Fréttablaðið - 21.01.2014, Page 38
21. janúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 34
„Þetta var bara eins og í ævin-
týrunum, hvernig ástin sótti að
okkur,“ segir söng- og leikkon-
an Sigríður Eyrún Friðriksdótt-
ir, betur þekkt sem Sigga Eyrún,
um upphaf ástarsambands síns við
tónlistarmanninn Karl Olgeirsson.
Þau kynntust í vor, í kabarettnum
Ef lífið væri söngleikur.
„Hann var svo rosalega flinkur
á píanóið að ég gat bara ekki látið
hann vera. Margrét Eir á líka sinn
þátt í þessu, hún talaði um að þetta
væri góð hugmynd,“ segir Sigga
Eyrún létt í lund.
Þau hafa verið óaðskiljanleg
síðan þau kynntust og umlykur
ástin þetta mikla hæfileikafólk.
„Það var alveg greinilegt hvert
stefndi hjá okkur,“ segir Karl
Olgeirsson um upphafið.
Þau vinna mikið saman í tón-
listinni og hófu upptökur á plötu
í haust en fyrsta smáskífulagið
af þeirri plötu, Er ást í tunglinu?,
hefur fengið talsverða spilun og
athygli á útvarpsstöðvum lands-
ins. „Ég er að fá æðisleg viðbrögð
við laginu,“ bætir Sigga við.
Hins vegar hefur vinnsla plöt-
unnar verið sett á ís þar sem parið
komst inn í undankeppni Euro-
vision.
Er ekki erfitt fyrir par að vinna
saman í tónlist? „Það er mjög þægi-
legt að vinna með henni í músík-
inni, við erum bæði mjög hrein-
skilin hvort við annað en það er
auðvitað ekkert gefið að geta unnið
vel saman í list,“ útskýrir Karl.
Hann gaf Siggu sinni úkúlele
þannig að þau geta samið saman
en fyrir kunni hún á gítar og gat
notað þann grunn í úkúlelespila-
mennskuna.
„Ég verð aldrei þreytt á að
hlusta á hann spila, hann er svo
mikill snillingur,“ segir Sigga
spurð út í spilamennskuna á heim-
ilinu. „Hann er vog og ég er naut,
ég er þrjósk og ákveðin en vogin
er alltaf að vega og meta þannig
að við fullkomnum hvort annað,“
útskýrir Sigga.
Spurð út í Eurovision-atriðið
segjast þau ætla að leggja mikið
upp úr skemmtilegu og flottu
atriði.
„Cameron Corbett er danshöf-
undurinn í laginu en hann er dans-
höfundur í Spamalot. Svo voru allir
nema tveir sem tengjast atriðinu
með mér í Mary Poppins þannig að
við þekkjumst öll mjög vel,“ segir
Sigga en þau fengu meðal annars
ráð frá reynsluboltann Páli Óskari
varðandi lagið.
gunnarleo@frettabladid.is
Hann er vog og
ég er naut, ég er þrjósk
og ákveðin en vogin er
alltaf að vega og meta
þannig að við fullkomn-
um hvort annað.
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
„Nýi uppáhaldsveitingastaðurinn
minn er eþíópíska veitingahúsið
Minilik á Flúðum. Tengdaforeldrar
mínir buðu fjölskyldunni út að
borða á þessum stað um síðustu
helgi. Maturinn þar er ódýr, góður
og framandi.“
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir leikkona.
BESTI BITINN
„Það varð allt vitlaust þegar aug-
lýsingin var birt í Fréttablaðinu,“
segir Þór Bæring Ólafsson, sem er
eigandi Gaman Ferða ásamt Braga
Hinriki Magnússyni. Gaman Ferð-
ir auglýstu eftir starfsmönnum og
samstarfsfélögum í skipulagn-
ingu og eftirfylgni á sérferðum til
útlanda á vegum fyrirtækisins.
„Við vildum bæta úrval ferða
hjá okkur og fá reynslubolta til
að hjálpa til við að búa til ferð-
ir í kringum sín áhugamál. Til
dæmis sendi hjólreiðagarpur inn
umsókn og vildi plana hjólreiða-
ferðir og svo framvegis,“ útskýr-
ir Þór Bæring en alls bárust tæp-
lega tvö hundruð umsóknir á átta
dögum. Þá sótti um kona sem
hefur farið víða um heim á línu-
skautum og vildi plana línuskauta-
ferð um allan heim. Nokkur þjóð-
þekkt nöfn hafa sótt um starf hjá
Gaman Ferðum en Þór vill ekki
gefa upp hver þau eru.
