Fréttablaðið - 21.01.2014, Qupperneq 32
21. janúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 28
Ungir jafnaðarmenn standa fyrir
áskorun í þessari viku sem nefn-
ist Hungurleikar LÍN. Þátttak-
endur í Hungurleikunum þurfa
að lifa á 2.050 krónum á dag, sem
eru ráðstöfunartekjur náms-
manna á lánum frá LÍN að und-
anskildum húsnæðiskostnaði.
Áskorunin stendur frá miðnætti
aðfaranótt 20. janúar til miðnætt-
is viku seinna. Þátttakendum er
gert að taka myndir af útgjöld-
um sínum meðan á áskoruninni
stendur og merkja myndirnar
á Instagram með kassmerkinu
#HungurleikarLÍN.
Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir,
varaformaður Ungra jafnaðar-
manna, ætlar að taka þátt. Henni
hefur gengið ágætlega í áskorun-
inni hingað til. „Leikarnir hóf-
ust á miðnætti og ég er ekki búin
að eyða neinu í dag.“ Hún spáir
því að gamanið kárni síðar í vik-
unni. „Skórnir mínir eru að detta
í sundur. Þegar það gerist neyð-
ist ég til að kaupa mér nýja skó
vegna þess að þetta er síðasta
skóparið mitt. Svo sé ég fram á að
kaupa mér getnaðarvarnir á mið-
vikudaginn. Þá er helmingurinn
af vikupeningunum farinn.“
Hún segist þó eiga fyrir þess-
um útgjaldaliðum sjálf alla jafna.
„Ég kemst upp með þetta í lífinu.
Ég er ekki á lánum frá LÍN og er
ekki í námi, en ég myndi þurfa
alla þessa hluti ef ég væri í námi.“
Í reglunum kemur fram að
engin útgjöld nema húsnæðis-
gjöld séu undanskilin í leiknum.
„Það er bannað að birgja sig upp
af vörum áður en leikurinn hefst,
og það er líka bannað að svindla
og fresta til dæmis tannlækna-
tímum þangað til í vikunni á
eftir.“
Grunnframfærsla LÍN þetta
skólaár er 144.867 krónur á mán-
uði.
„Stúdentaráð hefur reiknað út
að námsmenn hafi aðeins 1.300
krónur í mat á dag og 750 krónur
í allt annað að undanskildu hús-
næði, og við miðum við þeirra
útreikninga. Þessi upphæð dugir
ekki til að lifa mannsæmandi lífi.
Ég er búin að fara bæði til tann-
læknis og augnlæknis í þessum
mánuði. Læknisheimsóknirnar
kostuðu mig sextíu þúsund krón-
ur. Ef ég þyrfti að lifa á námslán-
um gæti ég ekki borðað í rúman
mánuð eftir þetta, nema með því
að taka yfirdrátt.“
Tuttugu manns hafa skráð sig
fyrirfram til þátttöku í Hungur-
leikum LÍN. Öllum er þó heim-
ilt að taka þátt á Instagram. „Við
vonum að sem flestir taki þátt,
og sérstaklega yfirvöld. Það væri
gaman að sjá menntamálaráð-
herra reyna að lifa á 2.050 krón-
um á dag.“ ugla@frettabladid.is
Áskorun að lifa á tekjum
námsmanna í eina viku
„Það væri gaman að sjá menntamálaráðherra reyna að lifa á 2.050 krónum á dag,“ segir varaformaður
Ungra jafnaðarmanna sem er einn af skipuleggjendum Hungurleika LÍN.
SLITNIR SKÓR
Inga með
skó sem hún
þarf líkast til
að skipta út í
vikunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Svo sé ég fram á að
kaupa mér getnaðarvarnir á
miðvikudaginn. Þá er
helmingurinn af vikupening-
unum farinn.
Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir
Rapparinn Kanye West prýðir
forsíðu tímaritsins Interview
en það er leikstjóri myndar-
innar 12 Years a Slave, Steve
McQueen, sem tekur viðtalið.
Kanye segir fólk oft vilja þagga
niður í sér.
„Fólk reynir að gera hluti til að
þagga niður í mér og láta mig
líta út eins og brjálæðing til að
beina kastljósinu frá því sem
ég er að reyna að segja,“ segir
Kanye. Hann er óhræddur við
að taka áhættu.
Rapparinn vakti óskipta
athygli á MTV-tónlistarverð-
laununum árið 2009 þegar hann
fór upp á svið og truflaði þakk-
arræðu kántrísöngkonunnar
Taylor Swift. Hann segist hafa
verið lengi að jafna sig eftir það.
„Ég þurfti Guð, kynlíf og
áfengi … mikið af kynlífi.“ - lkg
Ég þurft i mikið
af kynlífi
BAKÞANKAR
Söru
McMahon
Ævikvöldið sem ég óskaði mér?
