Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Page 12

Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Page 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 3. nóvember 2011 ÖFLUGUR HÓPUR Félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja fjölmenntu þegar varðskipið Þór kom til hafnar í Eyjum. Adoif segir að Björ; Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vm í viðtali við Júlíus Ingason Koma Þórs til Eyja heiður og viðurkei - Færði Landhelgisgæslunni hlutabréf í Björgunarfélaginu hf. frá 1920 Verkefni Þórs: Bylting í björgun á sjó Varðskipið Þór sem, kom til Vestmannaeyja í síðustu viku er mjög öflugt og bylting í eftirliti og björgun á sjó og er fljótandi björgunarstöð ef á þarf að halda. Þór á að sinna löggæslu- og landamæraeftirliti, björgunarað- gerðum, auðlindagæslu, leit, fískveiðieftirliti. Dæmi um fjölbreytta notkunar- möguleika skipsins eru: Bún- aður til að gefa þyrlum eldsneyti á flugi. Olíuhreinsibúnaður, slökkvibúnaður, fjölgeislabún- aður sem notaður er við dýptar- mælingar og neðansjávarleit af ýmsu tagi. Skipið getur flutt sex gáma á þilfari og þrjá gáma í lest. Sér- staklega styrkt fyrir siglingu í ís og getur skaffað rafmagn í land. Tæknilegar upplýsingar Lengd 93,80 m, breidd 16,00 m, hæð 32 m, mesta djúprista 5,80 m, brúttótonn 3920 og gang- hraði er 19,5 hnútar. Veltibún- aður er frá Rolls-Royce. Drátt- argeta er 120 tonn. Dráttarspil eru mjög öflug og hefur Þór alla eiginleika dráttarskips og getur dregið miklu stærri og þyngi skip. Um borð eru öflugir og hrað- skreiðir björgunarbátar, olíu- hreinsibúnaður, olíuvarnar- girðing og olíuskilja. ADOLF afhenti Sigurði Steinari og Georg hlutabréf frá gamla Björgunarfélaginu hf. sem á sínum tíma var stofnað um kaup á fyrsta varðskipinu, Þór. Adolf Þórsson hefur verið formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja síðan 1994 eða í um 17 ár. Hann þekkir því vel til starfsins og inn- viða þess en Adolf settist niður með blaðamanni Frétta til að ræða aðeins um félagið, sem á sér merka sögu. Tilefnið er ekki síst að það var Björgunarfélag Vestmannaeyja sem hafði forgöngu um að kaupa Þór, sem var fyrsta björgunar- og eftirlitsskip íslendinga. Kom Þór til landsins 1920 en árið 1926 tók ríkið yfir reksturinn og varð það upphafið að Landhelgisgæslunni eins og við þekkjum hana í dag. Var það ekki síst vegna þess sem Vestmannaeyjar urðu fyrsta höfn nýja Þórs hér á landi. Byrjaði í Hjálparsveitinni Adolf var fyrst spurður að því hve- nær hann hafi byrjað í Björgunar- félaginu. „Sjálfur byrjaði ég í Hjálparsveit skáta árið 1982 en ástæðan fyrir því að ég byrjaði var strand belgíska togarans Pelagus austur á nýja hrauninu," sagði Adolf. „Ég var reyndar aldrei í skátunum en byrjaði í Hjálparsveitinni og lík- aði veh En svo hvarf ég frá eins og gengur og gerist, kom mér upp fjöl- skyldu og fór að vinna. Síðan byrjaði ég aftur í Hjálparsveitinni 1990. Svo sameinuðumst við Björgunarfélaginu 1992, 1994 tók ég við sem formaður og er enn í því hlutverki. Þetta er ekki ólíkt því sem menn upplifa í þessum félagsskap, þ.e.a.s. menn flengjast í þessu en sinna þessu kannski mis- mikið eftir árum.“ Hvað er það sem lieldur svona í menn íþessu starfi? „Ég held að það sé fyrst og fremst félagsskapurinn, sem er mjög góð- ur. Svo fá menn líka tækifæri til að sinna ýmsum áhugamálum sem þeir annars gætu kannski ekki, eins og verkefnum á sjó, fjallaklifri, jeppaferðum og fleira. I Björgun- arfélagi er vettvangur til að fá útrás fyrir þessi áhugamál. Síðast en ekki síst geta menn látið gott af sér leiða.