Fréttablaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 32
Netfang auglýsingadeildar
auglys ing ar@markadurinn.is
Veffang visir.is
Netfang
rit stjorn@markadurinn.is
Sími 512 5000 Fax 512 5301
Hin
VALA VALTÝSDÓTTIR SVIÐSSTJÓRI SKATTA-
OG LÖGFRÆÐISVIÐS DELOITTE
hliðin
Nei ekki er þetta alveg rétt en gæti
verið það.
Það eru nefnilega í gildi lög um
gjaldeyrishöft á Íslandi (lög nr.
87/1992 með breytingum sbr. lög nr.
127/2011). Í hugum fólks eru þessi
sérstöku lagaákvæði sem kveða á um
takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum
og fjármagnshreyfingum á milli landa
tengd við fjárfestingar og viðskipti.
En svo er ekki eingöngu og hafa að
minnsta kosti þeir sem hafa ferðast til
útlanda undanfarin ár áttað sig á því
að kaup á gjaldeyri eru takmörk sett.
En höftin eru víðar og ná til fleiri tilvika.
Höft gagnvart viðskiptum
Svo öllu sé haldið til haga þá giltu
um gjaldeyrishöft til að byrja með
reglur sem settar voru 28. nóvember
2008. En almennt má segja, hvað
varðar viðskipti milli landa, að
fyrir utan kaup á þjónustu og vöru
erlendis frá sé ekki hægt að fá gjald-
eyrisyfirfærslu. Þannig er óheimilt að
fjárfesta í erlendum fyrirtækjum, taka
lán erlendis nema sérstök skilyrði
séu uppfyllt eða kaupa fasteignir
erlendis án þess að flytjast búferlum,
svo eitthvað sé nefnt. Þannig er í
raun íslenskum fyrirtækjum meinað
að fara í landvinninga erlendis. Hins
vegar er erlendum aðilum almennt
heimilt að fjárfesta á Íslandi. Einnig
skal tekið fram að greiðslum erlendis
frá vegna sölu á vöru eða þjónustu
ber að skila til Íslands innan þriggja
vikna frá því greiðslan fór fram.
Höft gagnvart einstaklingum
Svo vitnað sé til yfirskriftar þessa pistils
þá eru meira að segja höft á gjöfum
milli landa. Til dæmis getur Íslendingur
ekki móttekið peningagjöf í erlendum
gjaldeyri nema eiga hann á banka-
reikningi á Íslandi. Þannig er óheimilt
að taka við gjöf í formi reiðufjár eða
inneignar á erlendum bankareikningi,
nema þá að skila fjármununum heim
til Íslands innan þriggja vikna frá því
að gjöfin komst í umráð viðkomandi.
Auk þessa er t.d. óheimilt að taka
við gjöf sem er í formi eignarhlutar í
erlendu fyrirtæki eða fasteign.
Skilaskylda á gjaldeyri
Eins og fram hefur komið ber að skila
öllum erlendum gjaldeyri sem innlendir
aðilar eignast, svo sem fyrir seldar vörur
og þjónustu, eða með öðrum hætti, á
innlánsreikning í eigu þess innlenda
aðila hjá fjármálafyrirtæki hér á landi
innan þriggja vikna frá því að gjald-
eyriirnn komst eða gat komist í umráð
eiganda eða umboðsmanns hans.
Er hægt að sekta vegna gjafar frá
frænku?
Já, ef gjöfin er móttekin með óheim-
ilum hætti þá er heimilt að sekta og í
raun geta brot á umræddum reglum
varðað sektum eða fangelsi allt að
tveimur árum. Sektir á einstaklinga
geta numið frá 10 þús. kr. til 65 millj.
kr. og frá 50 þús. kr. til 250 millj. kr.
ef um lögaðila er að ræða.
Umfjöllun þessi er langt í frá
tæmandi og undantekningar frá
umræddum reglum eru flóknar og
margvíslegar.
„Sektuð vegna
gjafar frá frænku“
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
USD 114,9 GBP 190,15 DKK 21 EUR 156,71
Gengi gjaldmiðla
NOK 18,686 SEK 17,81 CHF 127,7 JPY 1,11