Fréttablaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 16
13. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Flest okkar eiga sér þann draum að búa
í friðsælu, öruggu og réttlátu samfé-
lagi en hafa megnustu andstyggð á því
gróðabraski og þeirri sjálftöku sem hér
var látin viðgangast um árabil og virðist
raunar lítið lát vera á þrátt fyrir allar
vönduðu rannsóknarskýrslurnar og fögru
fyrirheitin. Þegar gróðinn verður mark-
mið í sjálfu sér og gróðafíknin tekur
völdin er fjandinn laus eins og alltof mörg
nýleg dæmi sanna. Þá bjagast fókusinn
gersamlega, menn missa sjónar á því sem
mestu skiptir, hugsa eingöngu um eigin
stundarhagsmuni. Ef samfélagið kemur
sér ekki saman um leik reglur og leiðir til
að stoppa þá af lenda þeir úti í móa fyrr
eða síðar, hrapa og taka því miður oft
marga með sér í fallinu eins og nýliðin
hrunsaga hefur sýnt okkur.
Orðabækur eru gullnámur tungunnar.
Dæmi. Samkvæmt Íslensku samheita-
orðabókinni eru samheitin við græðgi
þessi: afla, auðgast, ábatast, hafa ábata
af, hafa hag af, hafa upp úr krafsinu,
hagnast, maka/mata krókinn, vera í
gróða, verða ríkur, þéna; nurla saman;
lækna. Dásamlegt hvernig sögnin
„lækna“ rekur þarna lestina af stakri
hógværð, en hún er einmitt lykillinn
að þeirri hugarfarsbreytingu sem nú
þarf að eiga sér stað í íslensku samfé-
lagi. Mikilvægur þáttur í henni er að
reyna að hlusta hvert á annað, draga úr
þeim öskur apahætti sem hefur einkennt
umræður hér, vinna saman, tala saman,
slíðra sverðin, græða sárin.
„Betra er heilt en gróið,“ segir einn
þeirra gömlu málshátta sem gengnar
kynslóðir hafa látið okkur í té. Íslenskt
samfélag er verulega laskað og langt frá
því að vera heilt eftir kreppu, illindi og
átök undanfarinna ára. Við verðum að
læra af þeim myrkraverkum sem hér
voru framin og draga það fólk sem þau
framdi til ábyrgðar, en gæta þess jafn-
framt að efnahagskreppan verði ekki að
krónískri þjóðarsálarkreppu. Horfa til
birtunnar og gróandans sem vorið mun
færa okkur. Meginverkefnið sem bíður
okkar allra er því að græða íslenskt sam-
félag, á því græðum við öll.
Græðum
SAMFÉLAG
Friðrik
Rafnsson
þýðandi, í fj órða
sæti á framboðs-
lista Bjartrar
framtíðar í Reykja-
vík norður
➜ Við verðum að læra af þeim
myrkraverkum sem hér voru framin
og draga það fólk sem þau framdi
til ábyrgðar, en gæta þess jafnframt
að efnahagskreppan verði ekki að
krónískri þjóðarsálarkreppu.
U
m helgina urðu þau tímamót í starfi Kvennaat-
hvarfsins að það flutti í nýtt húsnæði sem er bæði
stærra og hentugra fyrir starfsemina en húsið
sem áður hýsti athvarfið.
Í húsinu sem flutt var úr um helgina voru
aðeins fjögur svefnherbergi en fyrir kom að í húsinu gistu
yfir 20 konur og börn. Raunveruleikinn hefur allt of oft
verið sá að dvalarkonur hafa ekki átt einkarými fyrir sig
og börn sín í athvarfinu. Þetta hafa konurnar gert sér að
góðu enda á kona sem leitað hefur í kvennaathvarf yfirleitt
ekki í önnur hús að venda. Sú raun ætti þó að vera næg að
yfirgefa heimili sitt vegna
ofbeldis þótt ekki bíði að deila
herbergi með vandalausum.
Fjölgun svefnherbergja
í Kvennaathvarfinu er því
gríðarleg bót því í nýja húsinu
ætti það að heyra til algerra
undantekninga að dvalar-
konur geti ekki hreiðrað um
sig í sérherbergi eða aðeins
með sínum börnum.
