Fréttablaðið - 02.04.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.04.2013, Blaðsíða 2
2. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 2013 Helgi, þarf að styrkja stíginn? „Já, ef það gengur upp.“ Helgi Gíslason er framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur en til stendur að lagfæra stíginn í Esjuhlíðum fáist til þess styrkur. Flokkur heimilanna var kynntur á blaðamannafundi í gær. Pétur Gunnlaugsson er formaður flokks- ins, en hann gekk úr Lýðræðis- vaktinni fyrir skemmstu. Inga Karen Ingólfsdóttir er varafor- maður. Átta hópar sameinast í Flokki heimilanna. Það eru Lýðveldis- f lokkur i nn , Samtök fu l l - veldissinna, áhugahópur um tján ingarfrelsi, Sjálfstæðir sjálf- stæðismenn, Þjóðarflokkurinn, áhugahópur úr Hagsmunasam- tökum heimilanna, áhugafólk um kjör aldraðra og öryrkja og fyrr- verandi félagar í Samstöðu. Þá munu Píratar, Dögun og Lýð- ræðisvaktin ekki bjóða fram sam- eiginlega til Alþingiskosninga í lok mánaðarins. „Stefnur og áherslumál flokk- anna eru að sumu leyti misjöfn og rétt þykir að halda sérkennum þeirra, sérstöðu og sjálfstæði til haga,“ stendur í tilkynningu frá framboðunum. Framboðin segjast þrátt fyrir þetta vera viljug til þess að starfa saman á nýju þingi að sameiginlegum stefnumálum þeirra, nái þau kjöri. - þeb Þrír smáflokkar sameinast ekki og Flokkur heimilanna var stofnaður í gær: Varð ekki úr kosningabandalagi LÖGREGLUFRÉTTIR Banaslys í Breiðdal Þriggja ára gömul stúlka lést þegar fjór- hjól sem hún var farþegi á valt af vegi í nánd við Skjöldólfsstaði í Breiðdal á sunnudag. Ökumaður hjólsins var fluttur á sjúkrahús í Neskaupstað til aðhlynningar en er ekki alvarlega slas- aður. Lögreglan á Eskifirði rannsakar nú málið en verst frekari fregna af því. FYRIR HEIMILIN Meðal frambjóðenda hjá Flokki heimilanna eru Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp Íslands, Halldór Gunnarsson prestur og Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á útvarpi Sögu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SLYS Útskrifaður af gjörgæslu Vélsleðamaður sem slasaðist alvarlega í slysi á Bíldsárskarði á Vaðlaheiði á páskadag er kominn af gjörgæsludeild. Maðurinn hlaut fjölda beinbrota og skemmdir á ósæð í slysinu og þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítal- anum. NOREGUR Helmingur Norðmanna vill að Erna Solberg, formaður norskra hægri manna, verði for- sætisráðherra Noregs. Jens Stol- tenberg forsætisráðherra nýtur stuðnings 43 prósenta þeirra sem þátt tóku í fylgiskönnun norska blaðsins Aftenposten. Solberg er vinsælust meðal þeirra sem eru 30 til 44 ára. Í fyrra naut Stoltenberg fylgis 51 prósents kvenna. Nú styðja 46 prósent norskra kvenna Stolten- berg. Solberg nýtur jafnmikils fylgis meðal kvenna. - ibs Stjórnmálafylgi í Noregi: Erna Solberg nýtur vinsælda MJANMAR, AP Fjögur ný dagblöð litu dagsins ljós í Mjanmar, einnig þekktu sem Burma, í gær en það er í fyrsta sinn síðan árið 1964 sem einkarekin dagblöð fá útgáfuleyfi í landinu. Stjórn landsins, með Thein Sein forseta í fararbroddi, afnam ritskoðun í landinu í fyrra og gáfu út leyfi fyrir einkarekna dagblaðaútgáfu frá og með 1. apríl. „Við höfum beðið eftir þessum degi í hálfa öld,“ sagði hinn 81 árs gamli Khin Maung Lay, ritstjóri dagblaðsins Golden Fresh Land sem kom út í 80 þúsund eintökum í gær og seldist upp. Nú þegar hafa sautján ný dagblöð fengið útgáfuleyfi í landinu og þykir þetta eitt af mörgum skrefum í átt að lýðræði í Mjanmar. - áp Dagblaðaútgáfa blómstrar í Mjanmar: Fjögur ný dagblöð komu út í gær MIKIL SALA Götusalan blómstraði í borginni Yangon í gær. Hálf öld er síðan einka- rekin dagblaðaútgáfa var bönnuð í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Um níu hundruð þúsund nemendur í Danmörku snúa ekki aftur í skólann í dag eftir páskafrí ef verkbann kennara í landinu tekur gildi. Bannið yrði það stærsta í sögu Danmerkur en um sextíu þúsund kennarar fá ekki að sinna starfi sínu frá og með deginum í dag. Það eru dönsk stjórnvöld sem standa fyrir banninu sem kenn- arar eru mjög ósáttir við og saka stjórnvöld um óbilgirni í sinn garð. Undan fari bannsins er harðar deilur milli stjórnvalda og kennara, meðal annars um vinnutímann. Vegna nýrra tillagna um endur- bætur