Fréttablaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 14
21. janúar 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Skólamál eru einn mikilvægasti mála-
flokkur stjórnmálanna og geta skipt
sköpum fyrir velferð og hagsæld sam-
félagsins. Verulegu fjármagni er varið
til menntamála, einkum þeirra skóla-
stiga sem eru á forræði sveitarfélaga.
Í leikskólum og grunnskólum er unnið
gott starf, sem birtist í jákvæðum við-
horfum nemenda og forelda. En mikl-
ar áskoranir felast í brotthvarfi nem-
enda úr framhaldsskólum, háu hlutfalli
drengja sem ekki nýtur sín í skóla, fjöl-
breytileika nemendahópsins og óviðun-
andi starfskjörum kennara.
Umræða um þessi atriði hefur staðið
árum saman en árangur lætur á sér
standa – kannski vegna þess að við
hlustum ekki nægilega vel á fagfólkið
sem vinnur verkin.
Forgangsverkefni
Ný PISA-könnun sýnir að staða íslenskra
nemenda hefur versnað í undirstöðu-
greinum, einkum á landsbyggðinni. Í
Reykjavík er árangur nemenda í stærð-
fræði yfir meðaltali Norðurlanda en
undir í lestri og náttúrufræði. Sérstak-
lega hallar þar á drengi sem rímar við
nýlegar niðurstöður um að 30% drengja
geti ekki lesið sér til gagns við lok
grunnskóla. Afleiðingarnar eru afdrifa-
ríkar fyrir ungt fólk á leið út í lífið. Það
verður að vera forgangsverkefni að efla
læsi og lesskilning allra barna og beita
þeim aðferðum sem skila árangri.
Leið til jafnaðar
Ég er jafnaðarmaður og trúi því að sam-
félaginu farnist best ef allir hafa jöfn
tækifæri til að láta drauma sína rætast.
Það er krefjandi markmið en leiðin að
því liggur um menntakerfið, þar getum
við og eigum að nesta börnin okkar fyrir
framtíðina. Það eru ekki önnur tækifæri
til að leggja grunninn.
Árangur mun á endanum ráðast af því
að stjórnvöld og fagfólk í skólum vinni
saman að mótun markmiða og aðgerða,
þar með talið um hvernig megi auka veg
og virðingu kennarastarfsins. Ég er til-
búinn að leggja mitt af mörkum við að
mynda slíka breiðfylkingu.
Ég býð mig fram í flokksvali Samfylk-
ingarinnar 7.-8. febrúar, ekki síst til að
beita mér í þessum mikilvæga mála-
flokki.
Fylkjum liði í menntamálum
MENNTUN
Skúli Helgason
fv. alþingismaður
➜ Árangur mun á endanum ráðast
af því að stjórnvöld og fagfólk í
skólum vinni saman að mótun
markmiða og aðgerða…
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins
með glæsilegt forskot á keppinautana.
Meðallestur Fréttablaðsins í
aldurshópnum 25-54 ára er 73%
á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra
sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið
fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga
vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
Aftur til upprunans
Umræðan um 50 milljarða frímarkið
á bankaskatt tók enn eina slaufuna
í gær þegar í ljós kom, eftir fund í
efnahags- og viðskiptanefnd, að þessi
upphæð varð ekki til í meðförum
fjármálaráðuneytisins, eins og Frosti
Sigurjónsson, formaður nefndar-
innar, hafði haldið fram, heldur
einmitt hjá Frosta sjálfum og
meirihluta nefndarinnar.
Ógeð eður ei?
Enn er því haldið fram að upp-
hæðin hafi ekki verið sett á til
að hygla MP banka um-
fram önnur fyrirtæki,
vegna tengsla nú-
verandi og fyrrver-
andi forsvarsmanna
bankans við ríkisstjórnina og það má
vel vera rétt. Hins vegar er ekki skrítið,
miðað við þá snúninga sem málið
hefur tekið síðustu daga, að fólk spyrji
spurninga. Svör frá meirihlutanum
hafa verið ónákvæm eða röng og því
sjálfsagt að fá nákvæmlega allt upp á
borðið til að taka af öll tvímæli. Það
er ekki „ógeðfelld pólitík“.
Hverjir eru nasistarnir?
