Fréttablaðið - 29.01.2014, Side 6
29. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Um hversu mörg prósent hefur
umsóknum hælisleitenda fjölgað frá
2011?
2. Hvað er há upphæð í verkfallssjóði
Kennarasambandsins?
3. Hvaða sveitarstjórn vill varafl ugvöll
fyrir millilandafl ug? SVÖR:
1. 130 prósent.
2. 1400 milljónir króna.
3. Sveitarstjórn Skagafjarðar.
Hágæða flotefni í Múrbúðinni
Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Weberfloor
4150 flotefni
4-30mm
2.495
Weberfloor
4160 Hrað-
þornandi
lotefnif
2-30mm
3.795
Weberfloor
3104
refjastyrktT
otefni fl
-50mm5
.7952
Weberfloor
4350
Flotefni
fyrir
20-80 mm
2.190
Weberf
630 4
urolitD
ðnaðai
útiflo&
.6905 rDeka Acryl grunnu
1kg 1.225
5kg 4.590
Reykjavík Kletthálsi 7. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið má-fö kl. 8-18
Akureyri Óseyri 1. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-14
Munið 5% Pallaafsláttinn
Leitið tilboða í meira magn.
Látið fagmenn vinna verkin!
loor
r
t
SVEITARSTJÓRNARMÁL Af
tíu sveitarfélögum,
þar sem hlutfall inn-
flytjenda er hæst,
hefur ekkert mótað
stefnu í málefn-
um innflytjenda.
Verkefni sveitar-
félaganna í mála-
flokknum eru nær
eingöngu bund-
in við lög-
bundin
verkefni
á borð við
túlkaþjón-
ustu í leik-
skólu m og
skólum, auk
sérkennslu
og íslensku-
kennslu. Bæj-
arstarfsmenn
sem tala algeng
tungumál
innflytjenda
aðstoða við hin
ýmsu mál.
Hlutfall inn-
flytjenda hefur
farið vaxandi á
Íslandi undan-
farin ár og er nú
6,7 prósent fyrir
landið allt. Í sumum
sveitarfélögum er
hlutfallið þó mun
hærra.
„ Þ a ð e r
feiknahátt
hlutfall erlends
verkafólks hér
í sveit,“ segir
Guðbjartur Gunnarsson, oddviti
Eyja- og Miklaholtshrepps. Þar er
hlutfall erlendra borgara hæst á
landinu, eða 30 prósent.
Guðbjartur segir sveitarfélagið
ekki sinna málaflokknum sérstak-
lega, en að skólinn sæki til Jöfnun-
arsjóðs sveitarfélaga vegna aðstoð-
ar við börn af erlendum uppruna.
Skólastjóri Laugargerðisskóla segir
lítið fást frá sjóðnum.
„Það væri æskilegt ef hægt væri
að gera meira. Við höfum fengið
túlkaþjónustu á tveimur tungumál-
um, en ég notfæri mér líka eldri
nemendur til þess að þýða blöð og
slíkt,“ segir Kristín Björk Guð-
mundsdóttir skólastjóri.
Í Sandgerði er þriðja hæsta hlut-
fall innflytjenda á landinu.
„Við höfum gert ýmislegt til að
auðvelda aðlögum fólks af erlendum
uppruna í leik- og grunnskólanum,
Innflytjendum býðst helst
íslenskukennsla og túlkun
Hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur aukist mikið undanfarin ár og samkvæmt opinberum tölum telja inn-
flytjendur víða hátt í tuttugu prósent íbúa. Engin sveitarfélaganna sem Fréttablaðið hafði samband við hafði
mótað stefnu í málaflokknum og voru verkefni þeirra að mestu bundin við túlkun og íslenskukennslu.
STJÓRNMÁL Svandís Svavarsdótt-
ir, alþingimaður VG, hefur lagt
fram fyrirspurn á þingi um utan-
landsferðir Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, forseta Íslands á árinu
2013.
