Fréttablaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 16
21. janúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16
Athyglisvert viðtal við
Ólaf Örn Haraldsson, for-
seta Ferðafélags Íslands,
birtist í fréttablaðinu þann
29. nóvember síðastliðinn.
Tilefni viðtalsins var und-
angengin umfjöllun í fjöl-
miðlum um slakt ástand
í Landmannalaugum og
gönguleiðum á Laugaveg-
inum svokallaða. Umfjöll-
un sú sem vitnað er til var
einkar þörf og með ágætum. Þó
vantaði í hana aðeins nýrri upp-
lýsingar um hvað hefur verið gert
í lagfæringum á göngustígum
á síðustu tveimur árum, meðal
annars á gönguleiðinni frá skála
Ferðafélagsins Útivistar, yfir
Fimmvörðuháls og að Skógum. Í
góðu samstarfi hafa Útivist, Vinir
Þórsmerkur og Skógrækt ríkis-
ins unnið með sjálfboðaliðum og
í sjálfboðaliðastarfi að viðgerð og
endurbótum á stígum á þeirri leið
með ágætum árangri. En betur má
ef duga skal og verður því verk-
efni haldið áfram og þá í anda þess
sem Útivist og fleiri hafa alltaf
staðið fyrir; með sjálfboðavinnu.
Auk þess hefur Útivist staðið að
verndar- og uppgræðslustarfi í
samvinnu við Landgræðsluna og
Vegagerðina í Þórsmörk, en það er
önnur saga. En aftur að viðtalinu
við forseta FÍ.
Ferðafélag Íslands býr við sér-
stöðu á Laugaveginum, vinsælustu
og fjölförnustu gönguleið á hálendi
Íslands. FÍ hefur í dag eitt félaga
afnot af Landmannalaugasvæð-
inu öllu, síðan á félagið alla skála á
leiðinni; í Hrafntinnuskeri, Álfta-
vatni og í Emstrum. Félagið hefur
notið þessarar sérstöðu um langt
skeið, byggt skála og haft af allri
aðstöðu tekjur. Hvað átroðning
varðar hefur það verið öllum ljóst
að átroðningurinn undanfarin ár
hefur verið langt umfram
það sem æskilegt er. Enda
bera ummerkin þess vitni.
Því er það ljóst að alla
umferð á svæðinu, bæði
innkomu í Landmannalaug-
ar og umferð á Laugaveg-
inum, þarf að hugsa upp á
nýtt og endurskipuleggja.
Takmarka þarf þann fjölda
sem kemur inn á svæðið
og það þarf kröftugt átak
til að lagfæra það sem ekki hefur
nægilega vel verið hlúð að.
Skattheimta
Í viðtalinu boðar Ólafur Örn eins-
konar skattlagningu í Landmanna-
laugum og á Laugaveginum. Hann
boðar að tekið verði; „upp umhverf-
isgjald sem verður fellt inn í okkar
sölu á gistingu og ferðum“. Umrætt
umhverfisgjald á síðan að renna í
sjóð sem FÍ, einhver ótilgreind fyr-
irtæki, fulltrúar frá þremur sveit-
arfélögum og fulltrúi frá Umhverf-
isstofnun eiga að stjórna. Stjórn
þessi með umræddan sjóð til ráð-
stöfunar, á síðan að veita fé „fyrsta
kastið“ til endurbóta á göngustíg-
um. Síðan á féð að fara; „Einnig
til bættrar þjónustu á starfssvæði
Ferðafélags Íslands“. Hér er nauð-
synlegt að staldra aðeins við.
Nú er það svo að umræðan um
aðgengi ferðamanna að hálendinu
og umgengni er í brennidepli þess-
ar vikurnar. Mikið er rætt um fjár-
mögnun nauðsynlegra verkefna og
hvernig á að koma í framkvæmd
aðkallandi verkefnum. Hugmyndin
sem Ólafur Örn leggur til, er því í
hinu stóra samhengi alltof þröng,
auk þess sem það gætu reynst
ákveðnir stjórnsýslulegir ann-
markar á fyrirkomulaginu.