Stóra Austurríkismálinu lauk
í bili í gær með sameiginlegri
yfirlýsingu HSÍ, Austurríkismanna
og Evrópska handknattleiks-
sambandsins þar
sem meðal
annars var
undirstrikað
að rasismi
og pólitík ættu ekki heima í umfjöllun
um alþjóðleg íþróttamót. Eitt slær
mann sérstaklega í yfirlýsingunni, en
það er sú trú Austurríkismanna að
samlíking Björns Braga Arnarssonar
milli sigurs Íslands og innlimunar
Þýskalands á Austurríki árið 1938
„endurspegli ekki skoðun
íslensku þjóðarinnar“. Það
er líka vonandi, því að þetta
bull er fyrst og fremst sagn-
fræðilega ónákvæmt, þar
sem sárafáum var „slátrað“
þegar Þjóðverjar innlimuðu
Austurríki árið 1938. Þess
utan er móðgunin
mest við íslenska
liðið sem var líkt
við nasista.
thorgils@frettabladid.is
F
arsinn í kringum frískuldamark bankaskattsins er
vandræðalegur fyrir stjórnarmeirihlutann á Alþingi.
Enginn virðist vita almennilega hvernig eigi að rökstyðja
50 milljarða viðmið, sem sett var inn í lög um skattinn
að tillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, eða
hvaðan tillagan um þessa upphæð kom. Málið er sennilega fremur
til marks um hefðbundið íslenzkt fúsk í lagasetningu en eitthvert
spillingarhneyksli. Það breytir því ekki að það er vont.
Þegar frumvarpið um bankaskatt kom fram báðu sparisjóðirnir
um að þeim yrði hlíft við skatt-
inum með því að skuldir undir
þremur milljörðum króna yrðu
undanþegnar honum. Straumur
fjárfestingabanki vildi láta
milda áhrifin á sig og lagði til sjö
milljarða. Einhverra hluta vegna
varð lendingin 50 milljarðar, sem
ekkert fjármálafyrirtæki lagði
til. Á vefsíðunni Andríki var bent á að það frískuldamark þýddi
að MP banki slyppi við áhrif skattsins að miklu leyti, en hann
skuldaði í haust um 57 milljarða króna.
Síðan hefur verið bent á náin tengsl milli stjórnenda MP banka
og forystumanna í stjórnarliðinu. Það er ekki þar með sagt að þau
tengsl hafi skipt nokkru máli þegar ákvörðunin um frískulda-
markið var tekin, en það er eðlilegt að spurt sé. Ef stjórnvöld
hefðu málefnaleg svör og vandaðan rökstuðning á reiðum höndum
væri auðvelt að blása alla tortryggni og efasemdir út af borðinu.
Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Enginn hefur svörin á
reiðum höndum, heldur bendir hver á annan.
Vandræðalegust er framganga Frosta Sigurjónssonar, for-
manns viðskipta- og efnahagsnefndar. Hann byrjaði á að segja að
færa mætti rök fyrir því að MP banki hefði átt að sleppa alveg við
skattinn af því að hann hefði ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu.
Það var augljóslega röng fullyrðing – MP banki átti til dæmis sinn
þátt í ástarbréfaviðskiptunum svokölluðu – enda dró Frosti hana
til baka í Fréttablaðinu á laugardag og sagðist bara ekkert vita
hvaðan honum hefði komið þessi hugdetta. Svo er það önnur saga
að það er hæpin forsenda fyrir skattlagningu að ætla að refsa
sumum bönkum fyrir að hafa valdið tjóni en öðrum ekki.
Frosti hélt því líka fram til að byrja með að 50 milljarða talan
hefði komið frá fjármálaráðuneytinu, en hann vissi ekkert um það
hvernig hún væri fundin út. Þessu hafnaði Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra um helgina, svo og fulltrúar ráðuneytisins sem
mættu á fund þingnefndarinnar í gærmorgun. Nú viðurkennir
Frosti að talan hafi komið frá nefndarmeirihlutanum, en hann veit
ennþá ekki hvernig hún var rökstudd.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, samþykkti 50
milljarða markið í nefndinni og lýsti meira að segja ánægju með
það í nefndaráliti. Samt hefur hann farið fram á fundi til að fá að
vita hvaðan tillagan um það kom og hvernig talan var fundin út.
Átti hann ekki að vita það? Eiga þingmenn ekki almennt að vita
hvernig það sem þeir samþykkja og lýsa ánægju með er rökstutt?
Ísland er lítið land. Það er ekki alls ekki alltaf réttlætanlegt
að gera tengsl tortryggileg, jafnvel þótt fyrirtæki undir stjórn
manna sem eru nátengdir stjórnvöldum græði á ákvörðunum
þeirra síðarnefndu. En þá þurfa ákvarðanirnar líka að vera
gegnsæjar, málefnalegar og rökstuddar. Það vantar verulega
upp á það í þessu máli – og það gerir það tortryggilegt, hvort sem
stjórnmálamönnunum líkar það betur eða verr.
Hvaðan kom tillagan og hvernig var hún rökstudd?
Bankaskattsfúsk