Fréttablaðið - 02.04.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.04.2013, Blaðsíða 8
2. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Save the Children á Íslandi Biblían er án efa merkasta bók allra tíma. Hún var rituð á um það Fyrsti fyrirlesturinn þúsundum til mikillar blessunar öldum saman. Átta fyrirlestrar verða haldnir um spádóma Biblíunnar á Tími endurkomu Krists er í nánd 4. apr. Spádómar um framgang mannkynssögunnar frá 600 f.Kr. til enda tímans. 9. apr. Spádómar um fyrri komu Jesú Krists. 11. apr. Hvert er fagnaðarerindi Jesú Krists? 16. apr. Spádómar varðandi endurkomu Jesú Krists. 18. apr. Boðskapur upprisu Jesú Krists. 23. apr. Mannréttindum ógnað? 25. apr. Spádómur um hrun Sovétríkjanna. 30. apr. Loforð Biblíunnar um nýjan himinn, nýja jörð og eilíft líf. verður fluttur fimmtudaginn 4. apríl. Námskeið fyrir vinnuverndarfulltrúa (öryggisverði, - trúnaðarmenn og mannauðsstjóra) Vinnuvernd ehf. og Mannvit hf. standa fyrir námskeiði sem ætlað er vinnuverndarfulltrúum. Námskeiðið, sem stendur í tvo daga, fer fram í Reykjavík dagana 16. og 17. apríl milli kl. 8:30-15:30. Skráning fer fram á www.vinnuvernd.is Viðurkenndir þjónustuaðilar á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum. Superkaup.is Canon myndavélar á tilboði til kl. 24:00, 8. apríl. Takmarkað magn í boði. 2ja ára ábyrgð. Sendingarkostnaður innifalinn. Borgarís ehf S:5646700 STJÓRNSÝSLA Óhóflegar kröfur Umferðarstofu torvelda ein yrkjum á sviði bifvélavirkjunar að öðlast réttindi til að setja metanbúnað í bíla. Þetta segir Jón Jónsson bif- vélavirki sem ekki hefur fengið slík réttindi viðurkennd þrátt yfir að hafa setið og staðist tilskilið námskeið á bílgreinasviði Iðunnar fræðslu seturs fyrir rúmum tveimur árum. „Kennararnir sem kenndu okkur í Borgarholtsskóla sögðu okkur að eftir námskeiðið færum við á lista Umferðarstofu sem lög giltir metan- ísetningar- og viðgerðarmenn. En svo þegar á reynir eru kröfurnar svo miklar hjá Umferðarstofu að ekki er hægt að verða við þeim,“ segir Jón. Hann segir stranda á kröfu Umferðarstofu um að hann setji búnað í bíl og sérfræðingur þeirra taki út verkið að því loknu. „En á meðan ég er ekki á lista Umferðar- stofu selja hinir aðilarnir mér ekki metanbúnað. Þannig að þetta er mótsagnakennt hjá þeim.“ Við eftirgrennslan segist Jón hafa fengið þau svör hjá Umferðar- stofu að sérfræðingur stofnunar- innar, sem taka á út breytinguna hjá honum, sé ekki sérmenntaður í metanfræðum. „Og það nær ekki nokkurri átt að maður sem ekki hefur réttindi skuli banna mér að vinna við þessa hluti. Svona vit- lausar kröfur eru ekki til þess að flýta því að bílaflotanum verði hér breytt yfir í metan.“ Um leið segist Jón hafa spurt að því hvort viðlíka reglur ætti að setja um aðra viðkvæma öryggis- þætti í bílaviðgerðum, svo sem um bremsu- eða stýrisviðgerðir, en svo væri ekki. „En það væri alveg eins ástæða til að setja eins reglur um úttekt vegna svoleiðis verkefna. Annars er metanbúnaðurinn ekkert hættulegur í sjálfu sér. Maður þarf bara að vita einhver grunn atriði,“ segir Jón. Egill Örn Jóhannesson, bílgreina- kennari hjá Iðunni, segist sam- mála því að vinnubrögð Umferðar- stofu séu röng þegar kemur að því að viðurkenna réttindi til metan- breytinga. Vinnulagið sem viðhaft sé torveldi þeim sem ekki vinni nú þegar á sérhæfðum breytingaverk- stæðum fyrir metan að verða sér úti um réttindin. Dæmi Jóns sé ekki einsdæmi, en um þessar mundir láti annar bifvélavirki reyna á það sama eftir að hafa setið námskeið hjá Iðunni. „Þeir hjá Umferðarstofu hafa alltaf staðið á móti því að farið sé út í þessar breytingar því í ein- hverjum lögum segir að bannað sé að breyta eldsneytiskerfum bíla,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Telur Umferðarstofu gera óhóflegar kröfur Bifvélavirkjar sem vilja fá réttindi til metanbreytinga á bílum þurfa að fá uppá- skrift Umferðarstofu eftir að hafa breytt einum bíl. Erfiðlega gengur að ná í bún- aðinn sem þarf til breytinganna án réttindanna. Röng vinnubrögð, segir kennari. Á BREYTTAN BÍL Jón Jónsson bifvélavirki segist vilja auka veg metangass í ís lenskum samgöngum enda sé þjóðhagslegur ávinningur af því gífurlegur. Hann stendur í stappi við Umferðarstofu um réttindi til breytinga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Umferðarstofa segir misskilning að til þess að fá keyptan búnað til metan- breytinga þurfi viðkomandi að vera skráður á lista stofnunarinnar yfir ísetningaraðila sem uppfylla tilskilin skilyrði. Haldi einhver slíku fram sé það hvorki frá Umferðarstofu komið né hafi þeir starfsmenn stofnunar- innar sem hafa með málaflokkinn að gera haft nokkra afspurn af því að söluaðilar geri þess konar kröfur. Þeir sem hafa hug á að breyta bifreiðum þannig að þær gangi fyrir metangasi þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði Umferðarstofu: 1. Að starfsábyrgðartrygging sé í gildi. 2. Að upplýsingar um menntun séu fengnar Umferðarstofu í té. 3. Að viðkomandi hafi setið námskeið um hvernig ísetningu metans á að vera háttað og sé með staðfestingu þess efnis. 4. Að starfsstöð viðkomandi sé tekin út af fulltrúa Umferðarstofu. 5. Að fyrir liggi breytt bifreið sem nýtir metan sem orkugjafa. Þá bifreið er skylt að færa til breytingaskoðunar á skoðunarstöð í samræmi við 12. gr. reglugerðar nr. 8/2009 um skoðun ökutækja. Engar kvaðir vegna kaupa á búnaði TÍBET, AP Yfirvöld í Tíbet segja líkurnar á því að finna einhvern á lífi í gullnámunni í Tíbet mjög litlar. Jarðvegsskriða lokaði 83 námuverkamenn inni í námunni á föstudaginn langa. Nú þegar hafa tæplega 40 lík fundist. Hjálp var lengi að berast mönn- unum en stórvirkar vinnuvélar grafa nú grjót og aur frá mynni námunnar. Yfirvöld eiga enn eftir að rann- saka orsök skriðunnar en ríkis- fjölmiðlar í Kína segja hana vera náttúruhamfarir. - bþh Gullnámuverkamenn í Tíbet: Lífslíkurnar nánast engar LEITAÐ Björgunarsveitarmenn og hundar leituðu lífsmarks alla helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.