Fréttablaðið - 17.05.2014, Síða 86

Fréttablaðið - 17.05.2014, Síða 86
17. maí 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | SUNNUDAGUR LAUGARDAGUR facebook.com/BYKO.is Öl l v er ð er u bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ e ða m yn da br en gl . A lla r v ör ur fá st í BY KO B re id d en m in na fr am bo ð ge tu r v er ið í öð ru m v er sl un um . Ve rð ve rn d BY KO tr yg gi r þ ér læ gr a ve rð . S já n án ar i u pp lý si ng ar o g sk ilm ál a á w w w .b yk o. is . w w w .e xp o. is / E XP O au gl ýs in ga st of a 159.995kr. Vnr. 79290122 Kerra, 1800x1200 mm. Leyfileg heildarþyngd 750 kg. INNANMÁL 1800X1200X310 MM BURÐARGETA 550 KG BÓN OG ÞVOTTAVÖRUR FRÁ SONAX FÁST Í BYKO Vnr. 41312250 Þvottakústur nylon. 4.995kr. Vnr. 41312253 Skaft á þvottakúst, 1,8 m. 3.495kr. Vnr. 74807505 EINHELL bónvél BT-PO 90. 5.995kr. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 17.00 Söngsveitin Fílharmónía undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar heldur tónleika í Siglufjarðarkirkju. Flutt verður dagskrá íslenskra og erlendra kórlaga. Miðaverð er 1.500 kr. 21.00 Helena Eyjólfsóttir fagnar 60 ára söngferilsafmæli næsta laugardag á Græna hattinum með glæsilegum tón- leikum. Sjálfur Þorvaldur Halldórsson tekur lagið með Helenu. Hljómsveitina skipa: Gunnar Gunnarsson píanó og Hammond-orgel, Grímur Sigurðsson söngur, trompett, Sigurður Flosason saxófónar og ásláttarhljóðfæri, Árni Ket- ill trommur, Brynleifur Hallsson gítar, Jón Rafnsson bassi, Alfreð Almarsson söngur og Friðrik Bjarnason gítar og Þorvaldur Halldórsson söngur. Miðaverð er 3.500 krónur. 21.00 Tónlistarmennirnir Rúnar Þóris- son og Hallur Ingólfsson ásamt fleirum verða með tónleika á Gamla Gauknum. 23.00 Bat out of Hell í Hörpu. Sam- starf Meatloaf og lagahöfundarins Jims Steinman náði nýjum hæðum í október árið 1977 þegar fyrsta plata þeirra í trílógíunni Bat out of Hell leit dagsins ljós. Platan verður flutt ásamt fleiri slögurum af söngvurum á borð við Matthías Matthíasson, Dag Sigurðs- son, Eirík Hauksson, Stefán Jakobsson, Friðrik Ómar, Heiðu Ólafsdóttur, Ernu Hrönn Ólafsdóttur og Stefaníu Svavars- dóttur. Miða er hægt að nálgast á heimasíðu miði.is. Uppselt er á fyrri tónleika klukkan 20.00 en laust er á seinni tónleikanna klukkan 23.00. Sýningar 14.00 Halldóra Helgadótir opnar mál- verkasýninguna AF JÖRÐU í Mjólkur- búðinni í Listagilinu á Akureyri. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna eru verkin unnin út frá áhrifum náttúru landsins. Undanfarin ár hefur Halldóra beint sjónum sínum að því smálega í náttúrunni, stækkað það upp og sett í nýjan búning. Viðfangsefnin eru hraun, mosi og blóm sem við lítum oft á sem illgresi en eru þó svo sterk ímynd íslenskrar náttúru. 14.00 Myndlistarsýningin KJÓLANDI opnuð í Populus Tremula í Listagilinu á Akureyri. Þar leiða saman kjóla sína listakonurnar Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurð- ardóttir og Thora Karlsdottir og opna innsetningu í sýningarrýminu. Sýningin KJÓLANDI stendur aðeins þessa einu helgi og er opið laugardag og sunnudag kl. 14-17. Allir velkomnir. 15.00 Opnuð verður útskriftarsýning nemenda á listnámsbraut Fjölbrauta- skólans í Breiðholti í einum af vatns- tönkum Perlunnar. Nemendur eru að sýna þrívíddarhönnun, grafíska hönnun, teikningar og myndlist. Uppákomur 12.00 Guðmundur Geirdal, fram- bjóðandi í 5. sæti Sjálfstæðisflokksins, sjómaður og aðalmaður í skipulags- nefnd Kópavogs, býður upp á fiskisúpu við smábátahöfnina á Kársnesi og talar um framtíðarskipulagið. Aðrir fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins verða á staðnum. Harmóníkuleikari heldur uppi léttri stemningu og blöðrulistamaður skemmtir börnunum. 