Fréttablaðið - 29.01.2014, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 29. janúar 2014 | SKOÐUN | 15
FRÁBÆR
TILBOÐ!
Kletthálsi 11 -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
Gerðu mögnuð kaup!
Fjöldi bíla á staðnum!
TOYOTA AURIS TERRA
Nýskr. 06/08, ekinn 96 þús. km.
bensín, beinskiptur.
Verð áður kr. 1.750.000
TILBOÐSVERÐ!
1.450 þús.
HYUNDAI SONATA
Nýskr. 07/08, ekinn 93 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 1.990.000
TILBOÐ kr. 1.590 þús.
HYUNDAI SANTA FE 4x4
Nýskr. 06/06, ekinn 174 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 1.740.000
TILBOÐ kr. 1.290 þús.
NISSAN PATHFINDER SE
Nýskr. 06/08, ekinn 118 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 4.180.000
TILBOÐ kr. 3.380 þús.
TOYOTA LAND CRUISER 150
Nýskr. 05/12, ekinn 43 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 8.800.000
TILBOÐ kr. 7.990 þús.
NISSAN PATROL SE
Nýskr. 08/08, ekinn 125 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 4.380.000
TILBOÐ kr. 3.380 þús.
NISSAN MURANO 3.5
Nýskr. 06/09, ekinn 57 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 3.990.000
TILBOÐ kr. 3.290 þús.
Rnr. 310010
Rnr. 120238
Rnr. 120182
Rnr. 101779
Rnr. 141902
Rnr. 151451
Rnr. 200291
GÖNGUM FRÁ
FJÁRMÖGNUN Á
STAÐNUM
WWW.BÍLALAND.IS
Um áramótin tóku gildi
nýjar reglur hjá Sjúkra-
tryggingum um greiðslu
á notkun fyrir hin ýmsu
hjálpartæki. Nú er það
yfirlýst stefna stjórn-
valda í málefnum aldr-
aðra, að stuðla að því að
eldri borgarar geti búið
heima hjá sér sem lengst.
Og vissulega er það líka
það sem flestir aldrað-
ir vilja á meðan heilsan
leyfir. En þegar heils-
an bilar eða fólk fer að
finna til öryggisleysis,
ekki síst þeir sem búa einir, þá er
gott að geta fengið sér ýmislegt
sem styrkir búsetuna og hjálpar
fólki til sjálfshjálpar. Þar á meðal
er að fá sér öryggishnapp sem
hægt er að hafa um úlnliðinn, eða
í bandi um hálsinn og er til þess
ætlaður að geta kallað á hjálp í
ýmsum aðstæðum. Nú hafa reglur
verið hertar fyrir veitingu styrkja
vegna öryggishnapps.
Slíka hnappa er hægt að fá t.d.
hjá Securitas eða Öryggismiðstöð-
inni. Frá 1. janúar hefur gjald-
ið sem Sjúkratryggingar greiða
fyrir þessa þjónustu til fyrirtækj-
anna lækkað úr kr 6.700 í kr. 5.500
á mánuði. Hingað til hefur notand-
inn greitt hjá Securitas kr. 1.350
mánaðarlega fyrir öryggishnapp,
og ekki hefur verið tekin ákvörðun
um breytingar þar á bæ, en hækki
það sem nemur lækkun hjá Sjúkra-
tryggingum, þá er það tæplega
100% hækkun hjá notandanum.
Að búa á eigin heimili sem lengst
Annað skiptir líka verulegu máli
fyrir þá sem vilja búa heima sem
lengst og nýta sér heimaþjónustu
sveitarfélags eða ríkis. Í heimil-
ishjálp felst t.d. að hjálpa
fólki við böðun. Þá þarf oft
að notast við sturtustóla,
baðstóla eða baðbretti til
þess að fólk þurfi ekki að
klifra upp í baðkar, eða
aðstoðarmaðurinn þurfi
ekki að bogra við verkið. Nú
getur aldrað fólk ekki leng-
ur fengið slík tæki frítt,
heldur verður einstakling-
urinn að kaupa þessi tæki
sem geta kostað á bilinu
25-50.000 kr. Fyrri reglu-
gerð kvað á um að væri fólk
með verulega skerta færni
eða verulega skert jafnvægi, þá
væru kaup á baðstólum og bað-
brettum styrkt 100%.
