Bóndinn - 25.10.1943, Qupperneq 4

Bóndinn - 25.10.1943, Qupperneq 4
4 BÓNDINN Samkomulag Sramleið- enda . . . (FramJi. af 2. síSu) sem nemur kr. 1.95 fyrir kg. og er söluverð til verzlana því að- eins kr. 5.75 fyrir kg. Seljist útflutningskjötið ekki nægilega háu verði, mun ríkis- sjóður verðbæta það til jafns við innanlandsverðið. En ef til vill verður útflutningsveröið þaö hagstætt, að ríkissjóður þurfi 'ekki að bera þunga bagga af því. Að sjálfsögðu er þannig haldið á málum frá okkar hendi, að svo megi verða, en vegna óvissunnar um þetta, var nauðsynlegt að fá tryggingu frá meirahluta þing- skulum sannarlega leggja okkur fram við að afla meiri mjólkur. En ég vil spyrja: Hvernig sam- ræmist þetta hrópunum um slæma mjólk og of dýra mjólk? Og er það ekki viðskiptaleg regla, að saman fari verðlag og eftirspurn? Svo hefir það tíðum verið. (Sbr. verðlag á áfengi, á bifreiðum, hjólbörðum o. m. fl.). Það er að minnsta kosti ekki hyggilegt af neytendum, að líða það, að þeir sem þykjast vera málsvarar þeirra séu sí-hróp- andi um það, að vörur, sem skortur er á, séu slæmar og of dýrar. Ég veit, að það mundi ekki auka afköst verkamanns- ins, ef húsbóndi hans væri sí- felt að núa honum því um nasir, að afköst hans séu lítil, verkin illa unnin og kaupið allt of hátt, og er það skiljanlegt. Berið klœði á vopnin! Undir þessum umræðum á Al- þingi og í blöðunum,hefur mörg- um skeytum verið skotið að framleiðendum, sem ef til vill væri réttast að grípa á lofti og senda ttl baka. En slík vopna- viðskipti teldi ég afar óþörf í þjóðfélagi okkar, sva að ég vil gjarnan vera í hópi þeirra manna, sem vill bera klæði á vopnin. Ég er fús til að taka til gaumgæfilegrar athugunar allar aðfinnslur, sem á rökum og sanngirni eru byggðar. En þá verður hinn aðilinn að hætta þessum furðulegu og leiðinlegu áróðurskenndu árásum á bænd- ur og bændafólk, sem stendur frá morgni til kvölds við fram- leiðslu hinna nauðsynlegustu og hollustu fæðuteg'unda. Ryðjum ofbeldi og yfirgangi úr götunni, sameinumst í starfi cg sýnum hvorir öðrujji réttlœti og sanngirni. manna fyrir útflutningsverðinu, um leið og innanlandsverðið var sett svo lágt, sem nú er kunnugt. Vonandi verður það sam- komulag, sem náðist í 6 manna nefndinni, ekki rofið. Neytendur þurfa að kynna sér vel, hvernig málin standa og varast að láta þá menn, sem reyna að spilla friði og vinsamlegu samstarfi, hafa áhrif á sig. Það er nauð- synlegt, að framleiðendur og neytendur hafi gott samstarf. Óþarft er að metast um það, hvort greiðslur ríkissjóðs með landbúnaðarvörum, sé styrkur til bænda eða neytenda. Verðbæt- urnar eru stríðsfyrirbrigði vegna markaðstapa og einnig að miklu leyti greiddar til þess að halda dýrtíðinni niðri. En það eru fleiri þjóðir en ís- lendingar, sem á þessum tímum borga niður nauðsynjavörur í því skyni að halda dýrtíðinni i skefjum. Verkamenn og aðrir launþeg- ar við sjóinn hafa góða atvinnu og miklar tekjur á þessum tím- um, og er það vissulega gott og gleðilegt. Bændur hafa einnig bætt sinn hag, og ætla ég að bæjarbúar uni því vel. Kaup- staðarbúar og bændur eru hvor öðrum háðir. Ef öðrum aöilanum vegnar illa, mun það að ein- hverju leyti koma niður á hin-, um. Þegar nú þeim báðum líður betur en áður, tel ég vel við eig- andi að leggja niður deilur og íllindi, en halda þær sættir, sem sex manna nefndin gerði. „Blöðín segja það“ Eins og bent er á í formáls- orðum þessa blaðs, hafa dagblöð Reykjavíkur undanfarnar vikur verið samtaka um að rægja mjólkursamsöluna og bænda- stétt landsins. Alþýðublaðið hef- ur sérstaka safngryfju fyrir ó- hróður um mjólkina og útmálar oft og mörgum sinnum, hvílík- ir amlóðar og kjánar bændurnir séu. Óhróðurssögurnar úr Al- þýðubláðinu eru svo laptar upp í Vísi. Afleiðingin af þessum skemmi- lega áróðri er sú, að fjöldi af fólki, sem ekki hefur yfir neinu að kvarta fyrir sitt leyti, fyllist heilagri vandlætingu og segir sem svo, að „úr því að öll dag- blöðin segja þetta, þá hlýtur eitthvað að vera hæft í því.