Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Síða 13
13 'unarfélagið hér þyki stórt á landsvísu, sem kemur kannski einhverjum á óvart. ining a sogunni þeim í Iífinu, hvort sem þau ganga í raðir Björgunarfélagsins eða ekki. Við erum að vinna þetta í samstarfi með Grunnskóla Vestmannaeyja og það ríkir mikil ánægja með þetta samstarf." Hvað eru krakkarnir að gera? „Þetta starf er mjög spennandi fyrir krakkana. Við leyfum þeim að fara á og í sjóinn, fara á fjöll undir leiðsögn, í ferðir og margt fleira. Það sem kemur krökkunum kannski mest á óvart er að þau verða að undirgangast ákveðinn aga í starfmu og það gengur jafnt yfir alla. f ferðum ætlumst við til þess að farsímar séu eftir heima því við viljum efla félagslega þáttinn, þannig að krakkamir tali saman í ferðum en liggi ekki í símunum eða með Ipod í eymnum. Við héldum Landshlutamót unglingasveita á Suðurlandi fyrir tveimur árum og við fengum betri mætingu en á sjálft Landsmótið, þar sem allar sveitir landsins komu saman. Þama sáum við hvað við höfum mikla perlu hér í Eyjum. Við lögðum mikla vinnu í þetta mót og fengum hrós fyrir það.“ Líflegt starf Enfyrir utan unglingastarfið, hvemig er starfið í Björgunar- félaginu? „Við hittumst reglulega á vinnu- kvöldum, félagsfundum, æfingum, námskeiðum og svo hittumst við einu sinni í viku í kaffi á miðviku- dagsmorgnum þar sem heimsmálin em leyst. Þá má auðvitað ekki gleyma árshátíð og smærri skemmt- unum sem em mjög mikilvægar fyrir félagslífið." Hvernig er félagið tœkjum búið? „Ágætlega held ég. Við emm með þrjá bfla, björgunarbátinn Þór og smærri báta með honum. Við emm með tiltölulega góðan fyrstu hjálpar búnað og ágætan klifur- búnað. Það má alltaf bæta við í tækjabúnaði en dótastuðullinn er mjög hár í þessum geira. Við emm með langan lista yfir það sem okkur langar í en félagið eyðir aldrei um efni fram. Næsta verkefni hjá okkur er að laga hús- næðið hjá okkur, að utan sem innan, í samvinnu við Skátafé- lagið.“ Nú ertu búinn að vera formaður í 17 ár. Ætlarðu að vera í önnur17? „Nei, nei, alls ekki. Nú er kom- inn tími á að hleypa öðm og yngra fólki að. En maður hættir ekkert í Björgunarfélaginu. Núna ætla ég bara að vera uppi á þaki og negla og leika mér að spóla í dmllunni,“ sagði Adolf og hló. „En framtíðin er björt hjá félaginu þannig að ég get hætt með góða samvisku." Heimsklassa öryggis- tæki Adolf sagði að koma varðskipsins Þórs til Vestmannaeyja sé mikill heiður fyrir Björgunaírfélag Vest- mannaeyja. „Fyrir okkur í Björg- unarfélaginu var þetta fyrst og fremst heiður og viðurkenning á sögunni. Síðan má ekki gleyma hlut Eyjamannsins Georgs Kr. Lámssonar, forstjóra Landhelgis- gæslunnar, sem á stóran þátt í því að skipið lagðist fyrst að bryggju hér í Eyjum. Við teljum okkur líka eiga pínulítið nafnið á skipinu, Þór og sjálfur hef ég lesið sögu félags- ins þannig að við vomm mjög montnir af því að skipið skyldi koma hingað. Við afhentum þeim hlutabréf frá gamla Björgunar- félaginu hf. sem á sínum tíma var stofnað um kaup á fyrsta varðskip- inu, Þór. Okkur fannst við hæfi, fyrst menn vom að minnast sög- unnar með þessum hætti, þá fannst okkur tilhlýðilegt að koma með hluta af sögunni með okkur. Þetta er gríðarlega mikið og gott björgunarskip sem við emm að eignast. Um borð er aðstaða til stjómunar á aðgerðum, aðstaða til að flytja björgunarfólk á milli staða, mengunarvamarbúnaður, dráttarbúnaður. Það er líka hægt að flytja gríðarlega mikinn búnað í skipinu á dekki og í lest undir því. Vonandi kemur aldrei til þess að það reyni á skipið en ef það gerist, þá kemur Þór til með að standast allar þær kröfur sem til hans em gerðar. Þama emm við að eignast mikið og gott öryggistæki sem er í heimsklassa." Samstarfíð alltaf að aukast -Guðfínna Sveinsdóttir, formaður Slysavarnadeildar- innar Eykyndils, um