13.00 Árleg torfærukeppni Flugbjörgun- arsveitinnar á Hellu en hún hefur verið fastur fjáröflunarliður í starfi sveitarinnar síðan 1973. Alls eru 20 keppendur skráðir til leiks og menn ýmist að keppa í fyrsta eða tuttugasta skipti á Hellu. Keyrðar verða sex brautir og þar verður áin og mýrin að sjálfsögðu á sínum stað. Ekki hefur verið keppt á Hellu í þrjú ár og lofa keppnishaldarar góðri keppni. 13.00 Til að fagna hjólaborginni Reykja- vík efnir Samfylkingin til hjólaferðar. Lagt verður af stað frá Vesturbæjarlaug og hjólað inn í Fossvogsdal og Elliðarárdal, yfir nýju hjólabrýrnar og eftir nýju hjóla- brautinni með Suðurlandsbraut, um Borgartúnið og Hverfisgötu vestur í bæ. Upplagt að skella sér í nýja pottinn í Vest- urbæjarlauginni eftir ferðina. Aðgangur að lauginni er innifalinn fyrir þá sem vilja. Leiðsögumaður er Hjálmar Sveinsson. Bókmenntir 14.00 Leshringur í Hannesarholti þar sem rætt verður um bókina Stúlka með maga eftir Þórunni Erlu- og Valdimars- dóttur með þátttöku höfundar og ritstjóra bókarinnar, Guðrúnar Sigfús- dóttur. Allir velkomnir, aðgangseyrir er 1.000 krónur. Markaðir 13.00 Hönnunarnemar í Listaháskólan- um og fataóðar tískuskvísur selja bæði fatnað sem og eigin hönnun á Lofti Hosteli, Bankastræti 7. Til sölu verður m.a: fatnaður, fylgihlutir, pósterar, silki- þrykktir bolir, myndasögur, skissubækur, merkjavara, skór og alls konar. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 15.00 Chrissie Telma Guðmundsdóttir verður með útskriftartónleika í Salnum, Kópavogi. Chrissie útskrifast með BMus-gráðu í fiðluleik frá Listaháskól- anum í vor. 16.00 Söngsveitin Fílharmónía undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og kór Akureyrarkirkju undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar halda sameiginlega tónleika í Akureyrarkirkju. Einsöngvari er Michael Jón Clarke og orgelleikari er Sigrún Jóna Þórsteinsdóttir. Kórarnir flytja eigin efnisskrá ásamt því að flytja nokkur lög saman. Miðaverð er 1.500 krónur. 17.00 Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Sig- ríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran og Birna Hallgrímsdóttir píanóleikari flytja íslensk sönglög í tónleikaröðinni Perlur íslenskra sönglaga í Kaldalóni Hörpu. 17.00 Andrea Jónsdóttir leikur og kynnir lög af hljómplötum á Ob-La-Dí- Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Fræðsla 11.00 Gönguferð með Guðjóni Friðriks- syni suður Laufásveginn og fræðst um fólk og byggingar. Að göngunni lokinni er hægt að sjá stutta heimildarmynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár borgarinnar og skoða Hannesarholt með leiðsögn. Allir velkomnir en aðgangseyrir er 2.000 krónur. Sýningar 14.00 Ástríður Magnúsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands. Ástríður, dóttir Vigdísar, var sjö ára gömul þegar móðir hennar var kosin forseti. Ástríður mun ganga um sýninguna með það að leiðarljósi og rifja upp sögur og minningar sem tengjast fatnaði og fylgihlutum sem eru til sýnis frá ferli móður hennar. Dansleikir 20.00 Dansað verður í félagsheimili eldri borgara í Stangarhyl 4 í Reykjavík. Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Aðgangseyrir er 1.500 kr fyrir félagsmenn en 1.800 fyrir gesti. Allir velkomnir. Dans 14.00 Barnasýning Kramhússins. Popp- ing, breik og dans fjögurra og fimm ára. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. 20.00 Vorsýning Kramhússins í Tjarnar- bíói. Breik, Beyoncé, Samtímadans, Afró og fleira. Listamannaspjall 15.00 Listheimspekingurinn Jón Proppé og JKB Ransu, myndlistarmaður og listgagnrýnandi, fjalla um og skiptast á skoðunum um yfirstandandi sýningu Önnu Jóelsdóttur í Ásmundarsal, Listasafni ASÍ. Öllum er hjartanlega velkomið að koma og fylgjast með og taka þátt í umræðum. Aðgangur er ókeypis, en Listasafn ASÍ er til húsa við Freyjugötu 41. Markaðir 12.00 Vorhátíð og markaður Langholts- sóknar. Góð skemmtun og góð kaup, allt á milli himins og jarðar til sölu. Hoppukastali fyrir börnin, kaffisala og grillaðar pylsur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.