Fréttablaðið - 17.05.2014, Page 72

Fréttablaðið - 17.05.2014, Page 72
17. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 40 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Leikurinn 1. Ertu fluttur úr Skírisskógi? Nei, í rauninni bý ég enn þá í Skírisskóginum. Ævintýra- skógurinn rúmar nefnilega svo marga mismunandi heima. Innan Ævintýraskógarins má til dæmis finna Hálsaskóg þar sem Lilli klifurmús og Mikki refur búa, Dverghamra, sem eru heimili dverganna sjö, og líka Skírisskóg, þar sem ég bý með mömmu og Tomma litla bróður mínum. 2. Hverjir fleiri en þú búa í Ævintýraskóginum? Hérna í Ævintýraskóginum búa allar þær ævintýrapersónur sem þér getur dottið í hug. En mest hangi ég með Þöll, sem er besta vinkona mín. Já, og Þyrnirós, sem er alveg frábær stelpa líka. 3. Hvernig kynntistu Þyrni- rós? Ég kynntist henni í gegn- um Þöll, sem er sameiginleg vinkona okkar. Við erum öll á sama aldri svo við leikum okkur oft saman. Oftast erum við að æfa okkur að skjóta af boganum. Ég get sko sagt þér það að ég skaut einu sinni epli af höfði Þallar í 30 metra fjar- lægð! Þyrnirós stóð reyndar ekki alveg á sama en ég vand- aði mig og þrotlausar æfingar síðustu ára eru greinilega að skila sér. 4. Ertu hættur að ræna þá ríku til að gefa þeim fátæku? Ég vil ekki meina að ég ræni þá ríku. Því það er alls ekki fal- legt að stela. Ég tel mig frekar vera að sækja aftur peningana sem Jóhann prins tók af íbúum Ævintýraskógarins. Hann skildi þá eftir slyppa og snauða þannig að þeir áttu ekki einu sinni peninga til að kaupa sér mat, hvað þá lyf. Tommi bróð- ir minn er afskaplega veikur og hann þarf að fá drekatár á hverjum degi svo honum líði aðeins betur, ég sæki pen- inga til Jóhanns á meðan hann sefur og fyrir þá kaupi ég dreka tár fyrir Tomma litla. 5. Er Litli-Jón með þér í Ævin- týraskóginum? Ég hef ekkert hitt hann lengi. Ætli Þöll hafi ekki tekið við hlutverki hans sem lífsförunautur minn. 6. En fógetinn í Nottingham? Fógetinn í Ævintýraskóginum er afskaplega ógeðfelld kona. Hún er með Jóhanni prinsi í liði og hún leggur sig alla fram við að gera líf okkar hinna í Ævintýraskóginum óbærilegt. 7. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera í skóginum? Ég hef langmest gaman af því að skjóta af boganum mínum. Ég, Þöll og Þyrnirós förum oft lengst inn í skóginn og æfum okkur tímunum saman. Við syngjum líka mikið og förum í alls konar leiki, eins og eltinga- leik og feluleik. 8. Kann Þyrnirós að skjóta af boga? Já, ég er að kenna henni það. Hún er auðvitað ekki alveg jafn góð í því og ég, enda er ég búin að æfa mig miklu meira en hún. En hún er mjög efnileg og henni finnst þetta gaman svo ég efast ekki um að hún á fljótlega eftir að verða sannkallaður bogfimi- meistari. 9. Hver er allra besti vinur þinn? Það er hún Þöll, við elskum hana öll. 10. Hvað er það hræðilegasta sem þú lendir í? Að horfa upp á fólk vera beitt óréttlæti eða misrétti. Fyrir mér eru allir jafnir og allir eiga sama til- veruréttinn, hvort sem þeir eru fátækar ekkjur eða ríkir prinsar. Mér finnst mikilvægt að vera alltaf góður við alla, menn og dýr og hjálpa þeim sem minna mega sín. Kaupir drekatár fyrir Tomma bróður sinn Hrói höttur er kominn til Íslands og verður á ferð og fl ugi um allt land í sumar ásamt alls konar öðrum ævintýraverum úr smiðju Leikhópsins Lottu. Hrói kom við hjá okkur og féllst á að svara nokkrum spurningum Krakkasíðunnar. Brennibolti Þátttakendum er skipt í tvö lið. Liðin byrja á því að velja sér höfð- ingja sem eru staðsettir hvor á sínum enda vallarins. Miðlína skilur á milli liðanna. Boltinn gengur síðan á milli höfðingjans og sam- herja og þeir reyna að skjóta andstæðinga sína. Takmarkið er að skjóta alla úr hinu liðinu. Þeir sem fá boltann í sig fara yfir til höfð- ingjans og hjálpa honum. Þegar aðeins er einn eftir fer höfðinginn út og hann fær alltaf boltann. Það má grípa boltann þegar verið er að skjóta í þau, ef þau missa boltann eru þau úr og fara til höfðingj- ans. Það lið sem er á undan að skjóta alla andstæðinga sína sigrar. Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 96
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.