Fréttablaðið - 29.01.2014, Side 20

Fréttablaðið - 29.01.2014, Side 20
KRÓNURNAR MÚRAÐAR INNI Rannsóknir í hagfræði hafa ekki með óyggjandi hætti náð utan um kostnaðinn við gjaldeyrishöft. Aðstæður eru ólíkar og samanburður torveldur. Það sem á við um Argentínu gildir kannski ekki fyrir Ísland. Ég leyfi mér að full- yrða að ef höftin verða hér áfram eftir 10 ár eða 20 þá verður starfsemi þessara fyrirtækja í algjöru lágmarki. Kröfur fjár- festa eru mjög oft þær að starf- semin verði byggð upp utan Íslands. Þeir treysta ekki rekstrarumhverfinu hér. Þróunin hér held ég samt að sýni það að vissu leyti að hægt er að búa til einhver kerfi þar sem eru lögmætar hjáleiðir frá höftum. Í atvinnulífinu má greina vaxandi áhyggjur af skaðsemi gjaldeyris- hafta. Innan úr orkuiðnaði heyr- ist að innan tíðar verði öll starf- semi sem fara á fram utan land- steinanna komin í erlend félög og sama þróun virðist eiga sér stað í öðrum þekkingariðnaði. Rætt hefur verið um hættuna á eigna- bólu og ljóst að viðvarandi höft koma til með að skerða ávöxtun á lífeyrissparnaði landsmanna. Út- rásarmöguleikar fyrirtækja eru verulega skertir og hlutabréfa- markaður gagnast ekki nema að hluta. Þrátt fyrir allar þessar áhyggj- ur er erfitt að sýna svart á hvítu fram á skaðsemi haftanna, talið í krónum og aurum. „Lönd aðlagast höftum alveg merkilega vel,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor við við- skiptadeild Háskólans í Reykja- vík. Því sé flóknara en að segja það að ætla að áætla kostnað af viðvarandi gjaldeyrishöftum. „Í rannsóknum hafa verið gerð- ar miklar tilraunir til að mæla kostnað af gjaldeyrishöftum og takmörkunum á fjármagnsflæði og fjárfestingum. Og það hefur ekki reynst auðvelt að finna ein- hvern kostnað.“ Rannsóknirnar segir hann að hafi að vísu mestan- part beinst að þróunarlöndum, en svo hafi komið fram greinar þar sem niðurstöðurnar séu í þá átt að áhrif hafta séu neikvæð. | 4 29. janúar 2014 | miðvikudagur FROSTI ÓLAFSSON SVANA HELEN BJÖRNSDÓTTIR FRIÐRIK MÁR BALDURSSON Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en gilda um þróunarlönd. Málið hvorki klippt né skorið „Málið er hins vegar oft sett fram í almennri umræðu á þann hátt að neikvæðar afleiðingar hafta séu alveg borðleggjandi, en þær eru það ekki, ef maður á að vera alveg heiðarlegur.“ Friðrik segir hins vegar vitanlega óskemmti- legt að vera undir höftum, enda brjóti þau til dæmis í bága við ákvæði sem landið hefur undir- gengist í sambandi við Evrópska efnahagssvæðið og þar fram eftir götum. „En þróunin hér held ég samt að sýni það að vissu leyti að hægt er að búa til einhver kerfi þar sem eru lögmætar hjáleiðir frá höftum.” Friðrik Már segir hins vegar vel mega vera að kostnaður fyrir þróað ríki eins og Ísland sé meiri en fyrir þau lönd sem oftast er horft til þegar áhrif gjaldeyr- ishafta eru metin. „Oft á tíðum er bara verið að hugsa um höft á innflæði, beinar fjárfestingar og svo framvegis. Hér er þetta kannski öðruvísi og sér í lagi gagnvart alþjóðlegum fyrirtækj- um eins og Össuri og öðrum sem kvarta sáran undan höftunum, þrátt fyrir hjáleiðir sem eru til staðar.“ Málið segir Friðrik því ekki eins klippt og skorið og marg- ur vilji vera láta. Við bætist svo margvíslegur kostnaður sem erf- itt sé að mæla. „Það er erfitt að mæla kostnað við hluti á borð við spillingu, án þess að ég vilji gera því skóna að við þjáumst mikið af henni,“ segir hann þótt spill- ing embættismanna kunni að vera fyrirferðarmeira vandamál í öðrum löndum sem horft hefur verið til. „Ég hef enga trú á að það sé stórt mál hér.“ Að auki fari svo óskapleg orka í að finna leiðir til að komast í kring um gjaldeyris- höftin. „Hagnaðarmöguleikar í kring um bilið milli opinbers og óopinbers gengis bjóða upp á að menn láti reyna á höftin.“ Friðrik áréttar að hann sé langt í frá ein- hver talsmaður hafta eða áhuga- maður um áframhaldandi höft. „Ég er ekki hrifnari af þeim en nokkur annar. En fræðin hafa átt í vandræðum með að sýna fram á kostnaðinn við þau.“ Í fyrri umfjöllun um gjaldeyr- ishöft hefur þó verið sýnt fram á dæmi þar sem skatttekjur glat- ast. Til dæmis hafi erlent fyrir- tæki mögulega áður getað fært fé úr íslensku útibúi, en það sé ekki hægt í umhverfi hafta. Í staðinn flytji félagið tekjur af fjárfesting- um sínum beint úr landi og greiði af þeim skatt erlendis. Þá hefur verið bent á þá þróun hjá sprota- fyrirtækjum í hugbúnaðariðnaði að þau færi sig fremur úr landi með einhverjum hætti. Sömu sögu segir viðmælandi blaðsins í orku- geiranum sem kýs að láta nafns síns ekki getið. Viðbúið sé að í áframhaldandi höftum verði öll Í grein sem hagfræðiprófessorarnir Friðrik Már Baldursson og Richard Portes skrifuðu um gjaldeyrishöftin undir lok síðasta árs segja þeir Ísland standa frammi fyrir erfiðu, en ekki óyfirstíganlegu, vandamáli við að gera upp bú föllnu bankanna og aflétta gjald- eyrishöftunum. „Mikið er undir. Mikilvægt er, fyrir sakir efnahagslegrar farsældar landsins í framtíð- inni, að aflétta á endanum gjaldeyrishöftum. Þetta verður hins vegar að gera án þess að ógna fjármálastöðugleika og getu landsins til að standa undir skuldum sínum. Jafnvel þótt höftin séu skaðleg, þá er ávinningurinn af því að aflétta þeim líklegur til að vera mun minni en kostnaðurinn í kjölfar snemmbærrar afléttingar skorða á flæði fjármagns úr landi,“ segja þeir, bæði í grein sem birtist í Capital Markets Law Journal í byrjun þessa árs og í grein sem birtist á vef VOX í nóvember í fyrra. Hagfræðingarnir segja að þótt dæmi finn- ist um að ný gjaldeyrishöft hafi skaðleg áhrif í því að skerða hagvöxt þá sé þau áhrif síður að finna á Íslandi strax í kjölfar kreppu, um leið og auðvelt sé að sjá fyrir hversu skaðlegt væri að fella niður höftin án þess að taka á fyrirliggjandi vandamálum. „Af því leiðir að af Íslands hálfu er þolinmæði óhemjumikilvæg.“ ÞOLINMÆÐI SKIPTIR HÖFUÐMÁLI RICHARD PORTES EFNAHAGSMÁL Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.