Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2014, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 17.05.2014, Qupperneq 37
GÆLUDÝR LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2014 Kynningarblað Fóður, ræktun, snyrtivörur og beituhlaup. Flestir hundaeigendur þekkja hvimleitt vandamál sem f ylgir vorinu. Þegar sól hækkar á lofti hrynja gjarnan hárin af ferfættu vinunum okkar. Margrét Mekkin á Labrador- hundinn Konna og þekkir þetta vandamál vel. Hún hóf störf hjá Líflandi fyrir nokkrum mán uðum og kynntist þar ARION-fóðrinu sem Lífland er með umboð fyrir. „Ég var að verða geðveik á hárlosi hundsins og þurfti orðið að ryk- suga tvisvar sinnum á dag. Það voru hundahár alls staðar, á föt- unum mínum, í bílnum, meira að segja í smjörinu!“ Margrét segir kímin að hún hafi meira að segja reynt að ryksuga hundinn en ekk- ert hafi virkað. „Svo prófaði ég að kaupa ARION Premium Lamb & Rice-fóðrið þar sem það er sérstak- lega ætlað fyrir betri húð og feld. Ég hafði engar sérstakar vænt ingar um að ástandið myndi batna en það kom skemmtilega á óvart að hárlosið minnkaði töluvert eftir að hann hafði verið á fóðrinu í nokkrar vikur. Það þekkja það líka allir hundaeigendur að það er engin „Colgate-lykt“ út úr þessum elskum en mér fannst andremman líka minnka mjög mikið.“ Náttúruleg innihaldsefni „Ég gef Konna einu sinni á dag og hef tekið eftir því að hann nýtir fæðið miklu betur núna en hann hefur gert áður. Ég vil hundinum mínum auðvitað það besta og það gleður mig sérstaklega að fá svona góð gæði fyrir gott verð.“ ARION- vörurnar eru einstaklega bragð- góðar en leyndarmálið á bak við góða bragðið er einstök blanda vel valinna, náttúrulegra inni- haldsefna sem eru laus við gervi- efni í litar- og bragðefnum. „Það skemmir auðvitað ekki fyrir að hann er gjörsamlega sjúkur í þetta fóður. Á slaginu sex sest Konni við dallinn sinn og bíður eftir því að fá að borða. Ef maður bregst ekki nógu fljótt við lætur hann mann alveg vita að maður er að gleyma honum.“ Fjölbreytt úrval ARION-fóðrið verður sífellt vin- sælla hjá gæludýraeigendum og fæst nú hjá fjölmörgum endur- söluaðilum um allt land. Fram- leiðendur ARION vita að gott fóður er grundvöllur góðrar heilsu og hafa sérfræðingar þeirra, í samvinnu við rannsóknasetur virtra háskóla, þróað heildstætt úrval fóðurs sem tryggir það besta sem besti vinurinn þarfn- ast. Tekið er tillit til nýjustu rann- sókna og framfara á þessu sviði í samsetningu og framleiðslu fóð- ursins. Til eru þrjár línur af ARION- fóðri. ARION Friends, sem er gott fóður á góðu verði, ARION Premi- um, sem er hágæðafóður og er sérstakt fóður fyrir allar stærð- ir og gerðir af hundum. Nýlega bættist svo þriðja línan við, sem heitir ARION Health & Care og er ofnæmisfóður. Mikill munur á hundinum Margrét hefur séð mikinn mun á Konna eftir að hún skipti yfir í ARION- fóður. „Labradorum fylgir oft bæði hárlos og eyrnabólga og Konni var búinn að vera með þráláta eyrnabólgu stanslaust í tvö ár. Ég var búin að reyna svo til allt, setja hann á alls konar lyf og ég veit ekki hvað, en það var ekki fyrr en ég bæði skipti um fóður og fékk dropa frá dýralækninum sem eyrnabólgan fór loksins. Ég er ekki að segja að droparnir hafi ekki átt sinn þátt í því, en ég held að fóðrið hafi alls ekki skemmt fyrir.“ Var með hundahár á heilanum ARION-fóðrið frá Líflandi hefur verið vinsælt meðal gæludýraeigenda. Margrét Mekkin á Labradorhund sem hún sér mikinn mun á eftir að hún fór að gefa honum ARION Premium Lamb & Rice en það er sérstaklega ætlað fyrir betri húð og feld. Margrét með Konna sem fer minna úr hárum eftir að Margrét fór að gefa honum fóður frá ARION. BESTI VINUR ÞINN BESTI VINUR OKKAR ER Arion dýrafóður er unnið út frá rannsóknum á því hvað það er sem besti vinur þinn þarfnast og þróað með það í huga. Því besti vinur þinn á aðeins það besta skilið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.