Fréttablaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 42
7. apríl 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 22
ÞAÐ GETA EKKI ALLIR
VERIÐ GORDJÖSS
Það er mikið í mig lagt
Þú veist það um leið og þú sérð hann. Það er eitthvað einstakt við Range Rover Evoque. Hönnunin grípur þig
samstundis. Útlitið er loforð um ævintýri, þægindi og óbeislaða upplifun. Búnaðurinn er á heimsmælikvarða,
hvort sem um ræðir aksturseiginleika, fjöðrunarbúnað, drifkerfi eða afl.
Reynsluaktu Evoque og leyfðu honum að heilla þig. Hafðu samband í síma 525 8000 eða komdu í heimsókn.
www.landrover.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
11
4
5
*M
ið
að
v
ið
u
pp
ge
fn
ar
v
ið
m
ið
un
ar
tö
lu
r
fr
am
le
ið
an
da
u
m
e
ld
sn
ey
tis
no
tk
un
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tr
i.
RANGE ROVER EVOQUE – VERÐ FRÁ 8.490.000 KR.
4x4 - TD4 2,2 dísil, 9 þrepa sjálfskipting. Eyðsla 6,5 l/100 km.*
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
SPORT
SKÍÐI Skíðamót Íslands fór fram við frábærar aðstæður á Akureyri
um helgina en flest besta skíðafólk landsins var þar komið
saman. Sævar Birgisson Ólympíufari hafði mikla yfirburði
í skíðagöngu karla og vann allar þær fjórar greinar sem
keppt var í á mótinu. Meiri spenna var í kvennaflokki en
þær Veronika Lagun og Katrín Árnadóttir skiptu með sér
gullverðlaunum í einstaklingsgreinunum fjórum.
Í alpagreinum varð Einar Kristinn Kristgeirsson
meistari í svigi og stórsvigi. Hann komst í úrslit í
samhliðasvigi en var dæmdur úr leik eftir að
hafa komið við svokallaðan startpinna, sem er
ólöglegt.
Helga María Vilhjálmsdóttir varð Íslands-
meistari í stórsvigi og Freydís Halla Einarsdótt-
ir í svigi. Þær mættust svo í samhliðasviginu í
gær og þar hafði Helga María betur. - esá
Yfi rburðir Sævars á Akureyri
FÓTBOLTI Ísland vann mikilvægan 1-0
sigur á Ísrael í undankeppni HM 2015
ytra á laugardaginn. Dagný Brynjars-
dóttir skoraði eina mark leiksins á 60.
mínútu með skoti úr vítateignum eftir
undirbúning Fann dísar Friðriksdóttur.
Sigurinn var sanngjarn en Ísland
stjórnaði leiknum frá upphafi. Stelp-
urnar eru nú með sex stig eftir þrjá
leiki og í öðru sæti riðilsins. Sviss er
á toppnum með fullt hús stiga eftir
fimm leiki. Ísland mætir næst Möltu,
sem er stigalaust á botni riðilsins, ytra
á fimmtudag. - esá
Dagný var hetja
Íslands í Ísrael
FORMÚLA 1 Lewis Hamilton, ökuþór
Mercedes, bar sigur úr býtum í
Formúlu 1-keppninni í Barein í gær
eftir harða keppni við Nico Rosberg,
liðsfélaga sinn. Þeir voru í sérflokki
í mótinu en tíu sekúndna forysta
Hamilton var þurrkuð út eftir að
öryggisbíll var kallaður út þegar
tíu hringir voru eftir. Rosberg var á
fljótari dekkjum en Hamilton náði að
verja forystuna.
Sergio Perez á Force India varð
þriðji eftir spennandi keppni við
Daniel Ricciario á Red Bull. - esá
Mercedes-menn í
sérfl okki í Barein
FÓTBOLTI Liverpool vann nauman en
afar mikilvægan sigur á West Ham í
gær, 2-1, og hélt þar með toppsæti
ensku úrvalsdeildarinnar. Steven
Gerrard, fyrirliði Liverpool, skoraði
bæði mörkin úr vítaspyrnum.
