Fréttablaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 36
13. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 28 LEIKHÚS ★★ ★★★ Segðu mér satt Höfundur: Hávar Sigurjónsson. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikstjóri: Heiðar Sumarliðason. LEIKFÉLAGIÐ GEIRFUGL Í SAMVINNU VIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Á fimmtudagskvöld var frum- sýning á nýju verki eftir Hávar Sigurjónsson í Kúlunni. Þetta er samvinnuverkefni leikfélagsins Geirfugls og Þjóðleikhússins. Þegar komið er inn í leik- húsið birtist leikhúsið í verkinu, sem er baksviðs, eða í einhvers konar búningsherbergi leikhúss, sem maður gæti ímyndað sér að ætti eitthvað skylt við Molière. Hjónin Karl og Sigrún deila með sér þessari vistarveru og eins og í hásæti fyrir miðju hangir sonur þeirra í hjólastól; dressaður upp í hnébuxur og blúnduskyrtu með rauða kinnalitsdíla í andliti. Í fyrstu á maður kannski von á því að hann sé einhvers konar brúða en það breytist nú fljótt því hlut- verk hans verður eins og öxull verksins. Hjónin eru í upphafi verks komin í læsta stöðu í sínum samskiptum. Hann er greini- lega ekki með nein hlutverk þó hann spígspori um í rykföllnu höfuðs mannsdressi og það er svo sem ekki heldur víst að hún sé í neinum hlutverkum, þótt hún skipti um dívukjóla á tuttugu sek- úndna fresti. Hávar bregður hér upp mynd af fjölskyldu þar sem hlutverkin riðlast heldur betur. Barnið er miðaldra og yfir gefur aldrei foreldrana. Móðirin mis- býður barni sínu og faðirinn breytist í konu. Það var aldrei dauður punktur í sýningunni þó svo að hinar sífelldu endurtekningar verði svo- lítið tuggulegar. Litir og lýsingar, búningar og tónar voru mjög skemmtileg þó það hefði alveg verið óhætt að gefa reykvélinni frí, því fnykurinn af reyknum varð til þess eins að áreita áhorf- endur og hafði ekkert gildi fyrir listaverkið sem heild. Hins vegar var brugðið á það ráð að lýsa með grænum blæ þegar vitfirringin er að ná yfirhöndinni undir lokin. Það var mjög smart, ógnvekj- andi eins og talandi þöglumynd og ekki laust við að manni þætti sjálf Baby Jane í meðförum Bette Davis vera komin í þeim dára- tryllingi sem Ragnheiður Stein- dórsdóttir sýndi í lokin. Leikstjórinn Heiðar Sumar- liðason beitir mjög voguðum leik- stíl, sem er í senn pirrandi og heillandi. Það er víst óhætt að segja að Árni Pétur Guðjónsson kitlaði hláturstaugar áhorfenda í túlkun sinni á hinum lúpulega Karli. Sveinn Ólafur Gunnars- son átti einnig góða spretti í hlut- verki hins fatlaða manns sem um leið var eins og algert dekurbarn. Ragnheiður kom mjög vel til skila þeirri geislandi geggjun sem stig- magnaðist hjá leikkonunni Sig- rúnu. Hávar velur leikarafjöl- skyldu sem læsist inni í sinni eigin ranghugmynd um forna frægð. Þetta öngstræti sem þessi fjölskylda lendir í er svo sem yfir- færanleg á aðrar stéttir, en hér í stílfærðum og ýktum leikstíl er verið að metast um sýnileik- ann. Annars er það orðinn hálf- gerður kækur á íslensku leiksviði að skreyta verkin með tryllings- legum samfara- eða nauðgunar- senum. Það bætir litlu við verkið í þessu tilfelli. Segðu mér satt heitir verkið sem er ágætis titill á leikriti sem byggir á vef lyga en innihaldið hefði mátt vera umfangsmeira. Elísabet Brekkan NIÐURSTAÐA: Fjörug sýning um öngstræti samskipta en vantaði kjöt á beinin. Blúndur og púður í lokuðum heimi HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Tónleikar 19.30 Extreme Chill standa fyrir „off- venue“-kvöldi á tónlistarhátíðinni Sónar á skemmtistaðnum Volta. Extreme Chill hafa til margra ára kynnt Íslendinga fyrir framsækinni raftónlist. Frítt er inn á kvöldið þar sem margir af fremstu íslensku tónlistarmönnum senunnar koma fram. 21.00 Hljómsveitin Barr leikur á Café Rosenberg. Upplestur 18.00 Steingrímur J. Sigfússon les fyrsta Passíusálminn í Grafarvogskirkju í tilefni föstunnar. Dans 14.00 Síðdegisdans verður hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík Stangarhyl 4. Stjórnendur Matthildur og Jón Freyr. Tónlist 20.00 Tvíburasysturnar Jófríður og Ásthildur Ákadætur segja frá tónleika- ferð hljómsveitar sinnar, Pascal Pinon, til Japan og Kína á Stefnumótakaffi í Gerðubergi. Stelpurnar taka einnig með sér hljóðfæri og leika nokkra ljúfa tóna fyrir gesti. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Fyrirlestrar 20.00 Kristín Einarsdóttir þjóð fræð- ingur og Hlíf Gylfadóttir mannfræðingur halda hvor sinn fyrirlesturinn á fræðslu- kvöldi Íslenska vitafélagsins í Víkinni, Sjóminjasafni við Grandagarð. Fyrir- lestur Kristínar nefnist Í fjöruborðinu og fjallar um vættir og verur sem búa á mörkum lands og sjávar og tengsl þeirra við mennina. Sjóarinn og almættið nefnist erindi Hlífar og fjallar um hvernig sjómenn líta á yfirnáttúrulega hjálp og hvað veldur heppni að þeirra mati og siðum sem þeir stunduðu og stunda kannski enn til að treysta á vel- vild æðri máttarvalda við sjósóknina. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Sýningin Tengdó verður sýnd í kvöld og annað kvöld í Hofi á Akureyri. Sýningin, sem var frumsýnd í Borgarleikhúsinu fyrir tæpu ári, hlaut lof gagn- rýnenda og var valin sýning ársins á Grímunni, auk þess sem Valur Freyr Einarsson, höfundur verksins, var valinn leikskáld ársins og leikari sömuleiðis. Sýningum á Tengdó lauk fyrir fullu húsi síðastliðið vor en hófust aftur 7. febrúar. „Aðeins var mögulegt að koma við tveimur sýningum að þessu sinni þar sem nú þegar eru uppselt á þrjátíu sýningar í Borgarleik- húsinu. Við hlökkum mikið til að sýna sýninguna á Akureyri. Við vonum að norðanmenn taki vel á móti okkur og grípi tækifærið þar sem þetta er stutt stopp,“ segir Valur Freyr. Í Tengdó er sögð saga tengda- móður Vals Freys, en hún fjallar um leit ástandsbarns að föður sínum. Fylgst er með þrá barnsins til að kynnast uppruna sínum en um leið er horft gagnrýnum augum á íslenskt samfélag. Tengdó á Akureyri Verðlaunaleikrit sýnt tvisvar í Hofi . HOF Kristín Þóra Haraldsdóttir í hlutverki sínu í Tengdó. – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 29 07 0 2/ 13 15% afsláttur gildir út febrúar Mixtúrur og Paratabs Lægra verð í Lyfju MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.