Lítum nánar á tillöguna. Það sem
verið er að leggja til er einskonar
skattheimta. Skattheimta til að lag-
færa það sem troðið hefur verið
niður í þessum náttúruperlum.
Það liggur fyrir að eitthvað rót-
tækt verður að gerast í þessu máli
og það er í sjálfu sér ekki slæm
hugmynd að fá sveitarstjórnir og
Umhverfisstofnun að verkefninu.
En það er úr of þröngum helli horft
að þessir opinberu aðilar komi að
fjármögnun og stjórnun þessara
verkefna einungis„ … til bættr-
ar þjónustu á starfssvæði Ferða-
félags Íslands“. Betra er að þessir
opinberu aðilar fái það hlutverk að
setja saman áætlun til aðgerða og
lagfæringar á stærra landssvæði
og skynsamlegra er að hinn breiði
hópur hagsmunaaðila eigi þar
aðkomu. Það má hugsa sér að þar
að kæmu að heildarsamtök á borð
við SAMÚT og Samtök ferðaþjón-
ustunnar, sem þá ættu fulltrúa í
verkefnahópnum fyrir hönd hags-
munaaðila. Til að þetta geti orðið
þarf bæði að fjármagna verkið og
veita slíkri viðbragðs- eða endur-
bótastjórn umboð til athafna til
þess að loka svæðum tímabund-
ið, hugsanlega til lengri tíma, eða
draga úr umferð um Landmanna-
laugar og Laugaveg meðan lag-
færingar fara fram. Hópnum gæti
einnig verið falið vald til að tak-
marka aðgang að einstökum svæð-
um, gera tillögur að nýjum ferða-
mannastöðum, nýjum leiðum og
nýjum „Laugavegum“. Slíkar vald-
heimildir og fjármögnun hlýtur að
koma frá opinberum aðilum og þá
helst frá umhverfisráðuneyti, en
verkefnið væri skýrt; að bæta úr
ástandinu og finna nýjar leiðir með
hagsmuni allra að leiðarljósi.
Laugavegurinn – ábyrgð
og lagfæringar
Jón Gnarr strengdi þess
heit um áramótin að
gera Reykjavík að her-
lausri borg áður en borg-
arstjóratíð hans væri á
enda. Borgarstjóri hefur
ítrekað stigið fram og
talað gegn komu herskipa
og herflugvéla til Reykja-
víkur frá því að hann
tók við embætti borgar-
stjóra. Saman deilum við
þeirri skoðun að Reykja-
vík geti orðið friðarborg
sem hafni alfarið hernað-
arbrölti heimsins og frið-
lýsi Reykjavík frá komu herskipa
og herflugvéla.
Fram hefur komið gagnrýni á
hugmyndir Jóns og þá sérstaklega
með þeim rökum að leit og björgun
á Norður-Atlantshafi yrði mun erf-
iðari fyrir vikið þar sem landhelg-
isgæslan sinni svipuðu hlutverki
og sjóherir nágrannaríkja okkar.
Þessi rök halda þó engu vatni,
enda ekkert vitað hvaða verkefn-
um mörg þeirra skipa og flug-
véla sem hingað koma hafa verið
að sinna. Að líta á komu herafla
hingað til lands sem happafeng og
stuðning við skipulagt björgunar-
starf hérlendis er í besta falli mis-
vísandi, enda væri hægt að koma
á fót annars konar samstarfi við
nágrannaríki okkar væri það und-
irliggjandi orsök fyrir viðkomu
þessara herafla. Öllu alvarlegra er
þó að kanna hvaða verkefnum her-
farartæki sem hingað hafa komið
hafa raunverulega verið að sinna.
Fluttu vélar sem hér áttu viðkomu
t.d. stríðsfanga til Guantanamo?
