Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Qupperneq 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 3. nóvember 2011 Eyjamaður vikunnar: Sérð ekki eftir kví að kynn- ast Ronju Ræningjadóttur Eyjamaður vikunnar er Sara Hlín Sölvadóttir. (lr bloggheimum: Jóhann Jónsson, Listó bloggar: Aldarfjórð- ungur Um þessar mundir eru liðin 25 ár síðan ég stimplaði mig út í síðasta sinn. Byrjaði að hætta í júní og endanlega í október árið 1986 eftir að Fiskiðjan hafði nær sam- fellt í 20 ár verið minn vinnu- staður. Með öðmm orðum, ég hætti að vera í fastri vinnu, gerðist ein- yrki. Fyrstu árin á eftir lét ég lítið fara fyrir mér, fór sjaldan úr húsi á daginn. Kemur þar aðallega tvennt til. Annað var að ég varð að vera harður húsbóndi við sjálfan mig, hafa reglu á vinnutímanum, nýta daginn vel. Hitt var að mér fannst mórallinn í bænum vera einhvem veginn þannig að fullfrískur karl- maður ætti ekki sjást aðgerðalaus og slæpast niður í bæ eða einhvers staðar úti á eyju um hábjartan dag og jafnvel á hávertíð. Svo liðu árin nokkuð mörg við langar innisetur og hreyfmgarleysi sem varð þess valdandi að sköpulag mitt tók að breytast ískyggilega. Að mínum dómi var bara eitt ráð við þeirri þróun, - fara út að ganga. Fyrst í stað, sennilega vegna samviskubits, varð ég að sannfæra sjálfan mig um að gönguferðirnar væru hluti af vinnunni minni. Ég var að leila uppi og safna mynda- mótífum (sem var reyndar rétt svona í og með). Þó að það sjáist ekki á mér, hafa gönguferðirnar orðið að eins konar fíkn með árunum, gerir manni sannarlega gott, ekki síst fyrir andann og sálina A síðari árum hafa á gönguferðum mínum, þörfum og óþörfum, komið upp ýmis skondin tilvik þegar fólk mér ókunnugt hefur jafnvel stöðv- að mig á göngunni og spurt um hagi mína og heilsufar. Dæmi: „Við hvað vinnur þú?“ An þess að ég fái ráðrúm til að svara kemur strax önnur spurning. „Ertu öryrki?“ Nei, ég er örvhentur einyrki. Ég sé undrandi andlit, samtalinu er lokið. http://listo. 123.is/home/ Þorbjöm Víglundsson bloggar: Varðskipið Þór Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir á laugardaginn leikritið um Ronju Ræningjadóttur. Fjölmargir leikarar stíga á svið í uppfærslu LV en aðalhlutverkið leikur ung Eyjastúlka, Sara Hlín Sölvadóttir. Sara er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Sara Hlín Sölvadóttir. Fæðingardagur: 15. janúar 1996. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Pabbi minn heitir Sölvi Breiðfjörð og mútta heitir Anna Sigga Grímsdóttir. Ég á einn bróður, Grím Orra. Draumabfllinn: Ætli það sé ekki bara Range Rover jeppi. Uppáhaldsmatur: Það mun vera annað hvort skötuselur eða metesepylsa. Versti matur: Skata, get ekki einu sinni fundið lyktina af henni. Uppáhalds vefsíða: Facebook. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Jólatónlistin kemur mér alltaf í gott skap. Annars hlusta ég á tón- listina á ÉM957. Aðaláhugamál: Leikhúsið er númer eitt, tvö og þrjú. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég myndi vilja hitta Johnny Depp. Hann er númer eitt á listanum. