Fréttablaðið - 31.07.2013, Blaðsíða 6
31. júlí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvað heitir stjórnmálafl okkur ný-
nasista í Grikklandi?
2. Hvað heitir kvikmynd Baltasars
Kormáks sem hann var að frumsýna?
3. Hvaða íslenski knattspyrnumaður
ætlar að spila með bandaríska lands-
liðinu frekar en því íslenska?
SVÖR:
1. Gyllt dögun. 2. 2 Guns. 3. Aron Jóhanns-
son.
VEISTU SVARIÐ?
LANDBÚNAÐUR „Það er ekki verið
að tala um að skjóta álftina stjórn-
laust heldur að menn hafi leyfi til
að verja sína akra,“ segir Eiríkur
Egilsson, bóndi á Seljavöllum
og formaður Búnaðarsambands
Austur- Skaftfellinga sem vill
heimild til að skjóta álftir sem
leggjast á olíurepjuakra.
„Þær hlífa engu þessar álftir.
Kornrækt er til dæmis aflögð í
Lóni út af álftum,“ segir Eiríkur
sem kveður fimm bændur í
Nesjum nú vera með samtals
sautján hektara undir í olíurepju-
ræktun í tilraunaskyni.
Að sögn Eiríks lofar ræktunin
góðu. Menn vonist til að sala á
matarolíu úr repjunni standi
undir tilkostnaðinum. Eftir sitja
bændur með hratið sem nota
megi í skepnufóður í stað innflutts
fóðurs.
„En það er til lítils að vera
að kosta hundruðum þúsunda á
hverju vori og heilmikilli vinnu
í þessa ræktun ef fuglinn má
svo bara koma og hirða þetta allt
saman,“ segir Eiríkur. Álftin sé
miklum mun ágengari en gæsir
og erfitt að fæla hana í burt. Geld-
fuglinn, sem eðli málsins sam-
kvæmt verpir ekki, sé stærsta
vandamálið.
Eiríkur segir eina álft éta á
við kind með tvö lömb. „Hvaða
bóndi halda menn að væri með 50
til 100 tvílembur í korn akrinum
eða repjuakrinum hjá sér?“ spyr
Eiríkur og bendir einnig á að mikil
mengun fylgi skítnum frá álftinni.
„Það er varla skófært um túnin.“
Hornafjörður styrkir tilrauna-
ræk t u n i n a me ð repju n a .
Búnaðarsambandið vill nú að
sveitar félagið beiti sér til að fá
umhverfisráðuneytið til að veita
undanþágu frá eitt hundrað ára
gömlum lögum um friðun álftar-
innar.
„Það er alveg sama hversu
margar ályktanir og samþykktir
hafa verið gerðar á hverjum
fundinum á fætur öðrum. Það
hefur ekki fengist ein einasta
undanþága á landinu til að skjóta
þessar álftir,“ segir Eiríkur. Hann
vonast til að staðan breytist með
atbeina sveitarfélagsins.
„Ljósið í myrkrinu er að það
er kominn nýr ráðherra. Ég
gæti trúað því að hann hefði
betri skilning á þessu heldur en
fyrrverandi ráðherra. Það er
munur á hvort menn sjá þetta
í túninu hjá sjálfum sér eða á
Tjörninni í Reykjavík,“ segir
Eiríkur Egilsson. gar@frettabladid.is
Bændur fái að skjóta
álftir á repjuökrum
Bændur sem eiga repjuakra við Hornafjörð segja ræktuninni sjálfhætt fáist ekki
undanþága frá umhverfisráðuneyti til að skjóta álftir sem leggist á akra. Búnað ar-
samband Austur-Skaftafellssýslu vill að sveitarfélagið styðji undanþágumsókn.
EIRÍKUR EGILSSON
Bóndinn á Selja-
völlum segir álftina
fara úr repjuökrum
í önnur beitarlönd
þegar plantan nær
þeirri hæð að trufla
fuglinn í flugtaki.
