Fréttablaðið - 21.01.2014, Page 35

Fréttablaðið - 21.01.2014, Page 35
ÞRIÐJUDAGUR 21. janúar 2014 | SPORT | 31 Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins FÓTBOLTI Íslenska karlalandslið- ið mætir kollegum sínum frá Sví- þjóð í æfingaleik í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum í dag. Þar sem ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða eru landsliðin án leikmanna sinna sem leika í sterkustu deildum Evrópu. Í raun má segja að um Norðurlanda- úrval sé að ræða því allir leikmenn sænska liðsins fyrir utan einn leika í heimalandinu en íslensku strákarnir dreifa sér á Norður- löndin Danmörku, Noreg og Sví- þjóð auk Íslands. Theodór Elmar Bjarnason er aftur kominn í landsliðiðið eftir tveggja ára fjarveru. Kappinn hefur einmitt leikið knattspyrnu með félögum á öllum fyrrnefnd- um Norðurlöndum og fagnar lang- þráðu tækifæri með landsliðinu. „Ég hef beðið spenntur. Núna fær maður tækifærið og verður að nýta þær mínútur sem maður fær,“ segir miðjumaðurinn sókn- arsinnaði. Elmar hefur spilað með Randers í dönsku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár en liðið situr í fimmta sæti deildarinnar þegar vetrarhlé stendur yfir. „Ég er alveg pottþéttur á því að ég hef verið að spila minn besta fótbolta í vetur,“ segir Elmar. Vest- urbæingurinn uppaldi segist hafa bætt leik sinn mikið undanfarið ár. Þótt hann hafi verið valinn leik- maður ársins af stuðningsmönn- um IFK Gautaborgar árið 2010 séu komin meiri gæði í leik hans í dag. Hann á fast sæti á miðjunni hjá danska liðinu þar sem hann er í hlutverki sóknarsinnaðs miðju- mannsins. „Við spilum 4-4-2 eins og lands- liðið gerir þannig að þetta smell- passar,“ segir Elmar. „Vonandi næ ég að sýna með landsliðinu það sem ég hef verið að gera með Randers.“ Vill komast í stærri deildir Elmar á að baki tíu A-landsleiki auk 27 landsleikja með yngri landsliðum Íslands. Hann þótti gríðarlegt efni á sínum tíma og hélt utan til Celtic í Glasgow þegar hann var sautján ára. Síðan hefur hann spilað með Lyn í Noregi, IFK Gautaborg í Svíþjóð og nú Randers í samnefndum bæ á Jótlandi. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við danska félagið en honum líður vel í Danmörku. „Við erum með fínt hús og konan er ánægð hérna úti,“ segir Elmar og bætir við að gott gengi liðsins, sem hafnaði í þriðja sæti deildar- innar í fyrra auk þess að leika til úrslita í bikarnum, skemmi ekki fyrir. Hann stefnir þó hærra. „Ég er kominn á þann aldur að ef ég gerði nýjan samning gæti orðið erfitt að komast lengra,“ segir Elmar. Hann gæti vel hugsað sér að spila á Englandi eða megin- landi Evrópu. „Ef ég held áfram að standa mig er það raunhæft.“ Enginn hræddur við rússíbanann Elmar og félagar í íslenska lands- liðinu nýttu frítíma sinn í gær meðal annars til þess að skella sér í rússíbana að hætti arabanna. Sá ku vera sá hraðskreiðasti í heimi og segir Elmar alla leikmennina hafa skellt sér. „Enginn vildi viðurkenna að hann þyrði ekki í rússíbanann,“ segir Elmar léttur en viðurkenn- ir að hafa fengið mikinn fiðring í magann. „Maður verður að prófa þetta fyrst maður er hérna. Þetta var þvílíkt stuð.