Fréttablaðið - 21.01.2014, Síða 8
21. janúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
LOKSINS
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
0
9
2
3
BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000
GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar
/ Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080
SIG AÐ TAKA
BÍLALÁN
uthentic Renault Clio A – Verð: 2.440.000 kr.
Bensín, beinskiptur / 4,7 l/100 km*
Innborgun 60% / Gamli bíllinn þinn og eða reiðufé: 1.464.000 kr.
NÚLLVEXTIR BL: 976.000 kr. til 36 mánaða.
Vaxtalaus afborgun: 27.111 kr. á mán.
Dacia Duster 4WD PLUS – Verð 3.990.000 kr.
Subaru XV 4WD – Verð 5.390.000 kr.
Dísil, beinskiptur með extra lágum gír / 5,3 l/100 km*
Innborgun 60% / Gamli bíllinn þinn og eða reiðufé: 2.394.000 kr.
NÚLLVEXTIR BL: 1.596.000 kr. til 36 mánaða.
Vaxtalaus afborgun: 44.333 kr. á mán.
Sjálfskiptur, bensín / 6,6 l/100 km*
Innborgun 60% / Gamli bíllinn þinn og eða reiðufé: 3.234.000 kr.
NÚLLVEXTIR BL: 2.156.000 kr. til 36 mánaða.
Vaxtalaus afborgun: 59.888 kr. á mán.
HAFÐU SAMBAND VIÐ SÖLUMENN Í SÍMA 525 8000 EÐA SENDU
OKKUR FYRIRSPURN Á bl@bl.is. NÁNARI UPPLÝSINGAR UM
NÚLLVEXTI BL ER AÐ FINNA Á www.bl.is
*M
ið
að
v
ið
u
pp
ge
fn
ar
tö
lu
r f
ra
m
le
ið
an
da
u
m
e
ld
sn
ey
tis
no
tk
un
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tr
i.
/
N
úl
lv
ex
tir
B
L
gi
ld
a
ek
ki
m
eð
ö
ðr
um
ti
lb
oð
um
.
Með nýju núllvaxtaláni BL getur þú fengið allt að 40% af verði bílsins að
lá in vaxtalaust it l la lt að 36 mán ða a. E ngir vex it r, engin verðtrygging, enginn
þinglýsingarkostnaður og e kkert smátt letur. S em s agt, e ngin ó vissa og þ að
sem meira er – þú ekur um á nýjum bíl í fullri ábyrgð. Farðu á bl.is og kynntu
þér frábæran möguleika til að kaupa nýjan bíl.
ÚN LLVEXTIR BL – loksins bílalán sem gæti borgað sig að taka.
EFNAHAGSMÁL Ísland er úti í kuld-
anum á alþjóðlegum fjármála-
mörkuðum á meðan peningar
streyma aftur til annarra landa
sem urðu illa úti í alþjóðlegu fjár-
málakreppunni.
Á þetta er bent í nýrri umfjöll-
un International Financing Review
(IFS). Staða Íslands er borin
saman við Írland, Portúgal og
Grikkland. Hér er þróunin rakin
til stjórnarskiptanna og ósveigj-
anleika stjórnvalda í viðræðum við
kröfuhafa föllnu bankanna.
„Fyrir um ári virtist sem þíða
væri komin í deilu Íslands og
kröfuhafa og samkomulag talið
á næsta leiti,“ segir í umfjöllun
IFS. „En kjör Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar, formanns Fram-
sóknarflokksins, sem forsætisráð-
herra með popúlísku loforði um að
lækka húsnæðisskuldir fólks, að
hluta með því að leggja afturvirk-
an skatt á eignir föllnu bankanna,
hefur blásið hita í deiluna á ný.“
Bent er á að frá því að ný rík-
isstjórn tók hér við völdum hafi
vextir á fimm ára skuldabréf rík-
isins farið úr 4,1% í 6,4% fyrr í
þessum mánuði. „Á sama tíma
hafa sambærileg kjör á írska rík-
ispappíra náð nýju lágmarki á evr-
usvæðinu frá því að Írland sneri
aftur á fjármálamarkaði með 1,8%
vöxtum. Og fimm ára vextir Portú-
gals, sem einnig hefur sótt sér fé
á markaði á ný, hafa farið niður í
3,8%.“
Í umfjöllun IFR er staðan sögð
hafa verið afar vænleg fyrir Ísland
fyrir tveimur árum. Þá hafi land-
ið lokið efnahagsáætlun sinni með
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á undan
áætlun og snúið aftur á alþjóðleg-
an verðbréfamarkað með vexti
á milljarð dollara skuldabréf til
fimm ára sem ekki voru nema
fimm prósent, auk þess sem Ice-
save-deilan hafi verið að baki.
Katrín Ólafsdóttir, lektor í hag-
fræði við viðskiptadeild Háskól-
ans í Reykjavík, segir erfitt að
fullyrða um hvaða þættir hafi
áhrif á kjörin sem ríkinu bjóðast
í skuldabréfaútgáfu erlendis. Lík-
lega hafi öll óvissa mest áhrif í
þeim efnum.