“ — Þannig breiðast Gróusögurnar út um bæinn, aukast og vaxa Halldér Eiríksson, forst.|6ri; Reksfturskoslna ður Mjólkursamsölunnar Ein af ástæðum þeim, sem kommúnistar færa fyrir því, að sjálfsagt sé að svipta bændur umráðarétti yfir sölufélagi þeirra, Mjólkursamsölunni, er sú, að reksturskostnaður Samsöl- nnar sé óhæfilega hár, og að auðvelt sé að lækka hann til mikilla muna. Ekki gera komm- únistar þó tilraun til að finna þessum fullyrðingum sínum stað, enda vafalaust rétt athugað hjá þeim, að lítill stuðningur gœti það orðið málstað þeirra, að al- menningi gœfist tœkifœri til að átta sig á þessu atriði. Hér verður nú nokkuð frá þessu greint til glöggvuhar fyr- ir þá, sem hið rétta vilja vita í þessu máli, en ekki kunna að hafa haft tækifæri til að kynna sér það áður. Eins og reikningur Samsöl- unnar fyrir síðastl. ár ber með sér, námu öll rekstursútgjöld hennar það ár, að viðbættum kostnaði vegna vörumats, af- skriftum, svo og þeim kostnað- arliðum, sem tilfærðir eru í verðjöfrunarsjóðsreikningnum, sem næst 6,77% af vörusölunni. Af þessu nema greiðsiur fyrir vörumat, eftirlitsstarf og aðrar beinar kaupgreiðslur, rúmlega 4,8%, eins og sjá má af reikn- ingnum, og er um þær greiðslur það að segja, að þær hafa farið fram samkvæmt samningum við starfsfólkið eða stéttafélög þess, og mun því mega ætla að ekki sé það tilætlun kommúnista að þær verði verulega lækkaðar, nema þeir séu nú komnir á þá skoðun að lækka beri kaup- gjaldið í' landinu eða þá að starfsfólkið afkasti minni vinnu en vera ber, og séu því mögu- leikar á að fækka því. Sennilegra verður að telja, að það séu eftirstöðvar rekstursút- gjaldanna, — en þær nema sam- tals rétt rúmlega 1,9% af vöru- sölunni, — sem kommúnistar, með þessum dylgjum sínum, eru eins og snjóskriða í fjallshlíð. Skynsamt fólk ætti að skoða þennan áróður niður í kjölinn áöur en það tekur undir hann. að reyna að telja almenningi trú um, að auðvelt sé að lækka að verulegu leyti. Gjaldaliðir þeir, sem hér er um að ræða, og sem hver og einn getur sannfært sig um, sem reikninginn les, eru þessir: Húsaleigur, ljós, hiti og ræsting fyrir 23 búðir, heildsölustöð og skrifstofur Pappír, prentun og ritföng Símakostnaður Auglýsingar Umbúðapappír Reksturskostnaður 7 bifreiða Iðn-, bifreiða- og brunatrygg- ingar St j órnarkostnaður Endurskoðun Afskriftir Kostnaður vegna Mjólkursölu- nefndar og Mjólkurverðlags- nefndar, Aðgerðir á búðum o .fl. Það eru þá þessir gjaldaliðir Samsölunnar, sem numið hafa allir til samans, 1,9% af vöru- sölunni, en svo sem að framan er greint, nam allur reksturs- kostnaðurinn 6,77%. Til glöggvunar fyrir þá, sem þessum málum eru lítt kunnugir skulu hér, til samanburðar, greindar nokkrar nauðsynjavör- ur, og þá jafnframt hvað heim- ilað er að leggja á þær vegna kostnaðar við dreifingu þeirra: Kornvörur, kaffi og sykur 30% Niðursuðuvörur ........... 40% Þurrkaðir ávextir ........ 35% Vefnaðarvörur ...... 30—42% Búsáhöld .............. 26—42% Skófatnaður ........... 24—37% Rafmagnsvörur ...... 26—46% Fleiri vörur ætti ekki að vera þörf á að greina í þessu sam- bandi. En af því, sem hér hefur verið sagt, má öllum vera það ljóst, að það getur ekki verið dreifingarkostnaður Mjólkur- samsölunnar, sem orsakað hefir þessa árás kommúnista á bændastéttina. Þar hlýtur eitt- hvað annað og meira að liggja á bak við, enda munu fáir vera í vafa um að svo sé.

x

Bóndinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bóndinn
https://timarit.is/publication/1089

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.