Samræmingar þörf
Samkvæmt nýrri reglugerð er það
aðeins fólk sem er með alvarlega
tiltekna sjúkdóma s.s. MS, MND,
Parkinson og fleiri, sem á rétt á
niðurgreiðslu á slíkum tækjum,
ekki er nóg að vera orðinn 67
ára eða eldri með skerta líkam-
lega færni. Sama regla gildir um
hækjur og stafi. Þá eru líka gerð-
ar breytingar á reglum um gervi-
brjóst, stuðningshandrið og stoðir
á heimili, einnota bleiur, og breyt-
ingar á bifreiðum fyrir hreyfi-
hamlaða, svo dæmi sé tekið. Það
er með ólíkindum að stefna stjórn-
valda í málefnum aldraðra og svo
framkvæmd í ýmsum málum
sem snerta þann málaflokk skuli
stangast svona verulega á. Á sama
tíma er kostnaðurinn við rekstur
hvers hjúkrunarrýmis á öldrunar-
stofnun á bilinu 500-650.000 kr. á
mánuði fyrir hvern einstakling.
Það hlýtur því að vera miklu hag-
stæðara fyrir ríkissjóð að styrkja
fólk til að búa heima hjá sér, held-
ur en að fjölga hjúkrunarrýmum
í það óendanlega.
Frá því að ný ríkisstjórn tók við
völdum, hefur hún verið að draga
til baka skerðingar á kjörum eldri
borgara sem gerðar voru árið
2009. Nú um áramótin höfðu þær
lagfæringar í för með sér að hækk-
un til þeirra sem eru á lægsta líf-
eyri hjá TR nemur um 7-8.000 kr.
á mánuði. En með breytingum á
reglugerð um kostnað sem Sjúkra-
tryggingar greiða vegna aldraðra
er verið að taka þær hækkanir
margfalt til baka. Það er sem sé
verið að taka með annarri hend-
inni það sem gefið var með hinni.
Það er engan veginn verið að fram-
fylgja þeirri stefnu stjórnvalda
í málefnum aldraðra að þeir búi
heima hjá sér svo lengi sem heilsa
og geta leyfir. Þvert á móti eru
framtíðarsýnin og framkvæmdin
að stefna hvor í sína áttina.
Gefi ð með annarri hendinni –
tekið með hinni
Eyjólfur Árni Rafnsson
skrifaði grein í Frétta-
blaðið 24. janúar sl. undir
heitinu Norðlingaöldu-
veita – söguleg þróun og
nokkrar staðreyndir. Því
miður fer Eyjólfur Árni
rangt með helstu stað-
reyndir í þessu máli og
ætla ég að nefna tvær sem
eru lykilatriði.
1 Eyjólfur segir: „Um 1980 var þess í stað
(þ.e. í stað 200 km2 lóns)
gert samkomulag við
Náttúruverndarráð um
mun minna lón í Þjórsá
sem þó myndi ná inn í
neðstu verin í vatnshæð 581 my.s.
Einnig var heimilað að veita aust-
urkvíslum Þjórsár til Þórisvatns-
miðlunar.“ Hér er vísvitandi verið
að slíta setningu í sundur þannig
að mikilvægur fyrirvari týnist.
Staðreyndin er að það var gert
samkomulag sem orðað er í aug-
lýsingu að friðlandi frá 1981 á eft-
irfarandi hátt: „Ennfremur mun
Náttúruverndarráð fyrir sitt leyti
veita Landsvirkjun undanþágu
frá friðlýsingu þessari til að gera
uppistöðulón með stíflu við Norð-
lingaöldu í allt að 581 m y.s., enda
sýni rannsóknir að slík lónsmynd-
un sé framkvæmanleg án þess að
náttúruverndargildi Þjórsárvera
rýrni óhæfilega að mati Náttúru-
verndarráðs“ (leturbr. GMG) (Stj.
tíð. B, nr. 753/1981).
Í kjölfarið var Líffræðistofn-
un Háskólans undir forystu dr.
Þóru Ellenar Þórhallsdóttur falið
að stýra rannsóknum á áhrifum
fyrirhugaðs lóns á gróður og jarð-
vatnsstöðu í Þjórsárverum og skil-
aði hún lokaskýrslu um það 1994,
þar sem komist var að þeirri nið-
urstöðu að ekki væri hægt að gera
fyrirhugað lón án þess að það hefði
mikil áhrif á gróður og grunnvatn.
