Fréttablaðið - 21.01.2014, Page 20
FÓLK|HEILSA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is,
s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447
Skíðaganga er lífleg og skemmtileg íþrótt sem fólk á öllum aldri getur stundað
um land allt. Þótt íþróttin hafi
notið vinsælda í norðurhluta
Evrópu undanfarna áratugi hafa
vinsældir hennar aukist hægt og
rólega hérlendis. Það kann þó
að verða breyting á því á næst-
unni því starfsemi skíðagöngu-
félaga og sérstakra skíðagöngu-
deilda innan skíðafélaga hefur
vaxið undanfarin ár. Þóroddur
F. Þóroddsson, sem er formaður
stjórnar skíðagöngufélagsins Ull-
ar, segir miklu máli skipta fyrir
útbreiðslu íþróttarinnar að þeir
foreldrar sem stundi hana kveiki
áhuga barna sinna. „Sjálfur eign-
aðist ég mín fyrstu gönguskíði
fyrir rúmlega 40 árum en hef
stundað íþróttina mest undan-
farin tíu ár. Skíðaganga er íþrótt
sem hentar fólki á öllum aldri
og hægt er að stunda víða, ekki
bara á skíðasvæðum. Það má
nota til dæmis opin svæði eins
og almenningsgarða og íþrótta-
velli.“
Skíðagöngufólk á höfuðborgar-
svæðinu sækir mikið í Bláfjöll en
þar var opið um 70 daga á síðasta
ári. „Ef til vill er hægt að tvöfalda
þann dagafjölda fyrir þá sem
stunda gönguskíði. Oft er nægur
snjór í Bláfjöllum fram í maí fyrir
skíðagöngufólk. Á höfuðborgar-
svæðinu hefur einnig verið vinsælt
að skíða á Klambratúni og í Foss-
vogsdal en þar lögðum við brýr
síðasta sumar með starfsmönnum
Kópavogsbæjar til að auðvelda
aðgengi skíðagöngufólks.“ Þór-
oddur nefnir einnig að starfsmenn
Golfklúbbs Garðabæjar hafi verið
duglegir að leggja spor fyrir skíða-
menn þannig að víða má finna
ágætar aðstæður innan borgar-
markanna þegar snjóar.
Íslandsgöngur hefjast um
næstu helgi en þær eru mótaröð
á vegum Skíðasambands Íslands.
Keppt verður á Akureyri á laugar-
degi og Ólafsfirði á sunnudegi en
nánari upplýsingar er að finna
á heimasíðu Skíðasambands Ís-
lands, skíðafélaga og á Facebook.
„Boðið verður upp á langar og
stuttar vegalengdir þannig að allir
ættu að geta tekið þátt. Þannig
reynum við að breiða út boðskap-
inn og skapa hefð fyrir skíðagöng-
um þar sem málið snýst fyrst og
fremst um að vera með og stunda
holla íþrótt og útiveru.“
■ starri@365.is
BOÐSKAPURINN BREIDDUR ÚT
SKEMMTILEG ÚTIVERA Skíðaganga nýtur sífellt meiri vinsælda hérlendis enda hollur og skemmtilegur valkostur fyrir fólk á öllum
aldri. Íþróttina er hægt að stunda á mörgum stöðum, bæði á skíðasvæðum en einnig víða á opnum svæðum innanbæjar.
VINSÆL ÍÞRÓTT Skíðaganga nýtur mikilla vinsælda í Norður-Evrópu. Sífellt fleiri stunda hana hérlendis. MYND/GUÐMUNDUR HAFSTEINSSON
DUGLEG BÖRN Börn eru fljót að læra á
gönguskíði. MYND/ANNA SIGRÍÐUR VERNHARÐSDÓTTIR
HOLL HREYFING Þóroddur F. Þórodds-
son, formaður stjórnar skíðagöngufélags-
ins Ullar, segir miklu máli skipta að for-
eldrar kveiki áhuga barna sinna.
MYND/ÚR EINKASAFNI
FJÖLSKYLDUVÆNT Fólk á öllum aldri
stundar skíðagöngu. MYND/TRAUSTI TÓMASSON
RÝMUM
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500
Mán. - föst. kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-15
AFSLÁTTUR
50%
AF VÖLDUM SÝNINGAR
INNRÉTTINGUM
FYRIR NÝJUM VÖRUM
friform.is
VEGNA BREYTINGA Í V
ERSLUN OKKAR BJÓÐU
M VIÐ
NOKKRAR SÝNINGARI
NNRÉTTINGAR MEÐ 50
% AFSLÆTTI.
30% AFSLÁTTUR AF ÞV
OTTAHÚSINNRÉTTING
UM Í JANÚAR
VIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM FYRIR ÞIG
Komdu með eða sendu okkur málin af
eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu,
anddyrinu eða svefnherberginu - og við
hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt
tilboð í glæsilega danska innréttingu í
hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á
vægu verði.AFSLÁTTUR
30%
AF ÞVOTTAH
ÚSA-
INNRÉTTING
UM
Í JANÚAR
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is