Svandís vill fá upplýst hversu
marga daga forsetinn var erlend-
is og hversu margar utanferðir
voru opinberar og hversu margar
í einkaerindum. Hún spyr um
kostnað og hver hafi greitt hann
sundurliðað eftir embætti forset-
ans, forsetanum sjálfum, ríkjum
sem hann heimsótti og einka-
ðilum sem hún vill þá vita og af
hvaða tilefni buðu forsetanum. Þá
er spurt um kostnað forsetaemb-
ættisins vegna ferða eiginkonu
forsetans, Dorrit Moussaieff. - gar
Fyrirspurn um forsetann:
Hver borgaði
ferðir forseta?
SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Alþingis-
maður spyr um ferðalög forseta.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
en það er engin yfirlýst stefna. Það
væri ekki óeðlilegt að hafa hana,“
segir Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri
í Sandgerði. Í skólum bæjarins eru
nú um fimmtán til tuttugu prósent
barnanna af erlendum uppruna.
í Sandgerði hefur verið hugað
að þátttöku innflytjenda í bæjar-
málum, en þó með litlum árangri.
„Við höfum leitað að fólki í nefndir,
en það er ekki mikið um það og við
vitum að þær endurspegla ekki fjöl-
breytileika samfélagsins. Við erum
þó meðvituð um mikilvægi þess að
raddir sem flestra heyrist,“ segir
Sigrún. Hún segist ekki kunna skýr-
ingu á lítilli þátttöku innflytjenda.
Flest sveitarfélaganna eru
fámenn og hafa ekki sérstaka
starfsmenn sem sinna málaflokkn-
um. Margir nefndu að mikil hjálp
væri í bæjarstarfsmönnum sem tala
algengustu tungumál innflytjenda.
„Það er gríðarlegur akkur í því
og hefur létt mikið undir. Hann fer
hiklaust út fyrir sitt svið og hjálpar
þeim sem þurfa á hjálp að halda,“
segir Gauti Jóhannesson, sveitar-
stjóri Djúpavíkurhrepps, um ferða-
og menningarfulltrúa bæjarins sem
er pólskumælandi.
Þjónusta við fullorðna innflytj-
endur eru helst námskeið í íslensku.
Eingöngu í tveimur sveitarfélögum
af þeim sem Fréttablaðið ræddi
við hafði verið unnið markvisst að
nýjum verkefnum á þessu sviði. Í
Langanesbyggð var nýverið stofn-
að fjölmenningarfélag.
„Markmið félagsins er að leggja
áherslu á það sem við eigum öll
sameiginlegt, alveg sama hvaðan
við komum,“ segir Hilma Steinars-
dóttir, grunnskólakennari á Þórs-
höfn, en hún stýrði einnig þróunar-
verkefni á vegum sveitarfélagsins
á síðasta ári sem miðaði að því að
auka stuðning við nemendur og for-
eldra af erlendum uppruna.
eva@frettabladid.is
SVEITARFÉLÖG MEÐ FLESTA INNFLYTJENDUR
➜ Hlutfall af íbúafjölda
Heimild: Hagstofan
VEISTU SVARIÐ?
Við höfum gert
ýmislegt til
að auðvelda aðlögum
fólks af erlendum upp-
runa í leik- og grunn-
skólanumm,
en það er engin yfirlýst
stefna. Það
væri ekki óeðlilegt að
hafa hana.
Sigrún Árnadóttir
bæjarstjóri í Sandgerði
ÞÝSKALAND, AP Töluverð spreng-
ing varð í fjósi einu í Rasdorf í
Þýskalandi í gær. Svo virðist sem
vindgangur úr kúm hafi valdið
sprengingunni.
Þakið á fjósinu skemmdist
nokkuð og ein kýr fékk brunasár,
en annað tjón varð ekki.
Að sögn lögreglu eru 90 kýr í
fjósinu, og hafði metangas safn-
ast þar upp vegna vindgangs úr
kúnum. Lítill neisti frá stöðu-
rafmagni hafi svo nægt til að
sprengingin varð.
- gb
Uppsafnaður vandi í fjósi:
Vindgangur olli
sprengingunni