Upphaf Gaman Ferða má rekja
til ársins 2003. „Þá stofnuðum við
ferðaskrifstofuna Markmenn en sú
ferðaskrifstofa náði að lækka verð
á fótboltaferðum töluvert og úr
varð alvörusamkeppni á þessum
markaði. Árið 2005 keypti Iceland
Express ferðaskrifstofuna Mark-
menn og í kjölfarið breyttist nafn-
ið í Express Ferðir. Árið 2007 sögð-
um við skilið við Express Ferðir.
Þá fórum við í það að mennta
okkur aðeins meira sem er alltaf
gott.“ Árið 2012 voru svo Gaman
Ferðir stofnaðar en WOW air er
helsti samstarfsaðili þeirra. - glp
200 umsóknir á átta dögum
Gaman Ferðir óska eft ir frjóum Íslendingum til að skipuleggja sérferðir.
SKEMMTILEGAR FERÐIR Þór Bæring
og Bragi Hinrik, eigendur Gaman Ferða,
á Santiago Bernabeu, heimavelli Real
Madrid. MYND/EINKASAFN
„Fjórða þáttaröðin af Pressu hefur verið í bígerð í nokkuð
marga mánuði,“ segir Óskar Jónasson kvikmyndagerðar-
maður. „Þriðja þáttaröðin lukkaðist vel og það hefur verið
áhugi fyrir að vita hvað verður um þetta fólk. Það er dálít-
ið erfitt að hitta í mark með þáttaraðir en það virðist hafa
gerst með Pressu,“ segir Óskar. „Ég held það sé meðal
annars vegna þess að í henni er fjallað um fólk sem áhorf-
endur tengja við. Fólk sem þarf að tvinna saman vinnu og
fjölskyldulíf. Það skutlar börnum í skólann og tómstundir
á sama tíma og það slekkur elda í vinnunni.“
Óskar tekur fram að aðstandendur þáttanna séu ekki
enn búnir að fá framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóði til
þess að gera þættina.
„Við erum þó farin að bollaleggja næstu skref. Það
stendur til að gera níu þætti í stað sex eins og venjulega.
Við höfum fengið álitsgjafa til að segja skoðun sína á því
hverjar áherslurnar eiga að vera í fjórðu seríu. Það er
fríkað hvað fólk er sammála. Flestir vilja einblína meira
á Láru og Öldu dóttur hennar.“
Ýmislegt annað er á döfinni hjá Óskari. Hann hefur
verið ráðinn til þess að leikstýra mynd þar sem Marisa
Tomei fer með eitt aðalhlutverka. Tökur áttu að hefjast í
fyrra, en þeim var frestað.
„Myndin er ennþá fyrirhuguð í sumar ef allt gengur
eftir. Frestunin kemur ekki til af góðu heldur vegna þess
að til stóð að James Gandolfini léki annað aðalhlutverkið
í myndinni. Hann féll skyndilega frá á besta aldri, sem
var mjög dapurlegt.“ - ue
Fríkað hvað fólk er sammála
Óskar Jónasson er með fj órðu þáttaröðina í bígerð og stendur til að gera níu þætti.
PRESSA OG BÍÓMYND Óskar hefur
í nægu að snúast. MYND/GVA
Mikil ást í Eurovision
Listræna parið Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson komust inn í
undankeppni Eurovision. Þau kynntust í söngleiknum Ef lífi ð væri söngleikur.
MÚSÍKALSKT PAR Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson vinna hörðum höndum að undirbúningi Eurovision-
undankeppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Verðlaun í ljóðasamkeppninni
Ljóðstafur Jóns úr Vör verða veitt
í þrettánda sinn í dag,
þriðjudaginn 21. janúar,
kl. 17.00 í Salnum.
Tíu ljóð verða verðlaunuð.
Á sama tíma verða veitt verðlaun
í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.
Léttar veitingar að dagskrá lokinni.
Allir hjartanlega velkomnir!
kopavogur.is
PI
PA
R\
PI
PA
R\
TB
W
A
-
TB
W
A
- S
ÍA
-
SÍ
A
1
40
05
4
66