„Vissulega er óvissa tengd þess-
ari aðgerð að skattleggja þrotabú
bankanna, sumir telja þá leið færa
og aðrir ekki,“ bendir hún á. Eins
kunni að spila inn í áhyggjur af því
að fyrirhuguð skuldaniðurfelling
lengi í gjaldeyrishöftunum. „Þann-
ig að mögulega er verið að horfa til
þess líka.“ olikr@frettabladid.is
Ísland úti í kuldanum
á fjármálamörkuðum
Óvissa vegna hnúts sem er á deilu íslenskra stjórnvalda og kröfuhafa föllnu bank-
anna um uppgjör kann að rýra kjör þau sem ríkinu bjóðast í erlendri skuldabréfa-
útgáfu. Meðan vextir á bréf Íra og Portúgala lækka hafa vaxtakjör Íslands versnað.
Í frétt IFS er einnig frá því greint að fulltrúar kröfuhafa bankanna reyni hvað
þeir geti að draga stjórnvöld á Íslandi að samningaborðinu og hafi lagt fram
tilboð um gjaldeyrisskipti í tengslum við uppgjör þrotabúanna. Barry Russell,
lögmaður og meðeigandi lögmannsstofunnar Binham McCuthcen, og Matt
Hinds, lögmaður og meðeigandi Talbot Hughes McKillop, sem unnið hafi
fyrir kröfuhafa, eru sagðir langþreyttir á erfiðum samskiptum við stjórnvöld.
Báðir telja samkomulag hljóta að vera allra hag. Hvorugur hefur þó fengið
boð um að ræða tilboð kröfuhafa, hvorki frá Seðlabanka né fjármálaráðherra.
„Við höfum sem stendur engin svör fengið,“ hefur IFS eftir Hinds.
Stjórnvöld svara ekki kröfuhöfum
FRÉTTAVEFUR IFR Fjallað um Ísland á www.ifre.com. Í fréttinni kvarta kröfuhafar
undan því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svari ekki tilboði þeirra. Þá segir
að stefna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hafi blásið í glæður
deilu við kröfuhafa. MYND/SKJÁSKOT
Vissulega
er óvissa
tengd þessari
aðgerð að
skattleggja
þrotabú
bankanna,
sumir telja þá leið færa og
aðrir ekki.
Katrín Ólafsdóttir lektor við viðskipta-
fræðideild Háskólans í Reykjavík
ALÞINGI Frosti Sigurjónsson, for-
maður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis, segir ekki með
öllu ljóst hver hafi fyrst komið
fram með þá hugmynd að frí-
skuldamark bankaskatts yrði
fimmtíu milljarðar króna.
Frosti sagði eftir fund nefnd-
arinnar í gær að þessi tala hefði
orðið til í óformlegum samskipt-
um nefndarinnar og fjármála-
ráðuneytisins.
„Já, það er alveg ljóst að nefnd-
armeirihluti í nefndinni biður
fjármálaráðuneytið um
tölu sem nær því mark-
miði að undanskilja minni
bankastofnanir þessum
skatti og gerir það með
ákveðnum rökum. Við
sjáum ekkert að þessari
tölu. Við reiknum bara
með að þetta sé ágætis
slumptala,“ sagði Frosti.
Áður höfðu fulltrúar
ráðuneytisins hafnað því
að upphæðin hefði komið frá ráðu-
neytinu.
„Það er auðvitað mjög
mikilvægt að við fáum
að vita það þannig að við
sjáum skýrt hverjar eru
hinar efnislegu forsend-
ur fyrir þessu frískulda-
marki, sérstaklega í ljósi
þeirra miklu tengsla sem
eru á milli MP Banka
og forystumanna ríkis-
stjórnarinnar,“ sagði
Árni Páll Árnason, for-
maður Samfylkingarinnar.
- hh
Formaður þingnefndar segir tilurð upphæðar skattleysismarka enn óljósa:
Vísar í óformleg samskipti
FROSTI
SIGURJÓNSSON
DÓMSMÁL Mál Baldurs Guðlaugs-
sonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra,
mun ekki njóta brautargengis fyrir
Mannréttindadómstóli Evrópu. Mál-
inu var vísað frá dómstólnum í gær.
Þetta staðfestir lögmaður Bald-
urs, Karl Axelsson hæstaréttarlög-
maður. Hann segir að málinu sé þar
með lokið.
Forsaga málsins er sú að Baldur
var ákærður fyrir innherjasvik og
brot í opinberu starfi fyrir að hafa
nýtt sér innherjaupplýsingar við
sölu á hlutabréfum í Landsbank-
anum 17. og 18. september 2008.
Baldur sat þá í samráðs-
hópi íslenskra stjórn-
valda um fjármálastöð-
ugleika og var einnig
ráðuneytisstjóri í fjár-
málaráðuneytinu.
Baldur var bæði sak-
felldur í héraði og að
lokum í Hæsta-
rétti árið
2012
fyrir
inn-
herjasvik og brot í opinberu starfi.
Dómurinn þótti umdeildur og
lýsti Baldur yfir miklum von-
brigðum á sínum tíma vegna
niðurstöðunnar.
Baldur kærði málið til Mann-
réttindadómstólsins í ársbyrjun
2012, en dómstóllinn hefur nú
vísað málinu frá. - js
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur ekki fyrir mál Baldurs Guðlaugssonar:
Máli Baldurs vísað frá dómi
BALDUR GUÐLAUGS-
SON Mál Baldurs mun
ekki njóta brautargengis
fyrir Mannréttindadóm-
stólnum.