Hver veit?
Önnur rök sem heyrst hafa
gegn friðarborginni Reykjavík er
að afstaða lítillar borgar í Norð-
ur-Atlantshafi skipti engu máli í
alþjóðasamhengi. En með þeim
rökum er algjörlega litið
fram hjá ýmsum bauta-
steinum í mannréttinda- og
friðarbaráttu í gegnum tíð-
ina þar sem raunin er ein-
mitt sú að lítil þúfa veltir
stóru hlassi.
Afstaða okkar skiptir máli
En hvaða máli skiptir það
þá þegar lítil höfuðborg
á hjara veraldar tekur
skýra afstöðu gegn hvers
kyns hervæðingu og hern-
aðarbrölti? Komum her-
flugvéla hingað til lands
hefur fækkað um meira en helm-
ing milli áranna 2011 og 2012 en
við hljótum að spyrja hvert þessi
skip og þessar flugvélar sem
stoppa við hérlendis eru að fara
og í hvaða tilgangi. Eða erum við
sátt við að vera áningar- og þjón-
ustustaður herflota sama hvert
förinni er heitið og hverjir kunni
að láta lífið?
Á endanum standa eftir sið-
ferðislegar spurningar sem ég
hvet hvern og einn Íslending til
að svara. Eru stríð óviðkomandi
okkur bara af því að þau eiga
sér ekki stað í bakgarðinum hjá
okkur? Getum við lokað augunum
og samþykkt morð á saklausum
borgurum í fjarlægum löndum?
Ég segi nei! Jón Gnarr borgar-
stjóri strengdi áramótaheit um
það að gera Reykjavík að her-
lausri borg áður en hann lætur
af embætti borgarstjóra í vor.
Ég legg til að við strengjum
þess öll heit að vinna að þessu
með honum og raungera draum-
inn um herlausa Reykjavíkur-
borg. Afstaða okkar skiptir máli
því ekkert land og engin borg
er nógu lítil til að láta sitt eftir
liggja í baráttunni fyrir friði og
bræðralagi í heiminum.
Friðarborgin
Reykjavík
SNERTISKJÁR 3 AFTURSÆTI
Í FULLRI STÆRÐ
ÓHINDRAÐ
ÚTSÝNI
SJÁLFSKIPTUR DÍSIL
frá 3,8 L/100 KM
í blönduðum akstri
KOMDU OG SKOÐAÐU NÝJA CITROËN C4 PICASSO OG GRAND C4 PICASSO
Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
*Ergo býður 40% af verði bílsins að láni án vaxta í allt að þrjú ár. Þetta lánafyrirkomulag er í boði fyrir nýja bíla á lager.
Nýir og notaðir bílar: Söludeild er opin alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16.
Hvort sem þú velur 5 eða 7 manna útgáfu er tæknin framúrskarandi og rýmið nánast takmarkalaust. Með snertiskjánum stjórnar þú öllum aðgerðum og fylgist
með lágri eyðslunni. 3 sæti í fullri stærð eru í sætaröð fyrir aftan framsæti. Citroën Grand C4 Picasso var valinn fjölskyldubíll ársins af Top Gear og fjölnotabíll
ársins af tímaritinu WhatCar. Bílarnir hlutu einnig eftirsóttu viðurkenninguna Gullna stýrið í flokki fjölnotabíla.
CITROËN C4 PICASSO sjálfskiptur
5 MANNA
FRÁ 3.990.000 KR.
CITROËN GRAND C4 PICASSO
7 MANNA
FRÁ 4.390.000 KR.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040
FERÐAÞJÓNUSTA
Þórarinn Eyfjörð
formaður Útivistar
➜ Það sem verið er að
leggja til er einskonar skatt-
heimta. Skattheimta til að
lagfæra það sem troðið…
HERNAÐUR
Elín Oddný
Sigurðardóttir
fulltrúi Vinstri
grænna í mann-
réttindaráði
Reykjavíkurborgar