Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2013, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 13.06.2013, Qupperneq 60
13. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 Gamanmyndin The Internship var frumsýnd í vikunni. Það eru þeir Vince Vaughn og Owen Wil- son sem fara með aðalhlutverkin en þeir léku einnig saman í gaman- myndinni Wedding Crashers sem kom út árið 2005. The Internship fjallar um félagana Billy og Nick sem eru reknir úr störfum sínum sem sölumenn og þurfa að hugsa sér til hreyfings. Billy, sem leik- inn er af Vince Vaughn, sækir um lærlingsstöðu hjá Google fyrir þá félagana þrátt fyrir að hafa nán- ast enga kunnáttu á nútímatækni. Þeir eru ráðnir í störfin og eyða sumrinu í liðakeppni með öðrum lærlingum, þar sem liðin keppast um að sigra og tryggja sér þar með stöðu hjá tölvurisanum. Það er kanadísk-bandaríski leik- stjórinn Shawn Adam Levy sem leikstýrir myndinni en hann hefur meðal annars leikstýrt gaman- myndunum Big Fat Liar, Just Married, Cheaper by the Dozen, Night at the Museum og Date Night. Kvikmyndir leikstjórans hafa samanlagt velt um tveimur milljörðum dala og myndir hans fallið í góðan jarðveg. Margar spennandi myndir eru væntan- legar með þeim Wilson og Vaughn í burðarhlutverkum. Í lok árs er von á framhaldi kvikmyndar- innar The Anchor man, en þar fer Vaughn með hlutverk frétta- pésans Wes Mantooth, erkióvinar Rons Burgundy sem leikinn er af Will Ferrell. Owen Wilson er með margt í pípunum en þar ber eflaust hæst að nefna framhald myndar- innar um Derek Zoolander, þar sem Wilson fer með hlutverk karl- fyrirsætunnar Hansel. Grínmynd um Google Gamanleikararnir Vince Vaughn og Owen Wilson fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Internship sem frumsýnd var í vikunni. SÆKJA UM HJÁ GOOGLE Þeir Owen Wilson og Vince Vaughn fara með hlutverk þeirra Billys og Nicks sem sækja um lærlings- stöðu hjá tölvurisanum Google. Sú mýta hefur lengi loðað við Hollywood að þegar leikkonur skríða yfir 35 ára aldurinn fari hlutverkunum fækkandi. Tímaritið „The Hollywood Reporter“ fjallaði um efnið í vikunni og segir að nú sé annað uppi á teningnum. Á síðasta ári voru níu af tíu launahæstu leikkonunum í Hollywood 37 ára eða eldri, en þar má telja þær Söndru Bullock, Meryl Streep og Angelinu Jolie. Bent er á að handritshöfundarnir Tina Fey, Amy Poehler, Sarah Polley, Mindy Kaling, Lena Dunham og Kristen Wiig, sem bæði skrifaði og lék aðalhlutverkið í hinni stór- skemmtilegu Bridesma- ids, skrifi kvenhlutverkin eftir sínu eigin höfði og ekki eftir því hvort leik- konurnar teljast kyn- verur eða ekki. Einnig er talað um að lýtaað- gerðir hljóti að hafa sitt að segja, en sumar leikkonur í Hollywood taka varla útlits- breytingum svo árum skiptir sökum botox-aðgerða. Fertugar leikkonur með yfi rburði Eru valdar í hlutverkin fram yfi r þær yngri. YFIRBURÐIR Níu af tíu launahæstu leikkonunum í Hollywood árið 2012 voru 37 ára eða eldri. ➜ The Internship velti rúmlega 2 milljörðum fyrstu sýningarhelgina. Henry Cavill verður sífellt vin- sælli í Hollywood. Cavill fer með hlutverk Supermans í stórmynd- inni Man of Steel sem frumsýnd verður hér á landi í næstu viku. Leikarinn fetar í fótspor þeirra Georges Reeves, Christophers Reeve og Brandons Routh sem allir hafa farið með hlutverk Clarks Kent. Hinn breski Cavill hefur hingað til aðeins birst í litlum hlutverkum í kvikmynd- um en það var í sjónvarpsþátt- unum The Tudors sem Cavill hóf að vekja athygli. Það eru engir nýgræðingar sem leika við hlið Cavills í Man of Steel, en þar má nefna þau Amy Adams og Russell Crowe, Michael Shannon, Kevin Costner og Diane Lane. Vonir bundnar við Henry Cavill MYNDARLEGUR Henry Cavill fer með hlutverk Clarks Kent í kvikmyndinni Man of Steel sem frumsýnd er í næstu viku. Michael Bay leikstýrir hasarmynd- inni Pain & Gain sem frumsýnd var á dögunum, en myndin er byggð á sannri sögu sem kom út árið 1999. Kvikmyndin segir frá þremur lík- amsræktarfrömuðum sem flækja sig í mannrán og fjárkúgun þar sem allt fer úrskeiðis. Það er stór- leikarinn Mark Wahlberg sem fer með aðalhlutverkið en hann leik- ur Daniel Lugo, fyrrverandi fanga sem vinnur í líkamsræktarstöðinni Sun Gym ásamt besta vini sínum, Adrian, sem leikinn er af Anthony Mackie. Í líkamsræktarstöðina mætir hinn forríki og spillti við- skiptajöfur Victor Kershaw. Þeir Daniel og Adrian eru tilbúnir að gera allt til að láta drauma sína ræt- ast og þegar þeim stendur til boða að fremja mannrán til að koma sér áfram í heiminum hika þeir ekki. Þeir leggja á ráðin um að ræna Kershaw en eins og svo margoft áður fara hlutirnir ekki á réttan veg. Leikstjórinn Michael Bay er þekkt- ur fyrir að senda frá sér stórmyndir, stútfullar af tæknibrellum, og leik- stýrði meðal annars Arma geddon, Pearl Harbor og Transformers- myndunum sem allar skiluðu gríðar- legum hagnaði. Það verður því spennandi að sjá hvort Pain & Gain muni gera slíkt hið sama. Hasar og spilling Michael Bay sendir frá sér enn einn hasarinn. Kvikmyndin Pain & Gain byggir á sannri sögu. LEGGJA Á RÁÐIN Þeir Dwayne Johnson, Mark Wahlberg og Anthony Mackie fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni Pain & Gain. Mýrin Kringlunni • Mýrin Hafnarbúðum Geirsgötu Úrval sumarkjóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.