Fréttablaðið - 13.06.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.06.2013, Blaðsíða 30
13. júní 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Átta ára drengur er að leik í frímínútum í skólan- um og fær þá hugmynd að príla upp á vegg sem skil- ur að skólalóð og kirkju- lóð. Drengurinn verður fyrir því óhappi að detta af veggnum úr tveggja metra hæð, hlýtur af því áverka og í kjölfarið varanlega örorku. Slysið á sér stað á skólatíma og sem betur fer er skólinn tryggður… eða hvað? Fær drengurinn greiddar skaðabætur? Svarið er nei. Skaðabótaréttur barna Atvikið sem lýst er hér að ofan átti sér raunverulega stað og nýverið var tryggingafélagið VÍS sýknað af bótakröfu þessa 8 ára drengs. For- eldrarnir töldu að skólanum hefði láðst að tryggja öryggi drengsins með því að setja ekki girðingu á vegginn og að ekki hefði verið haft nægilegt eftirlit með drengnum, sem leiddi til þess að hann varð fyrir tjóninu. Héraðsdómur Reykja- víkur féllst ekki á þá röksemda- færslu og segir m.a. í niðurstöðu dómsins að eftir því sem börn eld- ist minnki nauðsyn þess að fylgjast stöðugt með þeim og það gildi ekki síður um skólann. Einnig var vísað í vitnisburð móður þar sem hún upp- lýsti að drengurinn gengi gjarnan heim sjálfur úr skólanum og virð- ist niðurstaða dómsins m.a. byggja á þeirri staðreynd. Varð niðurstað- an því sú að drengnum var sjálfum gert að bera skaðann af tjóninu. Hverra hagsmunir eru hér í fyrir- rúmi? Slys á skólatíma Nemandi er samkvæmt grunnskóla- lögum á ábyrgð skólans meðan á daglegum starfstíma skólans stend- ur, þegar hann tekur þátt í skipu- lögðu skólastarfi innan skólans, á skólalóð eða í ferðum á vegum skól- ans. Miðað við fyrrnefndan dóm virðist þó einkum horft til stað- setningar barnsins og hegð- unar foreldra, þ.e. foreldrar drengsins treystu honum til að ganga heim úr skólanum. Eiga þá réttindi átta ára barns að grundvallast á því hvar þau eru nákvæm- lega staðsett og/eða hvaða ákvarðanir foreldrar þeirra taka? Hefði það breytt ein- hverju ef móðirin hefði staðhæft að drengurinn væri sóttur á hverjum degi? Hvað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og jafnan rétt barna? Er eðlilegt að ung börn geti borið skaða af tjóni eða jafn- vel orðið skaðabótaskyld? Hefur það ekkert að segja að slysið átti sér stað í frímínútum á skólatíma? Hvað um eftirlit á skólatíma? Hver ber í raun ábyrgð á börnum á skóla- tíma? Á Íslandi er skólaskylda frá 6 til 16 ára aldurs. Foreldrar hafa ekki val um að senda börn sín í grunnskóla, þeim ber að gera það. Eðlilega. En ber þá ekki skól- um og sveitarfélögum að fylgj- ast með börnunum á skólatíma og tryggja öryggi þeirra eftir fremsta megni? Vissulega. Þrátt fyrir þann almenna skilning virðist raunin vera sú að þessi ábyrgð sé túlkunar- atriði, a.m.k. ef litið er til niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Við niðurskurðinn 2008 var m.a. skorið verulega niður í gæslu í frí- mínútum. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að einelti á sér helst stað á skólagöngum og í frímínútum og einnig eru meiri líkur á að börn slasi sig í frjálsum leik við minna eftirlit. Samt sem áður er þetta látið viðgangast. Öryggi og aðbúnaður skólabarna Sveitarfélög bera ábyrgð á bún- aði grunnskóla, mati og eftirliti og ber skólum að tryggja nemend- um öryggi. Til er reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða (nr.942/2002) og ber sveitarfélögum að hlíta henni. Auk þess að hafa eftir lit með leiktækjum og leik- svæði er mikilvægt að merkja vel skólalóðina eða í það minnsta fræða börn um hvar mörkin liggja. Í ljósi ofangreindra atburða er ástæða til að skerpa betur á þessu í reglu- gerð og mikilvægt fyrir foreldra og foreldrafélög að sýna hér aðhald með því að óska eftir gögnum og upplýsingum, benda á það sem betur má fara og almennt fylgjast vel með. Þar sem ábyrgð skóla og tryggingar félaga virðist vera túlk- unaratriði og ábyrgð á skólatíma að einhverju leyti teygjanlegt hugtak er enn mikilvægara en áður að for- eldrar beiti þrýstingi. Í raun ætti að vera lágmarksviðmið í grunnskóla- lögum um ásættanlega gæslu – það er ekki til staðar. Sama gildir um leikskólana og ef við færum okkur yfir í