Chelsea og Manchester City koma
næst á eftir en bæði lið unnu örugga
sigra á laugardaginn. Everton vann
hins vegar sannfærandi sigur á Arse-
nal, 3-0, í gær og er nú með 63 stig í
fimmta sætinu, stigi á eftir Arsenal.
Manchester United er í sjötta sæti
eftir sigur á Newcastle, 4-0. - esá
Liverpool hélt í
toppsætið
BADMINTON „Það kom mér á óvart
hversu stressuð ég var og ég
átti í raun erfitt með að ná mínu
besta fram,“ sagði Tinna Helga-
dóttir, þrefaldur Íslandsmeistari
í badminton, að loknu Íslands-
mótinu sem haldið var í Hafnar-
firði um helgina. Tinna varð
meistari í einliðaleik, tvíliðaleik
og tvenndarleik en mesta spenn-
an var í úrslitaleiknum gegn Mar-
gréti Jóhannsdóttur í einliðaleik.
Úrslitaleikurinn var spennandi
en Tinna vann í tveimur lotum,
21-19 og 22-20. „Hún [Margrét]
spilaði mjög vel og ég varð mjög
stressuð. Í raun var ég heppin að
hafa unnið,“ bætir Tinna við en
sigrar hennar í öðrum greinum
voru nokkuð þægilegir.
Tinna býr nú í Danmörku þar
sem hún hefur nýlokið BA-námi í
íþróttafræði og ensku. Hún hefur
einnig starfað sem yfirþjálfari
yngri flokka hjá Værlöse og
keppir fyrir liðið í 1. deildinni í
Danmörku.
„Ég á nú von á því að vera áfram
úti,“ sagði Tinna sem hefur gengið
vel í vetur. „Ég hef verið að spila
og æfa mikið – mun meira en ég
ætlaði mér.“
Tinna varð meistari í tvíliðaleik
með Erlu Björgu Hafsteinsdóttur
og keppti svo með bróður sínum,
Magnúsi Inga, í tvenndarleik.
Kári Gunnarsson varð Íslands-
meistari í bæði einliðaleik og tví-
liðaleik karla. Hann vann Atla
Jóhannesson í einliðaleik en þeir
félagar urðu svo saman meistarar
í tvíliðaleik. eirikur@frettabladid.is
Var heppin að vinna
Tinna Helgadóttir var sigurvegari Íslandsmótsins í badminton en hún vann
þrefaldan sigur. Kári Garðarsson vann gull í bæði einliðaleik og tvíliðaleik karla.
SIGURSÆL Tinna Helgadóttir vann
þrefalt um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KÖRFUBOLTI Snæfell varð í gær-
kvöldi Íslandsmeistari í körfu-
bolta kvenna í fyrsta sinn í sögu
félagsins. Liðið vann Hauka, 69-62,
og þar með rimmu liðanna í loka-
úrslitunum, 3-0. Afrekið er ekki
síst merkilegt í ljósi þess að hin
bandaríska Chynna Brown, sem
hefur verið lykilmaður í liði Snæ-
fells á tímabilinu, gat lítið beitt sér
í úrslitakeppninni vegna meiðsla.
Hildur Sigurðardóttir var valin
besti leikmaður úrslitakeppninnar
en hún er uppalin í Stykkishólmi
og sneri aftur í Snæfell árið 2011
eftir nokkurra ára dvöl í KR.
„Þegar ég fór héðan á sínum tíma
bjóst ég ekki við að ég myndi koma
hingað aftur til að spila körfu-
bolta. Nú er ég búin að vera í þrjú
ár, það hefur verið stígandi í liðinu
með hverju árinu og við búnar að
landa tveimur stórum titlum,“ sagði
Hildur eftir leikinn í gær. - esá, iþs
Meistari í fyrsta sinn
Snæfell gerði sér lítið fyrir og „sópaði“ Haukum, 3-0.
BIKARINN Á LOFT Það var mikil gleði
í Stykkishólmi þegar Hildur Sigurðar-
dóttir tók á móti Íslandsmeistarabikar-
num. MYND/JÓN BJÖRN ÓLAFSSON