á kennslustarfi er þess kraf- ist að kennarar eyði meiri tíma innan veggja skólans án þess að fá sérstaklega greitt fyrir. Stjórnvöld boðuðu bannið í lok febrúar en það er ótímabundið. Danskir vinnustaðir hafa margir hverjir gert ráðstafanir varðandi barnapössun fyrir starfsmenn sína en það er ljóst að fjölmargir þurfa að vera heima. Kennarar segjast ekki ætla að taka banninu þegjandi og hljóðalaust og boða til mótmæla víðs vegar um landið á morgun. - áp Danskir kennarar ósáttir við verkbann stjórnvalda sem tók gildi í gær: 900 þúsund nemendur heima BÖRNIN FÁ EKKI KENNSLU Margir vinnustaðir hafa gert ráðstafanir varð- andi barnapössun. LANDHELGISGÆSLAN Skip á leið í brotajárn í Belgíu með íslenskri áhöfn sökk í miklum stormi á leið sinni yfir Atlantshafið á föstudag- inn langa. Áhöfninni var bjargað með naumindum í togarann Cape Ballard sem hafði brotajárns- skipið, Cape Beaver í togi. Stöð 2 greindi frá þessu í gærkvöldi. Skipin voru á leið frá Kanada til Belgíu þar sem rífa átti Cape Beaver. Engin meiðsl urðu á fólki en Cape Ballard siglir nú til hafnar í Hafnarfirði. - bþh Aftakaveður á Atlantshafi: Íslenskir sjó- menn í lífsháska SPURNING DAGSINS FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU Vinstri græn boða til opinna stjórnmálafunda í kvöld kl. 20. Suðurkjördæmi – Flughótelinu í Reykjanesbæ með Steingrími J. Sigfússyni og Arndísi Soffíu Sigurðardóttur. Norðvesturkjördæmi – Gamla kaupfélaginu á Akranesi með Lilju Rafney Magnúsdóttur og Árna Þór Sigurðssyni. Rjúkandi kaffi og líflegar umræður. ÁRNI ÞÓR LILJA RAFNEYARNDÍS SOFFÍASTEINGRÍMUR ÞÉR ER BOÐIÐ á OPINN STJÓRNMÁLAFUND ALLIR VELKOMNIR MENNING „Þetta getur rennt stoðum undir þessa kenningu mína, en á hinn bóginn er allt eins líklegt að þessi fundur hafi nákvæmlega enga þýðingu í því samhengi. Það er ljóst að efniviðurinn var í landinu,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi alþingismaður og for- seti Skáksambands Íslands, um ein stakan fund í fjöru á Snæfells- nesi. Guðmundur hefur sett fram þá kenningu að elstu taflmenn heims með nútímaútlit, Lewis-taflmenn- irnir, séu íslenskir að uppruna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni fann Örn Erlendsson for- stjóri þrjá rostungshausa og stakar rostungstennur í fjörunni við sumar hús sitt í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi. Taflmennirnir fundust hins vegar árið 1831 á skosku eyjunni Lewis. Þeir eru flestir skornir úr rostungstönn og taldir gerðir á árabilinu 1150 til 1200. Lewis-taflmennirnir, eða list- munirnir sem margir telja rétt- nefni, eru sagðir vera dýr mætustu taflmenn sögunnar sem nú eru taldir meðal fimm merkustu forn- gripa í eigu Breska þjóðminja- safnsins. Lengi vel var því haldið fram að þeir hefðu verið gerðir í Þrándheimi. Sumir fræðimenn Breska þjóð- minjasafnsins telja ólíklegt að grip- irnir geti verið af íslenskum upp- runa, en vegleg bók um efnið kemur út seinna á þessu ári á vegum forn- leifafræðinga hjá Skoska þjóðminja- safninu, þar sem kenningu Guð- mundar er gert hátt undir höfði. Guðmundur hefur sett fram þá kenningu að taflmennirnir hafi verið gerðir í Skálholti, og nefnt í því sambandi sem mögulegan höfund Margréti hina högu, senni- lega fyrstu myndlistarkonu Íslands, og séu skornir úr rostungstönnum frá Grænlandi. Aðspurður segir Guðmundur að fundur eins og sá á Snæfellsnesi geti rennt stoðum undir það að efniviðurinn hafi verið til staðar, en aldursgreining mundi færa okkur nær sannleikanum. Að minnsta kosti sé ljóst að fundur sem þessi dragi ekki úr þeirri skoðun hans að rostungstennur hafi verið nýttar við útskurð og listsköpun á söguöld á Íslandi. svavar@frettabladid.is Hausafundur styrkir taflmannakenningu Fundur rostungshausa á Snæfellsnesi setur kenningu um uppruna hinna frægu Lewis-taflmanna í nýtt samhengi, en þeir eru skornir úr rostungstönnum. Sér- fræðingar Skoska þjóðminjasafnsins gefa út veglegt rit um taflmennina á árinu. TAFLMENN The New York Times, The Scotsman og Daily Telegraph eru meðal miðla sem hafa fjallað um kenningu Guðmundar, og sýnir það hversu frægir gripirnir eru. ROSTUNGSHAUS Einn af hausunum frá Snæfellsnesi þjónar sem stofustáss. MYND/ÖRN ERLENDSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.