frístundaheimilin þá er stað- an enn verri. Þar gilda í raun engin lög og reglur fyrir utan almenna skaðabótaábyrgð! Skóli án aðgreiningar Við uppkvaðningu dóma er horft til þess hvaða fordæmi eru gefin. Hvaða fordæmisgildi hefur umræddur dómur fyrir foreldra á Íslandi? Geta þeir ekki treyst því að skólinn beri ábyrgð á grunnskóla- börnum á skólatíma? Þurfa þeir að endurskoða sínar venjur með til- liti til réttarstöðu barnsins, svona ef óhapp skyldi eiga sér stað? Nú vinna íslensk menntayfirvöld eftir skólastefnunni „Skóli án aðgrein- ingar“ sem þýðir í raun skóli fyrir alla. Því fer fjölbreytt flóra grunn- skólabarna í frímínútur á degi hverjum og því enn mikilvægara að allur aðbúnaður og eftirlit sé eins og best verður á kosið, óháð atgervi barna og venjum foreldra. Hver ber ábyrgð á börnunum? Leiðtogar ESB hittust 22. maí síðastliðinn til að ræða verðmæta- sköpun í Evrópu í skuldavanda. Eitt af aðal- umræðuefnunum var skattaundan- skot og baráttan gegn svonefndum „skattaskjólum“. Skattaundan- skot verða einn- ig á dagskránni á fundi G8-ríkjanna 17.-18. júní. Á þessu sviði má líta til Norðurlanda sem eru fremst í heiminum í bar- áttunni gegn skattaundanskotum. „Skattaskjól“ er heitið á lönd- um þar sem ríkustu einstakling- ar heims geyma fjármuni sína til þess að komast hjá skattlagn- ingu í heimalandinu. Norðurlönd hafa síðan 2006 eflt starf sitt gegn skattaskjólum með árangri sem vekur eftirtekt. Hingað til hafa nor- rænar samningaviðræður haft í för með sér að náðst hafa samningar um skipti á upplýsingum um skatta- mál við meira en fjörutíu lönd. Endurheimt milljarða Samningarnir hafa haft í för með sér að löndin hafa endurheimt milljarða króna sem ekki hafa verið gefnir upp til skatts í viðkomandi löndum. Að auki hafa einstakling- ar og fyrirtæki í Noregi, Svíþjóð og Danmörku getað gefið upp til skatts fjármagn sem áður hefur verið svikið undan skatti, án refsingar. Þegar hefur milljarðaupphæðum verið skilað og trúlega munu upp- hæðirnar hækka til muna á næstu árum. Greiningar sýna að upplýsinga- skiptasamningarnir hafa haft í för með sér aukið fjárstreymi til nor- rænu ríkjanna frá útlöndum þar sem fjárfest er eða sparað. Stærsti ávinningurinn fyrir ríkissjóði er einnig forvarnargildi samning- anna. Niðurstaða þessa markvissa samstarfs er að Norðurlönd geta í framtíðinni komist hjá milljarða undanskotum. Norræna líkanið sýnir að það er hægt að berjast gegn skatta- undanskotum þegar stjórnvöld vinna saman þvert á landamæri. Lausnirnar finnast þegar skatta- yfirvöld í þjóðlöndunum líta ekki á hvert annað sem keppinauta og ekki er hugsað um að hagnast á annarra þjóða tapi. Gagnkvæmt traust hefur gert það mögulegt að stofna alþjóð- legan vinnuhóp sem berst gegn skattaundanskotum (NAIS) sem í eru fulltrúar skattayfirvalda í nor- rænu ríkjunum fimm. Norræna lík- anið gegn skatta undanskotum hefur vakið alþjóðlega athygli og áhuga hjá OECD. Í haust verður haldið málþing í Reykjavík þar sem nor- ræna líkanið verður frekar til umfjöllunar. Samstarf Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands, Íslands auk Færeyja, Grænlands og Álandseyja er einstakt í heimunum og baráttan gegn skattaskjólum sýnir að sam- starfið skilar árangri sem er einnig einstakur. Fremst í heiminum í baráttunni gegn skattaundanskotum SAMFÉLAG Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla FJÁRMÁL Dagfi nn Høybråten framkvæmdastjóri Norrænu ráðherra- nefndarinnar ➜ Hefur það ekkert að segja að slysið átti sér stað í frímínútum á skólatíma? ➜ Samningarnir hafa haft í för með sér að löndin hafa endurheimt milljarða króna sem ekki hafa verið gefnir upp til skatts í viðkomandi löndum. ford.is Ford Fiesta Trend 5 dyra, 1,0i bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 99 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Ford Fiesta Titanium 5 dyra, 1,6i bensín 105 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 138 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. BEINSKIPTUR FRÁ SJÁLFSKIPTUR FRÁ FORD FIESTA 2.390.000 KR. 3.090.000 KR. KOMDU OG PRÓFAÐU SJÁLFSAG T MÁL! NÝR FOR D FIESTA VILT’ANN SJÁLFSK IPTAN? MEST SELDA SMÁBÍL Í HEIMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.