Fréttablaðið - 02.04.2013, Side 10

Fréttablaðið - 02.04.2013, Side 10
2. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Fundur ÖBÍ um kjör öryrkja verður haldinn laugardaginn 13. apríl frá kl. 14.00–16.30 á Hilton Reykjavík. Frambjóðendur munu svara spurningum. Sendu inn þína spurningu fyrir 3. apríl á www.obi.is. „... þingmaður og svarið er?“ H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, sími 528 44OO Einnig er hægt að hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. Hjálpum heima Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta aðstoð á Íslandi. Við hjálpum til sjálfshjálpar. LONDON, AP Breskum stjórn völdum hefur enn einu sinni mistekist að vísa hinum herskáa íslamska klerki Abu Qatada úr landi. Bresk yfirvöld hafa reynt að framselja hann til Jórd- aníu frá árinu 2011 en þar var hann sakfelldur fyrir skipulagningu á hryðju- verkum árin 1999 og 2000. Í nýjasta dómsmálinu vegna fram- salskröfunnar féllst breskur dómur á röksemdir verjanda Qatadas sem hélt því fram að skjólstæð- ingur sinn gæti orðið fyrir pyntingum í Jórdaníu. Qatada hefur verið lýst sem lykilmanni í hryðju- verkasamtökunum al-Kaída í Evrópu með tengsl við Osama bin Laden. Þá telja bresk stjórnvöld að hann hafi á sínum tíma verið í sambandi við Zacarias Moussaoui, sem tók þátt í skipulagn- ingu hryðjuverkaárásanna á Banda- ríkin 11. september 2011. - mþl Ekkert gengur að vísa Abu Qatada úr landi: Framsal klerks bannað ABU QUATADA SVÍÞJÓÐ Svíar geyma 18 milljarða sænskra króna í rúmdýnum sínum, eða rúmlega 340 milljarða íslenskra króna. Niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Forex bank sýna að sex af hverjum tíu Svíum varðveita reiðufé sitt heima. Alls geyma 30 prósent að minnsta kosti 1.000 sænskar krónur heima og tuttugasti hver geymir 20.000 sænskar krónur heima í stað þess að nýta sér þjón- ustu banka til þess að varðveita féð. Frekar heima en í banka: Milljarðar í rúmdýnum NORÐUR-KÓREA, AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa brugðist illa við heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna. Hótanir um beitingu kjarnavopna gegn sunnanmönnum og Bandaríkjunum heyrast nú nánast daglega að norðan. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kallaði þjóðþingið saman í gær og lýsti því yfir að nú væri allur máttur ríkisins settur í að smíða kjarnavopn og viðhalda efnahag landsins. Ástæðuna segir hann vera stærð herliðs Bandaríkjanna handan landa- mæranna í suðri. Stríðsgreinendur segja þó árás að norðan ólík- lega því harka Norður-Kóreu sé frekar bragð til að fá nýja ríkisstjórn í Suður-Kóreu til að beita mýkri aðgerðum gegn sér. Þá sé verið að reyna að hafa betur í diplómatískum viðræðum við Bandaríkin og festa nýjan og ungan leiðtoga Norður-Kóreu betur í sessi. Á laugardag tilkynntu stjórnvöld í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu, að stríðsástand ríkti í samskiptum ríkjanna á Kóreuskaga. Í tilkynningu frá ríkisfréttastofunni var sagt að allar ögranir á landamærum ríkjanna myndu nú leiða til átaka og beitingar kjarnavopna. Vopnahlé hefur ríkt milli ríkjanna tveggja í tæp 60 ár en Kóreustríðinu lauk um mitt ár 1953. Síðan hafa samskipti ríkjanna verið verulega stirð. Bandaríkjamenn hafa jafnframt haft fast herlið í Suður-Kóreu frá stríðslokum. - bþh Spennan á Kóreuskaga eykst er norðanmenn lýsa stríðsástandi milli ríkjanna: Allur máttur í smíði kjarnavopna LEIÐTOGINN Kim Jong-un greiðir eigin tillögu atkvæði í norðurkóreska þinginu á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.