Fréttablaðið - 29.01.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 29.01.2014, Síða 4
29. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 23.000 lítrar af þorra-bjór seldust fyrstu helgina sem bjórinn var í sölu í ár. Það er um 46% aukning frá því í fyrra, þegar 15,7 þúsund lítrar af þorrabjór seldust fyrstu helgina. Heimild: ÁTVR SJÁVARÚTVEGUR Landssamband smá- bátaeigenda krefst þess að ýsukvóti verði aukinn um fimm þúsund tonn án tafar, svo hægt sé að mæta með- afla við þorskveiði. Kaup á ýsukvóta, til að mæta meðafla, eru svo gott sem vonlaus. Þegar hafa smábátasjó- menn neyðst til að hætta veiðum með yfirvofandi atvinnuleysi. Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri LS, útskýrði þessa stöðu fyrir atvinnuveganefnd Alþingis á fundi nefndarinnar í gær, þar sem staða sjávarútvegsins var til umfjöllunar. Örn bætti við að þegar hafa smá- bátasjómenn þurft að kaupa ýsu- kvóta til að mæta meðafla fyrir hálfan milljarð króna, og útgerðar- kostnaður hefur stóraukist vegna flótta undan ýsu á hefðbundnum krókamiðum, en sjómenn ná vart á hrein þorskmið sem liggja of djúpt fyrir krókabátana. „Það er óþolandi að þurfa að leita að blettum þar sem eingöngu fæst þorskur, og þetta hefur valdið því að olíukostnaður hefur rokið upp úr öllu valdi,“ sagði Örn og gagnrýndi Hafrannsóknastofnun hart fyrir ráðgjöf sína í ýsuveiðinni. Sagði hann varfærni Hafró keyra fram úr öllu hófi. Björn Ævarr Steinarsson, for- stöðumaður veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsóknastofnunar, sat fundinn en aðspurður aftók hann að ýsukvóti yrði aukinn til að mæta vandræðum sjómanna. Minnti hann á að fimm til sex lélegir ýsuárgangar hefðu mælst á undanförnum árum, og það segði ekki alla söguna þó veiðin væri ágæt og mikið að sjá. - shá Smábátasjómenn binda báta sína vegna kvótaleysis í ýsu en Hafró varar við kvótaaukningu: Krefjast 5.000 tonna neyðarkvóta í ýsu TIL VANDRÆÐA Fyrirsjáanlegt er að kvóti í ýsu verði skertur, en á sama tíma krefjast sjómenn aukningar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Löður er með á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Föstudagur 8-18 m/s, hvassast SA-til. UMHLEYPINGAR Bætir heldur í vindinn er líður á daginn og í kvöld verður fremur stíf suðaustanátt og þykknar upp syðra. Vestanátt með snjókomu síðdegis á morgun en annars víða rigning eða slydda en úrkomulítið á norðanverðu landinu. -1° 5 m/s 0° 5 m/s 0° 4 m/s 5° 7 m/s Á morgun 5-13 m/s, hvassast við A-ströndina. Gildistími korta er um hádegi -3° -2° 3° 3° -2° Alicante Basel Berlín 17° 3° -3° Billund Frankfurt Friedrichshafen 0° 4° 5° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas -2° -2° 19° London Mallorca New York 6° 17° -5° Orlando Ósló París 17° -3° 5° San Francisco Stokkhólmur 15° -4° -2° 5 m/s 3° 8 m/s 0° 3 m/s 1° 2 m/s -3° 3 m/s -2° 3 m/s -7° 2 m/s 1° -1° 3° 3° 0° SJÁVARÚTVEGUR Með hverjum deginum sem líður dregur úr líkum á að takist að mæla loðnustofninn og þar af leiðandi yrði nákvæm ráðgjöf til veiða í uppnámi. Ekki er loku fyrir það skotið að göngumynstur loðnunnar verði óhefðbundið; loðnan gangi ekki norður og austur fyrir land þar sem veiðarnar hafa verið mestar undanfarin ár heldur verði um vesturgöngu að ræða. Það skapar sömu vand- ræði því þá gefst of stuttur tími til mælinga og veiða áður en loðnan hrygnir og drepst. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytja- stofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, útskýrði þessa stöðu fyrir atvinnuveganefnd Alþing- is á fundi nefndarinnar í gær, þar sem staða sjávarútvegsins var til umfjöllunar. Eins kom fram í máli Þorsteins að Haf- rannsóknastofnun bíður átekta eftir fréttum frá loðnuveiðiflotanum norður af landinu, en ekkert hefur fundist dögum saman. Rann- sóknaskipin hafa ekki sinnt leit nema í sex daga, en fjárheimildir leyfa ekki leit þegar lítið sem ekkert er að frétta. Í þeirri leit fannst aldrei magn af loðnu sem réttlætti mælingu. Aðeins hafa