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Færeyjar og auðvitað Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV er mitt félag. Ég verð að segja að Örlygur Helgi Grímsson, frændi minn, sé bestur. Ertu hjátrúarfull: í daglegu lífi er ég það ekki. En þegar kemur að leikhúsinu þá eru ýmsar hefðir sem má ekki brjóta, eins og t.d. að segja gangi þér vel, fyrir sýningar. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, er í yogatímum í Hressó. Uppáhaldssjónvarpsefni: 90210, Vampire diaries, Private practise, Grey's anatomy, Pretty little liars og Jersey shore eru þættir sem ég hef gaman af. Hvernig hafa æfingar gengið: Mjög vel myndi ég segja. Ég átti svolítið erfitt með að syngja á fyrstu æfingunum. En eftir að hafa fengið leiðsögn hjá Sólveigu Unni Ragnarsdóttur, söngkennara þá hefur allt gengið vel. Hvernig leist þér á að leika aðalhlutverkið: Ef ég á að segja alveg satt, þegar ég fékk símtalið þar sem mér var sagt að ég myndi leika Ronju, þá hoppaði ég og skoppaði út um allt hús og mamma vissi ekkert af hverju. Þannig að mér leist vægast sagt mjög vel á að leika aðahlutverkið. Hvernig stelpa er Ronja Ræningjadóttir: Hún hlustar ekki á það sem aðrir segja henni að gera heldur fer sínar eigin leiðir. Hún getur verið hress og skemmtileg en það er ekki gaman að rífast við hana. Hún er alin upp í ræningja- gengi en vill ekki vera ræningi. Hún er mjög góð við mömmu sína og líka elsta ræningjann, Skalla- Pétur. Birkir er besti vinur hennar og hún treystir honum fyrir öllu. Attu margt sameiginlegt með Ronju: Já, ég á allt of mikið sameiginlegt með henni. Krist- leifur, sem leikur Birki, er æskuvin- ur minn og við erum bæði að leika aðalhlutverk í fyrsta skipti. Ég get verið mjög skemmtileg en það er ekki gaman að rífast við mig. Ég er líka mjög góð við mömmu mína og elska hana út af lífinu. Og er mikil pabbastelpa, eins og Ronja er líka. Eitthvað að lokum: Hvet alla til að koma á sýningar. Þetta er mjög skemmtileg sýning og þið eigið ekki eftir að sjá eftir því að kynnast Ronju og hennar fólki. Matgazðingur vikunnar: Fljótlegur og góður réttur fyrir upptekna veiðimenn Við félagamir á B/b Þór tókum á móti V/s Þór síð- asta miðvikudag. Glæsilegt skip í alla staði og virki- lega skemmtilegur dagur. Ég tók engar myndir á meðan ég var B/b Þór en ég tók nokkrar þegar við vomm komnir inn. Þetta em svo sem engar nýjar frétt- ir... En við vorum sennilega með þeim fyrstu til að berja skipið augum eftir að það kom inn í ís- lenska landhelgi því við vorum að snattast með tollara og kost fyrir skipið um morguninn og fylgdum því svo inn, þó svo að fjölmiðlar hafi ekkert minnst á það. En í heildina þá finnst mér fjölmiðlar hafa sýnt þessu fremur lítinn áhuga og umfjöllunin um heimkomu skipsins telur í tveimur til þremur mínútum á báðum fréttastöðvum. Ef úrvinda gamall poppari kemur til landsins til að hrekkja fólk með söng í Hörpunni fær hann meiri athygli fjölmiðla. En fjölmiðla- elítan er 99% menningaráhugafólk úr Reykjavík ! http.V/tobbivilla. 