virka bæði sem fram-
driftsbúnaður, stýrisbúnaður og
bógskrúfur. I skipinu er tvö aðskilin
vélarúm og í hvoru em tvær 800 kW
ljósavélar sem drífa bæði fram-
driftsbúnaðinn, sem er rafdrifmn, og
sjá um raforkuþörf skipsins. Skipið
á því að, hafa mikið rekstraröryggi
og uppfyllir nýjustu loftmengunar-
kröfur.
Sú hönnun sem við leggjum hér
fram er skip, sem er hannað af
norska ráðgjafarfyrirtækinu Multi
Maritime AS, 77,8 metra langt og
16,2 metra breitt. Þetta fyrirtæki
hefur hannað margar álíka ferjur.
Djúprista þess er 3,2 metrar með
fullfermi (DW 500 tonn) og áætl-
aður hámarks ganghraði um 16
sjómflur, en raunsiglingahraði yrði
um 15 sjómflur á klst. Skipið getur
flutt 66 bifreiðar, eða 6 ílutninga-
vagna, 19,5 metra að lengd, og 27
bifreiðar.
Við höfum fengið verð í það skip
sem hér er lýst, hjá norsku skipa-
smíðastöðinni Fiskestrand BLRT
AS, sem smíðað hefur margar hlið-
stæðar ferjur, og er það nálægt 3
milljörðum. Við höfum einnig kann-
að verð víðar og komist að svipaðri
niðurstöðu. Verð á skipi sem þessu,
smíðuðu í Noregi eða öðru landi í
Norður-Evrópu, er áætlað um og
undir 3 milljörðum.
Smíðatími þess skips sem við
kynnum hér er 18 mánuðir.
Gríðarlega mikilvægt samfélags-
verkefni
Við teljum nauðsynlegt að ýta
umræðunni um nýja ferju fram á veg
og tími sé kominn til að fara að
vinna að þessu af alvöru. Tryggar
samgöngur við Vestmannaeyjar
skipta samfélagið í Vestmanna-
eyjum gríðarlegu máli og eru klár-
lega það samfélagsverkefni sem
mikilvægast er fyrir Eyjamenn. En
rétt er þó að leggja áherslu á að þetta
er ekki bara mikilvægt fyrir Eyja-
menn heldur fyrir íslenskt samfélag
því að góðar samgöngur koma
öllum landsmönnum til góða.
Höfum við efni á að eiga höfn sem
ekkert skip getur siglt í?
Eflaust munu einhverjir koma fram
með þau sjónarmið að við höfum
ekki efni á að ráðast í fjárfestingu
sem þessa. Vel má vera að það sé
rétt en það er þá líka rétt að velta
upp spumingunni um það hvort við
höfum efni á því að eiga fjárfest-
ingu í höfn sem hefur takmarkað
notagildi vegna vöntunar á skipi
sem getur siglt í hana. Þá er rétt að
horfa til rekstrarkostnaðar skipsins
og samfélagslegra áhrifa þegar um
þetta er rætt.
Getur Lífeyrissjóður Vestmanna-
eyja komið að fjármögnun?
Eyjamenn hafa löngum verið þekkt-
ir sem forgöngumenn í framfara-
málum. Það var vel rifjað upp fyrir
landsmönnum í síðustu viku, þegar
ákveðið var að varðskipið Þór kæmi
fyrst til hafnar í Eyjum, að það voru
Vestmannaeyingar sem keyptu
fyrsta björgunarskip landsins og
lögðu þannig grunn að Landhelgis-
gæslunni. Það er aðeins eitt dæmi
um drifkraft Eyjamanna og margt
fleira mætti tína til hvað það varðar.
Nú þurfa Vestmannaeyingar enn á
ný að sýna kraft sinn, taka forystuna
og sigla þessu máli áfram. Okkur
finnst rétt að velta upp þeim
möguleika hvort Eyjamenn geta
ekki sjálfir komið að fjármögnum
skips og gert leigusamning við rik-
isvaldið til langs tíma þar sem fjár-
festingin yrði endurgreidd í formi
leigu sem gæfi eðlilega ávöxtun á
fjárfestinguna.
Gæti t.d. Lífeyrissjóður Vest-
mannaeyja ávaxtað fé sitt á þennan
hátt, en um leið stuðlað að því að
koma þessu mikilvægasta sam-
félagsmáli sem brennur á Eyjabúum
í farsæla höfn? Mætti einnig hugsa
sér aðkomu fleiri aðila, fyrirtækja,
bæjarfélagsins o.fl. á þennan hátt?
Verkefnið er svo mikilvægt og svo
stórt að Eyjamenn þurfa nú að sýna
samtakamátt sinn og kraft í verki og
finna leiðir sem duga til að hrinda
þessu í framkvæmd.
Skip er fáanlegt á skömmum tíma
á ásættanlegu verði - Viljinn er
allt sem þarf
Við teljum að tími sé kominn til að
fara að láta verkin tala og vinna fast
og ákveðið að því að byggja nýja og
nútímalega ferju. Okkar framlag hér
sýnir að það er hægt að fá nýtt og
öflugt skip á mun skemmri tíma en
áður hefur verið haldið fram og
einnig er hægt að fá það á mun
lægra verði en talað hefur verið um
til þessa. Jafnvel þó að það sé byggt
í skipasmíðastöð sem treysta má að
skili verkinu vel og á umsömdum
tíma.
Við vonum að þetta innlegg okkar
verði til að koma umræðunni um
þetta mál á nýtt plan og að nú verði
farið að keyra málið áfram af þeim
krafti sem þarf til að leysa þann
vanda sem við er að etja. Við erum
tilbúnir til frekari þátttöku í að koma
þessu máli í farsælan farveg og
miðla af þekkingu okkar og reynslu
í þeim efnum.
Bárður Hafsteinsson, skipaverk-
frœðingur og Grímur Gíslason,
framkvœmdastjóri. Ahugamenn um
eðlilegar og traustar samgöngur
milli lands og Eyja
Landakirkja - Minning látinna á Allra heilagra messu
og minning Oddgeirs
Fyrsta sunnudag í nóvember held-
ur Landakirkja Allra heilagra
messu. Þá mun minning þeirra
heiðruð sem dáið hafa sl. 12
mánuði, eða frá fyrsta sunnudegi í
nóvember 2010. Nöfn þeirra eru
lesin í bæninni eftir prédikun
samkvæmt prestsþjónustubók
Vestmannaeyjaprestakalls. Einnig
verður hægt að koma nöfnum ást-
vina, sem ekki eru í þeirri bók en
Kristjánssonar
látist hafa á þessum tíma, til
prestanna og þá verða þau einnig
lesin upp því það er ekki ætlunin
að miða aðeins við þá sem jarð-
settir eru hér í Kirkjugarði
Vestmannaeyja. I messunni verður
einnig hægt að tendra ljós á kerti
og setja á ljósastiku í kómum en
það er góður siður til áherslu
bænarinnar.
Minning Oddgeirs Kristjánssonar
verður einnig heiðruð sérstaklega
þar sem öld er liðin frá fæðingu
hans í nóvember. Verða lög eftir
hann leikin og sungin bæði í for-
spili og eftirspili. Kór Landakirkju
mun flytja kórverk og syngja
sálma dagsins undir stjóm organ-
ista Landakirkju, Kitty Kovács.
Prestur er sr. Kristján Bjömsson.
Kafftsopi verður eftir messu í
Safnaðarheimilinu.
Oddgeir endurreisti Lúðrasveit Vestmanneyja á sínum tíma.