Í kjölfarið hóf Lands-
virkjun að leita leiða til
að minnka áhrif frá lón-
inu, en að lokum komst
arftaki Náttúruverndar-
ráðs, Náttúruvernd ríkis-
ins, að þeirri niðurstöðu
að slík lónsmyndun mundi
rýra náttúruverndargildi
Þjórsárvera óásættanlega.
Landsvirkjun hélt áfram í
ljósi þess að ný lög um mat
á umhverfis áhrifum höfðu
tekið gildi og því væri sam-
komulagið ekki í gildi leng-
ur. Síðan hefur Landsvirkj-
un haldið málinu til streitu.
2 Eyjólfur Árni segir: „Í öðrum áfanga
rammaáætlunar var fjallað um þá
tilhögun sem stjórnsýslan sætt-
ist á 2003. Í faghópum fékk fram-
kvæmdin allgóða einkunn út frá
umhverfis áhrifum og háa einkunn
fyrir hagkvæmni. Niðurstaðan var
þó sú við afgreiðslu Alþingis árið
2013 að veitan var sett í verndar-
flokk. Þetta varð til þess að upp
hófust deilur um pólitísk afskipti
af rammaáætlun.“ Þetta er ein-
faldlega rangt!
Blekking?
Staðreyndin er sú að í 1. áfanga
rammaáætlunar voru Þjórsárver
talin 3. verðmætasta náttúrusvæð-
ið af vatnsaflskostum. Sem kunn-
ugt er, fylgdu stjórnvöld ekki eftir
niðurstöðum 1. áfanga. Árið 2007
hófst 2. áfangi rammaáætlunar.
Lokaniðurstaða þeirrar vinnu var
að raða Þjórsárverum sem 4. verð-
mætasta svæði af 40 í faghópi 1 um
náttúrufar og menningarminjar.
Nefnd, sem skipuð var formönn-
um faghópa og formanni verk-
efnisstjórnar 2. áfanga, var falið
að flokka svæði og virkjunarhug-
myndir í verndarflokk, biðflokk
eða nýtingarflokk. Þessi nefnd
setti svæðið Þjórsá ofan Norð-
lingaöldu í verndarflokk. Svæðið
náði til efsta hluta af vatnasviði
Þjórsár, þar með talinna Þjórsár-
vera og farvegar Þjórsár með foss-
unum Dynk, Gljúfurleitarfossi og
Kjálkaversfossi, að Sultartanga-
lóni. Í meðförum Alþingis, þar sem
hagsmunaaðilar og almenningur
kom athugasemdum á framfæri,
var röðun Þjórsárvera eða ann-
arra svæða í verndar- og biðflokk-
um ekki hreyfð. Það er því fyrst
núna með ákvörðun umhverfisráð-
herra um að leggja til breytingar
á þingsályktun Alþingis og færa
vesturhluta Þjórsárvera í nýt-
ingarflokk, að pólitísk afskipti af
rammaáætlun hefjast.
Hvað gengur forstjóra Mannvits
til – er hann að reyna að blekkja
almenning í landinu?
Höfundur hefur setið í faghópi
1 í 1. og 2. áfanga rammaáætlun-
ar um vernd og orkunýtingu land-
svæða.
Blekkingar Eyjólfs Árna Rafns-
sonar, forstjóra Mannvits
NÁTTÚRUVERND
Gísli Már Gíslason
prófessor í vatnalíf-
fræði í HÍ og
formaður Þjórsár-
veranefndar sem er
Umhverfi sstofnun til
ráðuneytis um mál-
efni friðlandsins
SAMFÉLAG
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
formaður
Landssambands
eldri borgara
➜ Það er því fyrst núna
með ákvörðun umhverfi s-
ráðherra um að leggja til
breytingar á þingsályktun
Alþingis og færa vestur-
hluta Þjórsárvera í nýtingar-
fl okk, að pólitísk afskipti af
rammaáætlun hefjast. Hvað
gengur forstjóra Mannvits
til – er hann að reyna að
blekkja almenning í land-
inu?
➜ En þegar heilsan
bilar eða fólk fer að fi nna til
öryggisleysis, ekki síst þeir
sem búa einir, þá er gott að
geta fengið sér ýmislegt sem
styrkir búsetuna og hjálpar
fólki til sjálfshjálpar. Þar á
meðal er að fá sér öryggis-
hnapp sem hægt er að hafa
um úlnliðinn, eða í bandi
um hálsinn, og er til þess
ætlaður að geta kallað á
hjálp í ýmsum aðstæðum.
Nú hafa reglur verið hertar
fyrir veitingu styrkja vegna
öryggishnapps.