123. is/ Ég vil þakka Bjössa jyrir þessa áskorun. Núna getur hann hœtt að leita á netinu þegar hann á að elda og boðið Möllu upp á dýrindis hrejnusteik. Hér kemur góð uppskrift í veiði- ferðina. Eftir að lundinn hvarf breyttum við aðalréttinum í árlegri Veiðivatnaferð yfir í hrefnukjöt sem er fljótlegt og lítið fyrir því haft fyrir upptekna veiðimenn. Grillað hrefnukjöt Hrefnukjöt 2-300 gr á mann Gai pin orginal sósa Skerið kjötið í 1 cm sneiðar og marinerið í cai pin sósunni í 6-8 klst. Hitið grillið vel og grillið í ca. 30 sek á hvorri hlið. Berið fram með kartöflusalati, hrásalati og kaldri grillsósu. Ég œtla að skora á formann Nei- hópsins en hann montar sig mikið afþví að vera frábœr kokkur og talar mikið um hreindýrasteikina sem hann heldar alltafþegar Rut bregður sér afbœ. Sjáum hvort Jakob Möller opinberar ekki þessa dýrindissteik í nœstu viku. Matgœðingur vikunnar er Óskar Öm Ólafsson. Kirkjcir bazjarins: Landakirkja Fimmtudagur 3. nóvember Kl. 10. Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu. Kl. 11-12. Viðtalstímar presta í Safnaðarheimilinu mánudaga til föstudaga. Bakvaktarsími prests er 488 1508. Kl. 20. Kór Landakirkju. Æfing. Kl. 20. Opið hús í KFUM&K hús- inu við Vestmannabraut á vegum Æskulýðsfélags Landakirkju. Föstudagur 4. nóvember Kl. 13. Litlir lærisveinar, yngri hópur. Æfing. Kl. 14. Litlir lærisveinar, Stúlkna- kór. Æfing. Kl. 18. Setning Nótta safnanna f Stafkirkjunni. Þjóðlög sr. Bjama Þorsteinssonar. Sunnudagur 6. nóvember Allra lieilagra messa. Kl. 11. Barnaguðsþjónusta með miklum söng, leikriti fermingar- bama, biblíusögu og gleði fagn- aðarerindisins. Kl. 14. Messa á allra heilagra messu. Minning látinna. Sjá til- kynningu hér í Fréttum. Minning Oddgeirs Kristjánssonar verður heiðruð sérstaklega þar sem öld er frá fæðingu hans. Fermingarböm lesa úr Heilagri ritningu. Kór Landakirkju syngur kórverk og leiðir almennan söng. Organisti er Kitty Kovács. Sr. Kristján Bjömsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi á eftir í Safnaðar- heimilinu. Kl. 20. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju í Safnaðarheimilinu. Mánudagur 7. nóvember Kl. 17. Kirkjustarf fatlaðra, báðir hópar, allir saman. Kl. 19.30. Tólf spora andlegt ferðalag. Vinir í bata. Þriðjudagur 8. nóvember Kl. 12.45 og 14.40. Fermingar- fræðsla. Kl. 15. ETT - kirkjustarf 11-12 ára. Kl. 18-20. Söfnun fermingarbama í Vestmannaeyjum. Sjá tilkynningu. Miðvikudagur 9. nóvember Kl. 11. Helgistund á Hraunbúðum, allir velkomnir. Kl. 13.30. STÁ - kirkjustarf 6-8 ára. Kl. 14.20. Fermingarfræðsla. Kl. 15. NTT - kirkjustarf 9-10 ára. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 3. nóvember Kl. 20:00 Brauðsbrotning með bænastund. Föstudagur 4. nóvember Kl. 17:30 Krakkafjör/Royal rangers, „Húllahringur í hring - Langlyndi“. Fjömgt starf fyrir alla krakka. Sunnudagur 6. nóvember Kl. 13:00 Samkoma, Lilja Oskarsdóttir prédikar, vitnisburðir og lifandi lofgjörð. Mánudagur 7. nóvember Kl. 20:00 Kvennasamvera. Verið hjartanlega velkomin. Aðventkirkjan Laugardaginn 5. nóvember Kl. 11:00 Samkoman hefst með Biblíufræðslu fyrir böm og full- orðna. Efnið er aðgengilegt öllum á vef kirkjunnar á www.adventistar.is Kl. 12:00 Guðsþjónusta. Bein útsending frá Aðventkirkjunni í Reykjavík. Manfred Lemke prédikar þar. Allir hjartanlega velkomnir. Sími hjá safnaðarpresti er 8662800, netfang thora@adventistar.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.