Fréttablaðið - 17.05.2014, Page 20

Fréttablaðið - 17.05.2014, Page 20
17. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Íris Björk Reynisdóttir, ljósmyndari í London. Jóga og BA-skil í London „Ég ætla að fara í jóga bæði í dag og á sunnudag. Svo mun ég eyða restinni af helginni fyrir framan tölvuna að fylla inn í rannsóknar- vinnu og persónulegar skýrslur ásamt því að leggja lokahönd á myndvinnslu því að ég er að skila BA-lokaverkefninu mínu á mánudagsmorguninn.“ Arnar Dan Kristjánsson leikari. Landsbyggðin kallar „Ég er að fara í brúðkaup að Helln um á Snæfells- nesi hjá mági mínum. Svo næ ég vonandi að kíkja í Frystiklefann á Rifi í leiðinni og sjá sýninguna hans Kára Viðarssonar, Hetju. Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu. Undirbýr Íslands- fl utninga „Í dag er þjóðhátíðardagur Norðmanna svo ég ætla að skella mér í morgunmat með nokkrum vel völdum vinkonum og njóta dagsins hér í Bergen. Sunnudagurinn fer í það að pakka niður og kveðja Noreg.“ Benedikt Valsson Hrað- fréttamaður. Fer kannski í partí „Okkur Fannari er boðið í innflutningspartí í kvöld hjá konu sem heitir Kolla en ég veit ekki hvort ég nenni. Á sunnudaginn ætla ég að skella mér í sund og fá mér svo ís.“ - Á TÓNLEIKA SELKÓRSINS, VIÐ REYKJAVÍKUR- TJÖRN, sem verða í Hörpu á morgun kl. 17 og 20. Þar flytur kórinn ásamt þeim Þóru Einarsdóttur og Garðari Thór Cortes helstu dægurlög Gunnars Þórðarsonar, sem eru fyrir löngu orðin klassísk. - Á LAGIÐ SEASONS MEÐ HLJÓM- SVEITINNI FUTURE ISLANDS og hitaðu upp fyrir Airwaves í leiðinni en sveitin mun spila á há- tíðinni næsta haust. - BÓKINA 20 TIL EFNI TIL DAGDRYKKJU eftir Þorbjörgu Marínós- dóttur sem kom út í vikunni. Sprenghlægileg og neyðarleg bók sem er sú fjórða eftir höfundinn. Á KVIKMYNDINA VONARSTRÆTI, sem var frumsýnd í gær, en þessi íslenska mynd eftir leikstjórann Baldvin Z hefur hlotið góða dóma. HELGIN 17. maí 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU … Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Evrópustofu. Fjallað verður um stöðu mannréttinda innan ríkja Evrópusambandsins í kjölfar efnahagsþrenginga undangenginna ára. Einnig verður fjallað um stefnu sambandsins í mann- réttinda málum og hvernig hún nær yfir borgaraleg, pólitísk, efnahagsleg og félagsleg réttindi. Sjónum verður sérstaklega beint að réttindum hinsegin fólks, jafnrétti kynjanna og tjáningarfrelsi í þessu samhengi. Fundirnir fara fram á ensku. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is og www.evropustofa.is EVRÓPUMÁL MÁNUDAGURINN 19. MAÍ KL. 12:00-13:30 Í NORRÆNA HÚSINU Mannréttindi og Evrópusambandið Fundarstjóri: Alyson Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Versnandi staða í mannréttinda- málum í kjölfar efnahagsþrenginga Kinga Göncz er Evrópuþingmaður, varaformaður nefndar Evrópuþingsins um borgaraleg réttindi, dóms- og innanríkismál, og fyrrverandi utanríkisráðherra Ungverjalands. Stefna Evrópusambandsins í mannréttinda málum – mannréttindi um allan heim Pauline Torehall er sérfræðingur hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins (EEAS). Education and Culture Lifelong Learning Programme JEAN MONNET ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT 10-50% AFSLÁTTUR HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 WHIRLPOOL DAGAR ÞVOTTAVÉLAR - ÞURRKARAR - UPPÞVOTTAVÉLAR ÖRBYLGJUOFNAR - OFNAR - HELLUBORÐ - GUFUGLEYPAR KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í undirbúningi sýningar- innar og það ferli var afar lær- dómsríkt. Skemmtilegt var að vinna með góðu teymi fólks og móður minni, taka við hana við- töl sem tengdust fatnaði frá for- setatíð hennar og fram spruttu margar minningar, skemmti- legar sögur og fróðleikskorn,“ segir Ástríður Magnúsdóttir, dóttir frú Vigdísar Finnboga- dóttur, sem verður með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? á morgun, á Alþjóða- safnadaginn, á Hönnunar safni Íslands. Fatnaður Vigdísar leikur lyk- ilhlutverk í sýningunni en hann var mikilvægur í ímyndar- sköpun forsetans. Það sem mót- aði persónulegan stíl Vigdísar var Parísardvöl hennar, leikhús- lífið og að lokum diplómatískar hefðir. Þegar hún tók við emb- ætti forseta Íslands árið 1980 stóð Vigdís frammi fyrir því að skapa hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Ástríður, sem er meistara- nemi í listfræði og í sýningar- nefnd sýningarinnar, var sjö ára þegar móðir hennar varð forseti og ætlar að rifja upp skemmti- legar sögur í leiðsögninni. „Eins og til dæmis þegar hún þurfti að fara um borð í þyrlu á Græn- landi í skautbúningi og hversu mikinn tíma það gat oft tekið að hengja utan á fínu silkikjólana orður og aðra fylgihluti sem til- heyrðu embættinu. Sagan þegar skórnir gleymdust á 17. hæð á Imperial-hótelinu í Japan og hún var komin hálfa leið niður á töfflunum að hitta keisarann. Þá voru góð ráð dýr.“ Ástríður segist afar stolt af móður sinni og það aukist bara eftir því sem hún kafar dýpra í feril hennar, líf, boðskap og gjörðir. „Hún er brautryðjandi á mörgum sviðum, fyrsta konan til að vera kosin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum og einnig fyrsta íslenska einhleypa konan til að fá leyfi til að ætt- leiða barn,“ segir Ástríður. Sýn- ingin sjálf stendur til 5. október. Hvað? Leiðsögn Ástríðar Magnús- dóttur um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? Hvar? Hönnunarsafn Íslands. Hvenær? Á morgun kl. 14. Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Ástríður Magnúsdóttir kynntist nýrri hlið á móður sinni, frú Vigdísi Finnboga- dóttur, er hún tók þátt í að setja upp sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? Hún var sjö ára þegar móðir hennar var kjörin forseti en á morgun verður hún með leiðsögn um sýninguna þar sem hún rifj ar upp sögur tengdar fatnaðinum. KYNNTIST NÝRRI HLIÐ Ástríður Magnúsdóttir rifjar upp sögur tengdar fatnaði móður sinnar, frú Vigdísar Finnbogadóttur, er hún verður með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.