Alþýðublaðið - 25.11.1919, Síða 4

Alþýðublaðið - 25.11.1919, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Xoii konungur. Eftir Uplon Sinclair. %3%ýir Raupenéur dlíþýóuBlaésins fa Bíaðié Jriít tií manaóamota. dlfgrQÍéslan er d JSaugaveg 12 <5$. cSíaéié má panta i sima 226. \ Vörur sínar eiga menn að kaupa í Kaupíélagi “Verkamanna. Laugaveg ðð A. Sími 7S8. (Frh.). „Það er gott, vinur minn, en gerðu mér nú aftur á móti þann greiða að segja engum frá þessu. Gamall maður, gráhærður og ein- fættur á þann beztan kostinn að drekkja sér, ef hann missir vinnu sína“. Hallur lofaði öllu því bezta og hélt af stað. Honum var nú tekið að batna eftir spörkin, og átti því hægra um gang. Snemma dags kom hann því ofan í dalinn. Þar sá hann bóndabæ framundan sér, það var eins og að koma alt í •einu til Ameríku á ný. IV. Hallur átti nú einnar viku flakk- ara reynzlu að baki sér. Hann hafði verið reglulegur flakkari — ekki með 10 dali saumaða inn í beltið, dali, sem svifta lífið öllum æflntýrablæ. Hann athugaði sjálfan sig vandlega, til þess að sjá hvort að hann væri enn þá líkur her- toga. Fyrri reyuzla hans hafði keut honum það, að hann gat með brosi sínu haft mikil áhrif á kouur, en skyldi það geta oiðið að nokkru liði, þegar blátt auga var einnig um að ræða? Sakir þess, að honum gafst eigi kostur á neinu betra, freistaði hann á- hrifanna á ýmsum eigi sem bezt útlítandi konum. Þetta bar svo ágætan ávöxt, að hann tók að •efast um það hvort heiðarleg vinna væri í raun og veru betri. Hann var hættur að syngja söngvana frá Harrigan-há'skólanum, en söug nú flakkaravísur, sem hann hafði einbverju sinni lært. ,Er nokkuð vit að vinna íyrst vífln eru til.* Nokkru síðar komst hann í kynni við tvo aðra flakkara, sem satu á járnbrautarhækkuninni og steiktu flesk á báli. Þeir buðu •hann velkominn, og er þeir höfðu heyrt sögu hans, þá tóku þeir hann í félag sitt og kendu honum siðu síua. Og brátt kyntist hann ■einum, sem verið hafði sómamað- ur og gat veitt honum allar þær upplýsingar, sem hann þuifti á að halda, þegar hann reyndi næst að fá sér námavinnu. Hann var nefndur hoilenzki Mikkel; hvernig á því stóð, sagði hann engum frá. Hann var svart- eygur, ægilegur sláni, og þegar tekið var að tala um námur og námuvinnu, þá var eins og opnuð væri flóðgátt, og út úr honum streymdi ægilegasta syndaflóð af blótsyrðum og bölbænum. Þeim skrípaleik hafði hann fengið nóg af. — Hallur, eða hver sem var af þessum bölvuðum þorskhaus- um, mátti svo sem gjarnan fara og reyna það sama og hann hafði fengið að kenna á. Slíkt vit mundi ekki geta haldist við ef eigi væri óteljandi' grúi af hreinustu bölv- uðum grasösnum í heiminum. Og hollenzki Mikkel tók að segja eina söguna annari ægilegri frá lífi námamannanna og særði einn námavörðinn af öðrum og dæmdi þá alla til þess að brenna um alla eilífð í heitasta eldi helvítis. „Eg ætlaði líka að vinna, þegar eg var ungur", sagði hann, ,en eg vaið brátt heill heilsu af þeirri pest.“ Heimurinn var í hans aug- um aðeins til þess skapaður, að kúga hann til vinnu, og alla þá vitsmunaneista, sem hann átti í eigu sinni, notaði hann til þess að spyrna á móti þeirri óhæfu. Hallur, sem sat við bálið, rétt hjá læknum, sem rann ofan í dalinn, skemti sér við að sanna hollenzka Mikkel það, að hann bakaði sér miklu meira erfiði við að komast hjá vinnu, heldur en þeir hefðu, sem störfuðu eitthvað. En það var flakkaranum sama um, þetta hafði hann tekið fyrir sig, og hann vildi leggja alt í sölurnar fyrir sannfæringu sína. Hann hafði jafnvel neitað að vinna, þegar hann átti að vinna þrælkunar- vinnu í hegningarskyni. Hann hafði verið lokaður inni í klefa og var nærri dauður af vatni því og brauði sem hann var látinn fá — en vinna vildi hann ekki. Ef allir hegðuðu sér eins, þá mundi brátt verða dalítið annað uppi á teningnum*, sagði hann. (Frh.). Stúlku vantar nú þegar að Gufunesi, yflr lengri eða skemri tíma. Eggert Jónsson, Bröttugötu 3. Sími 602. TII sölu nýleg verkmanna- stígvél með tækifærisverði. Til sýnis á afgreiðslu Alpýðublaðsins. „Madressur“ fyrirliggjandi í söðlasmíðabúðinni Laugaveg 18 B. Sími 646. JLaugayeg 43 B. Jóla- cg nýjárskort stórt og fjölbreytt úrval. Einnig afmælis- og fleiri tækifæriskort. Heilla* óskabréf. Yon á nýjum t.egundum innan skamms. Friöfinnur Guðjónsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Olafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.