Fréttablaðið - 21.01.2014, Qupperneq 6
21. janúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
LANDBÚNAÐUR Staða kartöflu-
bænda hér á landi er erfið og
hefur verið um nokkra hríð, aðal-
lega vegna lágs verðs og upp-
skerubrests vegna veðurs. Berg-
vin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og
formaður Félags kartöflubænda,
segir bændum hafa fækkað veru-
lega síðustu ár og það sé órétt-
látt að á meðan ríkið niðurgreiði
mjólkurframleiðslu sé ekkert
gert fyrir kartöflubændur.
Haraldur Benediktsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, vakti
máls á stöðu greinarinnar í
umræðum um landbúnaðarafurð-
ir á þingi í síðustu viku. Þar sagði
Haraldur að búgreinin sem slík
væri að komast á „válista“ vegna
uppskerubrests og langvarandi
lágra verða.
Bergvin segir að sú mynd sem
þarna var dregin upp sé nærri
lagi. Samkvæmt nýjustu tölum
eru 32 kartöflubændur á landinu,
en fyrir rúmum áratug voru þeir
um 200 talsins. Það verður þó
vart mikil fækkun í þessum hópi
á næstunni, að sögn Bergvins, þar
sem flestir þeirra sem enn eru í
framleiðslu myndu missa allt sitt
ævistarf við að hætta rekstri.
Bergvin segir að verðið til
bænda hafi verið svo lágt um
árabil að framleiðslan hafi ekki
skilað nægum tekjum. „Og svo
koma þessi ár með þessum áföll-
um,“ bætir hann við og á þar við
uppskerubresti vegna veðurs síð-
ustu ár.
Verð til bænda er ákvarðað með
samningum milli bænda og kaup-
enda, en Bergvin segir að síðustu
ár hafi kaupendur ráðið ferðinni
nærri einhliða, þó bændur hafi
mætt aðeins meiri skilningi síð-
ustu eitt eða tvö ár. Hann segir
að kílóverð til bænda hafi jafnan
verið um 30 til 40 krónum undir
því sem þurfi til að koma rekstri
kartöflubúa í eðlilegt horf. Það
var lengi um 40 til 50 krónur og
fór upp í 70, en á sama tíma tvö-
faldaðist verð á áburði. Núna er
verðið þó að þokast upp undir 100
krónur á kíló, en Bergvin segir
það engu að síður svo lágt að það
hamli framþróun.
„Menn hafa ekki getað byggt
nýjar geymslur, endurnýjað tól
eða tæki eða fylgt tímanum í
þessu. Þannig að það er ekki
ofsagt að stéttin sé að komast á
válista.“
Varðandi hvað ríkið geti gert
til að koma til móts við kart-
öflubændur segist Bergvin
hafa stungið upp á styrkjum til
nýbygginga og fjárfestinga. Þær
uppástungur hafi þó ekki hlotið
mikinn hljómgrunn.
„Ég sótti um styrk til Fram-
leiðnisjóðs í fyrra vegna kaupa á
nýrri tegund af arfaeyðingarvél
sem gerir öll lyf óþörf, en þeir
harðneituðu að styrkja það. Vélin
kom þó mjög vel út í sumar og mér
finnst ég sjá framtíð í því þó að
þeir geri það ekki hjá Framleiðni-
sjóði.“
Bergvin segist hafa bent land-
búnaðarráðherra á að það kosti
um það bil það sama að framleiða
eitt kíló af kartöflum og einn lítra
af mjólk, en misjöfnu sé þó saman
að líkja í þeim efnum.
„Þeir styrkja mjólkurbændur
með beingreiðslum um næstum
helming af þeirri upphæð sem
þeir fá frá samlögunum. Okkur
finnst það óréttlátt að bú sem
framleiðir mjólk í svipuðum tonn-
afjölda og við gerum af kartöflum
skuli fá ríkisstyrk sem nemur
hærri upphæð en það sem við
fáum fyrir okkar vöru.“
thorgils@frettabladid.is
Kartöfluframleiðslan skilar
bændum ekki nægum tekjum
Kartöflubændum hefur fækkað mikið síðasta áratuginn þar sem nú eru aðeins 32 eftir af um 200. Formaður
Félags kartöflubænda kennir veðri og lágu verði um, en segir líka að óréttlæti ríki í styrkjakerfi ríkisins.
Slæm veðrátta hefur valdið miklum búsifjum hjá kartöflubændum,
sérstaklega á síðasta ári þar sem uppskeran var innan við 7.000 tonn af
kartöflum, miðað við tæp 10.000 tonn árið 2012 og um 12.500 tonn árið
2010.