MYND/ÓLAFUR EGGERTSSON
ÁLFTIR Á AKRI Eiríkur Egilsson segir álftum hafa fjölgað gríðarlega síðustu tuttugu
árin. MYND/STÖÐ 2
Álftin var friðuð 1913, ekki vegna
þess að hún væri í útrýmingar-
hættu, heldur vegna þess að hún
þótti fagur og tignarlegur fugl.
Þetta segir í áliti nefndar sem
fjallaði um friðunina á þingi:
„Svanurinn er hin mesta prýði
í íslensku fuglalífi, nytjar hans
munu mestar í fjaðratöku og þær
nytjar vaxa við friðunina, nytjar á
drápi fuglsins sjálfs eru svo litlar,
að þeirra vegna verður friðunin
að teljast fyllilega rjettmæt. Þess
ber og að geta, að sje svanurinn
friðaður, mun hann verða spakari
og algengari, verða víðar til yndis
og prýði.“
Til yndis og prýði
konur sem vilja styrkja sig
og líða betur.
Skráðu þig núna
í síma 560 1010 eða á
mottaka@heilsuborg.is
Vertu með
Reykjavík
Skútuvogur 1
Sími 562 4011
Akureyri
Draupnisgata 2
Sími 460 0800
Reyðarfjörður
Nesbraut 9
Sími 470 2020
Glæsileg
Gorenje
6 kg þvottavél
Tilboðsverð
99.900 kr.
Gorenje W6423 • LED-skjár • Sjálfhreinsibúnaður • Sparnaðarkerfi
17 mínútna hraðþvottur • „My favorite“-kerfi • Stórt hurðarop, 34 cm
Einstaklega hljóðlát • Orkunýtni A+++ • 5 ára ábyrgð
PI
PA
R\
TB
W
A
·
S
ÍA
·
1
32
19
4
Þær hlífa engu
þessar álftir
Eiríkur Egilsson,
bóndi á Seljavöllum
DANMÖRK Ahmed Akkari, fyrrum talsmaður
trúfélags múslíma sem var í fararbroddi þeirra
sem úthrópuðu birtingu Jótlandspósts ins á skop-
myndum af spámanninum Mú hameð árið 2005,
hefur nú skipt um skoðun og sér eftir orðum
sínum og gjörðum.
Í samtali við BT í gær varaði hann meðal ann-
ars við öfgasinnuðum trúbræðrum sínum, sem
hann telur ógna dönsku samfélagi.
Akkari, sem fór meðal annars ásamt öðrum
forsvarsmönnum danskra múslíma í ferð til
Mið-Austurlanda til að þrýsta á að dönsk yfir-
völd bæðust afsökunar á birtingu myndanna. Í
dag segir hann að sú ferð hafi verið misráðin.
„Allt þetta ferli og þær hugmyndir sem
bjuggu að baki mínum viðbrögðum voru rang-
ar. Þær byggja á fastmótaðri heimsmynd. Ég
bið alla um að hugsa sig um ef svipað mál
kemur upp síðar.“
Allt frá birtingu myndanna á sínum tíma
hafa þær verið notaðar sem átylla fyrir voða-
verk gegn Jótlandspóstinum og starfsfólki mið-
ilsins og ekki síst skopteiknaranum sjálfum,
Kurt Westergaard. Meðal annars réðist maður
inn á heimili hans fyrir rúmum þremur árum.
Fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar PET
telur meðal annars að álíka ógn gæti nú vofað
yfir Akkari í kjölfar yfirlýsinga hans. - þj
Fyrrum talsmaður danskra múslíma varar við öfgasinnuðum trúbræðrum sínum:
Sér eftir múhameðsmyndaviðbrögðum
EFTIRSJÁ Ahmed Akkari, sem hér er lengst til vinstri,
sér eftir því að hafa úthrópað birtingu skopmyndanna
af Múhameð spámanni. NORDICPHOTOS/AFP