Fréttablaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 14
7. apríl 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14 Þessi verðlaun eru hugarfóstur Stein- unnar Stefánsdóttur, fyrr verandi aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins,“ segir Einar Skúlason, verkefnis- stjóri samfélagsverðlaunanna. „Hana langaði til að gera eitthvað gott og að Fréttablaðið myndi nýta krafta sína til að ýta undir góð málefni. Mér finnst mikilvægt – af því að fréttir eru í eðli sínu neikvæðar og ef allt er gott og blessað þá er það ekki fréttnæmt – að beina sjónum að því jákvæða sem er að gerast í sam félaginu og helst því sem fer hljótt. Þessi verð- laun eru svolítið sér- stök því það er oft fólk sem afskaplega fáir vita af, en er að vinna mikilvægt starf, sem hlýtur þau.“ Sérstök dómnefnd fer yfir ábend- ingar frá lesendum og velur þrjá í hverjum flokki, nema heiðurs- verðlaunaflokknum, og tilnefnir til verðlaunanna. „Tilnefningarnar eru síðan kynntar fyrirfram, nema hver hlýtur heiðursverðlaunin, það kemur í ljós á afhendingardeginum um leið og tilkynnt er hverjir hljóta verðlaun- in í hinum flokkunum,“ segir Einar. Hann segir jafnframt að fólk hafi í gegnum tíðina verið ákaflega ánægt með verðlaunaveitingarnar. „Þetta er alltaf mjög hátíðleg stund. Fólk mætir í sínu fínasta pússi og þetta er mikill gleðidagur.“ Skorað er á lesendur Fréttablaðs- ins að senda inn ábendingar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingar vott fyrir verk sín. Allir koma til greina, jafnt óþekktir ein- staklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök eða þjóðþekktir karlar og konur sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrirmynd. Skilafrestur er til miðnættis þann 23. apríl 2014. Verðlaunin verða afhent 13. maí af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. fridrikab@frettabladid.is TÍMAMÓT Útför elsku mannsins míns, pabba, tengdapabba og afa, FRIÐRIKS THEODÓRSSONAR fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á að styrkja Lúðrasveit Reykjavíkur, kt. 440269-1929, reikn.nr. 0137-26-10090. Edda Völva Eiríksdóttir Hildur Friðriksdóttir Jóhannes Albert Sævarsson Hrefna Friðriksdóttir Hörður Sigurðarson Halla Rún Friðriksdóttir Jón Benoný Reynisson barna- og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MANUEL ARJONA CEJUDO lést á heimili sínu umvafinn fjölskyldunni sunnudaginn 30. mars. Útför hans fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 13.00. Anna Sóley Sveinsdóttir Katrín Vala Arjona Ingólfur Jóhannesson Hilmir Arjona Ingólfsson Róbert Arjona Ingólfsson Tinna Arjona Ingólfsdóttir Elskuleg móðir okkar, SIGRÍÐUR SVAVA RUNÓLFSDÓTTIR frá Keflavík, síðast Hörgshlíð 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. apríl kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Runólfur Skaftason Þórunn Skaftadóttir Inga Skaftadóttir Birgir V. Sigurðsson Gunnhildur Skaftadóttir Guðmundur Magnússon Friðfinnur Skaftason Sigríður H. Ingibjörnsdóttir Einar Skaftason Lydía Jónsdóttir Páll Skaftason Hrund Þórarinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. BENEDIKT ÖRN ÁRNASON leikari og leikstjóri, lést 25. mars síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 8. apríl klukkan 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á að Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna njóti þess. Erna Geirdal Einar Örn Benediktsson, Árni Benediktsson og aðrir aðstandendur. Elsku konan mín, mamma, tengdamamma, amma og langamma, UNNUR JÓNA JÓNSDÓTTIR, sem lést á Líknardeild Landspítalans þann 30. mars, verður jarðsungin miðvikudaginn 9. apríl kl. 15:00. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju. Björn Guðmundsson Margrét Björnsdóttir Einar Hákonarson Sigrún Björnsdóttir Guðrún Björnsdóttir Sigurður Ágúst Sigurðsson Jón Axel Björnsson Karen Sigurkarlsdóttir Björn Jóhann Björnsson Vilhelmína Einarsdóttir Unnur Ýr Björnsdóttir Magnús Bogason ömmu- og langömmubörn Handverkstæðið Ásgarður, sem hlaut samfélagsverðlaunin árið 2009, smíðar verðlaunagripina og hefur gert það síðan 2010. „Þannig að tengslin rofna ekki,“ segir Einar Skúlason, verkefnis- stjóri samfélagsverð- launanna. „Það er mjög skemmtilegt og veitir okkur mikla ánægju að samfélags- verðlaunin verði til þess að það komist á varanleg tenging við verðlaunahafana.“ Í umsögn dóm- nefndar verðlaunanna um Ásgarð segir að fagleg markmið vinnustaðarins eigi rætur í uppeldiskenningum Rudolfs Steiner en í kenningum hans felist meðal annars að ekki sé litið á fötlun sem vandamál heldur möguleika. ÁSGARÐUR SMÍÐAR VERÐLAUNAGRIPINN 1 Frá kynslóð til kynslóðar Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt. Einnig koma til greina félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. 2 Hvunndagshetjan Einstaklingur sem sýnt hefur sérstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem er í tengslum við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. 3 Til atlögu gegn fordómum Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða for- dómum í samfélaginu. 4 Heiðursverðlaun Einstaklingur sem með ævistarfi sínu hefur stuðlað að betra samfélagi. 5 Samfélagsverðlaun Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndar- starf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. Verðlaunafé 1,2 milljónir. Samfélagsverðlaun í fimm flokkum Vilja vekja athygli á því sem vel er gert Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í níunda sinn þann 13. maí. Lesendur eru hvattir til að senda inn ábendingar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingarvott fyrir störf sín. Allir koma til greina, bæði þekktir og óþekktir. FYRSTU VERÐLAUNAHAFARNIR Þráinn Hafsteinsson og Þórdís Gísladóttir, Guðbjörn Magnússon, Toshiki Toma og Forma, samtök átröskunar- sjúklinga á Íslandi hlutu samfélagsverðlaunin árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI EINAR SKÚLASON GÓÐUR VINNUSTAÐUR Ásgarður hand- verkstæði hlaut samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þessi verðlaun eru svolítið sérstök því það er oft fólk sem afskaplega fáir vita af sem hlýtur þau. Einar Skúlason

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.