„Þetta hefur verið sorgarsaga síðustu árin, bæði í Þykkvabænum og
hér norðanlands, en Hornfirðingarnir hafa sloppið,“ segir Bergvin. „Hér
norðanlands hafa það verið köld vor og léleg sumur, en fyrir sunnan hafa
það verið frostnætur og svo vatnsviðrið síðasta sumar, þar sem sást varla
til sólar og ekkert spratt.“
Válynd veður valda uppskerubresti
ÚTI Í HAGA Bergvin Jóhannsson á Áshóli í Grýtubakkahreppi segir uppskerubrest
vegna veðurs síðustu ár og lágt verð til bænda hafa gengið nærri stétt kartöflu-
bænda. MYND/HEIÐA.IS
VIÐSKIPTI Þingsályktunartillaga
um fríverslunarsamninginn milli
Íslands og Kína verður að öllum lík-
indum tekin til annarrar umræðu á
Alþingi seinni hluta þessarar viku,
að sögn Birgis Ármannssonar, for-
manns utanríkismálanefndar.
Nefndin afgreiddi málið fyrir jól,
með fyrirvörum frá nefndarmönn-
um Bjartrar framtíðar og Vinstri
grænna, en Birgitta Jónsdóttir,
sem er áheyrnarfulltrúi frá Píröt-
um, bókaði mótmæli vegna stöðu
mannréttindamála í Kína. Það var
ýmsum umsagnaraðilum hugleik-
ið, auk bágra aðstæðna kínversks
verkafólks, sem fulltrúar ASÍ og
BSRB töldu ástæðu til höfnunar.
Birgir segir meirihluta nefndar-
innar hafa lagt til að hann yrði sam-
þykktur, „þó með þeirri áherslu að
tækifæri til að ræða mannréttinda-
mál í Kína verði notuð“.
Eftir aðra umræðu ætti málinu að
verða lokið, en eftir það hefst full-
gildingarferli hjá utanríkisráðu-
neytinu sem Birgir á ekki von á að
taki langan tíma. - þj
Þingsályktunartillaga um fríverslunarsamning til annarrar umræðu á þingi:
Ræða Kínasamning í vikunni
UNDIRRITUN Samningurinn var undir-
ritaður í fyrra en bíður staðfestingar á
Alþingi.
HÓPFERÐABÍLL Sumar götur eru taldar
ófærar rútum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
UMFERÐARMÁL Skipulagsráð
Reykjavíkur hefur samþykkt að
hámarkslengd hópbifreiða verði
takmörkuð við átta metra á tiltekn-
um svæðum í miðborginni.
„Þröngar götur miðborgar eru
margar ófærar stórum hópbif-
reiðum,“ segir í tillögu samgöngu-
stjóra borgarinnar sem skipulags-
ráðið samþykkti.
„Það er umhugsunarefni hve rík
áhersla er lögð á að sækja farþega
heim að dyrum á gististöðum hér
í borginni. Með auknum fjölda
ferðamanna er mikilvægt að nýta
almenningssamgöngur meir til að
flytja ferðafólk um borgina,“ segir
samgöngustjóri. - gar
Nýjar reglur í miðborginni:
Bann á rútur
yfir 8 metrum
BRETLAND Kennarar við 130
virta einkaskóla í Bretlandi hafa
gerst sekir um barnaníð, að því
er breska dagblaðið The Times
skýrir frá.
Alls hafa kennarar við 62
einkaskóla hlotið dóm fyrir
kynferðisbrot gegn samtals 277
nemendum. Þá hafa kennarar
við tuttugu aðra skóla hlotið dóm
fyrir að hafa verið með barna-
klám í fórum sínum.
Þetta eru virtir skólar á borð
við Eton og Marlborough. Marg-
ir af helstu ráðamönnum Bret-
lands hafa stundað nám við
þessa skóla. - gb
Einkaskólar rannsakaðir:
Kennarar sekir
um barnaníð
1. Hvaða starfsemi er talin ógna
öryggi ráðhússins á Dalvík?
2. Í hvaða á hófst hlaup í fyrradag?
3. Hversu hátt hlutfall nýnema í
Lögregluskóla ríkisins er konur?
SVÖR:
1. Gullsmíðaverkstæði. 2. Skaftá.
3. Tæplega 67 prósent.
VIÐSKIPTI Drykkjarvöruframleið-
andinn Anheuser-Busch InBev
NV (ABI) hefur keypt stærsta
bruggfyrirtæki Suður-Kóreu,
Oriental Brewery, fyrir 5,8 millj-
arða dollara, um 675 milljónir
íslenskra króna. Frá þessu er
greint á vef Bloomberg.
ABI, sem er stærsti bjór-
framleiðandi heims, seldi sama
fyrirtækið árið 2009 fyrir 1,8
milljarða dollara. Sala á bjór í
Suður-Kóreu hefur aukist tals-
vert síðan þá. - hg
Anheuser-Busch til Asíu:
Fjárfestir í bjór
frá Suður-Kóreu
VEISTU SVARIÐ?
Okkur finnst það
óréttlátt að bú sem fram-
leiðir mjólk í svipuðum
tonnafjölda og við gerum
af kartöflum skuli fá ríkis-
styrk sem nemur hærri
upphæð en það sem við
fáum fyrir okkar vöru.
Bergvin Jóhannsson
formaður Félags kartöflubænda