“ KR-ingurinn var síðast valinn í æfingahóp hjá landsliðinu í janú- ar árið 2012. Þá voru fram undan æfingaleikir við Japan og Svart- fjallaland en meiðsli viku fyrir brottför komu í veg fyrir þátt- töku Elmars í leikjunum. Síðan hefur hann beðið eftir kallinu og lýsti meðal annars yfir von- brigðum í dönskum fjölmiðlum síðastliðið haust með að vera ekki valinn í hópinn í ljósi meiðsla landsliðsfyrirliðans Arons Ein- ars Gunnarssonar. Hann fagn- ar þeirri fagmennsku sem hann segir á hverju strái í starfshópi liðsins. „Mér finnst persónulega búið að færa þetta upp á hærra stig,“ segir Elmar sem lék áður undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar og Ólafs Jóhannessonar í landslið- inu. „Það er meira skipulag, mynd- bandsfundir og farið ofan í kjölinn á hinu og þessu. Á þeim stutta tíma sem maður er hérna kemst maður inn í hlutina og er fljótur að ná þessu.“ Elmar segir aðstæður í austri til fyrirmyndar, hitastig rúmar 20 gráður og hlakkar til leiks- ins. Flautað verður til leiks í Abu Dhabi í dag klukkan 16 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og textalýsingu á Vísi. kolbeinntumi@frettabladid.is Elmar beið spenntur eft ir kallinu Theodór Elmar Bjarnason er kominn aft ur í íslenska karlalandsliðið eft ir tveggja ára fj arveru. Elmar ætlar að nýta tækifærið gegn löndum Lars Lagerbäck frá Svíþjóð í Abu Dhabi í dag þar sem segja má að Norðurlandaúrval beggja þjóða leiði saman hesta sína. Landsliðsmenn Íslands dreifa sér svona á Norður- löndin fjögur. 10 0 2 4 8 6 NFL Tvö bestu liðin í NFL-deild- inni þetta tímabilið, Denver Broncos og Seattle Seahawks, munu eigast við í úrslitaleiknum, Super Bowl, í New York 2. febrú- ar næstkomandi. Liðin unnu sigra í úrslitaleikjum sinna deilda í fyrrinótt. NFL er skipt í tvær aðaldeildir, Ameríku- og Þjóðardeild. Seattle hafði betur gegn San Francisco 49ers, 23-17, í úrslitaleik Þjóðar- deildarinnar eftir að hafa verið 10-3 undir að loknum fyrri hálf- leiknum. Þá greip hin margróm- aða vörn Seattle í taumana og sló öll vopnin úr höndum Colins Kapernick, leikstjórnanda San Francisco. Russell Wilson og félagar hans í sókn Seattle gengu á lagið og gerðu nóg til að veita félaginu tækifæri til að vinna sinn fyrsta meistaratitil frá upphafi. Hinn margreyndi leikstjórn- andi Denver Broncos, hinn 37 ára gamli Peyton Manning, fór fyrir sínum mönnum í sigri liðsins á New England Patriots, 26-16, í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Manning fór á kostum í leikn- um – kastaði samtals 400 jarda og fyrir tveimur snertimörkum en sókn Denver hefur farið á kostum allt tímabilið. Super Bowl verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. - esá Besta sóknin mætir bestu vörninni Denver og Seattle mætast í úrslitaleiknum í NFL. MAGNAÐUR Peyton Manning með bikarinn sem Denver Broncos fékk fyrir að vinna Þjóðardeildina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Byrjunarlið Íslands Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 16.00 og er í beinni útsend- ingu á Stöð 2 Sport. Byrjunarliðið er þannig skipað: Hannes Þór Halldórsson, markvörður. Ari Freyr Skúlason, fyrirliði Indriði Sigurðsson Hallgrímur Jónasson Birkir Sævarsson Matthías Vilhjálmsson Theodór Elmar Bjarnason Haukur Páll Sigurðsson Steinþór Freyr Þorsteinsson Jón Daði Böðvarsson Arnór Smárason TVEIR GÓÐIR Elmar í baráttu við Danann Nicklas Bendner í landsleik í undan- keppni Evrópumótsins árið 2008 á Parken í Kaupmannahöfn. Elmar er enn að bíða eftir sínu fyrsta marki með A-landsliði Íslands. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.