Öll önnur aðstaða batnar einnig. Baðherbergjum fjölgar og
hópastarf sem hefur verið á hrakhólum í þrengslum undan-
farinna ára fær samastað. Þá gefur augaleið að rýmri og
betri aðstaða bæði fyrir dvalarkonur og börn þeirra gerir
lífið í athvarfinu bærilegra. Þá ber að fagna sérstaklega að
aðgengi fyrir hreyfihamlaða er nú betra en áður hefur verið
í athvarfinu.
Sem fyrr stendur gjafa- og söfnunarfé undir kostnaði við
að bæta húsakost athvarfsins enda hefur Kvennaathvarfið
notið rausnar almennings allt frá stofnun þess fyrir rúmlega
30 árum. Ef þess stuðnings nyti ekki við væru aðstæður
Samtaka um kvennaathvarf til þess að bæta húsakostinn
mun erfiðari.
„En það er náttúrulega bölvuð vitleysa að byggja svona
hús, það hlýtur að vera hægt að gera þetta öðruvísi,“ er á
Facebook-síðu athvarfsins haft eftir einum smiðnum sem
vann að endurbótum nýja húsnæðisins.
Það er auðvitað hverju orði sannara. Það er dapurlegt að á
árinu 2013 skuli vera þörf fyrir risastórt hús fyrir konur og
börn sem þurfa að yfirgefa eigið heimili vegna ofbeldis sem
þau eru beitt af hálfu sinna nánustu.
Undirliggjandi markmið hlýtur jú alltaf að vera að „gera
þetta öðruvísi“, að einn góðan veðurdag verði með full-
kominni vissu hægt að leggja niður starfsemi kvenna-
athvarfa.
Sá dagur er hins vegar ekki alveg í augsýn. Um það vitnar
aðsókn í dvalar- og viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins.
Meðan svo er verður athvarfið að dafna, bæði þannig að hús-
næði þess svari kalli tímans og einnig sú starfsemi sem fram
fer innan veggjanna og miðar að því að styðja konur til lífs
án ofbeldis.
Tímamót í Kvennaathvarfinu:
Þangað til tak-
markinu er náð
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Þingmálið
Feneyjanefndin svokallaða skilaði
áliti sínu um stjórnarskrárfrumvarpið
okkar síðdegis í fyrradag. Það var
á ensku, sem þurfti ekki að koma
neinum á óvart. Strax bárust þau
boð frá Valgerði Bjarnadóttur,
formanni stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar, að álitið
skyldi ekki gert opinbert fyrr
en það hefði verið þýtt– af
því að fyrst þá mundi nefndin
fjalla um álitið; þingmálið
væri jú íslenska. Fyrir
þessari afstöðu voru
þó engin rök– alls ekki
nein, enda ekkert í
álitinu sem leynt þurfti
að fara, þótt ekki
væri nema í sólarhring. Þetta var því
ákvörðun sem byggði á engu, nema
ósjálfráðri hvöt til að fara leynt með
skjöl.
Þrýstingur RÚV
Það má telja nefndarformanninum
til tekna að hafa séð að sér upp
úr hádegi í gær og látið birta
álitið– óþýtt– á vef þingsins. Það
var hins vegar ekki gert fyrr en
fréttastofa RÚV hafði aflað sér
afrits af því og sagt upp úr því
fréttir. Til þess hefði ekki átt
að þurfa að koma.
Gerum eins og í Icesave
Það er með nokkrum ólíkindum að
hægt sé að leita í Icesave-málið eftir
góðri fyrirmynd að vinnubrögðum,
en í þessu samhengi má engu að
síður rifja upp að í ágúst 2008
ákváðu stjórnvöld að birta jafnóðum
á netinu öll gögn sem tengdust því
frumvarpi fjármálaráðherra um ríkis-
ábyrgð vegna Icesave-samninganna
sem þá lá fyrir, að undanskildum
nokkrum sem þóttu innihalda mjög
viðkvæmar trúnaðarupplýsingar.
Þetta mætti vera regla frekar en
undantekning. stigur@frettabladid.is