verið gefnar út heimild- ir til veiða á 160 þúsund tonnum, og í hlut íslenskra skipa komu um 85 þúsund tonn – en heildarafli á vertíðinni í fyrra var um 400 þúsund tonn. Það er til marks um hversu staðan er óvenjuleg að loðnan er oft gengin upp í fjöru við Suðausturland á tímabilinu frá mánaðamótum janúar/febrúar og fram í miðjan febrúarmánuð. Eftir það gengur hún hratt með strandsjónum til að hrygna á stóru svæði við Suður- og Vesturland. „En ef loðnan fer ekki að birtast fyrir norð- an og austan þá bendir margt til að hún gæti komið vestan að, en það gerðist síðast 2001,“ sagði Þorsteinn og útskýrði að þá kemur loðn- an beint undan ísnum við Grænland mjög seint og fer beint í hrygningu, aðallega fyrir vestan land. Á fundinum bættust við upplýsingar um að markaðsmál loðnu eru miklum vafa undir- orpin, ef hún þá veiðist á annað borð í ein- hverju verulegu magni – bæði til mjöl- og lýsis framleiðslu auk frystingar loðnu og hrogna. svavar@frettabladid.is Góð vertíð sífellt ólíklegri Með hverjum deginum sem líður minnka líkur á góðri loðnuvertíð. Ekkert finnst að ráði fyrir norðan land og Hafrannsóknastofnun fer að falla á tíma með mælingu á stofninum, en getur lítið beitt sér vegna fjárskorts. Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Þorstein af hverju rannsóknaskipunum væri ekki beitt til leitar á loðnu fyrir norðan land, og hvort stofnunin „tímdi ekki“ að hjálpa til við loðnuleitina. Ástæðu þessa útskýrði Þorsteinn með þeirri einföldu staðreynd að í ljósi framlaga til stofnunarinnar væru úthaldsdagar rannsóknaskipanna á starfsáætlun tæplega 200. Á sama tíma eru óskir um notkun á skipunum upp á 400 daga samtals. „Því er ljóst að það verður að forgangsraða hjá stofnuninni miðað við fjárheimildir,“ sagði Þorsteinn. „Þetta er gagnrýnivert, ég tek undir það, og ekki sú staða sem við vildum vera í einfaldlega vegna þess að loðnan er bæði mikilvægur veiðistofn en ekki síður sem ein aðalfæða annarra nytjastofna við Ísland,“ bætti hann við og að á meðan ekki væri hægt að beita skipi til rannsókna væri lítið hægt að læra um það sem er að gerast í stofninum og í hafinu. Framlög leyfa ekki leit og rannsóknir Í HÖFN Birtingur í heimahöfn í Neskaup- stað á síðustu vertíð. Mikil uppgrip tapast hjá fiskvinnslufólki ef fram heldur sem horfir. ➜ Gögn Hagstofu Íslands sýna að útflutningsverðmæti síðustu loðnuvertíðar var rúmir 33 milljarðar; því kosta hver 100 þúsund tonn þjóðarbúið rúmlega átta milljarða miðað við sömu markaðsaðstæður. MYND/KRISTÍN SVANHVÍT SVÍÞJÓÐ Flokkurinn Svíþjóðardemó- kratar sótti um og fékk árið 2010 1,4 milljónir sænskra króna, jafngildi um 25 milljóna íslenskra króna, í styrk frá sænska þinginu vegna kvennahreyfingar sem ekki var til. Aftonbladet hefur það eftir hátt- settum manni innan flokksins að send hafi verið fölsuð fundargerð frá stjórnarfundi kvennahreyfing- arinnar sem átti að hafa farið fram áður en sótt var um styrkinn. Sam- kvæmt heimasíðu kvennahreyf- ingarinnar var fyrsti ársfundurinn haldinn hálfu ári eftir umsóknina eða í maí 2011. - ibs Svíþjóðardemókratar: Milljónastyrkur út á fölsuð skjöl FLUGMÁL Hagstæðir háloftavindar yfir norðanverðu Atlantshafi síð- astliðinn fimmtudag, urðu til þess að allar aðalflugleiðir milli Evr- ópu og Ameríku lágu yfir Íslandi, að því er segir í tilkynningu frá Isavia. „Miklar annir voru í flugstjórn- armiðstöðinni í Reykjavík og þurfti að manna ellefu af fimm- tán starfsstöðvum sem er álíka og gerðist í eldgosinu í Eyjafjallajökli þegar beina þurfti allri flugumferð yfir hafið norður fyrir gosstöðina,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að um þriðjungur af heildarumferðinni yfir Atlantshafi sé um íslenska flugstjórnarsvæðið en undanfarna mánuði hafi hlut- fallið verið óvenju hátt. - gar Mikil umferð yfir Íslandi: Flogið eins og í eldgosinu 2010 EYJAFJALLAJÖKULL Beina þurfti flugi norður fyrir Ísland vegna ösku frá Eyja- fjallajökli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.