Fréttablaðið - 31.07.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 31.07.2013, Blaðsíða 40
31. júlí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 28 Kvikmyndin Only God Forgives var forsýnd í Laugarás bíó á mánudagskvöld. Fjöldi fólks sótti sýninguna og hélt Þórir Snær Sigurjónsson, fram- leiðandi myndarinnar, stutta tölu áður en sýning hófst. Leikstjórinn, Daninn Nicolas Winding Refn, kastaði einnig kveðju á mannskapinn í gegnum síma, en hann var staddur í Los Angeles. Kvikmyndin skartar Ryan Gosling, Kristin Scott Thomas og Vithaya Pansringarm í aðalhlutverkum. - sm Leikstjórinn hringdi frá LA á forsýningu Kvikmyndin Only God Forgives var forsýnd í Laugarásbíó á mánudagskvöld. GÓÐIR GESTIR Arnþrúður Dögg Sigurðardóttir og Rebekka Jóhannsdóttir voru á meðal gesta. GLAÐLEG Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, mætti á sýninguna ásamt Svanborgu. LEIKARAPAR Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors voru á meðal gesta. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON MEÐ SNARL Í HENDI Orri Freyr Rúnars- son og Jóhann Már Helgason fengu sér snarl fyrir sýninguna. KÁTIR Ágúst Bent Sigbertsson ásamt vini sínum. FJÖLMIÐLAMENN Frosti Logason, Þorkell Máni Pétursson og Sigmar Vilhjálmsson voru kátir. Í SÓLSKINSSKAPI Helga Lind Mar og María Rut Kristins- dóttir voru glaðlegar á að líta. Hún greip fram í fyrir kynninum, mótmælti og hló ekki að bröndurunum hans. Hún sló hann út af laginu og hálf- partinn gerði lítið úr innleggjum hans. Var í það minnsta mjög ósammála. Ég sat í áhorfenda skaranum og hugsaði hneyksluð: „Ógeðslega er hún góð með sig!“ KONAN sem vakti þessi viðbrögð mín er raunar frábær rithöfundur sem hefur náð langt. Og í miðri hugsun laust ann- arri í huga mér. Hvað ef þetta hefði verið karlmaður? Mér finnst alltaf ljótt að grípa fram í og ég held því alls ekki fram að það sé siður karlmanna. Ég er bara ekki viss um að ég hefði tekið eftir neinu athuga- verðu ef rithöfundurinn hefði verið karl- kyns. En þarna sat ég og dæmdi kynsyst- ur mína fyrir að standa á skoðunum sínum. Og skammaðist mín ofan í tær. ÉG er flinkari að „photo-shoppa“ en flestir karlkyns vinir mínir. Ég er líka með tölvumál og tækni betur á hreinu en velflestir þeirra. Engin ástæða er til að metast um það, en ef aldrei á reynir munu allir gera ráð fyrir að því sé öfugt farið. Jafnvel ég. „SAKLAUS uns sekt er sönnuð“ er sagt í laga umhverfinu. Í samfélaginu virðist hið sambærilega gilda, að strákurinn sé klárari uns stelpan sannar sig. Í gegnum skólagönguna sat ég gjarnan á mér þegar kennarar báðu strákana um aðstoð með „tölvu vesen“. Stundum gátu þeir hjálpað, stundum ekki. Ég vissi oft nákvæmlega hvað var að. Svo fór ég að efast. Kennarinn hringdi nefnilega frekar í „tölvukarlinn“ en að spyrja hvort einhver stelpa gæti hjálpað. Og með tímanum fara stelpurnar að gera það sjálfar. Þetta síast inn. STELPUR geta alveg lært að forrita, setja upp internet og heimasíður. Margar kunna það meira að segja vel. Þær eru bara sjald- an beðnar um það. OG stelpur grípa ekki fram í, þær mót- mæla ekki og þær hlæja að bröndurum strákanna. Þannig er það og það er viður- kennt. Mér líður meira að segja illa yfir að skrifa um þetta, af ótta við að einhver hugsi: „ógeðslega er hún góð með sig.“ Ógeðslega góð með sig BAKÞANKAR Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS ONLY GOD FORGIVES 6, 8, 10 STRUMPARNIR 2 3.50, 6 3D STRUMPARNIR 2 3.50 2D GROWN UPS 2 6, 8 R.I.P.D. 8, 10 3D SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3.50 2D THE HEAT 10.10 -Empire 5% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK ROGER EBERT CHICAGO SUN-TIMES SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 - 8 STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 STRUMPARNIR 3D ÓENS. TAL TEXT. KL. 5.40 - 10.20 WOLVERINE 3D KL. 8 - 10.40 WOLVERINE 3D LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 GROWN UPS 2 KL. 8 - 10.20 Í Á ÓSKR MSLA H SK LINN 3DÍ SL. TAL KL. 3.20 - 5.40 SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 2D ÍSL. TAL KL. 3.20 RIPD3D KL. 10.30 THE HEAT KL. 8 STRUMPARNIR 2D/3D ÍSL. TAL KL. 5.40 ONLY GOD FORGIVES KL. 8 - 10.10 WOLVERINE 3D KL. 8 - 10.40 GROWN UPS 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20 RIPD 2D KL. 8 THE HEAT KL. 5.30 THIS IS THE END KL. 10.10 STRUMPARNIR 3D KL. 6 ONLY GOD FORGIVES KL. 8 - 10 WOLVERINE 3D KL. 10 GROWN UPS 2 KL. 6 - 8 -T.V. BÍÓVEFURINN/VIKAN -T.V., S&H - BÍÓVEFURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.