samstarfið við Björgunarfélagið GUÐFINNA kom færandi hendi. BRÚIN á Þór er mjög stór og þar var margt sem vakti athygli gesta. Guðfmna Sveinsdóttir, formaður Slysavamadeildar- innar Eykyndils, afhenti skipstjómendum varð- skipsins Þórs sjóferðabæn við komu skipsins til Eyja. Eykyndill var stofnaður 25. mars 1934 og hefur starfað óslitið síðan. Guðfinna fræddi blaðamann Frétta um starf deildarinnar. Hún segir að starfið hafi nokkurn veginn komið með móðurmjólkinni. „Móðir mín, Lára Þorgeirsdóttir og amma, Margrét Pétursdóttir, vom báðar í Eykyndli, og föðursystir mín, Esther Valdimarsdóttir, lika þannig að það má segja að ég hafi verið alin upp í kringum starf deild- arinnar. Þetta hefur verið viðloðandi fjölskyldunna og líklega vegna þess að það hafa verið margir sjó- menn í fjölskyldunni. Á ámm áður var þetta eitt af því sem sjómannskonur gerðu, að taka þátt í starfmu hjá Eykyndli og þetta var jafnvel eitt af fáu tækifær- unum sem þær höfðu til að hittast. En nú hin síðari ár hefur þetta breyst. Konur hafa meiri möguleika á afþreyingu og félagsstörfum, era meira famar að snúast í kringum bömin. Það bitnar um leið á starfi þessara kvenfélaga," sagði Guðfinna. Breyttir tímar „Meðalaldurinn hjá okkur hefur hækkað undanfarin ár. Það hafa auðvitað komið inn yngri konur en ekki í jafn miklum mæli og áður. Starfið hefur lflca að einhverju leyti breyst frá því sem áður var. Við eigum mjög öfluga bakvarðasveit sem er alltaf hægt að leita til þegar eitthvað stendur til. Fundarsókn hefur hins vegar eitthvað dregist saman en við fundum fimm sinnum yfir veturinn. Við höfum aðeins breytt um fundarstað núna. Við höfum verið í Básum sem er okkar félagsheimili en stiginn þangað upp er erfiður fyrir margar og því færðum við okkur yfir í sal Björgunarfélagsins í Skátaheimilinu. Aðstaðan þar er mjög góð og gott að vera þar.“ Guðfinna er búin að vera formaður Eykyndils í um fjögur ár en segir að nú sé kominn tími til að hleypa öðram að. „Elísa Elíasdóttir er varaformaður núna en hún tekur svo við af mér eftir veturinn.“ Huga að öryggismálum bæjarbúa Guðfinna segir að stærsta söfnun Eykyndils sé Vorsöfnun þar sem deildin leitar til fyrirtækja í bænum með ákveðið verkefni í huga. „Síðasta vor var safnað fyrir öryggis- og endurlífg- unarbúnaði í íþróttamiðstöðinni, dúkkur til að æfa hjartahnoð og svo er verið að skoða endumýjun á öryggismyndavélum í sundlauginni. Áður fyrr beindist starfsemi félagsins einkum að öryggismálum sjómanna en eftir að slysavamadeildimar samein- uðust björgunarsveitum undir Landsbjörgu, þá hefur starfsemin breyst. í dag er heldur ekki jafn mikil þörf á að sinna öryggismálum sjómanna þar sem þau era orðin mjög góð, miðað við hvemig var á áram áður. Við höfum komið að fjölmörgum málum hér innanbæjar. Við gefum t.d. öllum foreldram nýbura í Eyjum kokmæli og endurskinsmerki á barnavagna. Við komum líka að mjög góðu verkefni sem Guðmunda í Volare kom af stað með okkur, Líkn og Oddfellow þar sem foreldrum nýbura í Vestmanna- eyjum er gefið sérstakt teppi sem mælir öndun barna og lætur vita ef það mælir ekki öndun í ákveðinn tíma, svokallað Ángel Care teppi. Við gefum líka öllum fermingarbömum reykskynjara til að setja upp í herbergin sín.“ Vonandi áframhaldandi samstarf Guðfinna sagði fyrr í viðtalinu að þær fundi í húsa- kynnum Björgunarfélags Vestmannaeyja. Hún segir að samstarfið milli Eykyndils og Björgunarfélagsins sé alltaf að aukast. „Eg myndi gjaman vilja auka samstarfið enn frekar þannig að við myndum aðstoða í útköllum. Annars er samstarfið einstaklega gott og við Adolf Þórsson, formaður félagsins, höfum reynt að auka það eins mikið og við getum. Vonandi heldur það áfram og eflist í framtíðinni," sagði Guðfinna að lokum. Júlíus Ingason

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.