DAGURINN sem ég uppgötvaði
mitt fyrsta gráa hár er mér enn í
fersku minni. Það var haustið 2008
og ég var stödd inni á salerni á Þjóð-
arbókhlöðunni. Í miðjum hand-
þvotti tók ég eftir einu hári sem
stakk í stúf við hin. Til að vera
alveg viss í minni sök kippti
ég hárinu úr höfðinu og við
nánari skoðun varð mér ljóst
að ekki var um að villast,
hárið var silfurgrátt að lit.
Þetta var tilfinningaþrungin
stund því ég vissi sem var; nú
var ég loks komin í fullorð-
inna manna tölu. Síðan þá
hefur gráu hárunum fjölg-
að talsvert, eðli málsins
samkvæmt.
ÞRÁTT fyrir að taka
gránandi kolli af nokkru
æðruleysi, slæddust inn
nokkrir dagar þar sem mér þótti
þessi þróun heldur yfirþyrmandi.
En það var enga samúð að fá, hvorki
hjá ættingjum né vinum og sér í lagi
ekki hjá móður minni sem benti mér
á að mér bæri að taka hækkandi
aldri fagnandi, nýtt ár þýddi að ég
væri enn á lífi til að njóta alls þess
sem heimurinn hefur upp á að bjóða.
Og hún hefur vissulega lög að mæla.
ÞAÐ að fullorðnast er því ekkert
til að hræðast. En eitt hefur mér þó
ekki tekist að hrista af mér; hina
nagandi tilhugsun að einn góðan
veðurdag verði ég of gömul til að
sinna daglegum störfum hjálpar-
laust. Amma mín dvaldi síðustu
ár ævi sinnar á hjúkrunarheimili
og íbúar þess sátu sumir aðgerð-
arlausir inni í herbergjum sínum
heilu dagana án nokkurs konar
örvunar. Blessunarlega átti amma
mín aðstandendur sem heimsóttu
hana daglega og voru tilbúnir að
taka fyrir hana slaginn þegar þess
þurfti.
FYRIR helgi fluttu fjölmiðlar
fréttir af því að vegna niður-
skurðar á hjúkrunarheimilinu Sól-
vangi í Hafnarfirði sé þjónusta við
íbúa heimilisins nú ófullnægjandi.
Sökum manneklu liggur heimilis-
fólkið stundum í rúmi sínu fram
eftir degi án þess að nokkur skipti
sér af því.
ÖLL eldumst við, þó sumir nái
hærri aldri en aðrir, og því ber að
spyrja: er þetta ævikvöldið sem
við óskum okkur? Sé spurningunni
svarað neitandi getur ekki verið rétt
að aldraðir ástvinir búi í dag við
aðstæður sem okkur þykir sjálfum
óviðunandi.
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
47 RONIN 8, 10:30
LONE SURVIVOR 8, 10:30
SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 2 6
HOBBIT 2 5:30, 9
SECRET LIFE OF WALTER MITTY 5:30
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA!
þriðjudagstilboð
þriðjudagstilboð
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
ENTERTAINMENT WEEKLY TIME
m.a. Besta Mynd, Besti Leikstjóri,
Besti Leikari, Besta Leikkona, Besta Handrit
m.a. Besta Mynd, Besti Leikstjóri,
Besti Leikari, Besti Aukaleikari, Besta Handrit
THE TIMES
THE NEW YORK TIMES
m.a. Besta Mynd, Besti Leikstjóri,
Besti Leikari, Besti Leikari í aukahlutverki
Ý ÖSK JAÐ MEÐ KJ TBOLLUM ...2 2D
SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM ...2 3D
47 RONIN 3D
BELIVE
LONE SURVIVOR
SECRET LIFE OG WALTER MITTY
SECRET LIFE OG WALTER MITTY LÚXUS
THE HOBBIT 3D48R
THE HOBBIT 3D48R LÚXUS
RISAEÐLURNAR 2D ÍSL. TAL
VENUS Í FELDI
EYJAFJALLAJÖKULL
ÉG UM MIG OG MÖMMU
EINN Á BÁTI
SAMÞYKKTUR TIL ÆTTLEIÐINGAR
KONURNAR Á 6. HÆÐ
SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM ...2 2D
47 RONIN
SECRET LIFE OG WALTER MITTY
KL. 3.30 - 5.40
KL. 3.30
KL. 8 - 10.30
KL. 3.30 - 5.40
KL. 8 - 10.35
KL. 5.30 - 8 - 10.30
KL. 8 - 10.30
KL. 5.40 - 9
KL. 4.30
KL. 3.30
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN
GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
KL. 10
KL. 10
KL. 8
KL. 8
KL. 6
KL. 5.50
KL. 5.40
KL. 10.30
KL. 5.30 - 8 - 10.30
NÁNAR Á MIÐI.IS
Ý ÖSK JAÐ MEÐ KJ TBOLLUM ...2 3D
LONE SURVIVOR
47 RONIN3D
SECRET LIFE OG WALTER MITTY
THE HOBBIT 2 3D
KL. 5:50
KL. 5:50
KL. 8 - 10.15
KL. 8
KL. 10.15
31.000
GESTIR!
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