Fréttablaðið - 29.01.2014, Page 22

Fréttablaðið - 29.01.2014, Page 22
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Mið-Asía er ekki algengur viðkomustaður íslenskra ferðalanga en þangað hafa þó fáeinir skipulagðir hópar farið undanfarin ár. Meðal þeirra sem hafa heimsótt svæðið eru hjónin Þórður Harðarson og Sól- rún B. Jensdóttir sem létu gamlan draum rætast nýlega og heim- sóttu Kirgisistan og Úsbekistan ásamt fámennum en góðmennum hópi frá Íslandi. Þórður og Sól- rún ferðast mikið og heimsóttu meðal annars fimm heimsálfur á síðasta ári. Þau segja þrennt hafa vakið áhuga þeirra á svæðinu. „Í fyrsta lagi er mikil náttúrufegurð á þessum slóðum þar sem háir fjallgarðar gnæfa yfir allt. Tian Shan-fjallgarðurinn þekur sem dæmi rúmlega 80% af lands svæði Kirgisistans. Margir tindar á þessum slóðum ná 7-8.000 metra hæð,“ segir Þórður. Í öðru lagi nefnir Sólrún söguna en vafalaust sé ekkert land meiri miðpunktur heimsins en Ús- bekistan. „Þarna mætast áhrif frá Kína, Indlandi, Íran, arabaheim- inum, Tyrklandi og Rússlandi. Allar þessar þjóðir hafa látið sig svæðið varða undanfarnar aldir og flutt með sér menningu og trúarbrögð. Ekki skemmdi fyrir í þessu sambandi að við vorum með afburðagóða leiðsögukonu í för.“ Að lokum nefnir Þórður þann þátt sem hann var spenntastur fyrir, sem er arkitektúrinn. „Hann er svo sannarlega óviðjafnan- legur, sérstaklega í Úsbekistan. Margar byggingar þar hafa verið endurreistar af mikilli natni á tímum Sovétríkjanna, en flestar eru þær frá 14. til 17. öld. Þarna má raunar finna nokkrar af glæsi- legustu byggingum sem maður hefur séð um ævina og höfum við nú ferðast víða.“ ÓLÍK LÖND Þó nokkur munur er á löndunum tveimur að sögn Þórðar og Sól- rúnar. „Bæði er Úsbekistan miklu stærra og fjölmennara land en auk þess er Kirgisistan öllu frum- stæðara. Þó ríkir þar mun frjáls- lyndara stjórnarfar og landið er opnara fyrir erlendum viðskipt- um. Í Úsbekistan ríkir harðstjórn og ferðamönnum er gert aðeins erfiðara fyrir svo maður orði hlutina á mildan hátt.“ Bæði löndin eiga ríka sögu þeg- ar kemur að handverki, svo sem teppagerð, vefnað, keramik og silkigerð sem stendur á fornum merg. „Við kynntumst auðvitað matargerð heimamanna og vor- um nokkuð hrifin af henni, sér- staklega forréttum. Þeir byggja mikið á grænmeti og ávöxtum sem eru oft vel kryddaðir og bornir fram með sósu. Aðalrétt- irnir voru oftast „plov“ sem er nokkurs konar hrísgrjónaréttur, oft borinn fram með nautakjöti eða lambakjöti. Einstaka sinnum fengum við grillað kjöt á teini en fiskfang var þó af skornum skammti.“ Hjónin eru hvergi nærri hætt þrátt fyrir mikil ferðalög undan- farin ár. „Okkur hefur lengi dreymt um að heimsækja Íran og einnig að keyra sjálf yfir Kletta- fjöllin, frá Calgary til Vancouver í Kanada. Einnig er Marokkó athyglisverður kostur þannig að margir spennandi möguleikar eru í stöðunni.“ ■ starri@365.is MIÐPUNKTURINN HEIMSÓTTUR FRAMANDI SLÓÐIR Mikil náttúrufegurð, stórbrotin saga og glæsilegur arki- tektúr einkenna Mið-Asíuríkin Kirgisistan og Úsbekistan. Rúmlega 35 milljónir manna búa þar á landsvæði sem er nær fimm sinnum stærra en Ísland. Fáir Íslendingar hafa heimsótt löndin en nú kann breyting að verða á. FALLEGUR ARKITEKTÚR Grafhýsi Sufi Bakhautdin í Bukhara. MYND/ÚR EINKASAFNI HÓPURINN Íslenski hópurinn með fararstjórum. Þórður stendur aftast fyrir miðju og Sólrún fyrir framan hann. MYND/ÚR EINKASAFNI RISASTÓRT Issyk Kul í Kirgisistan er eitt stærsta stöðuvatn heims, 74 sinnum stærra en Þingvallavatn. MYND/GETTY ÞJÓÐLEGT Plov er hrísgrjónaréttur, oft borinn fram með nautakjöti eða lamba- kjöti. MYND/ÚR EINKASAFNI Algjört möst

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.