“ Adolf segist hafa tekið við góðu búi á sínum tíma. „A þessum tíma vorum við að kaupa björgunar- bátinn Þór, eða einn af Þórurunum eins og við getum orðað það. Það var mikið átak að kaupa bátinn og þeir sem voru í forsvari fyrir því, voru eðlilega orðnir þreyttir eftir það og við tókum bara við. Ég get ekki sagt að ég hefði ætlað að vera formaður næstu 17 árin en hlutimir hafa æxlast þannig. En þetta er afskaplega gefandi starf og ég hef notið þeirra forréttinda að fá að móta félagið svolítið með góðu fólki. Maður fær gífurlega mikið til baka og við finnum það í Björgunarfélaginu að við emm mikilvægur hlekkur í keðjunni hér í Eyjum. Og við verðum að standa okkur fyrir vikið.“ Stórt á landsvísu Adolf segir að Björgunarfélagið hér þyki stórt á landsvísu, sem kemur kannski einhverjum á óvart. „Við lítum ekkert stórt á okkur en á landsvísu þykjum við nokkuð stórt félag.“ Það hlýtur að vera svolítið öðruvísi að halda úti björgunarfélagi í Vest- mannaeyjum en annars staðar á landinu? „Já, það er ekki hægt að neita því. En reyndar höfum við verið að fara meira upp á land eftir að Landeyja- höfn var opnuð til að taka þátt í leitum á Suðurlandi. Við störfum mun nánar með sveitum á Suður- landi með það í huga að auka fjölbreytnina í starfinu. Það er mikilvægt fyrir félag eins og okkur að einangrast ekki. Sveitir á fasta- landinu hafa lika leitað eftir auknu samstarfi við okkur sem er góð við- urkenning fyrir okkar starf. Við erum komnir inn á kortið varðandi leitarstörf á fastalandinu. Þetta gerir starfið okkar ekki bara meira aðlaðandi, heldur eykur þetta líka öryggi vegfarenda á Suðurlandi að heilt björgunarfélag bætist við ef á þarf að halda.“ Okkar fólk eftirsótt Einn af styrkleikum Björgunarfé- lags Vestmannaeyja er að mati Adolfs að félagið hefur ekki sérhæft sig. „Sumar sveitir eru farnar að sérhæfa sig í ákveðnum verkefnum. Þær geta það því nálægðin við við aðrar sveitir er svo mikil. Okkar menntun í þessum efnum er hins vegar fjölbreyttari og því er okkar fólk eftirsótt í verkefni. Verkefni hér í Eyjum hafa verið frekar hefðbundin, aðstoð í roki og á sjó. Ég hef hins vegar verið að skoða söguna aðeins og það má segja að fimmta hvert ár koma verkefni sem kalla á víðtækari menntun félagsmanna, svo sem leit eða björgun á fjöllum. Við höfum ekki haft aðgang að öðrum björg- unarsveitum, verðum að vera klár og höfum því hagað starfinu á þann hátt að okkar fólk sé tilbúið í nánast hvað sem er.“ Adolf segir einnig að félagið búi svo vel að vera með gott bakland. „Við eigum sveit manna og kvenna utan við hið hefðbundna starf sem er tilbúið að koma til starfa ef kall- ið kemur. Þetta er fólk sem hefur kannski dregið sig aðeins til hlés en hefur menntunina og reynsluna og er tilbúið ef með þarf.“ Unglingastarfið öflugt Þeir sem hafa fylgst með Björgun- arfélagi Vestmannaeyja hafa tekið eftir að unglingastarf félagsins hefur vaxið mikið síðustu ár. Adolf segir að fyrir nokkrum árum hafi verið tekin sú ákvörðun að efla starfið. „Við vildum hins vegar vanda vel til verksins enda ekki stokkið af stað án undirbún- ings. Við erum með unglinga, byij- um á léttum leikjum en þyngjum svo starfið þar til krakkamir fara í unglingadeildina. Þátekurviðl8 mánaða þjálfun, sem heitir Björg- unarmaður 1, sem endar með því að unglingamir era teknir inn í félagið við 18 ára aldur.“ Adolf segir að hjá félaginu sé nýliðadeild, þar sem þjálfunin fer fram en nú síðast var sett á lagg- imar sérstök unglingadeild fyrir krakka á aldrinum 14 til 16 ára. „Þama fáum við að kenna krökk- unum ákveðin atriði sem nýtast

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.